Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 17 Skráning bréfa Skandia og VÍB í SÍF Oheimilt að breyta skráningu án skriflegs framsals _________ÚR VERIIMU___ SYN í Neskaupstað byggir nýtt frystihús EKKI er heimilt að sögn Gunnars Arnar Kristjánssonar, framkvæmda- stjóra SÍF, að breyta skráningn hlutabréfa nema fyrir liggi skriflegt framsal um siíkt frá hlutaðeigandi aðilum. Hann segir þetta vera ástæðu þess að skráningu á hluta- bréfum Fjárfestingarfélagsins Skan- dia og Verðbréfamarkaði íslands- banka í SÍF hafi ekki verið breytt, þrátt fyrir að vitneskja hafi legið fyrir um að þessir aðilar væru ekki eiginlegir eigendur bréfanna. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær segja forsvarsmenn beggja verðbréfafyrirtækja að stjórnendum STÓR hluti hluthafa í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda (SÍF) ætlar að nýta sér forkaupsrétt sinn í hlutafjárútboði fyrirtækisins að sögn Davíðs Björnssonar, deildar- stjóra hjá Landsbréfum sem er um- sjónaraðili útboðsins. Hluthafar í SÍF hafa frá því að HagnaðurBA eykst um 11 % London. Reuter. FLUGFÉLAGIÐ British Airways hefur tilkynnt að hagnaður þess á fyrsta ársfjórðungi hafi aukizt um 11,1% i 150 milljónir punda og spá- ir öðru metári í greininni. „Útlitið er uppörvandi sem fyrr í flugrekstri yfirleitt og sérstakiega hjá British Airways,“ sagði Sir Colin Marshall stjórnarformaður í yfirlýsingu. SÍF hafi verið það alveg ljóst að fyrirtækin væru ekki eiginlegir eig- endur þeirra bréfa. Gunnar segir það hins vegar alveg skýrt í lögum hvernig staðið skuli að skráningu hlutabréfa í hluthafaskrár. „Hluthafaskrár eru ekki skráðar eftir munnlegum upplýsingum held- ur eru þær skráðar eftir skriflegu framsali á hlutabréfum, eins og skýrt kemur fram í 31. grein hlutafé- lagalaga. Það er óheimilt að breyta skráningu í hlutafélagaskrá án skrif- legrar heimildar. Reyndir verðbréf- amiðlarar ættu líka að vita það,“ segir Gunnar. útboðið hófst 19. júlí haft forkaups- rétt að hlutafénu en þessi réttur fellur niður eftir daginn í dag. Verða þá óseld bréf, ef einhver verða, boð- in á almennum markaði. Davíð sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að enn ættu nokkrir hluthafar eftir að svara því hvort þeir ætluðu að nýta sér forkaupsrétt sinn eða ekki. „Mér sýnist þó að góður meirihluti þeirra, sem hafa sent svarbréf eða 3/4 vilji auka hlut sinn meira en þeir hafa rétt til sam- kvæmt forkaupsrétti. Ég tel því lík- legt að bréfin klárist á morgun [í dag] að stærstum hluta eða jafnvel að öllu leyti," sagði Davíð. í útboðinu er boðið út hlutabréf fyrir 122 milljónir króna að nafn- virði. Gengi bréfanna í útboðinu hefur verið 3,1 á forkaupsréttar- tímabilinu. í gær urðu þrenn við- skipti með bréf í SÍF á Opna tilboðs- markaðnum á genginu 3,15 og nam andvirði viðskiptanna 678 þúsund krónum. Frystigeta 200 tonn á sólarhring SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað er nú að hefja byggingu nýs frysti- húss fyrir vinnslu á uppsjávarfiski og bolfiski. Frystihúsið verður um 4.500 fermetrar að stærð og frysti- geta um 200 tonn á sólarhring. Aætlað er að frysting hefjist í hús- inu á loðnuvertíð næsta vetur, en frysting á bolfiski verði flutt úr eldra húsi fyrirtækisins í hið nýja innan tveggja til þriggja ára. Kostn- aður við byggingu nýja hússins liggur ekki endanlega fyrir enn. Frystihúsið verður byggt við frysti- og kæligeymslu Síldarvinnsl- unnar sem reist var innst við höfn- ina fyrir rúmum 10 árum. Um er að ræða stórt stálgrindarhús, sem verður flutt inn tilbúið til uppsetn- ingar frá Skotlandi. Vinna við grunn hússins hefst fljótlega og uppsetning hússins síðar í haust. Inn í þetta hús verða svo smíðaðar einingar fyrir hvern þátt vinnslunn- ar, sem þar verður. Byrjað á loðnufrystingu Fyrst í stað verður frysting á síld og loðnu flutt í húsið, en fryst- ing á bolfiski verður fyrst um sinn í gamla húsinu, sem er reyndar orðið fremur óhentugt til slíkrar vinnslu. Síðar er svo ætlunin að HAMPIÐJAN og Hafrannsókna- stofnun standa saman að rannsókn- arleiðangri á rs. Árna Friðrikssyni nú í haust. Helsta viðfangsefni leið- angursins verður skoðun og mynda- taka botn- og flottrolla. Hampiðjan leggur til neðansjávarmyndavél Netagerðar Vestfjarða og útbýr eða kostar uppsetningu trollanna sem skoðuð verða. Stjórnandi inyndavél- arinnar verður Ólafur Ingólfsson frá Netagerð Vestfjarða. Ætlunin er að skoða 80 feta, síldarsöltun fyrirtækisins verði flutt í gamla húsið og það verði nýtt að auki fyrir einhveija hrávinnslu og sem geymsla. Frystigeta í gamla húsinu er um 60 tonn á sólarhring, en auk þess er hægt að frysta tölu- vert í þremur frystiskipum SVN. Á síðustu vertíð voru fryst um 2.000 tonn af loðnu í gamla frystihúsinu og frystiskipunum Barða og Blæng. Mikil sjálfvirkni Þegar tæki og búnaður til vinnslu og frystingar á síld og loðnu verða uppsett, er reiknað með því að alls verði um tveir þriðju hlutar hússins teknir í notkun. Mikil sjálfvirkni verður við móttöku á aflanum, flokkun og vinnslu. Skipin munu landa við húsgaflinn og þar verður síld og loðna flokkuð. Það sem fer til frystingar, fer beint til þeirra vinnslu, en það sem flokkast frá og fer til bræðslu, verður flutt í rörum beint í hráefnistanka bræðsl- unnar hinum megin við höfnina. Síldarvinnslan á flökunarvélar fyrir síld og loðnu, en verið er að fara yfir tilboð í önnur tæki og búnað til vinnslu og flutningslínur Fyrirtækið Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði er ráðgjafi SVN við byggingu hússins. Miklum endurbótum á bræðslunni nýlokið Síldarvinnslan hefur nú nýlokið tveggja hæða kassatroll, Bacalao, Alberto og Albatross botntrojl auk 512 metra Gloríu flottrolls. Ýmsar stærðir Poly-Ice hlera verða prófað- ar og má sérstaklega geta hinna nýju FHS flottrollshlera frá J. Hin- rikssyni. Þá er ætlunin að reyna í fyrsta sinn svonefnda létthlera, sem þró- aðir hafa verið í samvinnu við Há- skóla íslands. Þeir eru ætlaðir til veiða með flotvörpu eftir miðsjávar- fiski sem heldur sig nærri yfirborði miklum endurbótum á fiskimjöls- verksmjðu sinni fyrir um 450 millj- ónir króna. Það eru því mikil um- svif hjá fyrirtækinu. Kristinn V. Jóhannsson, formaður stjórnar Síld- arvinnslunnar, segir, að reksturinn hafi gengið mjög vel þetta ár og því telji menn sér fært að fara út í svona viðmiklar endurbætur á fyr- irtækinu, bæði bræðslunni og fryst- ingunni. „Þetta er líka liður í því að ná fram aukinni hagkvæmni í rekstrin- um. Gamla frystihúsið leyfir slíkt einfaldlega ekki og því er ákveðið að byggja frystinga upp. Þá er mikilvægt að geta unnið mikið af fiski til að ná framleiðslukostnaði á hvert kíló niður. Bolfiskurinn síðar í nýja húsið Við förum ekki strax með bol- fiskfrystinguna í nýja húsið. Meðal annars ræður útkoman á næstu loðnuvertíð þar nokkru. Einnig skiptir miklu máli að vanda undir- búng þess sem kostur er. Stefna þarf að því að framleiðslan verði í samræmi við það, sem mestum möguleikunum skilar á mörkuðun- um, hvort sem um er að ræða ein- hveija fullvinnslu eða annað. Við eigum eftir að fara mun betur yfir þá þætti og ætlum okkur ekki að rasa um ráð fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson. og með botnvörpu á grunnslóð, en erfitt hefur reynst að ná eðlilegri breidd í trollunum vegna þess hversu stutt er í vírum við þessar aðstæður. Þá verða trollin útbúin legg- glugga, smáfiskaskilju og svoköll- uðu stundaglasi, og skilvirkni út- búnaðarins skoðuð og metin eftir föngum. Myndband yfir afrakstur leiðangursins verður væntanlega tilbúið að loknum leiðangrinum síð- ar um haustið. Hlutafjárútboð SÍF Góðar undir- tektir hluthafa Samstarf Hampiðjunnar og Hafrannsóknastofnunar Kvikmynda trollin í sjó tölvuverslun í dag! Verið velkomin í nýja og glæsilega tölvuverslun Tæknivals að Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði. Við bjóðum ykkurfyrsta flokks þjónustu ogfaglega ráðgjöfívali á tölvum, hugbúnaði, netbúnaði, prenturum, jaðartækjum og öllu sem snýr að umhverfi tölvunotenda - á skrifstofunni, heimilinu eða í skólanum. ALLAR TÖLVU- 0G REKSTRARVÖRUR FYRIR SKRIFSTOFUR 0G HEIMILIA EINUM STAÐ. FJ0UVI0RG 0PNUNARTILB0Ð! • Hewlett-Packard DeskJet 600 blekspr.prentari..16.900 • OKIPAGE 4W geislaprentarinn..................... 29.900 • Microsoft Home fræðslu- og leikjapakki 5 CD.......6.000 • lomega ZIP 100 MB afritunarstöð..................18.900 • 6X öflugt geisladrif............................8.900 • Vinsælir leikir á verði frá kr......................900 o.fl. o.fl. o.fl. ATHUGIÐ: Öll opnunartllboð gilda aðeins I takmarkaðan tlma og mörg hver eru I takmörkuöu magni. 0PIÐ A MORGUN LAUGARDAG 10. Tæknival Hafnarf irði Reykjavíkurvegi 64 • Sími 550-4020 • Fax 550-4021 Netfang: fjordur@taeknival.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.