Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 19 ________________ERLENT________________ Könnun á viðhorfum bandarískra kjósenda Dole gæti jafnað mun- inn fyrir kosningar Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hef- ur enn tólf prósentustiga forskot á Bob Dole, forsetaefni repúblikana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Könnunin bendir hins vegar einnig til þess að Dole geti jafnað muninn einbeiti sér hann að ákveðnum málaflokkum í kosningabarátunni. Samkvæmt könnuninni, sem framkvæmd var af John Zogby Group fyrir Reuíers-fréttstofuna, styðja 43,3% bandarískra kjósenda Clinton, 31,3% Dole og 9,2% auðkýfínginn Ross Perot frá Texas. Skattaiækkun vinsæl Þrátt fyrir að vinnslu könnunar- innar væri varla lokið er Dole kynnti efnahagsstefnu sína á mánudag bendir margt til þess að loforð hans um 15% heildarlækkun skatta geti haft veruleg áhrif á kjósendur. Þá gæti það styrkt stöðu hans ef hann legði áherslu á að hann væri hæfur samningamaður, ef hann tilkynnti að Colin Powell, fýrr- um formaður herráðsins, yrði utan- ríkisráðherra í stjórn hans og ef hann lýsti því yfir að Whitewater- málið hefði kostað skattgreiðendur mikla peninga. Það sem helst var talið hamla framboði hans var óspennandi ímynd Doles sjálfs. Við fram- kvæmd könnun- arinnar var kannað hvaða málaflokkar gætu haft áhrif á fylgi frambjóð- endanna. Er sú aðferð gjarnan notuð við kannanir á vegum frambjóðendanna sjálfra. Perot breytir engu Niðurstaðan var sú að stuðningur við Clinton gæti aukist ef hann eignaði sér heiðurinn af því að hafa komið á friði á Haítí og Bosníu, ef hann lýsti því yfir að hann væri fyrsti forsetinn í mörg ár er berðist gegn fjárlagahalla og með því að halda því á loft að í stjórnartíð hans hefðu skapast tíu milljónir nýrra atvinnutækifæra. Eftir að þátttakendum í könnun- inni höfðu verið kynnt nokkur hugs- anleg áherslumál frambjóðendanna minnkaði forskot Clintons niður í 8,5% og sögðust 42,6% kjósenda styðja hann en 34,1% sögðust styðja Dole. í báðum tilvikum virtist sem Ross Perot tæki fylgi jafnt frá báð- um frambjóðendunum og munurinn á fylgi Doles og Clintons myndi ekki breytast ef Perot gæfi ekki kost á sér. Þegar spurt var hvort Bandaríkin væru á réttri leið skiptust þátttak- endur í tvo jafnstóra hópa og það sama gerðist þegar spurt var hvort Clinton ætti það skilið að verða endurkjörinn sem forseti. Svipað fylgi og Bush John Zogby, sem hafði yfirum- sjón með framkvæmd könnunarinn- ar, benti á að þó að þetta væri Dole í hag þá væri heildarstuðningur við hann enn undir 40% eða svipaður og stuðningur við George Bush, fýrrum Bandaríkjaforseta, er hann tapaði fyrir Clinton í síðustu kosn- ingum. Þegar spurt var um þingkosning- ar sögðust 42% telja æskilegt að repúblikanar héldu meirihluta sín- um á þingi en 40% töldu æskilegt að demókratar næðu meirihluta. Þetta er töluverður breyting frá könnunum er gerðar voru fyrr á árinu en þá var mikil óánægja með núverandi þingmeirihluta áberandi. Bob Dole MENNINGARNOTT JT I MIÐBORGINNI GÖTULISTAMENN ga á að kynna sem sig og*tist sína aðfaranótt I£1 _ æ T á menningarnótt í ykjavík hafi samband V Þróunarfélaq Reykjavíkur Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavik msimi 562 0555 Simbréf 562 0551 m Reuter Olía fyrir mat ÚRVALIÐ af matvælumer held- ur lítið á mörkuðunum í Irak en nú er von til, að úr rætist. Sam- einuðu þjóðirnar hafa samþykkt samninga við Iraksstjórn um „ol- íu fyrir inat“ en samkvæmt þeim verður Irökum leyft að selja olíu fyrir rúmlega 130 milljarða ísl. kr. á næstu sex mánuðum. Skal því fé eingöngu varið til kaupa á mat, lyfjum og öðrum slíkum nauðsynjum. 1 HABITAT-ÚTSALAN I A]]t aí 70% afs]áttur i af útíójuvó'ruln. ílfca slóll á kr. 1.740 fsvo tejíi? sé daeMii) habitat Lwga«^1l Simí 5SJ M70 ui kiiin if kiihiul kiih'i Uii i kM OPIÐ I0.ÁGÚST. GKG VÍFILSSTAÐAVÖLLUR GLÆSILEG YERÐLAUN. HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA KR. 630.000,- VERÐLAUN BÆÐI í KARLA OG KVENNAFLOKKI I., 2. OG 3. SÆTI MEÐ OG ÁN FORGJ. FALLEG MALIBU POLO CLUB ÚR FYLGJA VERÐLAUNUM FYRIR EFSTU ÞRJÚ SÆTIN MEÐ OG ÁN FORGJ. BlUia FERÐAHLJÓMTÆKI FYRIR HVERJA BRAUT AÐ VERÐMÆTI KR. 55.000,- STK. í NÁNDARVERÐLAUN Á ÖLLUM PAR 3 BRAUTUM 2., 4., 8., 11. OG 16. 3.I1JLÍ3. FERÐAHLJÓMTÆKI FYRIR HVERJA BRAUT AÐ VERÐMÆTI KR. 33.000,- STK. FYRIR LENGSTA TEIGHÖGG Á 6. 0G 17. BRAUT OG AÐ VERA NÆST HOLU EFTIRTVÖ HÖGG Á 1.0G 10. BRAUT UTANLANDSFERÐ MEÐ SAS FYRIR HOLU í HÖGGI Á 2. 0G 16. BRAUT. DREGIÐ VERÐUR ÚR SKORKORTUM í YERÐLAUNAAFHENDINGU GLÆSILEGUR OJUIOFERÐAGEISLASPILARI OG FLEIRA. KddioDærhr MÓTSGJALD UPPLÝSINGAR OG SRRÁNING I GOLFSKÁLA GKG SÍMI: 565 7373 FYRIR KL. 22.00 FÖSTUDAGINN. 9. ÁGÚST.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.