Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 21 Blóma- skreyt- ingasýning Á LAUGARDAGINN hefst í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, sýning á blóma- skreytingum eftir Jón Arnar Sverrisson blómaskreytinga- fræðing. Þar sýnir hann m.a. ferskar blómaskreytingar, þurr- skreytingar og skúlptúra úr þurrkuðu efni. Jón er fæddur 1964 og lauk námi í Garðyrkjuskóla ríkisins 1992 í blómaskreytingum og hefur unnið að skreytingum í Noregi og Þýskalandi sem og hér heima. Sýningin stendur til 22. ágúst og er opin daglega frá kl. 14-16.30. Raddir í Reykjavík ÞORSTEINN J. opnar sýn- ingu í Ráðhúskaffinu 10. ág- úst, sem kallast Raddir í Reykjavík. Hér er annars veg- ar um að ræða hljóðverk, slitr- ur af frásögnum gamalla Reykvíkinga, sem rifja upp hvernig lífið var þegar Reykja- vík var bara fáein hús, og hins vegar verður einn veggur Ráðhúskaffisins þakinn ljós- myndum af gömlum Reykvík- ingum, sem fengnar eru að láni af heimilum fólks. „Þetta eru vangaveltur um það hvernig tíminn iíður, hvað það er stutt síðan borgin var bara lítill bær, og beljur á beit vestur á Högum,“ segir í kynningu. Kvikmynda- kvöld í Nor- ræna húsinu ÍSLENSKA kvikmyndin „Bíó- dagar“ verður sýnd mánu- dagskvöld kl. 19. Myndin er framleidd árið 1994, leikstjóri er Friðrik Þór Friðriksson. Myndin er 87 mín. að lengd og er með enskum texta. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Að sýningu lokinni mun kaffistofa Norræna hússins bjóða upp á fiskipaté fyrir 400 kr. ísland í dag I NORRÆNA húsinu á sunnu- daginn kl. 17.30 mun Borgþór Kjærnested fjalla um íslenskt samfélag og það sem er efst á baugi í þjóðfélaginu. Hann mun flytja erindið á sænsku og finnsku. Fólki gefst tæki- færi til fyrirspurna. Allir eru velkomnir, aðgangur ókeypis. Að lokinni dagskrá mun kaffistofan bjóða upp á eitt- hvað gott úr hafinu fyrir 500 kr. Klippimyndir í Varmahlíð NÚ STENDUR yfir í Gallerí- inu Lundi, Varmahlíð, sýning á klippimyndum Jóns Laxdals Halldórssonar. Sýningin ber yfirskriftina „Dagbókarblöð“. Jón Laxdal er Akureyring- ur, fæddur 1950 og hefur sýnt undanfarin 10 ár bæði heima og erlendis. Sýningin stendur til 20. ágúst og er opin alla daga frá kl. 10-18. Notalegasti salurinn full- skipaður eina ferðina enn TONLIST Sigurjónssafn KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Bach, Beethoven, Jón Nordal, Ravel og Piazzolla. Ásdís Arnardóttir, selló; Jón Sigurðsson, píanó. Listasafni Siguijóns Ólafsson- ar, þriðjudaginn 6. ágúst kl. 21:30. MINNSTI en notalegasti kamm- ertónlistarsalur borgarinnar, Lista- safn Siguijóns Ólafssonar í Laugar- nesi, var eina ferðina enn fullskip- aður á þriðjudagskvöldið var, þegar þau Ásdís Arnardóttir og Jón Sig- urðsson hófu tónleika sína með Gömbusónötu eftir J.S. Bach í D-dúr, nr. 2 af þrem varðveittum og í tónleikaskrá talin skrifuð í Köthen. Svo mikið kveður að 6 ára dvöl Bachs hjá hinum músíkalska Leo- pold fursta í Köthen hvað veraldlega hljóðfæratónsköpun varðar, að halda mætti að henni sé nánast lok- ið, um leið og hann flyzt til Leipzig 1723; hefur og fram að þessu gætt tilhneigingar til að tímasetja flest vandtímasetjanleg kammerverk Bachs við Köthenárin. í seinni tíð virðast tónsagnfræð- ingar hins vegar hneigjast til að færa æ fleiri kammerverk og kon- serta meistarans fram á Leipzigárin, m.a. vegna Collegium Musicum tón- leikahaldsins þar í borg; alltjent sýnist manni alveg eins líklegt, að Bach hafi samið þessar perlur fyrir FRÁ sýningunni í Horn- stofunni. Þjóðbún- ingar í nú- tímanum í HORNSTOFU Heimilisiðnaðar- félags Islands, Laufásvegi 2, verð- ur í dag opnuð sýningin Þjóðbún- ingar í nútímanum. Verða til sýn- is upphlutir af eldri og nýrri gerð- inni og peysuföt sem algengast er að konur komu sé upp. Nokkr- ir telpnabúningar verða einnig ásamt kyrtli eftir fyrirmynd Sig- urðar Guðmundssonar málara. Ennfremur verða sýndir ýmsir hlutir sem fylgja búningunum, s.s. svuntuefni, kniplingar, baldýraðir upphlutsborðar, slifsi, skotthúfur, skúfar, búningaefni og kvensilfur. Saumakonur og kennarar verða á staðnum ásamt konum er taka að sér að útbúa sérhluti á búningana. Þær munu sitja að störfum. „Hægt verður að veita ýmiskon- ar upplýsingar og ráðgjöf varð- andi íslensku þjóðbúningana. Þetta er því tækifæri fyrir þá er ætla að koma sér upp eldri bún- ing, láta sauma á sig búning, fá upplýsingar um verð eða ein- hverja aðra vitneskju varðandi íslensku þjóðbúningana," segir í kynningu. Sýningin er opin kl. 13-18 og stendur til 14. ágúst. nemanda sinn, gömbusnillinginn Carl Friedrich Abel, sem hann kenndi árið 1743. Reyndar er lygi- lega svipaður blær yfir hægu þátt- um gömbusónötunnar og tríósónöt- unnar úr Tónafórn Bachs til Friðriks mikla frá 1747; „galant", nærri því tilfinningasamur stíll, sem þá var orðinn vinsæll við hirðina í Potsdam. Gömbusónatan var nokkuð vel flutt. Tempó voru sannfærandi, nema hvað flytjendur reistu sér svo- lítið hurðarás um öxl í loka-Allegró- inu. Verkið er að mestu skrifað sem tríó, með tvær raddir í hljómborðinu, og er óefað eitt þeirra kammerverka Bachs þar sem upprunalegi semball- inn hljómar betur í samspili við strok- færi en nútímaflygill. A.m.k. þarf fyrrtalda hljóðfærið ekki að hafa áhyggjur af mikilli styrkvídd, enda var píanóið, þrátt fyrir annars auð- sýnda nærgætni, of sterkt í 2. þætti. Hinn fjörugi 78 lokaþáttur í ítölsk- um gígustíl var fremur hálfvelgjuleg- ur og hefði mátt láta vaða meira á súðum danssveiflunnar. Samskonar skortur á hrynþunga dró einnig nokkuð úr áhrifum scherzósins í 3. Sellósónötu Beet- hovens í A-dúr Op. 69 næst á eftir. Verkið (1807) er frá hinu „próme- þeifska" 2. sköpunarskeiði og kröft- ugt næmi tónskáldsins fyrir hryn- rænum tilþrifum komið í fullan blóma. Púlsinum hætti þar, sem sum staðar í útþáttunum, til að rása, en leikurinn var að öðru leyti góður, einkum á píanóið, þar sem góð und- irstöðutækni naut sín vel í hröðum ÆFINGAR eru nú hafnar á fyrsta leikriti leikársins í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Það er leikritið „Hin- ar kýrnar", eftir Ingibjörgu Hjartar- dóttur. Leikrit þetta samdi Ingibjörg og þróaði áfram innan Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur á síðasta leikári. Mætti handritið þá áhorfend- um í fyrsta sinn á Litla sviði Borgar- leikhússins í febrúar. Þar var það sýnt einu sinni og hét þá „Hvernig dó mamma þín?“ Síðan var það æft upp með áhugaleikurum og sýnt á í DAG kl. 18 verður færeyski dans- hópurinn Tokum lætt með stutta skemmtun í fundarsal Norræna hússins. Hópurinn ætlar að syngja og dansa að færeyskum sið í um hálfa klukkustund. Færeyingar hafa eins og kunnugt er varðveitt dans- og kvæðasönghefð sína gegnum aldirnar. Áhugi al- mennings á færeyskum dansi hefur aukist jafnt og þétt meðal yngri kynslóðarinnar. Dansfélagið Tokuni lætt hóf starfsemi sína fyrir þremur árum. Stofnfélagar voru 20 manns en nú eru um 100 manns starfandi í félaginu. tónarunum Allegro vivace kafla lokaþáttarins. Ásdís hafði fallegan og töluvert skapmikinn tón á neðra sviði, en henni leið auðheyranlega ekki eins vel í hæðinni. Upp frá þessu verki og allt til loka brá víða fyrir skjögr- andi tónstöðu þar efra, sem vakti nokkra furðu, því bogatæknin var ágæt. Þrátt fyrir þennan annmarka kom snilldarstykki Jóns Nordals meðal mínúatúru- eða „örverka", Myndir á þili, allþokkalega út. Draugablær fyrsta þáttar („Brostin augu vatn- anna“) skilaði sér vel, og ósýnileg grýlukerti hljóðuðu napurlega í öðr- um („Þegar íshjartað slær“). Píanóið lék sérlega lipurt loftkennt hlutverk sitt í þeim þriðja („Skrifað í vind- inn“), hápunkti kvöldsins hjá Jóni Sigurðssyni, og hinn ljúffyndni loka- þáttur („Allt með sykri og ijóma") hefði náð að skila ísmeygilegum sjarma sínum með ögn fastmótaðri hendingaskipan og rásminni púls. Hinn angurværi dansþáttur Rav- els, Piéce en forme de Habanera, rann hjá stórtíðindalaust. Lokaverk- ið, Le Grand Tango eftir Argentínu- manninn Astor Piazzolla skorti aftur á móti áþreifanlega meiri reisn og glæsileika. Tempóið var of hægt nema í milonga-köflunum, andstæð- ur of litlar og svipmildar, og vegna fyrrgreindrar ráshneigðar í púls- skynjun hlutu „rúmbu“-synkópur verksins ekki þann dramatíska hryn- þunga sem þær virtust gera tilkall til. Ríkarður Ö. Pálsson einþáttungahátíð áhugaleikfélaga á Logalandi í Borgarfirði síðastliðið vor. Síðan hefur Ingibjörg haldið áfram að þróa leikritið fyrir Kaffi- leikhúsið. Bætt hefur verið inn í það sönglögum sem Árni Hjartarson, bróðir höfundar samdi sérstaklega fyrir verkið. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson og leikendur þau Árni Pétur Guðjónsson, Edda Arnljóts- dóttir og Sóley Elíasdóttir. „Hinar kýrnar" verður frumflutt föstudaginn 30. ágúst. nk. Þjóðdansfélag Reykjavíkur tekur á móti hópnum og verður sameigin- leg skemmtun hjá þeim laugardag- inn 10. ágúst. Danshópurinn ætlar að ferðast um Island og kemur víða fram m.a. í Borgarnesi, Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum. Auk þess sýnir hann í Árbæjarsafni og á fleiri stöðum í Reykjavík. Allir eru velkomnir í Norræna húsið á föstudag til að hlýða á kvæðasöng og taka sporið með frændum okkar Færeyingum. Að- gangur er ókeypis. LJÓSMYND eftir Rut Hallgrímsdóttur. A I góðum málum RUT Hallgrímsdóttir ljósmyndari heldur sýningu á nokkrum ljósmynd- um sínum í verslun Hans Petersen, Austurveri, Háaleitisbraut 68. Sýningin hefur yfirskritina Ungt fólk í góðum málum. „Umræðan um unglingana hefur verið of nei- kvæð undanfarið," segir Rut. „Mig langaði að koma með jákvætt inn- legg í umræðuna." Á sýningunni eru myndir af ungu fólki að sinna áhuga- málum sínum og af unglingum með fjölskyldum sínum. Rut Hallgrímsdóttir lærði ljós- myndun hérlendis og í Bandaríkjun- um og hefur starfrækt eigin ljós- myndastofu í Reykjavík undir nafn- inu Ljósmyndir Rutar frá árinu 1988. Sýningin stendur frá 9. ágúst til 5. september og er opin frá kl. 9-18. AÐSTANDENDUR sýningarinnar: Árni Pétur Guðjónsson, Edda Arnljótsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Sóley Elíasdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Tökum sporið Æfingar hafnar á Hinum kúnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.