Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Er„amerískt“ ástand að skapast NIÐURSKURÐUR velferðarsamfélagsins heldur áfram og tekur á sig sífellt nýjar myndir. I kjölfar afgreiðsiu fjár- laga ársins 1996 hefur stöðugt reglugerðarflóð streymt úr heilbrigðis- ráðuneytinu. Þessar regiugerðir hafa nær undantekningarlaust það markmið að skerða kjör öryrkja- og ellilíf- eyrisþega, eða að leggja á sjúklinga nýjar álögur. Það má segja að hálf- gert „villta vesturs" ástand ríki í þessum málum, þar sem menn skjóta fyrst og spyrja síðan. Fólk hefur varla vitað hvaðan á sig stendur veðrið og ekki vitað frá einum degi til annars hver kjör þeirra yrðu. Yfirsýn skortir Það hefur oft verið haft á orði að framkvæmdavaldið noti Alþingi í æ ríkara mæli sem afgreiðslustofnun og keyri í gegnum þingið lög, með þeim hætti, að algjörlega virðist skorta yfírsýn yfir afleiðingar þeirra. Það sýndi sig best á síðustu dögum vorþingsins, þegar verið var að leið- rétta ólög sem samþykkt voru, af meira kappi en forsjá, í tengslum við afgreiðslu fjárlaga. Þar nægir að nefna breytingu sem gerð var á 10. gr. almannatryggingalaga og sem hefði leitt ti! tvöfaldrar skerðingar á bótum til þeirra sem fatlast hafa af völdum slysa. Ásta B. Þorsteinsdóttir Álögur á sjúklinga Sparnaður í heil- brigðiskerfinu undanf- arin ár hefur að stórum hluta byggst á flutningi kostnaðar frá hinu op- inbera yfir á herðar sjúklinga. Kostnaðar- þátttaka fólks hefur aukist jafnt og þétt. Nú er það mat margra að þessi sparnaðarleið sé komin að ystu mörkum, ef ekki eigi að fórna alfarið þeim jöfnuði sem hefur ríkt hér á landi. Þótt enn sé þak á heildargreiðslum sjúklinga fyrir læknis- þjónustu, er það því miður orðin stað- reynd að margir hafa einfaldlega ekki það fé aflögu sem þarf að reiða fram, þegar veikindi steðja að, t.d. Kostnaðarþátttaka fólks, segir Asta B. Þorsteinsdóttir, hefur aukist jafnt og þétt. hefur þetta komið mjög illa við fólk með langvinna sjúkdóma. Það er far- ið að veigra sér við að sinna nauðsyn- legu eftirliti, af fjárhagsástæðum. Að höggva í sama knérunn Og enn er ekki nokkurt lát á nýjum tiibrigðum í þeim leiðum sem stjórnvöld fara í að færa kostnað Heimsókn vaktlæknis Fyrir 7. júní 1.600 kr. Eftir 7. júní 1.600 kr. Sjúkrabíll 2.400 kr. 2.400 kr. Komugjald 2.370 kr. 2.370 kr. Blóðrannsókn 0 kr. 1.000 kr. Röntgenrannsókn 0 kr. 1.000 kr. Hjartalínurit 0 kr. 1.000 kr. Samtals 6.370 kr. 9.370 kr. yfir á sjúklinga. Það nýjasta er reglugerð sem gerir ráð fyrir enn frekari innheimtu gjalda af sjúkling- um sem leita á bráðamóttöku sjúkrahúsanna. Upphaflega var gjaldið sem sjúklingum var gert að greiða 1.500 kr. alls. Þessi komu- gjöld hafa farið síhækkandi og eru í dag orðin 2.370 kr. við komu á bráðavakt, og hafa því hækkað um tæp 60% á þremur árum. Ný gjaldtaka á bráðavöktum sjúkrahúsanna er réttlætt með því að misræmi hafi skapast milli greiðslna sjúklinga sem fara til sér- fræðinga á stofu, og þeirra sem fara til sérfræðinga á sjúkrahúsum. Því verða nú innheimtar enn stærri upp- hæðir af hveijum sjúklingi sem kem- ur á bráðamóttöku, en hér eftir á hann að greiða gjald fyrir allar rann- sóknir, þ.á m. öndunarpróf og hjarta- línurit, röntgengreiningu, maga- speglun og blóðsýnatöku. Þeim sem þessu stjórna, kann að finnast sem 1.000 kr. hér og 1.000 kr. þar skipti ekki svo miklu máli. Greinilega hefur ekki verið lögð mikil vinna í að skoða dæmið í heild og hvað þessi, að því er virðist saklausa reglugerð þýðir, fyrir venjulegt launafólk. ~ fyrir betrs titna Skuldabréfaútboð 2. flokkur 1996 Útgáfudagur, útboðstími og nafnverð skuldabréfa Útgáfudagur og fyrsti söludagur er 9. ágúst 1996. Útboðstími er til 31. desember 1996. Samtals eru boðnar út 600 milljónir króna. Lánstími og einingar Bréfin verða seld í 1, 5, og 10 milljóna króna einingum. Skuldabréf í flokki 2/1996 eru til fimm ára, að nafnvirði 600 mkr. Gjalddagar, vextir, og ávöxtunarkrafa Flokkur 2/1996: Gjalddagar 17. febrúar og 17. ágúst ár hvert, fyrst árið 1997. Vextir eru fastir og eru 5,90%. Ávöxtunarkrafa á útgáfudegi er 6,15%. Annað Útboðs- og skráningarlýsingu, ársskýrslur SP-Fjármögnunar hf. og önnur gögn um félagið má nálgast hjá Kaupþingi hf., sem hefur umsjón með útboðinu og annast sölu bréfanna, og hjá SP-Fjármögnun hf. Sótt hefúr verið um skráningu skuldabréfanna á Verðbréfaþing íslands. Kaupþing hf. löggilt verðbréfafyrirtœki Ármúla 13A Sími: 515-1500 í langflestum tilvikum eru sjúk- lingar lagðir inn á bráðavakt, eftir að læknir hefur skoðað viðkomandi heima og fundist ástæða til að láta fara fram frekari rannsókn. Hann telur ef til vill öruggara að láta flytja sjúklinginn í sjúkrabíl, en þá ferð greiðir sjúklingurinn sjálfur. Komugjald á bráðamóttöku greiddi sjúklingurinn, og þar með lauk hans útgjöldum vegna þessara veikinda, þótt viðkomandi hefði verið sendur heim að rannsókn lokinni. Lítum nú á dæmi um útgjöld sjúkl- ings fyrir og eftir breytingu (sjá töflu): Þessi útgjöld geta jafnvel orðið enn hærri ef frekari rannsókna er þörf, t.d. kostar magaspeglun sjúklings 5.000 kr. Ef sjúklingurinn er álitinn „nægi- lega veikurí1 til að leggjast í eitt af hinum dýrmætu sjúkrarúmum á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík, þarf hann ekkert að greiða fyrir þjón- ustu bráðavaktar eða slysadeildar. Skert aðgengi að heil- brigðisþjónustu Það gefur hins vegar augaleið að vegna niðurskurðar á flárveitingum til sjúkrahúsanna og fækkunar sjúkrarúma, hefur aðgengi fólks að sjúkrahúsunum verið veruiega skert. Það eru mörg dæmi um endurteknar komur sjúklinga á bráðavaktir vegna sömu sjúkdómseinkenna, þar sem segja má að plássleysið eitt hafi kom- ið í veg fyrir innlögn fyn’. Þannig skapa aðstæður á sjúkrahúsunum það ástand, að reynt er að halda fólki utan þeirra í lengstu lög. Því má segja að sparnaðurinn hafi margfeldisáhrif á ljárhag sjúklinga og jafnframt margfeldisáhrif í sparn- aði fyrir ríkið. Nú borga sjúklingar ríflega fyrir veitta þjónustu á bráða- vakt og slysadeild. Þeim er vísað þangað af fagmönnum, sem meta hvaða þjónustu þeir þurfa að fá, án tillits til kostnaðar sjúklings. Fjár- málaráðuneytið getur svo áætlað þessar sértekjur sjúkrahúsanna, og síðan skorið samsvarandi upphæð af fjárveitingum til þeirra á næsta ári. Þannig heldur boltinn áfram að rúlla, kostnaður sjúklinga eykst án þess að þjónustan batni. Ollu þessu er pakkað inn í búning réttlætis og samræmingar. Umhugsunar er þörf Þessi nýju útgjöld koma verst við þá sem síst skyldi. Hvernig á einstæð móðir með stálpuð börn á sínu fram- færi að mæta þessu? Hverning á rík- isstarfsmaðurinn með 60 þúsund króna mánaðartekjur að bregðast við þessum auknu álögum? Það verður því fátt um ráð hjá mörgum sem nú standa frammi fyrir þessum vanda. Það sem sjúklingar geta ef til vill vonað, er að veikindin séu „hæfílega alvarleg" svo að til innlagnar á sjúkrahúsið komi, eins kaldhæðnis- lega og það nú hljómar. Ýmislegt bendir til þess að kostn- aðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðis- þjónustunni hér á landi sé að skapa ójöfnuð, sem er með öllu óásættan- legur. Áður en hér skapast „amer- ískt“ ástand í heilbrigðis- og velferð- armálum, þar sem fólk hefur ekki ráð á að greiða fyrir heilbrigðisþjón- ustu, verða stjórnvöld að sýna meiri hugmyndaauðgi en hingað til, hygg- ist þau ná tökum á ríkisfjármálum. Islenskt velferðarþjóðfélag er í reynd ódýrt, það sýnir best samanburður við næstu nágrannalöndin. Við höf- um staðið fremst meðal þjóða í gæð- um heilbrigðisþjónustu, með mun minni tilkostnaði en flestar þjóðir, sem við berum okkur saman við, leggja í þennan málaflokk. Kostnað- arhlutur sjúklinga hefur hins vegar vaxið meira hér en í nágrannalönd- unum, svo mjög, að ástæða er til að staldra við. Er ekki mál til komið að hvíla sjúklinga, ellilífeyrisþega og öryrkja á linnulausum árásum á lífs- kjör þeirra, og leita þess í stað raun- hæfra leiða til framtíðarhagræðingar í velferðarkerfinu. Höfundur er hjúkrunarframkvæmdastjóri og varaþingmaður. Breytinga er þörf Guðmundur Karl Snæbjörnsson AF framansögðu ætti mönnum að vera orðið ljóst hvers vegna ég vara fólk við að beita þessari lagalegu skyldu sinni eins og stendur. Það skortir nefnilega lagavernd fyrir þá sem tilkynna um vandann. Ánnað atriði er að það þarf að búa svo að landlæknisembættinu sem fagaðila að það sé fært um að taka á þess- um erfiðu málum. Einnig mætti leiða hugann að því hvort valdsvið heilsugæslu- stjórna skv. gildandi heilbrigðislögum sé með þeim hætti sem ákjósanlegt þykir og almenningi til heilla. Afneitun og meðfíklar Eg ætla mér ekki það hlutverk að rekja hér sjúkdómsmynd alkóhól- ismans, það eru aðrir aðilar betur til þess fallnir. Ég vil þó hér að neðan aðeins minna á þá staðreynd hve stórt og viðamikið vandamál þessi sjúkdómur getur oft á tíðum orðið. Neikvæðum viðbrögðum frá sjúkl- ingnum getur maður búist við ef hann er í fullri afneitun, þ.e. við- urkennir ekki fyrir sjálfum sér né öðrum að hann eða hún eigi við nokk- urt vandamál að stríða. Þá getur raunin orðið sú að viðkomandi fyllist offorsi gagnvart þeim einstaklingi sem reynir að taka á vandanum. Fólk í afneitun kennir oft öðrum um ástandið og reynir að telja sjálf- um sér og öðrum trú um að ekkert sé að því sjálfu. Fjölskyldur þessara sjúklinga verða oftast fyrst og harðast fyrir barðinu á þessum sjúkdómi. Ef fjölskyldunni er ekki kennt um það sem af- laga fer, þá eru það kannski starfsfélagarn- ir eða vinnuálagið, eða þá bara eitthvað annað. Með meðfíklum (co- alcoholics) er m.a. átt við það að umhverfi hins sjúka er oft á tíð- um ekki minna sjúkt en sjúklingurinn sjálf- ur. Hér á ég fyrst og fremst við ljölskyldu áfengissjúklingsins og aðra náið tengda hon- um. Þetta getur einnig átt við yfirmenn vinnustaða eða stjórn heilsugæslustöðvar í einstaka tilviki. Það er því engin trygging fyrir því að yfirmenn eða samstarfsmenn hans séu nokkuð betur staddir en sjúklingurinn sjálfur vegna meðfíkn- ar (co-alcoholism) þeirra, eða jafnvel eigin áfengisneyslu. Því geta slíkir meðfíklar átt það til að fara í heift- uga vörn fyrir hinn sjúka ef svo ber undir. Er þetta vel þekkt hegðunar- munstur sem fylgir meðfíklum og þekkja þetta allir sem unnið hafa með áfengis- og vímuefnasjúklinga. Ekki er heldur hægt að gera kröfu tii þess að þessir yfirmenn hafi nokkra læknisfræðilega eða aðra faglega þekkingu eða sjúkdómsinn- sæi, þannig að þeir geti lagt mat á veikindi þessara einstaklinga. Einnig hendir það oft að þeir sem hafa verið meðfíklar sjá að sér síðar meir og iðrast stórum fyrri gerða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.