Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 27 ggingu skála og torfkirkju í Brattahlíð á Grænlandi Morgunblaðið/RAX í RÚSTUM fyrri alda í Brattahlíð, bæ Eiríks rauða. Frá vinstri: Tómas Tómasson verkfræðingur (standandi), Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur, Knud Krog fornleifafræð- ingur, Joel Beglund fornleifafræðingur, Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Árni Johnsen alþingismaður, en fjærst nær sjónum er Víglundur Kristjánsson hleðslumaður. Lítið rannsakað í Brattahlíð Brattahlíð er eins og eins konar safn af fornminjum sem hafa verið lítið rannsakaðar miðað við magnið og ýmis áform eru uppi um það hjá grænlensku landsstjórninni að gera meira í rannsóknum en gert hefur verið hingað til og auka um leið þekkingu gesta og gangandi á sög- unni og þeim minjum sem varðveist hafa. í ljósi þessa er mikilvægt að vanda til þess sem byggt er upp á svæðinu og gæta þess að það raski ekki fornminjum eða möguleikum í þeim efnum til þess að lesa söguna. Því byggist hugmynd Vestnor- ræna þingmannasambandsins á því að teiknuð verði hugmynd að litlu móttökuhúsi fyrir ferðamenn í Brattahlíð/Qassiarsuk, sem jafn- framt gæti þjónað því að vera safn og í tengslum við húsið eða við hlið þess yrði byggð lítil kirkja og skáli í víkingaaldarstíl. Skálar frá því um 1000 hafa verið mjög hefðbundnir og talið er að rústir lítillar kirkju í miðjum gömlum kirkjugarði í Brattahlíð séu rústir Þjóðhildar- kirkju. Sú kirkja hefur verið um 2 metrar að innanmáli á breidd og um þrír metrar á lengd, þannig að ekki hefur fyrsta kirkja Ameríku úr torfi og grjóti og timbri verið stór í sniðum. SAMIK, sem er samstarfshópur Grænlands og íslands, hefur stutt undirbúninginn fjárhagslega, svo og Napa, sem er norræna stofnunin í Grænlandi, og Grænlandssjóður á íslandi. Þá hafa Flugleiðir lagt verk- efninu lið. Hugmyndin er sú að ís- lendingar, Grænlendingar, Norður- landaráð og ýmsir fleiri aðilar standi saman að þessari tímamótaupp- byggingu í Brattahlíð ef samstaða næst um framkvæmdina. í stærðum er verið að tala um litla kirkju eins og mál rústanna í Brattahlíð gefa til kynna og skála sem yrði nokkru minni en sjálfur skálinn í bænum á Stöng í Þjórsár- dal auk móttökuhúss. Byggðin hefur breyst mikið Það er alveg ljóst að byggð í Brattahlíð í 500 ár hefur skipt veru- lega um svip, en grunnlínur liggja nokkuð klárar, húsagerð og umfang og frá ákveðnum tímabilum síðustu 1000 árin eru mjög klárar línur sem hafa komið í ljós í uppgreftri forn- leifa. Með þessa þekkingu að leiðar- ljósi, með söguna sem er til skráð og með tengingu við nútímann og framtíðarmöguleika svæðisins í ferðaþjónustu og aukinni byggð er unnið að framgangi málsins á veg- um Vestnorræna þingmannasam- bandsins. í ljósi þess sem menn þekkja best verður gerð áætlun um möguleikann á að framkvæma hug- myndina. BÚFÉNAÐUR Grænlendinga ber sama svip og íslendinga. BRATTAHLÍÐ er fyrst og fremst landbúnaðarbyggð í dag, en straumur ferðamanna fer mjög vaxandi. iar á hesti af íslensku kyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.