Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sólveig Frið- finnsdóttir fæddist á Húsafelli i Hafnarfirði 5. október 1941. Hún lést á heimili sínu 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru __ Elín Mál- fríður Arnadóttir, f. 2. maí 1901, d. 7. desember 1959, og Friðfinnur Valdimar Stefáns- son, f. 3. september 1895, d. 8. mars 1967. Systkini hennar eru Árni, f. 22. ágúst 1927; Kristinn Rúnar, f. 29. maí 1929; d. 7. apríl 1988; Sigurður Jóel, f. 26. ágúst 1930; Helga Sigurlaug, f. 8. mars 1936; Lín- ey, f. 3. ágúst 1944. Hinn 5. nóvember 1960 gift- ist Sólveig Úlfari Jóni Andrés- syni, f. 22. febrúar 1940. Þau skildu vorið 1971. Börn Sólveigar og Úlfars eru: 1) Andrés, f. 25. febrúar Elsku mamma, með þessum ljóð- línum viljum við kveðja þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við eigum eftir að sakna þín sárt, en við vitum í hjörtum okkar að þú verður alltaf með okkur. * Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Blessuð sé minning þín sem verð- ur ljós í lífi okkar. Andrés, Elín og Olöf. í brúðkaupsveislu bróðurdóttur okkar sátum við systurnar saman gegnt eiginmönnum okkar á há- sumardegi nú fyrir skömmu. Það var létt yfir mannskapnum, ræður fluttar, mikið sungið og að lokum dansað. Mér varð starsýnt á systur mína á dansgólfinu. Þama leið hún um dansgólfið, létt eins og fugl og geislandi af gleði. Ég sendi í hugan- um þakklæti til himnaföðurins yfir velgengni og hamingju systur minnar. Lífið brosti við henni og hún brosti við lífinu. Hún var í starfi þar sem bestu eiginleikar hennar fengu að njóta sín; nærgætni, sam- úð og umhyggja. Hún átti, ásamt eiginmanni sínum, yndislega fagurt og listrænt heimili sem bar vott um natni og fagran smekk húsráðenda. Hún átti börn sem hún var stolt af og unni hugástum, tengdabörn sem hún dáði og dáðu hana og síð- ast en ekki síst barnabörn sem hún sá ekki sólina fyrir. Sólveig ólst upp í stórum syst- kinahópi á Húsafelli í Hafnarfirði. Bræðurnir þrír voru eldri en við systurnar sem vorum líka þrjár. Vegna ótímabærs fráfalls móður okkar tengdumst við systkinin óvanalega nánum böndum og sér- staklega þá við systurnar þrjár. Lífið fer mismjúkum höndum um 1961, kvæntur Stein- unni M. Sigurðar- dóttur og eiga þau tvö börn, Sólveigu og Úlfar Jón. 2) Elín, f. 12. júní 1963, í sambúð með Pétri Vilhjálmssyni og eiga þau eitt barn, Stefán Þór, fyrir átti Elín eina dóttur, Lí- neyju Pálsdóttur. 3) Ólöf Dagmar, f. 30. apríl 1967, í sambúð með Gunnari Th. Gunnarssyni, og eiga þau einn son, Gunnar Viðar. Sólveig giftist aftur hinn 31. október 1994, Þorsteini Jóns- syni, f. 20. desember 1942. For- eldrar hans eru Unnur Þor- steinsdóttir, f. 10. desember 1917, og Jón Bergsveinsson, f. 10. desember 1914, d. 18. sept. 1953. Útför Sólveigar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. okkur einstakljngana sem byggjum þessa jörðu. Á suma virðast vera lagðar þyngri byrðar en á aðra. Við trúðum því samt, Húsafellssysturn- ar þijár, að guð myndi aldrei leggja þyngri byrðar á herðar okkar en við fengjum risið undir og strengd- um þess heit ungar að hjálpa hver annarri í þeim erfiðleikum sem lífið kynni að rétta að okkur og það höfum við gert. Daginn áður en ég fór í sum- arfrí kvaddi ég Sólveigu og við spjölluðum um alla heima og geima og auðvitað bárust börnin okkar í tal eins og jafnan þegar við hitt- umst. Vakandi og sofandi bar Sól- veig hag barna sinna, tengdabarna og barnabarna fyrir bijósti. Ég fylgdist grannt með lífi þeirra og starfi og þroska barnabarnanna. Og þótt ég sæi barnabörnin nú alls ekki á hveijum degi fannst mér það þó oft á tíðum vegna lifandi frá- sagna systur minnar af framförum þeirra og kostulegum tiltektum þeirra á stundum. Hvað hún var stolt og hreykin. Síðustu orð Sólveigar við mig í þessu lífi voru: „Ég treysti því að þú hvílir þig vel í fríinu þínu, Helga mín, þú verður að lofa mér því.“ Þessi yndislega umhyggja hennar fyrir mér, sem var mér svo undur- dýrmæt, birtist í ótal myndum í daglega lífinu. Pabbi sagði mér oft frá því að eitt sinn þegar við fórum litlar í útreiðartúr með honum og mömmu, þá varð hestinum skyndilega bratt undir fæti, mér fannst ég vera að detta og varð hrædd. Þá kallaði Sólveig úr fangi pabba, nýfarin að tala: „Vertu ekki hrædd, ég skal halda í höndina þína.“ Einhvern veg- inn tókst henni ævinlega að halda í höndina mína þegar ég þurfti mest á að halda. Ég spurði hana stundum hvernig í ósköpunum stæði á því að hún hringdi eða kom svo oft einmitt þegar mér leið illa eða átti í erfíðleik- um en hafði mig ekki upp í að leita til neins. „Mig dreymdi þig,“ var svarið. Þegar ég fór á árshátíð, eða eitthvað því um líkt, var ekki við annað komandi en að Sólveig gerð- ist snyrtidama og hárgreiðslukona og gerði mig „sæta og fína“ eins og við sögðum okkar á milli. Hún vissi nefnilega að ég var ekki mikið fyrir pjattið. Og alltaf var orðtak Sólveigar það sama þegar ég leit í spegilinn harðánægð með árangur- inn: „Svona ættir þú alltaf að líta út.“ Væri ég eitthvað föl og aumin- gjaleg þegar ég kom í heimsókn til hennar var nær víst að vítamínglasi var laumað í hönd mína þegar ég kvaddi. Bömin mín og eiginmaður fóru heldur ekki varhluta af nær- gætni og umhyggju Sólveigar. Fölskvalaus og traust vinátta mynd- aðist milli hennar og mannsins míns, vinátta sem var meitluð og greipt af baráttu þeirra gegn sameiginleg- um óvini. Þau skildu hvort annað og hjálpuðu hvort öðru og síðan varð hann fyrirmyndin hennar. Úr því að honum tókst að sigra í barátt- unni gat hún það líka og hann studdi hana með ráðum og dáð. Þann 17. ágúst nk. höfðum við systurnar ákveðið að ganga frá nýja heimilinu mínu í Setbergs- landi, með nesti og nýja skó, upp að gömlu beitarhúsunum hans pabba fyrir ofan Hafnarfjörð þar sem við slitum barnsskónum og ganga síðan sem leið liggur að Ásfjalli og setjast niður við vörðuna og borða nestið okkar. Á meðan ætluðum við að rifja upp allar bern- skuminningar og ekki aðeins bern- skuminningar heldur líka allar ferð- irnar sem við systurnar fórum með börnin okkar á þessar slóðir. Ég hlakkaði mikið til þessarar farar því að minni Sólveigar var alveg frábært. Hún mundi eftir svo mörg- um atburðum úr bernsku okkar, sem ég var búin að gleyma en rifj- uðust upp við frásögn hennar. Og ekki skemmdi það fyrir að Sólveig hafði mjög skemmtilega frásagnar- gáfu og húmorinn í lagi. Þessi ferð verður ekki farin en alveg er ég sannfærð um að svo lengi sem ég dvel á þessari jörðu mun mér finnast að Sólveig systir mín haldi í höndina mína þegar ég þarf mest á að halda, svo traust hefur hand- tak hennar verið mér í gegnum Iífið. Þorsteinn, Andrés minn, Elín og Lóa. Megi guð blessa minningu Sólveigar systur minnar og veita ykkur styrk í missi ykkar og sorg. Ég ætla að enda þessi minningar- orð um systur mína á þremur erind- um úr ljóðinu sem ömmubróðir okk- ar og uppáhaldsljóðskáld Sólveigar, Jóhann Siguijónsson frá Laxamýri orti við andlát móður sinnar. Konan bláklædda - þín bjarta trú - kyssti augu þin á æskudögum. Þú sást því land og Ijósar hallir þar dapureygðir sjá dimmu. Þröng er lífsgata - þungar klyijar binda örlögin ótal mörgum. - Veikur styðji veikan, varist allir að hrinda magnlitlum í halla. Fé og frami eru fallvölt hnoss - hraukar hrungjamir. Sætust minning og sætastur arfur eru ástarfræ í akri hjartans. Þin systir, Helga Friðfinnsdóttir. Elsku systir mín, Sólveig Frið- finnsdóttir, varð bráðkvödd á heim- ili sínu í Reykjavík 28. júlí sl. Hún var að verða 55 ára við hestaheilsu og allir héldu að hún myndi verða eldgömul. Enn og aftur sér maður að dauðinn gerir ekki boð á undan sér og kallar þá sem maður síst ætlar. Þegar fólk er skjótt burt kallað, tekur það nokkurn tíma að átta sig á því að það sé í raun farið og svo er það með mig í dag; Ótal minning- ar hrannast upp. Ég mun alltaf muna hversu vel systir mín reyndist mér, þegar ég átti í miklum erfið- leikum. Hún vakti yfir velferð minni eins og góð móðir. Þó hún væri bara systir mín, sem átti sín börn og barnabörn og ætíð nóg að gera, þá gaf hún sér alltaf tíma til að hafa samband við mig og kanna liðan mína. Ég man enn vel þegar við sem litlar stelpur vorum að al- ast upp á heimili okkar að Húsa- felli í Hafnarfírði, sem þá var eins og úti í sveit og þegar við vorum að leita að fjögurra blaða smára til þess að geta óskað einhvers sem okkur dreymdi um. Stundum fannst okkur þá við vera í tengslum við blómálfa og aðrar duldar verur. Við systurnar þijár, ég, Sólveig og Helga, vorum afar samrýmdar og hittumst reglulega einu sinni í mán- uði í kaffi hvor hjá annarri og áttum skemmtilegar stundir og vinátta okkar var djúp og innileg. Sólveig var dugleg kona, dríf- andi, skemmtileg og upplífgandi og má segja að hún hafí verið „lýða yndi“ eins og amma okkar Líney Sigurjónsdóttir orti um hana: Sveipuð prýði sért ætíð Sólveig blíð í lyndi. Varna kvíða veigsól fríð vertu lýða yndi. Ég sá hana í síðasta sinn í leik- fimi fyrir rúmum mánuði en þangað hafði hún drifið mig með sér. Ég talaði við hana í síma tæpri viku áður en hún lést. Það var sunnudag- ur og dásamlegt veður. Hún var í sólbaði úti á svölum heima hjá sér og sama var að segja um mig. Við spjölluðum saman um daginn og veginn, heilsufarið í fjölskyldunni og hún sagði mér frá vikudvöl uppi í Húsafelli fyrir stuttu þar sem hún dvaldi með manni sínum, börnum og barnabörnum í sumarbústað. Hljóðið var afskaplega gott í henni. Sólveig var góðum gáfum gædd, ljúf og alltaf tilbúin að gleðja og hjálpa öðrum, sannkristin kona í orði sem á borði. Hún var nýlega byijuð í starfi í þjónustu eldri borg- ará í Furugerði í Reykjavík og var mjög ánægð þar og naut sín vel. En í lífinu skiptast á skin og skúrir. Sár söknuður ríkir við ótíma- bært fráfall Sólveigar. Ég bið þess, elsku systir mín, að þér megi líða vel þar sem þú ert núna og vil að leiðarlokum þakka þér allar góðu stundirnar, sem við áttum saman. Megi guð styrkja Þorstein eigin- mann hennar, börn, barnabörn og vandamenn og votta ég ykkur öllum mínum dýpstu samúð og það gerir Reynir einnig. Grétu þá í lautu góðir blómálfar, skilnað okkar skildu. Dögg það við hugðum, og dropa kalda kysstum úr krossgrasi. (Jónas Hallgrímsson.) Líney Friðfinnsdóttir. í byijun sumarleyfis í sumarblíð- unni barst mér sú helfregn að mág- kona mín, Sólveig, hefði látist kvöldið áður. Með örfáum orðum langar mig að kveðja Sólveigu og þakka henni fyrir samveruna og vinskap í nærfellt 30 ár. Það sem kemur fyrst fram í hugann, þegar ég hugsa til baka, er kærleiksrík móðir, umhyggjusöm amma og ættrækin dóttir samheldinnar Ijöl- skyldu sem hún bar virðingu fyrir og var stolt af. Á lífsbraut okkar allra verða hindranir sem sumum er létt að sneiða hjá en öðrum erfið- ara. Þannig var vegur okkar Sól- veigar, við frestuðum oft á tíðum að taka skrefið áfram. En smátt og smátt fór að verða breyting þar á. Sólveig ætlaði ekki lengur að slá lífinu á frest. Ég get ekki lýst gleði minni nægilega þegar ég fann fyrir áþreifanlegum framförum hennar og árangri sem varð smám saman sýnilegur samferðamönnum henn- ar. Sjálfsöryggið jókst, skoðanir hennar á mönnum og málefnum urðu ákveðnari. Síðast en ekki síst; hún fann árangurinn sjálf og henni leið vel. En hveiju var þessi góði árangur að þákka? Ekki hefðbundnum úr- + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Grænukinn 10, Hafnarfirði, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu- daginn 8. ágúst. Eyþór Kr. Jónsson, Jóhann Eyþórsson, Valdfs Þorkelsdóttir, Kristfn Þ. Eyþórsdóttir, Gísli Þorláksson og barnabörn. SÓLVEIG FRIÐFINNSDÓTTIR ræðum læknisfræðinnar, ekki heid- ur vinsælum „kraftaverkameðöl- um“ af neinu tagi. Nei, hér var á ferðinni eina lyfið sem allir eiga í fórum sínum en eru misjafnlega sínkir á að miðla öðrum þ.e. kær- leikur og samhygð. í vikulegri hóp- meðferð, undir styrkri leiðsögn leið- beinanda, var miðlað af reynslu, styrk og vonum hennar og meðferð- arfélaga hennar í anda reynsluspora AA-samtakanna. Það var lækning Sólveigar og i raun eina leiðin til bata, þeirra sem í sporum okkar Sólveigar lenda. Kæra mágkona, ég þakka vin- skapinn og leiðsögnina. Megi Guð gefa eiginmanni, börnum, tengda- börnum og barnabörnum æðruleysi til að sætta sig við það sem við fáum ekki breytt. Hreinn Þ. Garðarsson. Elsku amma mín, þú varst góð og falleg kona. Ég vildi að þú vær- ir hér ennþá hjá okkur. Sólveig amma, ég gleymi þér aldrei, þú varst svo góð við mig. Ég veit að þú trúðir mikið á Guð og ert því í góðum höndum. Hvíldu í friði. Sólveig. Elsku amma okkar. Það er erfitt að trúa því að þú sért dáin, við eig- um eftir að sakna þín sárt. Þú varst okkur alltaf svo góð og öll áttum við með þér ljúfar og dýrmætar stundir sem aldrei gleymast. Þú varst alltaf tilbúin til að leika við okkur í dúkkulísuleik, bílaleik, við lituðum, leiruðum, sungum og alltaf varstu dugleg að lesa fyrir okkur. Úlfar Jón, Líney, Gunnar Viðar og Stefán Þór. Ársgamall drengur néri tárin úr augunum, því litli snáðinn var sár- lasinn eftir síðustu ónæmisspraut- una frá ungbarnaeftirlitinu. Móðirin tók hann í arma sína og lét vel að honum. Rauðgullnir lokkar barnsins féllu að vanga ungu konunnar. Þannig er fyrsta minning mín af elskulegri mágkonu minni og frænku, Sólveigu Friðfinnsdóttur, og man ég varla eftir að hafa séð fallegri unga stúlku. Þótt börnin okkar væru á líku reki var Sólveig miklu yngri en ég og nú við kveðjustund er sárt að hún hverfur okkur alltof ung. Kynni okkar voru oft mjög náin og mér finnst þau ávallt hafa verið kærleiksrík - ekki síður þótt okkur greindi stundum á. í minningunni er mér öllu öðru hugstæðara einlæg væntumþykja Sólveigar til barn- anna sinna og síðar barnabarnanna, svo og óbilandi trú hennar á góðan Guð. Megi algóður faðir vernda Sól- veigu í kærleika sínum og hjálpa okkur, sem syrgjum, að heiðra af alúð allt hið fagra og góða, sem bundið er minningu hennar. Elín Eggerz-Stefánsson. Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. Ei spyr ég neins, hver urðu ykkar kynni, er önd hans, dauði, viðjar sínar braut, og þú veist einn, hvað sál hans hinsta sinni þann sigur dýru verði gjalda hlaut. En bregstu þá ei þeim, er göngumóður og þjáðri sál til fundar við þig býst. Ó, dauði, vertu vini mínum góður og vek hann ekki framar en þér líst. (Tómas Guðmundsson.) Ég vil fyrir hönd móður minnar og okkar fjölskyldu kveðja Sólveigu með nokkrum orðum. Þeirra vinátta var þessi dýrmæta, sem hafði varað frá barnæsku. í gegnum súrt og sætt, unglingsárin, sem ungar mæður á sjöunda áratugnum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.