Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MHMNINGAR FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 33 fram á þennan dag. Við krakkamir sjö, sem þær áttu samtals, áttum sömuleiðis mikið saman að sælda á okkar uppvaxtarárum. Núna á kveðjustund eru ljóslifandi allar bestu minningarnar um nöfnu mína. Hún var að eðlisfari mjög prúð, tillitssöm og tilfinninganæm kona og hefur alltaf átt sérstakan sess í minni tilveru. Þegar við hittumst síðast, fyrir nokkrum mánuðum, sagði hún mér ákaflega stolt frá barnabörnunum, sem mér skildist að væru öll nánast fullkomin og hvað hún var hreykin af krökkunum sínum og hvað þau væm nú vel lukkaðar manneskjur. Elsku Sólveig, lífið var þér allt of oft erfítt en þú varst alltaf sama fíngerða og fallega konan. Við þökkum samveruna. Steina, Andr- ési, Elínu, Lóu, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum vottum við inni- lega samúð. Sólveig M. Magnúsdóttir og fjölskylda. Elsku Sójveig! Nú ert þú komin til nýrra heim- kynna, þú trúðir á líf að loknu þessu, það höfðum við svo oft rætt er við hittumst. Þó oft liði langur tími á milli þess að við töluðumst við, vissum við ævinlega hvor af annarri. Manstu er við hittumst fyrst, þú svo glæsileg, gullið hárið, prúðbúin og svo háttvís, það gustaði víst meira af mér þá, þannig að þér leist nú víst meira en lítið á, en af mér bráði og við urðum ágætis vin- konur. En ekki fer allt eins og ætl- að er í fyrstu, og sumir em veikari en aðrir, aðstæður misjafnar og lækning tekur mislangan tíma, það vissum við, ekki satt? Lækning er oft mikið undir hveij- um einstaklingi komin, ekki síst á þeim sjúkdómi sem við vorum haldnar, ég veit þú reyndir eftir bestu getu og áttir góða tíma. Ör- lögin höguðu því nú þannig að oft leið langur tími á milli þess að við hittumst, þú bjóst erlendis um tíma, síðan ég og bý enn. Svo eignuð- umst við hús á svipuðum slóðum, ég man hvað ég var hissa er ég sá þig í garðinum okkar, hljóp út, og alltaf eins og við hefðum hist í gær, þú jafnglæsileg á leið til vinnu. Þakklát er ég elsku Sólveig mín fyrir kaffið og spjallið sem við átt- um stuttu fyrir andlát þitt, ég deildi með þér máli sem ég átti í erfiðleik- um með, þú gafst mér ráð og talað- ir frá eigin bijósti, þetta spjall var jafnvel of stutt, en mér reynsla sem ég bý að ævilangt. Hvað þú varst lukkuleg og stolt af börnum þínum og barnabörnum, falleg og fín, myndir af þeim um allt og öllu svo smekklega fyrirkomið hjá þér af þinni einskæru smekkvísi. Myndin af systursyni þínum og ljóðið sem þú fórst með fyrir mig. Við ræddum um tilgang lífsins og hvernig sumir sameinast í sorginni, ég trúi því að okkar tími komi, en stundum á mjög sorglegan hátt. Ég man næsta dag í garðinum okkar, hann var ekki bjartur, sorg- legur, næsti „svartur“. Guð einn veit að þú þráðir gott og heilbrygt líf en áttir oft erfitt. Allir sem þú elskaðir mega vera stoltir af þér, þú gerðir þitt besta, gast ekki bet- ur. Við hittumst hinum megin og tökum þá upp þráðinn að nýju. Hafðu þökk fyrir allt, Guð blessi og styrki ástvini þína í sorginni. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég get ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Heiða Arnadóttir. Okkur langar öll til að kveðja þig, elsku amma, með bæninni sem þú fórst alltaf með, með okkur þeg- ar við sváfum hjá þér. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Ók. höf.) Bamabörnin. SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR + Sigríður var fædd i Miðdal í Kjós 27. júní 1916. Hún lést á Land- spítalanum 5. ág- úst síðastliðinn. Foreldrar hennar vora Bjarni Jóns- son, síðar bóndi í Dalsmynni og kona hans Alfdís Helga Jónsdóttir. Sigrið- ur var næstelst 9 systkina, en átti auk þess uppeldis- systur. Eiginmað- ur Sigriðar var Asgeir M. Þorbjörnsson en þau skildu eftir 20 ára sambúð. Börn þeirra eru: Þorbjörn, rennismiður og nuddfræðing- ur. Börn hans eru Sigríður, Asgeir og Huginn; Bjarndís, hjúkrunarfræðingur, lést 1981. Böra hennar eru Erlend- ur Birgir, Anna Sigríður og Svan- fríður; Birgir, sj úkrahúspr estur, eiginkona hans er Herdís Einarsdótt- ir. Börn þeirra eru Þórunn, Eiður Páll og Einar; Helgi verkamaður og eiginkona hans er Ásdís Baldvinsdótt- ir. Börn hans eru Jón Ragnar, Ás- björn, Bjarndís og barn Helga og Ás- dísar er Helga Mar- ía. Barnabörn Sigríðar eru 9 talsins. Sigríður var lengst af heimavinnandi húsmóðir, en starfaði nokkur ár á Klepps- spítala og á Hótel Borg. Útför Sigríðar fer fram frá Mosfellskirkju í dag og hefst. athöfnin klukkan 13.30. Fegurð og góðvild þetta tvennt og eitt hvað er umkomulausara í rangsnúnum heimi Og þó mest af öllu og mun lifa allt (Snorri Hjartarson). Mér koma þessi orð í huga, þegar ég minnist tengdamóður minnar á útfarardegi hennar. Sig- ríður var fríð kona, fíngerð og lágvaxin, glaðsinna og létt í spori. Fegurð hennar var þó ekki síður hið innra og þó hún hafí ekki orðið rík af veraldlegum gæðum, var hún rík af umhyggju og góð- vild. Hún gerði aldrei kröfur um eigin hag, og ef hún eignaðist eitthvað var hún vís með að gefa það einhveijum, sem henni fannst frekar þurfa á því að halda. Sig- ríður var barn síns tíma og hún leit svo á að hlutverk konunnar væri á heimilinu, enda hélt hún uppi hressilegum vörnum fyrir þeirri afstöðu sinni. Það hlýtur því að hafa verið henni erfitt að eignast tengdadóttur, eins og mig, sem hafði aðra lífssýn. En við lærðum báðar að virða skoð- anir hvor annarrar og vinátta okkar byggðist á hreinskilni og hlýju. Sigríður lifði í samræmi við þessa lífsskoðun sína og helgaði líf sitt fjölskyldu sinni. Barna- börnum sínum var hún einstök og þegar hún missti dóttur sína, aðeins fertuga, frá þremur börn- um, var hún vakin og sofin yfir velferð þeirra og gekk þeim nán- ast í móðurstað. Sigríður og tengdafaðir minn skildu að skiptum eftir 22 ára sambúð. Börnin voru ijögur og líf- ið var því enginn dans á rósum fyrir konu af hennar kynslóð með takmarkaða menntun. Þrátt fyrir margs konar and- streymi í lífínu, tel ég að hún hafi af trú og dugnaði náð að vinna bug á mótlætinu og verið ham- ingjusöm kona, sem fann gleði sína fyrst og fremst í samfélagi við fólkið sitt. Hún hafði mikla ánægju af samskiptum við aðra og var gestrisin- með afbrigðum. Best leið henni þegar eldhúsbekk- urinn var setinn og spjallað og skrafað yfir kaffibollum. Hún átti auðvelt með að segja frá og herma eftir og það var jafnan stutt í hlát- urinn, þar sem hún var í sam- kvæmum. Sigríður átti stóra fjöl- skyldu, en hún var næst elst 10 systkina og hefur ávallt verið mik- il samheldni og tryggð milli þeirra. Hún var mikil spilakona og þegar árin fóru að færast yfír myndaðist hinn vikulegi spilahópur systr- anna, sem hélt fundi jafnt og ör- ugglega. Þegar börn áttu í hlut var hún jafn víg á ótölulega spila- leiki, eins og að kenna þeim eitt- hvað gott og fallegt. Það urðu mikil þáttaskil, þegar Sigríður komst í verndaða íbúð fyrir aldraða á síðasta ári. Nú var hún örugg og varð sífellt ánægð- ari með búsetu sína þar. Fyrir dyrum stóð ferð til Danmerkur til að heimsækja okkur öll, sem hér erum. Það var tilhlökkun og gleði í bréfum hennar, þótt hún væri farin að segjast vera hálfónýt til alls. En þannig var hún ávallt til- búin að breyta til og leggja mikið á sig til að halda utan um hópinn sinn. í minningunni er hún síung í anda, glöð í hjarta og full góðvild- ar, sem er mest af öllu og lifir allt. Herdís Einarsdóttir. Sólin var farin að skína og dagurinn lofaði góðu, svo komu fréttirnar. Amma var komin á spítala. Vonleysi og örvænting tóku við. Þó svo að við hefðum undirbúið okkur í huganum fyrir þessa stund þá kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún hafði fengið blæðingu inn á heil- ann en amma gafst ekki svo auð- veldlega upp. Eins og kraftaverk hefði orðið þá vaknaði hún og við fengum tækifæri til þess að kveðja hana. í þijá daga var hún sæmileg en hafði þó miklu meiri áhyggjur af okkur sem sátum hjá henni, heldur en af veikindum sín- um. Þegar ég var hjá henni var hún alltaf að spyrja hvort ég væri búin að fá mér eitthvað að borða, eða hvort ég væri ekki þreytt. Svona var hún, hafði alltaf velferð ástvina sinna í fyrirrúmi. Ekki hafði hún mikið á milli handanna en fannst þó hún vera ríkasta amma í heimi. Henni leið hvergi betur en í faðmi fjölskyld- unnar. Þegar hún var fullfrísk kallaði hún alltaf á okkur öðru hveiju í mat eða kaffi, „þið verð- ið nú að þekkjast“ sagði hún. Síð- ustu árin varð dagurinn ekki full- kominn nema að sjá eða a.m.k. að heyra í henni ömmu og ef önnur hvor okkar lét ekki heyra í sér yfir daginn sem var sjald- gæft, þá höfðum við áhyggjur af að eitthvað væri að. Mér er sér- staklega í minni þegar ég var búin að reyna að ná í hana allan daginn en fann hana hvergi, þá hafði hún bara skroppið til Kefla- víkur, en þannig var hún amma, komin á níræðisaldur en svo skýr í kollinum og hraust líkamlega að það að skreppa til Keflavíkur var barnaleikur einn. Börnin voru henni allt. Þegar hún Bjarndís Sjöfn fæddist yngd- ist hún um tíu ár og svo kom Jón Konráð og þar á eftir Alexander Geir (hún var orðin þrítug í anda), alltaf viljug til að passa greyin ef maður þurfti að skreppa eitthvað út í búð eða svo. Og börnum leið svo vel hjá henni, reyndar leið öll- um vel í návist hennar, við sem heimsóttum hana oft urðum hrein- lega háð henni, það var hægt að tala við hana um allt á milli him- ins og jarðar og svo hafði hún svo mikinn húmor. Henni fannst svo gaman þegar Biggi hringdi og þóttist vera lögreglan eða eitthvað slíkt, „veistu hvað hann Biggi gerði“ og svo hló hún. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum, en henni leið vel í ellinni og hafði marga góða í kringum sig. Því var það svo hræðilegt þegar að hún dó, tíminn hefði ekki undir neinum kringumstæð- um getað verið verri. Hún var ný búin að fá nýtt sófasett sem hún var svo stolt af og gat ekki beðið eftir að sýna systrunum það þegar þær kæmu í spilamennskuna sem var vikulega á miðvikudögum, svo var það ferðalagið til Danmerkur þar sem synir hennar tveir bjuggu, hún hlakkaði svo til að fara og þetta átti að verða núna í ágúst, því fylltist ég reiði þegar hún veiktist en eftir að hún var búin að beijast svo hetjulega í meira en tvær vikur með óbærilega verki þá held ég að hún hafi verið sátt við hvíldina. Við vitum öll að ef það er himnaríki þá verður tekið hjartan- lega á móti henni, dóttir hennar mun bjóða hana velkomna og þær geta bætt upp glataðan tíma ásamt barnabörnunum sem fóru á undan henni til himna, við sem eftir sitjum verðum að halda áfram að lifa þó svo að það verði erfitt að aðlagast nýjum aðstæð- um, ekkert kaffi hjá ömmu, engar skemmtilegar samræður nema þá í bænum okkar og ég segi fyrir mitt leyti að bænirnar verða ófá- ar. Við kveðjum þig, amma okkar, með tárin í augunum og brostin hjörtu, láttu þér nú líða sem best, þú átt það svo sannarlega skilið. Án þín er sérhver dagur draumur og dauðans svartnætti fyrir mig, af því að dagsins glys og glaumur glepur mig frá að hugsa um þig. En þegar nóttina blessuð breiðir blæjuna dökku yfir mig, hjartað mitt flýgur langar leiðir, lifir og unir í kringum þig. Þá hætta öll min sár að svíða, svo er mér indæl návist þín, þegar fagnaðar brosið blíða brennheitum þér úr augum skín. Þótt við ei saman megum mæla, mér er það nóg, sem augað sér, auparáðið þitt er eilíf sæla, eilíf nótt, ef þú brygðist mér. (Páll Ólafsson) Svanfríður, Anna Sigríður, Stefán Alfreð og Alexander Geir. Elsku amma er dáin, Áttræð að aldri og hin hressasta. Að hún skyldi fara svona snögglega frá okkur var eitthvað sem maður átti síst von á, því við vorum bún- ar að vera að plana ferð til Dan- merkur til að heimsækja syni hennar, pabba og Helga. Amma var búin að vera svo ^ hress síðustu mánuði og lífið var henni ánægjulegt. Hún hafði mik- ið yndi af að fylgjast með langömmubörnunum sínum og var þeim sem amma en einmitt það vildi hún láta kalla sig, annað kom ekki til greina. Amma átti bara svo mikið í okkur krökkunum. Það var alltaf notalegt að koma til hennar og fá kaffi og jólaköku og spjalla um annir dagsins, því hún var góður ráðgjafi í ýmsum málum sem þurfti að leysa. Amma var mjög yfirveguð kona og skapgóð og stutt var í húmor- inn, maður gat ekki annað en far- ið í gott skap ef því var að skipta, þegar amma fór að hlæja því henn- ar hlátur var mjög smitandi. Amma var mjög einlæg og hrein og bein kona. Ekki gat hún skuld- að peninga, það var alveg ómögu- legt, en ef hún eignaðist aur þá varð hún að leyfa öðrum að njóta góðs af því. Það er erfitt að sætta sig við að hafa hana ekki hérna hjá sér lengur og geta ekki faðmað þessa fíngerðu og fallegu konu sem gaf svo mikið af sér. Ég kveð mína elskulegu ömmu og vinkonu og geymi minningar um hana í hjarta mínu. Ó, Jesú bróðir besti og barna vinur mesti æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (PJónsson) Þórunn Birgisdóttir Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér > fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þegar við Biggi fór- um að vera saman fyrir 9 árum voru ekki liðnir margir dagar að hann fór með mig í Skólagerðið, þar sem þú bjóst þá, til að kynna mig fyrir Siggu ömmu. I mínum huga varst þú ekki bara Sigga amma heldur hef ég alltaf litið á þig sem tengdamóður mína og betri tengdamóður væri ekki hægt að hugsa sér. Ég, nú móðir barnabarns þíns, hefði óskað þess að Bjamdís Sjöfn hefði fengið að njóta þín lengur. En Guð ræður og ég er viss um að hann sér til þess að þú fáir að fylgjast með henni og okkur öllum. Sú vissa er okkur sem nú kveðj- um þig styrkur í harmi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Heiða. ÞORSTEINN BJÖRN JÓNSSON + Þorsteinn Björn Jónsson bifvéla- virki var fæddur 2. júní 1925. Hann lést á Akureyri 18. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akur eyrarkirlg' u 25. júlí. Elsku afi Doddi. Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört hinn hæsta að athvarfi þínu. Engin ógæfa hendir þig og engin plága nálgast tjald þitt því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vepm þínum. (Sálmur 91.) Við þökkum þér fýr- ir allar góðu og ánægjulegu stundirn- ar sem við áttum sam- an. Minningin um þig mun ávallt lifa innra með okkur. ,, Elsku góði Guð, hugsaðu eins vel um afa okkar og hann hugsaði um okkur. Ástar- og saknaðar- kveðjur. Valdís, Hildur Guðný og Bjarai Már.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.