Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JÓHANN BJARMI SÍMONARSON + Jóhann Bjarmi Símonarson fæddist á Akureyri 22. júní 1931. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 2. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Jóhanns Bjarma voru Símon Sím- onarson, f. 9 nóv. 1881, d. 29. 1962, verkamaður á Akureyri og Sigur- rós Þorleifsdóttir f. 4. ág. 1903, d. 6. des. 1990. Jóhann eignaðist eina systur, Þor- björgu Gígju f. 4. okt. 1940, gifta Sverri Arnari Sigurðssyni og búa þau á Akranesi. Arið 1953 kvæntist Jóhann Bjarmi eftirlifandi eiginkonu sinni Freygerði Magnúsdóttur, f. 9. nóv. 1933, búningameistara hjá Leikfélagi Akureyrar og mót- tökuritara á Heilsugæslustöð Akureyrar. Hjónin bjuggu fyrsta árið í Eiðsvallagötu 20 á Akureyri en fluttu síðan í Klettaborg 4. Þar hafa þau búið síðan. Þau hjón eignuðust tvo syni: Þorleif f. 10. nóv. 1951, húsgagnasmíðameistara, kvæntan Olgu Elleni Einars- dóttur, f. 16. ap. 1952, kennara og eiga þau þijú börn. Aður hafði Þorleifur eignast einn son. Símon Jón, f. 19. mars 1957, framhalds- skólakennara, kvæntan Hallfríði Helgadóttur, f. 11. sept. 1957, fram- haldsskólakennara. Símon eignaðist son fyrir hjónaband en Hallfríður á tvær dætur af fyrra hjónabandi. Jóhann Bjarmi lauk lands- prófi frá Gagn- fræðaskólanum á Akureyri vorið 1950 og var síðan einn vetur við nám í Kennaraskóla Islands, 1950- 1951. í byijun árs 1953 hóf hann störf á skrifstofu Iðnaðar- deildar S.Í.S á Akureyri og starfaði þar í hartnær 40 ár, var um árabil skrifstofustjóri og síðar fjárreiðustjóri fyrir- tækisins. Jóhann Bjarmi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um ævina, sat m.a. í trúnaðarráði Félags verslunar- og skrifstofu- fólks, átti sæti í stjórn Lífeyris- sjóðs verksmiðja S.I.S, sat fram á síðasta dag I stjórn Akur- eyrardeildar S.Í.B.S., starfaði fyrir Framsóknarflokkinn og var um árabil virkur félagi í Frimúrarareglunni. Útför Jóhanns Bjarma verð- ur gerð í dag frá Akureyrar- kirkju og hefst athöfnin kl. 13.30. Mig langar í örfáum orðum að minnast föður míns, Jóhanns Bjarma Símonarsonar sem andaðist aðfaranótt föstudagsins 2. ágústs síðastliðins þótt reyndar sé ekki venja að allra nánustu ættingjar skrifi minningargreinar. Pabbi hafði um nokkurt skeið barist við krabbamein og í sumar var orðið ljóst að hveiju stefndi þótt við héld- um auðvitað í vonina í lengstu lög. Dauðastríð hans var stutt og sem betur fer þurfti hann ekki að kvelj- ast lengi. Pabbi hafði fengið nóg af veikindum um ævina og í raun- inni aldrei gengið heill til skógar allt frá æsku, þar tók eitt við af öðru. Hann fæddist á Akureyri og ólst upp á Eyrinni, afi og amma bjuggu fyrst í Norðurgötu 3 en síð- an í húsinu númer 10 við sömu götu. Ekki voru húsakynnin stór- brotin og oft var erfitt um að- drætti á kreppuárunum. Afí vann ýmis verkamannastörf, amma fór í fiskvinnu þegar einhveija vinnu var að fá og prjónaði svo fyrir fólk. Svo áttu þau fáeinar kindur. En pabbi átti margar góðar minningar af Eyrinni og sagði okkur bræðrum ýmsar skemmtilegar sögur frá æsku sinni. Þegar pabbi var fjórtán ára fékk hann berídaveiki og lá í tæpt ár á Kristnesspítala. Sú reynsla hefur eflaust mótað hann meira en við sem næst honum stóðu gerðum okkur í fyrstu grein fyrir. Á síðustu vikum ræddi hann oft við mig um þennan tíma, nálægðina við dauð- ann og þá reynslu sem hann öðlað- ist þegar ljáberinn sótti hvern her- bergisfélagann á fætur öðrum, unga sem aldna. Þegar pabbi hafði náð sér að nokkru leyti eftir veikindin settist hann að nýju á skólabekk í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri, ári eldri en bekkjarfélagarnir, og lauk lands- prófi með hæstu einkunn vorið 1950. Hugur hans stefndi til frek- ara náms og að hausti fór hann suður í Kennaraskólann og var þar einn vetur. En um vorið tók berkla- veikin sig upp að nýju og enn mátti hann leggjast inn á Kristnesspítala. Nú var hann trúlofaður mömmu og fyrsta barnið á leiðinni. Um haust- ið, mánuði eftir fæðingu Þorleifs bróður, fór mamma á eftir honum á spítalann og það var ekki fyrr en ári seinna að þau höfðu náð það góðri heilsu að þau gátu snúið aftur til Akureyrar. Þau bjuggu fyrsta árið við Eiðsvallagötu en fluttu svo upp í Klettaborg 4 þar sem heimili þeirra hefur verið síðan. Pabbi var þreklítill eftir veikindin og til að byija með vann hann hálfan dag á skrifstofum Iðnaðardeildar Sam- bandsins. Á þeim vettvangi átti hann eftir að starfa alla sína tíð. Hann var um tíma skrifstofustjóri og sá síðar um fjarmál fyrirtækis- ins. Miklar breytingar urðu hjá Sambandinu eins og kunnugt er og þegar Álafoss og Iðnaðardeild Sam- bandsins sameinuðust fyrir nokkr- um árum hélt pabbi áfram að starfa hjá hinu nýja fyrirtæki. Svo fór þó að hann hætti störfum árið 1992. Eg var heimagangur á skrifstofun- um í æsku, þar var oft glatt á hjalla og starfsandinn með þeim ágætum að ekki gleymist. Margir þeirra sem þar störfuðu eru nú horfnir sjónum vorum. Þegar pabbi var rúmlega þrítug- ur fór hann að finna fyrir sykur- sýki sem setti mark sitt á líf hans þaðan í frá. Glíma hans við þann sjúkdóm fór ekki hátt, pabbi var ekki vanur að kvarta og vildi í raun sem minnst um veikindi sín tala. Pabbi var traustur maður og velviljaður, hann var góður starfs- kraftur, kom sér vel hvar sem var og reyndist mömmu og okkur bræðrunum stoð og stytta í amstri lífsins. Við áttum hann alltaf vísan þegar á reyndi. Áhugamál pabba voru mörg, hann fórnaði sér að vísu fyrir starfið ef á þurfti að halda en utan þess hafði hann yndi af ferða- lögum, bæði innan lands og utan, var fróðleiksfús og las mikið sér til upplýsingar og fylgdist vel með mönnum og málefnum. Árum sam- an stundaði hann laxveiðar og leið hvergi betur en á bökkum veiðiár með stöng í hendi. Hann starfaði um árabil í Frímúrarareglunni og lét sér mjög annt um þá starfsemi sem þar fer fram. Pabba þótti vænt um barnabörn sín og fylgdist grannt með velferð þeirra. Þau eiga hlýjar minningar um afa í Klettaborg, þangað var gott að koma. Mér auðnaðist að ná að hitta pabba kvöldið sem hann dó og sitja hjá honum þar til yfir lauk. Þær stundir verða okkur sem þar vorum dýrmætar og sætta okkur betur við þá staðreynd að „þegar kallið kemur kaupir sig enginn frí“. Það er gott að skilja sáttur við þá sem manni eru kærastir og góðar minn- ingar um pabba lifa áfram. Ég trúi því að hann haldi nú áfram för sinni þótt leiðin sé ef til vill öðru- vísi en hann hafði búist við. Og ég er viss um að pabbi hugar að veiðilegum hyljum í móðunni miklu eða öðrum vatnsföllum handan hennar og rennir þar kannski fyrir fisk ef Guð lofar. Guð geymi þig og þakka þér fyrir allt og allt. Símon Jón. Þegar vitað var hvert stefndi í lífi Bjarma og að hinsta orrustan væri í nánd byrjaði sorgin að hreiðra um sig í hjarta okkar og vissan um að ekki yrði allt sem áður gerði óþyrmilega vart við sig. í hart nær tuttugu ár hef ég notið yndislegra tengdaforeldra í Klettaborginni og verið svo lánsöm að einmitt þau urðu afi og amma barnanna minna þriggja. Bjarmi afi var ekkert að flíka tilfinningum sínum að óþörfu en það fór ekkert á milli mála hve birti yfir honum og hve bros hans eða hlátur var fölskvalaus er barnabörnin áttu í hlut. Hann var frekar uppátækjasamur og því enginn venjulegur afi og minnast afastelpur sérstaklega utanlands- ferðanna sem farnar voru á fljúg- andi töfrateppinu í litla herberginu. Ef fara átti t.d. til Norðurpólsins var lagt á teppið með kuldahúfur, augun lokuð og svo flogið af stað. Hann kunni líka að galdra og með innreið myndbandstækjanna virtist hann geta hringt í sjónvarpið og beðið um Tomma og Jenna hvenær sem var. Einnig eru þær ógleyman- legar veiðiferðirnar með afa á krossanesbryggjuna. Milli afa og afastráks mynduðust afar náin tengsl og var auðsjáanlegt hve auðvelt Barmi afi átti með að setja sig inn í hinn ímyndaða ævintýra- heim afastráks. Áfi var hættur að vinna og því alltaf til staðar. Uppá- haldsiðja þeirra félaga var að sitja saman í hægindastólnum „Grána gamla“ og skoða tímaritið National Geographic með tilheyrandi upp- hrópunum. Einnig þótti þeim afar gott að gæða sér á hákarli sem geymdur var úti á palli (ömmu vegna) og ekki dró það úr ánægj- unni að koma svo inn afar illa þe- fjandi. Með afastrák var honum heldur ekki farin að förlast galdra- listin. Ósjaldan gat hann framkall- að fullt af smartís út um eyru og nef Guðmundar bangsa og þannig mætti lengi telja. Elsku Bjarmi, ég, Rakel, Agnes og Einar Freyr viljum þakka þér allt hið góða sem þú veittir okkur. Fyrst við fengum ekki að hafa þig lengur er huggun gegn harmi sú tilfinning að þínu afahlutverki sé ekki lokið - það er bara á öðrum stað með öðrum börnum. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Ellen. + Elísabet Karls- dóttir fæddist 1. júní 1918 á Knútsstöðum í Að- aldal í Suður-Þin- geyjarsýslu. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstu- daginn 2. ágúst síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- ríður Kristjáns- dóttir, húsfreyja, og Karl Sigurðs- son, bóndi á Knúts- stöðum. Elísabet giftist Sigtryggi Flóvent Albertssyni 4. apríl 1939. Sigtryggur er fæddur 27. febrúar 1913 á Húsavík, sonur hjónanna Kristjönu Sigtryggs- dóttur og Alberts Flóventsson- ar. Elísabet og Sigtryggur bjuggu á Húsavík til ársins 1966, en þá fluttu þau til Reykjavíkur þar sem þau hafa Amma er dáin og ég sé hana aldrei aftur lifandi. En ég sé hana í huganum. Ég á margar góðar og -fallegar minningar um hana eins o g þegar hún kenndi mér að pijóna. Við vorum að verða búnar að pijóna peysu og núna verð ég að klára hana sjálf. En þessi peysa verður alltaf peysan okkar ömmu. Nú er amma mín farin og horfin á braut. En ég veit að hún fylgist með mér, alltaf. Elísabet Karlsdóttir. átt heima síðan í Skipasundi 76. Þau eignuðust sex börn. Eitt þeirra, Krist- jana, f. 28.9. 1940, dó af slysförum á fjórða aldursári, en hin eru öll búsett í Reykjavik. Þau eru Sigríður, f. 10.8. 1939, gift Hreini Björnssyni, Sigrún, f. 19.11. 1943, gift Samúel Óskars- syni, Sigurður, f. 14.6. 1945, kvænt- urSigrúnu Geirdal, Karl, f. 14.7. 1952, kvæntur Kristjönu Rósmundsdóttur og Elsa, f. 16.6. 1959, gift Oddi Ólafssyni. Barnabörn Elísabet- ar og Sigtryggs eru 15 og barnabarnabörn 14. Elísabet verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. Elsku Beta mín. Það finnst sjálfsagt mörgum heldur seint að fara að skrifa þér núna, þegar þú ert farin frá okk- ur. En ég geri það samt, og ég veit að þú lest það. Mig langar til að þakka þér fyr- ir þinn stóra þátt í því að gera barnæsku mína jafn skemmtilega og hún var. Þær voru ófáar stundirnar sem ég átti á Hóli. Alltaf var ég velkom- in og aldrei man ég eftir að hafa verið send heim, þótt fötin væru orðin rennandi blaut, sökum þess að ég hafði dottið í ána eða stígvél- in ekki verið nógu há. Nei, þú tald- ir það ekki eftir þér að draga mig úr bleytunni og lána mér þurr föt á meðan þú þurrkaðir mín. Eins og þú hafir ekki haft nóg samt, með þitt stóra heimili. Eg man heldur ekki eftir því að nokkur hlut- ur hafi verið bannaður á Hóli. Meira að segja máttum við „orm- arnir“ ráðskast í búrinu þínu, þegar ekki viðraði til útiverka. Þú varst alltaf til taks þegar eitthvað bját- aði á og þegar við komum inn eft- ir erfiði dagsins var ilmurinn af nýbökuðu brauðinu þínu, nóg til þess að heimförin frestaðist oft. Þegar þú fluttir til Reykjavíkur með fjölskyldu þinni, hefði kannski mátt ætla að samband okkar rofn- aði með tímanum. En það var öðru nær. Alltaf gat ég komið til ykkar, þið vorum mér stoð á mínum erfiðu tímum. Þið grétuð með mér þegar mér leið illa og hlóguð með mér annars. Þegar ég heimsótti þig fyrir nokkrum vikum, varstu orðin mjög veik. Samt var faðmlagið þitt jafn hlýtt og innilegt og það hefur allt- af verið. Þú hafðir meiri áhuga á að fá fréttir að norðan og tala um gamla daga, en að ræða sjúkdóm þinn, þótt þú vissir fullvel að hveiju stefndi. Fyrir Sigtrygg, börnin þín og okkur öll hin sem elskuðum þig, er komið stórt skarð þar sem þú varst. Það skarð verður aldrei fyllt. En þín sterka og samheldna fjöl- skylda mun örugglega vinna sig hægt og örugglega út úr sorginni eins og þeirra er von og vísa og ekki kæmi mér á óvart þótt þau hjálpuðu okkur hinum líka. Elsku Beta mín. Hér sit ég með tárin í augunum og hripa þessar línur, samt er það ekki sorgin sem mér er efst í huga, heldur þakk- læti fyrir að hafa fengið að vera hluti af lífi þínu í öll þessi ár. Guð geymi þig. Guðný Þorgeirsdóttir. Elísabet Karlsdóttir var fætt á Knútsstöðum í Aðaldal og ólst þar upp hjá foreldrum og systkinum, fyrir áttu þau þijár dætur og hafa kannski vonað að nú kæmi loksins sonurinn, en það hefur gleymst í gleðinni yfir þessari draumlyndu tátu, og seinna einguðust þau svo tvo syni. Vissulega mun oft hafa verið erf- itt þar sem fátækir einyrkjar börð- ust fyrir brauðinu á grýttum bökk- um Laxár undir úfnum hraunjaðrin- um. í minningum systkinanna virð- ast þó allir dagar hafa verið gleði- dagar. Erfiðleikar voru ekki til þess að tala um, heldur til að leysa. Faðir- inn hæglátur atorkumaður, sem var börnum sínum vörn og skjól, móðir- in glaðlynd og hjartahlý. Manstu systir, mansku, heyrðist oft þegar systurnar hittust, allar voru minningarnar bjartar. Með þetta veganesti hélt Élísabet út í lífíð og var óspör á að veita öðrum, sem við hlið hennar gengu. Á æskuárum kynntist hún Sigtryggi Albertssyni, góðum dreng, sem varð ævifélagi hennar, saman reistu þau heimili, sem varð höll gestgrisni og kærleika þótt ekki væru herbergin mörg. Börnin þeirra urðu sex, fjórar stúlkur og tveir drengir. Eina stúlk- una misstu þau komunga, og þar var sár kvika, sem alltaf tók í. Hin börnin fimm hafa varðveitt vel þann arf, sem þeim var fenginn í uppeld- inu og skila honum áfram út í heim- inn. Beta frænka er látin, en þó hefur hún ekki farið frá okkur, því minn- ing hennar svo kær okkur, sem átt- um ást hennar, að hún mun halda áfram að vera okkur styrkur og ljós fram á ógenginn veg. Karlotta Sigríður. Einu sinni var kona sem hét El- ísabet Karlsdóttir, þessi kona var mjög blíð og góð við alla sem hún kynntist og það líkaði öllum mjög vel við hana því fólk gat ekkert annað gert. Ef einhver vildi kynnast fullkomnun þá var það hún því það var allt fullkomið við hana, hún var allt sem fólk ætti að vera. Hún hafði stórt og gott hjarta sem var einnig mjög sterkt og þijóskt og hún gerði allt fyrir alla. Þótt hún hefði ekki langa skólagöngu að baki hætti hún aldrei að læra því henni fannst alltaf gaman að læra eitt- hvað nýtt. Hún var mjög klár kona og hafði oftast rétt fyrir sér. Það voru allir velkomnir inn á hennar heimili og hún hafði alltaf eitthvað uppá að bjóða hvort sem það var matur eða eyru þvi hún var alltaf tilbúin til þess að hlusta ef fólk þurfti að ræða ýmsa hluti, og það var alltaf til nóg af mat og kökum og hún hljóp til eftir matnum svo maður varð ekki svangur og það besta var brauðið sem hún bakaði og hún vildi ekki gefa neinum upp- skriftina því hún mallaði alltaf ein- hveiju saman sagði hún. Hún var alltaf tilbúin til þess að skilja en sum mál fundust henni óréttlát. Þessi góða, lágvaxna og falleg- asta kona sem til var var amma ELÍSABET KARLSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.