Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 37 í dag er til moldar borinn frá Akureyrarkirkju vinur okkar Jó- hann Bjarmi Símonarson. Hann hafði um nokkurt skeið barist við þann sjúkdóm sem fáum tekst að sigrast á og eftir stutta legu á sjúkrahúsinu á Akureyri lést hann aðfaranótt 2. ágústs síðastliðins. Við hjónin vorum svo lánsöm að fá að sitja ásamt fjölskyldu hans hjá honum seinustu stundirnar. Minningarnar streyma um hugann. Eftir hartnær 40 ára vináttu við hann og eftirlifandi eiginkonu hans, Freygerði Magnúsdóttur, er svo margs að minnast. Þar bera hæst ferðalögin sem við fórum saman um landið okkar, jafnt í byggð sem um óbyggðir, allar veiðiferðirnar sem við fórum í og fjölmargar sólarlandaferðir. Við eigum góðar minningar um spila- kvöldin okkar á dimmum vetrar- kvöldum þar sem dægurmálin voru rædd og við kannski ekki alltaf sammála. Bjarmi var dulur maður en ákaflega traustur, gekk ekki heill til skógar árum saman vegna sykursýki en hafði aldrei orð á því og ætlaði sér það sama og þeim sem fulifrískir eru. Nú hefur hann verið kallaður til nýrra starfa, allt- of fljótt að okkur finnst, en eitt er víst að þar mun hann koma sér vel eins og hann gerði hér meðan hann var meðal okkar. Við biðjum hinn hæsta höfuð- smið himins og jarðar að vísa vini okkar veginn yfir móðuna miklu og styrkja eftirlifandi eiginkonu hans, syni þeirra hjóna, eiginkonur þeirra og barnabörnin sem voru honum svo kær. Við finnum það núna þótt sárt sé hve mikil huggun það er að riíja upp atburði liðinna ára sem við áttum saman. Fríða og Jóhann. Jóhann Bjarmi Símonarson var fæddur á Akureyri 22. júní 1931. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. ágúst sl. Foreldrar hans voru hjónin Sigurrós Þorleifs- dóttir pijónakona og húsmóðir og Símon Símonarson starfsmaður skinnaverksmiðju Iðunnar á Akur- eyri. Systir Bjarma er Þorbjörg Gígja búsett á Akranesi. Eftirlif- andi eiginkona Bjarma er Freygerð- ur Magnúsdóttir, dóttir Helgu Árnadóttur húsmóður og Magnúsar Árnasonar járnsmíðameistara á Akureyri. Þau gengu í hjónaband 8. ágúst 1953. Synir þeirra eru: Þorleifur, smiður á Akureyri kvænt- ur Olgu Ellen Einarsdóttur og eiga þau þrjú börn, Símon Jón kennari í Flensborg kvæntur Hallfríði Helgadóttur. Þau eiga einn son og tvær dætur á Hallfríður frá fyrra hjónabandi. Það kom mér á óvart, þegar hringt var í mig frá Akureyri og mér sagt að Jóhann Bjarmi væri látinn. Ég vissi að vísu að hann gekk ekki heill til skógar, en vissi ekki hversu alvarleg veikindin voru. Bjarmi hringdi í mig si. haust og sagði mér frá veikindum sínum, en þá var hann vongóður um bata. Þegar ég fluttist til Akureyrar 1952 kynntist ég Bjarma fljótlega. Hann hóf seint á því ári störf hjá Fataverksmiðjunni Heklu við bók- hald og síðar einnig gjaldkerastörf. Það má segja að strax hafi orðið góður kunningsskapur okkar á milli sem þróaðist síðar í vinskap sem entist alla tíð. Jóhann Bjarmi átti við vanheilsu að stríða þegar hann ungur fékk berkla og þurfti að leggjast á Krist- neshæli um tíma. Honum tókst að yfirvinna þá erfíðleika og náði fullri heilsu. Upp frá því tók hann mikinn þátt í starfsemi SÍBS og var í stjórn samtakanna í áratugi. Bjarmi var mikill félagsmála- maður og starfaði meðal annars mikið innan Starfsmannafélags verksmiðja Sambandsins á Akur- eyri. Hann var einn af frumkvöðlum að endurskipulagningu iífeyrissjóðs Verksmiðjanna og beitti sér fyrir skylduaðild allra starfsmanna að honum. Hann var fljótlega kosinn í stjórn lífeyrissjóðsins og sat í stjórn hans fyrir hönd starfsmanna allt þar til sjóðurinn var sameinaður Samvinnulífeyrissjóðnum 1984, all- an tímann án þess að fá eina krónu í stjórnarlaun en slíkt tíðkaðist ekki í þá daga. Bjarni tók einnig mikinn þátt í rekstri starfsmannafélagsins. Hann sá lengi um fjármál og bók- hald félagsins og seinna var hann endurskoðandi þess. Árið 1972 varð hann aðalgjald- keri verksmiðjanna. Þegar fram- kvæmdastjórastarf Iðnaðardeildar Sambandsins var flutt frá Reykjavík til Akureyrar í ársbyijun 1975 tók Bjami við starfi skrifstofustjóra Iðn- aðardeildar. og var jafnframt aðalfé- hirðir, sem var ekkert smástarf. Því starfi gegndi hann þar til stóra upp- stokkunin var gerð 1988, þegar Úll- ariðnaðardeild Sambandsins og Ála- foss voru sameinuð í eitt fýrirtæki. Þar starfaði hann áfram uns yfir lauk og fýrirtækið hætti störfum. Þá hafði Bjarmi starfað samfleytt í tæp 40 ár hjá Iðnaðardeild Sam- bandsins og Álafoss. Jóhann Bjarmi var samviskusam- ur og mjög ósérhlífinn starfsmaður. Vinnustundir hans vora margar, jafnt um helgar sem virka daga, án þess að hann ætlaðist til þess að fá aukagreiðslu fyrir yfirvinnu. Við áttum mikið samstarf sérstaklega síðustu 10-15 árin sem ég var á Akureyri. Á það bar aldrei skugga. Milli okkar var trúnaðartraust. Eftir að ég fluttist frá Akureyri seinni hluta árs 1985 breyttust að sjálfsögðu aðstæður. Engu að síður hittumst við þegar ég var á ferð fyrir norðan og þá spjölluðum við um lífsins gagn og nauðsynjar og sögðum hvor öðram helstu tíðindi. Bjarmi var gleðimaður á góðri stund og gaman að vera með þeim hjónum á skemmtunum, sem við hjónin gjarnan voram. Sérstaklega í starfs- manna veislum sem vora nokkrar árlega og era margar minnisstæðar. Þau hjónin vora mjög samhent. Fóru til útlanda á hveiju ári og svo til alltaf tii nýrra staða, til þess að kynnast nýjum þjóðum, menningu þeirra og siðum. Lax- og silungs- veiði stundaði Bjarmi af miklum áhuga og meðal annars fóra þau hjón á hveiju ári, í tuttugu ár, til Vopnafjarðar til laxveiða. Á tímabili var Bjarmi einnig mikill áhugamað- ur um golf. Bjarmi var grannvaxinn, frekar hávaxinn, ljós yfirleitum, sviphreinn og ákveðinn. Hann var harður við sjálfan sig og kvartaði aldrei. Til dæmis vissu fáir að sykursýki hijáði hann frá 30 ára aldri. Það var ekki hans stíll að kveinka sér. En nú er hann allur langt um aldur fram. Þannig er lífsins saga. Um leið og við hjónin kveðjum góðan vin sendum við Freyju og ástvinum þeirra innilegustu samúð- arkveðjur. Hjörtur Eiríksson. GYÐA JÓHANNESDÓTTIR mín og er amma mín því hún mun ávallt vera í hjarta mínu og í hjarta þeirra sem kynntust henni í gegnum lifið. Þótt hún hafi átt erfitt þessa seinustu daga sem hún átti með nkkur þá gát hún alltaf haldið gleð- inni í kringum sig og okkur því maður gat ekkert annað en það að vera ánægður í kringum hana og hlegið með henni því hún hafði mjög góðan húmor. Þið sem kynntust henni skuluð vera mjög ánægð því það var til ein svona Elísabet eða Beta eins og hún var kölluð og mun vera kölluð því fólk á eftir að tala um hana og minnast hennar. Þetta era orð mín um hana Betu ömmu mína. Ég elska þig, amma mín, og mun ávallt hafa þig í hjarta mínu og hvíldu í friði í Paradís. Þín stóra nafna. Elísa Kristín. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formá- lanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. + Gyða Jóhannsdóttir var fædd að Daufá í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði 1. júlí 1929. Hún andaðist í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 26. júlí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 1. ágúst. Hún Gyða mín er dáin. Ég segi Gyða mín því mér fannst ég eiga svo mikið í henni og hún í mér. Við unnum saman í yfir 25 ár, hún saumaði og ég seldi það sem hún saumaði. Ég sagði það oft við hátíð- leg tækifæri að hvert fýrirtæki stæði og félli með starfsfólki sínu. Ég var svo heppinn að hafa umsjón með frábæru starfsliði alveg frá upphafi reksturs Karnabæjar og Gyða var svo sannarlega ein af því starfsliði. Gyða starfaði hjá fyrir- tækinu frá því það hóf saumastofu- rekstur og að öllum öðrum ólöstuð- um þá var hún ein fjölhæfasta saumakona sem unnið hefur með mér. Sú ákvörðun sem tekin var árið 1969 að fara að sauma hátískuföt var mikið áhættumál og krafðist kunnáttu faglærðs fólks úr fataiðn- aði. Gyða, eins og áður segir, var í fyrsta starfsliði saumstofu Karna- bæjar ásamt tveimur öðrum konum og Colin Porter klæðskera. Þetta upphaf að saumastofu okkar var til húsa á annarri hæð að Klappar- stíg 37. Það gætti mikillar fjöl- breytni í því sem saumað var. Hinn fráþæri hönnuður og klæðskeri Colin Porter gat hannað svo til hvað sem var og „konurnar mínar“ saumuðu það saman og gerðu úr því frábærar flíkur. Það var strax tekið eftir því hversu vandaðri saumaskapurinn var á íslensku föt- unum, svo ekki háði það íslenskum fataiðnaði. Það sem háði íslenskum fataiðnaði var skilningsleysi stjórn- valda á mikilvægi þess að hlú að þessari grein. Oft hef ég tjáð mig um þennan þátt en ekki út frá þeirri staðreynd að vanvirðan var mest gagnvart því frábæra fagfólki sem að þessari iðngrein hefur starfað og aldrei fengið að njóta sammælis. Gyða var ein af þessu fólki. Hún eyddi starfsævi sinni í íslenskan fataiðnað og ég er stoltur af því að hafa fengið að vinna með henni öll þessi ár. Gyða var skapstór kona og lét engan vaða ofan í sig. Var henni jafnan sýnd mikil virðing sem per- sónu, ekki síst fyrir hæfni sína í starfi. Oft þurfti að vinna eftirvinnu vegna anna og þá var gott að hafa Gyðu sem bandamann þegar þurfti að fá allan hópinn til að vinna. Hún gaf aldrei eftir og bar hag fyrirtæk- isins ávallt fyrir bijósti. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir frá- bær störf og mikla tryggð. Ég veit að við uppgjörið mikla mun hún njóta sannmælis og fá háa einkunn og umbun. Ég votta aðstandendum samúð mína. Guðlaugur Bergmann. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA SVEINSDÓTTIR, Seljahlíð, áður Jörfabakka 8, Reykjavík, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 7. ágúst. Erna Gunnarsdóttir, Þorsteinn Leó Gunnarsson, Bergljót Frímannsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Guðmundur Pétursson, Hrefna Gunnarsdóttir, Helgi Jónsson og barnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI JÓHANNSSON, Vfðihlíð, Grindavik, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 10. ágúst kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Víði- hlíð, heimili aldraðra í Grindavík, njóta þess. Valgerður Gísladóttir, Willard Fiske Ólason, Gísli Willardsson, Elín Þ. Þorsteinsdóttir, Dagbjartur Willardsson, Brynja Hjörleifsdóttir, Guðrún Willardsdóttir, Ingi G. Ingason og barnabarnabörn. Hjartaniegar þakkir færi ég öllum fyrir auðsýnda samúð og vin- semd vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns míns, BJÖRNS KRISTJÁNSSONAR, Hólabraut 5, Blönduósi. Fyrir hönd vandamanna, María Jónsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför GUÐMUNDAR Ó. SIGURÐSSONAR frá Varmahlíð. Ólöf Einarsdóttir og aðrir aðstandendur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU JÓNASDÓTTUR, Setbergi, Sandgerði. Sigríður Burney, Guðmundur Sveinsson, Þóra B. Gfsladóttir, Gunnar V. Karlsson, Karftas J. Gísladóttir, Helgi Steinþórsson, Páll Gfslason, Ósk M. Guðmundsdóttir, Svanfríður G. Gísladóttir, Karl Samúelsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af einlægni hlýhug og virisemd vegna fráfalls frænku okkar og elsku- legrar vinkonu, ÞÓRDÍSAR INGVELDAR GUÐJÓNSDÓTTUR, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavfkur 18. júlí sl. Aðstandendur. Lokað Skrifstofa Rithöfundasambands íslands verður lokuð föstudaginn 9. ágúst vegna útfarar frú RANNVEIGAR G. ÁGÚSTSDÓTTUR, fyrrverandi framkvæmdastjóra. Rithöfundasamband íslands. Lokað í dag milli kl. 12.30 og 15.30 vegna jarðarfarar SÓLVEIGAR FRIÐFINNSDÓTTUR. Optíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.