Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 39 FRÉTTIR 200 ára afmælis Bólu-Hjálmars minnst ÞESS er minnst á árinu að 200 ár eru frá fæðingu þjóðskáldsins Hjálm- ars Jónssonar, Bólu-Hjálmars, og hafa niðjar skáldsins haft forgöngu um hátíðarhöld á afmælisárinu. Afmælishátíð verður að Bólu í Blönduhlíð í Skagafirði laugardaginn 10. ágúst og hefst kl. 14 með ávarpi sr. Hjálmars Jónssonar. Forseti Is- lands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, flytur ávarp, þjóðminjavörður, Þór Magnússon, talar um hagleiks- verk Hjálmars í Bólu, dr. Eysteinn Sigurðsson fjallar um ævi skáldsins og Kristján Runóifsson Jes úr ný- fundnu ljóði skáldsins. Álftagerðis- bræður syngja lag við þjóðhátíðarljóð Bólu-Hjálmars eftir Eirík Árna Sig- tryggsson, sem er afkomandi skáids- ins, og Þorsteinn Ásgrímsson les úr verkum Bólu-Hjálmars. Öllum er velkomið að taka þátt í hátíðarhöld- unum. Niðjamót í Miðgarði Kl. 16 verður haldið niðjamót í Félagsheimilinu Miðgarði í Varma- í DAG verður opnuð í Glæsibæ ný garn- og lopaverslun. Starfssvið hennar verður sala á garni og lopa með póstþjónustu við landsbyggðina. Haldin verða námskeið fyrir við- skiptavini, jafnt fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Sú nýjung verður tekin upp fyrir þá sem ekki hafa tíma til að prjóna að þeir geta komið í verslunina, val- hlíð en niðjar Bólu-Hjálmars eru að gefa út niðjatal í samvinnu við Þor- stein Jónsson ættfræðing og dr. Ey- stein Sigurðsson. Kl. 21 um kvöldið verður kvöld- vaka í Miðgarði með fjölbreyttri dag- skrá að skagfirskum sið. Karlakórinn Heimir syngur nokkur lög og stór- sveit hagyrðinga lætur gamminn geisa. Félagar úr Kvæðamannafélag- inu Iðunni munu gefa fáein dæmi um stemmur og kvæðalög. Auk ann- arra skemmtikrafta munu ýmsir af niðjum skáldsins flytja bundin og óbundin verk, lesin eða sungin og einkum í léttum dúr. Að lokinni dag- skrá verður stiginn dans við undir- leik harmonikku. Kvöldvakan í Mið- garði er öllum opin. Hátíðarhöldunum lýkur með messu í Miklabæjarkirkju sunnudag- inn 11. ágúst kl. 11 árdegis, en í Miklabæjarkirkjugarði hvíla þau hjónin frá Bólu, Hjálmar Jónsson og Guðný Ólafsdóttir. Sóknarpresturinn á Miklabæ, sr. Dalla Þórðardóttir, predikar og þjónar fyrir altari. ið sér lopa og mynstur og fengið peysuna pijónaða. Nafn verslunarinnar er Gæðagarn og lopi. Hún verður opin alla virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. í versluninni eru sýnd ljóð eftir Steinþór Jóhannsson og grafíkmynd- ir við þau eftir Daða Guðbjömsson og eru verkin til sölu. Viðamikil dagskrá í Árbæjarsafni ÁRBÆJARSAFN verður opið helgina 10.-11. ágúst frá kl. 10-18. Á laugardeginum verður teymt undir börnum frá kl. 14-15. Farið verður í gamla leiki og leik- fangasýningin skoðuð. Auk þess mun Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýna færeyska þjóðdansa kl. 16. Á sunnudeginum verður rnikið um að vera því þá býður Euroc- ard korthöfum sínum frítt inn á safnið og sunnudagsdagskráin verður því stærri í sniðum en áður. Föst leiðsögn verður um safnið á klukkustundarfresti frá miða- sölunni og hefst hún á lieila tíman- um. Að auki verður sérleiðsögn fyrir börnin um leikfangasýning- una kl. 13 og 16. Á Torginu fyrir framan miðasöluna verða nokkr- ar glæsikerrur frá Fornbílaklúbbi íslands til sýnis og í næsta ná- grenni mun Magnús Ver reyna sig við aflraunasteina og fara í reiptog við safngesti kl. 15. Milli Kornhúss og Skátaskála verða kassabílar en við Skátaskál- ann verða skátar með varðeld kl. 17. Húsdýrin okkar verða á sínum stað; hestar, kindur, kýr og hæn- ur. Heyskapur verður við Arbæ- inn og Þjóðdansafélag Reykjavík- ur sýnir þjóðdansa kl. 14.30 við Smiðshús. auk þessa verður svo messa I kirkjunni kl. 14 og gam- alt handverk verður í safnhúsun- um, t.d. söðlasmíði, járnsmíði, bókband, útskurður, gullsmíði, knipl, tóvinna og margt fleira. Ný verslun og grafíksýning FRÁ Árbæjarsafni. Sumarmót aðventista ÁRLEGT sumarmót Sjöunda dags aðventista verður haldið um helgina 9.-11. ágúst að Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Mótið hefst í kvöld, föstu- daginn 9. ágúst kl. 20.30 og verður haldið undir einkunnarorðunum: „Fagnaðarerindi síðustu tíma“. Aðalræðumaður mótsins verður Bandaríkjamaðurinn Clifford Gold- stein sem er ritstjóri tímaritsins Liberty sem er aðalmálgagn aðvent- ista um trúfrelsis- og mannréttinda- mál. Clifford er gyðingur en snerist til kristinnar trúar fyrir um áratug. Hann mun halda 7 erindi á mótinu frá föstudagskvöldi til sunnudags- kvölds og þar að auki prédika á hátíðarguðsþjónustu mótsins á laugardagsmorgninum kl. 11.15. Fjölbreytt dagskrá verður á mót- inu svo sem varðeldur á föstudags- kvöldi, útivera og íþróttir, sund í sundlaug staðarins og skemmtidag- skrá að kvöldi laugardags. Mótið er hugsað sem fjölskyldumót og mun safnaðarfólk aðventista frá öllu landinu sækja mótið. Mótið er einnig opið almenningi. Útivistardagur við Hvaleyrarvatn SKÓGAR- og útivistardagur fjöl- skyldunnar verður haldinn laug- ardaginn 10. ágúst við Hvaleyr- arvatn fyrir ofan Hafnaríjörð. Dagskráin hefst kl. 14 á því að fáni verður dreginn að húni við Höfða og Hólmfríður Finn- bogadóttir formaður Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar flytur ávarp. Ferðamálanefnd Hafnarfjarð- ar hefur í samráði við Pétur Sig- urðsson efnt til sumarratleiks í landi Ilafnarfjarðar. Pétur mun kynna þessa nýjung á íslandi og afhenda þátttökuspjöld. Farið verður í tvær gönguferð- ir frá Höfða í fylgd skógræktar- fólks. Önnur ferðin verður u.þ.b. 30-40 mín. um nágrenni skóg- ræktarinnar. Hin gangan er u.þ.b. 2 klst. löng og verður gengið um Seldalinn, upp á Stór- höfða og endað við Hvaleyrar- vatn. Milli Kl. 14.30 og 15.30 hafa Gildisskátar umsjón með leikjum eins og afi og amma léku þegar þau voru krakkar. Leikirnir verða við skátaskálann Skátalund. Kl. 14.30-16.00 munu félags- menn úr Hestamannafélaginu Sörla verða með hesta og teyma undir börnunum. Kl. 15.00 verður póstaleikur í umsjá Hraunbúa. Lagt verður af stað frá Sandvíkinni við vatnið og endað við Skátalund. Gönguferð verður um skóginn kl. 15 þar sem athyglinni verður beint að lífinu í skóginum, bæði plöntu- og dýralífi. Gengið verður undir leiðsögn garðyrkjufræð- ings og fuglaáhugamanns. Heitt grill er til reiðu og af- nota fyrir þá sem vilja. Þá verður harmonikkuleikur og söngur. Ókeypis bátsferðir og veiðileyfi verða í Hvaleyrarvatni allan dag- inn. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MOTSSVÆÐIÐ var óðum að komast í hátíðarbúning í gær og voru keppendur að sýna hrossunum völlinn og spá í keppnina. Hestaíþróttir Fjölmennasta Islandsmótið hefst HESTAR V armárbakkar í Mosfcllsbæ ÍSLANDSMÓT í HESTAÍÞRÓTTUM íslandsmótið í hestaiþróttum, sem hefst í dag með knapafundi klukk- an átta, er hið umfangsmesta sem haldið hefur verið til þessa. Skrán- ingar eru vel á sjötta hundrað en keppt er i fjórum flokkum, auk opins flokks er keppt í flokkum ungmenna, unglinga og bama. KEPPT verður á tveimur 250 metra völlum og skeiðbrautinni en keppnisgreinar eru tölt, fjór- gangur, fimmgangur, gæðinga- skeið, fimikeppni, hindrunar- stökk og 250 metra skeið. Keppni á svokölluðum Efri velli hefst í dag með fimmgangi, byij- að á opnum flokki, þá ungmenni og síðast unglingar. Töltkeppni í opnum flokki hefst í dag klukk- an 16.30 á þessum sama velli. Á Neðri velli hefst keppnin einnig klukkan 9.00 með tölti ungmenna og síðar unglinga í beinu framhaldi en töltkeppni barna hefst eftir hádegi og að því loknu verður keppt í öllum flokkum fimikeppninnar. ídag í kvöld klukkan 19.30 hefst svo keppni í hindrunarstökki á knattspyrnuvellinum við íþrótta- húsið í Mosfellsbæ. Þar verður keppt í öllum flokkum. Á morgun, laugardag, hefst keppnin klukkan 8.30 með fjór- gangi á báðum völlum í öllum flokkum. Stendur sú keppni til klukkan þijú en þá hefst gæð- ingaskeiðið á skeiðbrautinni en B-úrslit í tölti barna, unglinga og ungmenna á Neðri velli og að þeim loknum B-úrslit í sömu flokkum í tölti. Á Efri velli hefj- ast hinsvegar B-úrsiit í fimm- gangi og fjórgangi í opnum flokki að loknu gæðingaskeiði. Dagskrá laugardagsins lýkur um níuleytið. Á sunnudag byijar dagskrá með 250 metra skeiði klukkan 9 og að því loknu hefjast úrslit í fimikeppni. Um hádegisbilið verður hátíðarstund þar sem af- hent verða verðlaun í stiga- keppnum og þeim greinum sem keppni er lokið í. Klukkan 13.30 hefjast svo A-úrslit í hringvallar- greinum á Efri velli en ráð fyrir gert að mótinu verði slitið klukk- an 18.30. Valdimar Kristinsson Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 13. ágúst 1996 kl. 10.00á eftirfarandi eignum: Borgarhraun 17, Hveragerði, þingl. eig. Guðmundur Agnarsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Hafnargata 1, Stokkseyri, þingl. eig. Stokkseyrarhreppur, gerðarbeið- andi Þróunarsjóður sjávarútvegsins. Kambahraun 47, Hveragerði, þingl. eig. Geir Arnarson, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Hveragerðisbær, Landsbanki íslands 0152 og Lífeyrissjóöur starfsmanna ríkisins. Lóð úr landi Stekkár, Laugardalshreppi, þingl. eig. Ingibjörg St. Hermannsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi. Selvogsbraut 12, Þorlákshöfn, þingl. eig. Stoð, byggingastarfsemi, gerðarbeiðendur Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, Iðnlánasjóður og ispan hf. Unnarholtskot 2, Hrun., þingl. eig. Hjördís Heiða Haröardóttir, gerð- arbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sýslumaðurinn á Selfossi, 7. ágúst 1996.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.