Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ 7 u&e/Mee> i HL4UP/NU l D4G? LlSTEM to jms, SPIKE.y "TROOPSMIP 'LEVIATMAN' DOCKS AT BRE5T... 10,000 ABOARD.. 4,000 HAVE THE FLU" S-----------" ''é5,000 SOLDIERS AT CAMPPONTANEAEN HAVE THE FLU" „Hlustaðu á þetta „Herskipið Leviathan ligg- „65.000 hermenn í her- „Nefið á mér er heitt.“ Sámur.“ ur við bryggju í Brest. búðunum í Pontaneaen 10.000 eru um borð, 4.000 eru með flensuna." eru með flensu.“ BREF TEL BLAÐSEMS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is HLJÓMSKÁLINN var byggður 1921-1922 og verður því 75 ára á næsta ári. Minnismerkið Frá Guðmundi Norðdahl: MINNISMERKI eru margskonar og gegna ýmsum hlutverkum. Minna okkur á liðna tíð og jafnvel hvetja menn til dáða. Oft eru reist minnismerki um einstaka menn, svo sem Jón Sigurðsson, Jónas Hall- grímsson eða „landnema" eins og Ingólf Arnarson, Hjörleif o.fl. Sér- kennilegir staðir, jafnvel fjöll og lundir verða að minnismerkjum, svo sem Bólu-Hjálmarslundur. Fjöll eins og Helgafell vestra eða Esjan blessuð og fleiri slíkir staðir eru orðin að helgum stöðum í huga fjöldans. Viss hús geta orðið að dýrustu minnismerkjum. Þá skiptir oft mestu máli það sem fram fer eða hefur farið fram í þessum húsum - vegur þyngst, gefur húsunum mest gildi - frekar en útlit eða bygging- arstíll. I Menntaskólanum í Reykja- vík sagði Jón Sigurðsson: „Vér mótmælum allir.“ Ferðafrömuðir gætu sagt við „túristana": „Þetta hús er elsta kvikmyndasýningarhús í heimi!“ - ef það hefði ekki verið rifið af skammsýnum mönnum. Það leynir sér ekki að stein- hrúgu, sem komið hefur verið upp við Hveradali, er ætlað að vera bæði minnismerki um hörmulegt slys og áminning um að aka var- lega. Þetta er áhrifamikið minnis- merki. Reistur á öskuhaugum Ég ætla með greinarstúf þessum að minna á eitt eftirtektarverðasta minnismerki Reykjavíkur. Fólk er orðið svo vant að ganga fram hjá því eða horfa á það úr fjarska þar sem það blasir við niðri við Reykja- víkurtjöm, að flestir mundu hrökkva við og stara ef „það“ hyrfi skyndilega. Þetta er dýra minnis- merkið Hljómskálinn, sem Hljóm- skálagarðurinn er kenndur við. Hljómskálinn var reistur á ösku- haugum Reykjavíkur árin 1921- 1922. Hann var byggður af framsýn- um og fórnfúsum „músíköntum!“, bæjarkassanum að kostnaðarlausu. Húsið er þinglesin eign Lúðrasveitar Reykjavíkur, en lóðarlaus!! Alla tíð hefur Hljómskálinn þjón- að listagyðjunni, t.d. var Lúðrasveit Reykjavíkur stofnuð þar með sam- runa tveggja eldri hljómsveita. Tón- listarskólinn í Reykjavík var stofn- aður þar árið 1930 og var þar til húsa fram yfir seinna stríð. Hljóm- sveit Reykjavíkur = Sinfóníuhljóm- sveit íslands var stofnuð þar. Skóla- hljómsveit Reykjavíkur, Samband ísl. lúðrasveita o.fl. o.fl. Söng- kennsla, allskonar minni hópar, bæði blásturs-, strengja- og dans- hljómsveitir, hafa fengið inni í þessu húsi að ótöldum einstaklingum, sem æft hafa þar af kappi. Vissulega er þetta heilagt hús. Minnismerki um þróun tónlistar 20. aldarinnar. Skálinn hefur alla sína tíð verið í notkun, það er 74 ár. Næsta ár er 75 ára afmæli Hljóm- skálans og Lúðrasveitar Reykjavík- ur. Tónlist á 21. öld Þegar Hljómskálinn var byggður voru Reykvíkingar 17.224 (sautján þúsund tvö hundruð tuttugu og fjór- ir) samkvæmt manntali. En þorpið hefur stækkað í borg! íslendingar byggja stórhýsi, sem seinna eiga að fyllast af starfsemi. En það að byggja yfir starfsemi, sem er fyrir hendi, er meira virði. Lengi hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Ekki er hægt að ætl- ast til, að áhugafólkið, sem fórnar oft atvinnu og ómældum tíma, standi undir slíkum framkvæmd- um. Tímarnir hafa breyst. Hinir sameiginlegu sjóðir ríkis og bæja verða að koma til móts við áhuga- hópana. Ég er að tala um grund- völlinn. Húsnæði, sem þjónar þeirri starfsemi, sem er til staðar í borginni: stórum kórum, þrem lúðrasveitum og kennslu ýmiss konar. Sem sagt nútímalega að- stöðu fyrir eðlilega þróun tónlist- ariðkunar á 21. öld. Nýr stór hljómskáli, rúmgóður fyrir stærri kóra og hljómsveitir, er nauðsyn. Starfsemin er fyrir hendi en húsnæði vantar. GUÐMUNDUR NORÐDAHL, Asparfelli 4, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.