Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 52
HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn ájjármálum einstaklinga 0 BÚNADARBANKI fSIANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl S69 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Flugleiðir og Islandsflug í samstarfi á þremur leiðum Samræma áætlun og skiptast á farþegum Sandkast- • • alar í On- undarfirði Flateyri. Morgunblaðið. KEPPNI í sandkastalabyjgging- um var haldin að Holti í Onund- arfirði við nýju bryggjuna fyrr í vikunni. Þátttakendur voru 190, þeirra á meðal margir nýir ís- firðingar, flóttafólk frá fyrrum Júgóslavíu. Byggðir voru 52 kastalar og margar frumlegar hugmyndir litu dagsins ljós, til dæmis þessi risavaxni fiskur sem óneitanlega minnir á kynjafisk. Fyrir skömmu var smíði nýrrar bryggju í Holti lokið. Gamla bryggjan var orðin lítt nothæf sökum fúa. Nýja bryggjan, sem sést í baksýn, er byggð á sama stað og sú gamla og mun í fram- tiðinni þjóna sem öryggis- bryggja, vegna hættuástands eða ófærðar. ÍSLANDSFLUG og Flugleiðir hafa undanfarið haft með sér samstarf á þremur flugleiðum, þ.e. í flugi frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði, Vestmannaeyja og Kulusuk á Græn- landi. Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, segir að á Höfn séu Flugleiðir nú umboðsað- ili íslandsflugs og félögin hafi sam- ræmt áætlun sína þannig að flug þeirra dreifist betur og ekki sé verið að fijúga á sama tíma. í Kulusuk og Vestmannaeyjum séu bæði félög- in með eigin umboðsskrifstofur, en skiptist á farþegum ef yfir- eða und- irbókað er í flug, þannig að betri nýting fæst á flugvélum. Skynsemi í samkeppnina Gunnar segir að félögin eigi áfram í harðri samkeppni á þeim flugleið- um, sem þaú fljúgi bæði, þ.e. á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja og Reykjavíkur og Egilsstaða. „Með þessu er verið að reyna að koma ákveðinni skynsemi í samkeppnina. Það þjónar engum að félögin séu að fljúga nákvæmlega á sama tíma. Það er hins vegar enn munur á verði og þjónustu milli flugfélaganna." Á miðju næsta ári taka nýjar EES-reglur um samkeppni í flugi gildi hér á landi og verður erlendum flugfélögum þá heimilt að keppa við íslenzk á fjölfamari flugleiðum. Að- spurður hvort samstarf fiugfélag- anna sé liður í undirbúningi fyrir þá samkeppni segir Gunnar: „Það getur gerzt að félög frá öðrum löndum fari að fljúga á stærri leiðum. Sjálf- um fínnst mér þó ótrúlegt að það muni gerast. Allir vita að erfítt er að láta enda ná saman í áætlunar- flugi og flugfélögin ná í hagnað sinn í leiguflugi, sjúkraflugi eða vöru- flugi. Menn eru hér að þreifa fyrir sér með einhveija hagræðingu." Morgunblaðið/Ásdís Friðarkerti FRIÐARHREYFINGAR stóðu fyrir kertafleytingu á Tjörninni í gærkvöldi í minningu fórnar- lamba kjarnorkuárásanna í Híró- síma og Nagasakí fyrir 51 ári. M : •VU'V-.r.'u/ Morgunblaðið/Egill Egilsson lwsm Skandia leitar til bankaeftirlitsins Fjárfestingarfélagið Skandia hf. hefur óskað eftir því við bankaeftir- lit Seðlabankans að það taki til at- hugunar þátt Skandia í viðskiptum með hlutabréf í SÍF. Brynhildur Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Skandia, segir að er- indið til bankaeftirlitsins sé tvíþætt. í fyrsta lagi sé beðið um athugun á því hvort fullyrðingar Verðbréfa- þings íslands, um að starfshættir Skandia hafi brotið í bága við lög, eigi við rök að styðjast. Vísar Bryn- hildur til bréfs, sem Verðbréfaþingið sendi Skandia og Verðbréfamarkaði íslandsbanka. I öðru lagi óskar Skandia eftir áliti bankaeftirlitsins á því hvort framkvæmdastjóri Verð- bréfaþingsins hafi gerst sekur um trúnaðarbrest er hann sendi afrit af umræddu bréfi til SÍF og Lands- bréfa, sem sjá um hlutaíjárútboðið. „Þetta mál snýst um að fá mann- orð okkar hreinsað enda teljum við okkur í hvívetna hafa farið eftir lög- um og reglugerðum um verðbréfa- viðskipti. Skandia er borið þungum sökum í bréfi Verðbréfaþingsins að tilefnislausu en það er mat lögfræð- inga okkar að fyrirtækið hafí ekki brotið lþg í viðskiptum með hluta- bréf í SÍF. Ég tel það einnig ámælis- vert að framkvæmdastjóri Verð- bréfaþingsins skuli hafa sent bréfið öðrum aðilum. Við teljum því rétt að bankaeftirlitið leggi mat á þessi atriði," segir Brynhildur. Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlitsins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að umrætt erindi hefði borist eftirlitinu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. ■ Stærri málum/16 Tillögur starfshóps um sölu borgarfyrirtækja liggja fyrir Sala eigna gæti skilað 1.600 milljónum króna STARFSHÓPUR á vegum bprgarráðs Reykja- víkur hefur lagt til að borgin selji allan hlut sinn í Pípugerð Reykjavíkur og Húsatryggingum Reykjavíkur og hluta af eign sinni i Skýrsluvél- um ríkisins og Reykjavíkurborgar hf., Malbikun- arstöðinni og Grjótnáminu. Jafnframt er lagt til að starfsemi Ferðaþjónustu fatlaðra verði boðin út og eigur hennar seldar. Hópurinn áætlar að staða borgarsjóðs geti batnað um 1.600 milljón- ir með þessum aðgerðum. Þetta kemur fram í skýrslu sem starfshópurinn hefur skilað til borg- arstjóra. I fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1996 var gert ráð fyrir að eignir yrðu seldar fyrir að minnsta kosti þrjú hundruð milljónir króna. Starfshópurinn var skipaður í maí til að vinna tillögur um þessi málefni. í honum sitja Skúli Bjarnason héraðsdómslögmaður, Sigurður Kr. Friðriksson viðskiptafræðingur og Sveinn Andri Sveinsson héraðsdómslögmaður. Um yfir- stjórn verkefnisins sáu Árni Sigfússon og Pétur Jónsson auk borgarstjóra. Lagt til að selja pípu- fferð, húsatryffffinsfar og hluta af SKÝRR Hópurinn leggur til að ríkið og Reykjavíkur- borg selji hvort um sig fimmtán prósent hlut í SKYRR hf. en að tveimur árum liðnum verði kannað hvort rétt sé að selja afganginn. Rikið á nú helming í fyrirtækinu en Rafmagnsveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg hvor sinn fjórð- unginn. Lagt er til að starfsmenn fái að kaupa fimm prósenta hlut í fyrirtækinu á sérstökum kjörum en 25 prósent verði boðin á frjálsum markaði. Mælt er með því að 95% hlutur borgarinnar í Pípugerð Reykjavíkur verði seldur. Til vara er lagt til að fjórðungi hlutabréfa verði haldið eftir til að geta fylgst með fyrirtækinu og try'ggja að það nái ekki einokunaraðstöðu á markaðnum. Pípugerðin selur nú um 70% allra röra á íslandi. Starfshópurinn telur réttast að Malbikunar- stöð og Gijótnám Reykjavíkur verði sameinuð í eitt hlutafélag og þijátíu prósent hlutafjár seld fyrir árslok 1996. Síðar verði kannað hvort rétt sé að selja afgang hlutafjárins. Lagt er til að Ilúsatryggingum Reykjavíkur verði breytt í hlutafélag en hlutabréfin verði seld í lokuðu útboði til samkeppnisaðila. Ferðaþjónusta fyrir fatlaða einkavædd Strætisvagnar Reykjavíkur hafa hingað til séð um rekstur Ferðaþjónustu fatlaðra. Starfshópur- inn leggur til að nú verði starfsemin boðin út og eignir sem tengjast rekstrinum seldar. Þegar liggur fyrir áhugi fyrirtækis sem sinnir sambæri- legri þjónustu í nágrannasveitarfélögum Reykja- víkur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vildi ekki tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en hún hefði hlotið frekari afgreiðslu. Rannsakar fjöldagraf- ir í Bosníu ÍSLENSKUR réttarmann- fræðingur, Eva Elvira Klonowski, mun innan skamms halda til Bosníu að rannsaka fjöldagrafir í ná- grenni borgarinnar Sre- brenica. Undir lok síðasta mánaðar var hafist handa við að opna grafirnar og hópur sérfræðinga vinnur þar nú undir vernd friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna. Eva flýgur til Zagreb, höfuð- borgar Króatíu, 20. ágúst og þaðan til rannsóknarsvæðisins. Hún var valin úr stórum hópi réttarlækna og réttarmann- fræðinga sem sóttu um. Eva fer á vegum bandarískra læknasamtaka sem starfa fyrir Stríðsglæpadómstólinn í Haag. Rannsóknirnar standa fram til loka desember, en þá eiga frið- argæsluliðar að hverfa á brott frá Bosníu samkvæmt Dayton- samkomulaginu. ■ Rannsakar/8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.