Morgunblaðið - 09.08.1996, Page 1

Morgunblaðið - 09.08.1996, Page 1
OFBELDI A HEIMILUM Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að sporna við ofbeldi á heimilum. Hópsál- fræðimeðferð fyrir gerendur er úrræði sem virðist gefast vel eftir því sem Ingólfur V. Gíslason komst næst á ráð- stefnu í Svíþjóð, sem bar yfirskriftina Ofbeldi gegn konum. Enn hafa fáir íslenskir karlar leitað sér meðferðar til að forðast að beita ofbeldi. Daglegt líf hitti þó einn, sem var fús til að segja sögu sína. /4/5/6 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 ■ ÓÐAL FEÐRANNA Á LAUGAVEGINUM/2 ■ NEYSLA LONDUM/7 ■ I HUSMÆÐRASKOLA FYRIR RUMUM S ARUM/8 TÍÐAVERKIR/3 ■ HAGLEIKSKONA HEIMSÓTT/6 ■ MÓÐU að vera mjúkir og ekki of stórir „TANNBURSTAR eiga að vera mjúkir og ekki of stór- ir,“ segir Magnús R. Gíslason yfirtannlæknir í heilbrigðis- ráðuneytinu. „Bursta þarf hverja tönn fyrir sig en ekki allan góminn í einu.“ Magnús segir að Tann- verndarráð hafi ekki farið út í það að mæla með ein- hverri ákveðinni tegund af tannburstum og heldur ekki fylgst með framboði á tann- burstum. „Þá værum við farnir að mismuna fyrirtækjum," segir hann. „Það er ómögulegt að útiloka einhver ákveðin merki, enda eru flest fyrir- tæki með margar gerðir af tannburstum." Vandaverk er að bursta tennurnar, að sögn Magnúsar. Aðalatriðið er ekki höfuðið á tannburstan- um heldur höfuðið á mann- inum - að hann beiti tann- burstanum rétt. Það þarf að hreinsa alla staði, fyrir aftan og framan og á milli tannanna. Flúorið sterkasta vopnið „Flúorið í tannkreminu er sterkasta vopnið gegn tann- skemmdum," segir Magnús. „Það hefur úrslitaþýðingu að nota tannkrem en það má ekki vera of mikið. Það gefur fólki falska öryggiskennd ef það fær of mikla froðu upp í munninn." Hann segir að það megi heldur ekki vera þannig að fólk setji tannkrem á burst- ann, fái ferskt bragð upp í munninn og haldi að tenn- urnar séu orðnar hreinar. „Ekki er sama hvernig farið er að,“ segir hann. „Sumir tannburstar sem seldir eru hérlendis eru með of hörð hár og stóran haus. Sé beitt rangri aðferð og hárin of stíf getur tönnin skaddast. Til að varast slíkt getur fólk spurt tannlækninn sinn eða tannfræðing." ■ Morgunblaðið/Ásdís MAGNUS sýnir hvernig á að bursta tennurnar. A efri myndinni má sjá tvo bursta. A græna burstanum eru hárin of slitin og á hinum eru þau of stór. HiKlir iii lit. apusi ciia mpiian liirniiir cmiasi fddufalU Grensá’tveqi Rot.tbiv Þwrbrvkku 500 gr. Frankfurter J* eða ostapylsur og 200 gr. kartðflusalat Verðlækkun á íslensku káli!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.