Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 B 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF OFBELDIGEGIM KOIMUM Heimilisofbeldi á ekki að vera einkamál • HÓPSÁLFRÆÐIMEÐFERÐ FYRIR GEREIMDUR •LÖG UM NÁLGUN- ARBANN • OFBELDISVARNARRÁÐ • BEINTENGDUR ÖRYGGISHNAPP- UR FYRIR ÞOLENDUR •= ÚRRÆÐIGEGN OFBELDI í HEIMAHÚSUM? Á sumum heimilum viðgengst ofbeldi árum saman. Kúgarinn og fómariambið em yfirleitt sammála um að þegja. Smám saman hafa opinberar umræður orðið til þess að vekja fólk til vitundar um að til em ýmsar leiðir til að losna úr viðjum heimilisofbeldis. Hópsálfræði- meðferð er leið sem virðist gefa góða raun. Valgerður Þ. Jónsdóttir ræddi við Ingólf V. Gíslason um niðurstöður ýmissa rannsókna sem fram komu á ráðstefnu um þessi mál í Stokkhólmi. Ennfremur fékkst karl, sem beitti eiginkonu sína ofbeldi um tveggja áratuga skeið, en hefur nú í rúm tvö ár verið í sálfræði- meðferð, til að segja sögu sína. INGÓLFUR V. Gíslason á Skrifstofu jafnréttismála. OFBELDI gegn konum eða Vald mot kvinnor var yfirskrift ráðstefnu, sem Afbrotavarnarráð Svíþjóðar og sænska rannsóknarráðið gengust fyrir í Stokkhólmi 3. og 4. júní síð- astliðinn. Um 150 þátttakendur, aðallega frá Norðurlöndunum, sóttu ráðstefnuna þar sem fj'allað var um þetta þjóðfélagslega vandamál, sem ekki hefur verið talað opinskátt um fyrr en hin síðari ár. Ingólfur V. Gíslason, starfsmaður á Skrifstofu jafnréttismála, ritari Karlanefndar Jafnréttisráðs, félags- fræðingur og stjórnmálafræðingur að mennt, var eini íslendingurinn sem sótti ráðstefnuna. Ingólfur fór á vegum nefndar Dómsmálaráðu- neytisins, sem sett var á laggirnar í fyrra í kjölfar þingsályktunartillögu um ítarlega úttekt á umfangi heimil- isofbeldis á íslandi, orsökum, afleið- ingum og leiðum til úrbóta. Ofbeldl á 11% íslenskra heimila? - Hvemig er hægt að kanna umfang slíkra mála? Blygðast fólk sín ekki fyrir að viðurkenna að það beiti ofbeldi eða láti ofbeldi yfír sig ganga? „Sem betur fer hefur umræðan undanfarin ár leitt til þess að marg- ir fást til að tjá sig. Við fengum Hagvang til að leggja spurningar fyrir þrjú þúsund manna úrtak, jafn- margar konur og karla. Eftir nokkr- ar umræður og að fengnum ráðlegg- ingum aðferðafræðinga var ákveðið að spyija bæði kynin sömu spurn- inga, þótt rannsóknir sýni að konur verða fyrst og fremst fyrir heimilis- ofbeldi. Svörun var um 75%, sem er mun meira en við bjuggumst við. Fyrsta úrvinnsla gagna bendir til að 11% íslenskra kvenna hafi orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu nú- verandi eða fyrrverandi maka. Hlut- fallið er svipað og dönsk rannsókn leiddi nýverið í ljós. í könnuninni voru þátttakendur spurðir hvort þeir hefðu einhvern tíma verið beittir eða beitt líkamlegu ofbeldi af einhveiju tagi. Spurt var um smápústra jafnt sem alvarlegar líkamsmeiðingar og ógnanir með egg- eða skotvopnum. Einnig var reynt að grafast fyrir um tilefni og afleiðingar verknaðarins." Ingólfur segir að fólk hafi jafn- framt verið spurt um áfengis- og lyfjanotkun fyrir, á meðan og eftir atburðinn. „Alþjóðlegar rannsóknir sýna að þótt heimilisofbeldi tengist oft áfengisneyslu, virðast karlar, sem farið hafa í áfengismeðferð, ekki endilega láta af ofbeldinu gegn konunum. Margt bendir til að tengsl áfengisnotkunar og ofbeldis séu menningarbundin. í löndum þar sem afstaða til áfengis er afslappaðri virðist það ekki tengjast ofbeldi í jafn ríkum mæli og menn telja sig hafa fundið, t.d. á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum.“ - Er heimilisofbeldi þá líka bund- ið við ákveðnar þjóðfélagsstéttir, eða eiga gerendur sameiginlegt að eiga við geðrænan vanda að stríða? „Hvort tvegga er alltof mikil ein- földun. Þó sýna ýmsar alþjóðlegar rannsóknir að lág laun, lítil mennt- un, atvinnuleysi og ýmsir streitu- þættir á heimilum auka líkur á að karlar beiti eiginkonur sínar ofbeldi. Því betur menntaðar sem konur eru þeim mun ólíklegra er að þær sætti sig við ofbeldi auk þess sem þær eru yfirleitt meðvitaðar um möguleikana á að leita sér hjálpar." . . . og yngsta barnið lemur hundinn Til marks um að ofbeldi gegn konum sé fjarri því að vera bundið ákveðnum þjóðfélagshópum segir Ingólfur að ýmsir virtir góðborgarar séu mestu hrottar heima fyrir og samskiptamynstur í sumum fjöl- skyldum sé með eindæmum. Hann hefur eftir sálfræðingi, sem unnið hefur með fjölskyldur þar sem of- beldi er á heimilinu, bæði á Islandi og erlendis, að dæmi séu um að karlinn lemji konuna, konan elsta barnið, sem lemji það yngra, og þannig koll af kolli þar til yngsta barnið lemur hundinn. „Annars eru karlar, sem hafa í æsku verið beittir ofbeldi eða orðið vitni að ofbeldi á heimilum sínum, líklegri en aðrir að beita ofbeldi á fullorðinsárum. Ýmis meðferðarúrræði, eins og hópmeð- ferð hjá sálfræðingi, ættu því, auk þess að hjálpa gerendum, að vera fyrirbyggjandi fyrir komandi kyn- slóðir.“ Að sögn Ingólfs eru fæstir ger- endur skilgreindir geðveikir og því gefi ekki góða raun að meðhöndla þá sem slíka. Hann telur niðurstöður rannsókna hjónanna Russell og Rebecca Dobash við háskólann í Manchester á meðferðarúrræðum fyrir gerendur eitt af því athyglis- verðasta, sem fram kom á ráðstefn- unni í Stokkhólmi. „Dobash hjónin eru hálfgerðir gúrúar í þessum málum. Þau rann- sökuðu úrræði dómskerfisins í Bret- landi og báru saman árangur mis- munandi refsinga, þ.e. nálgunar- banns, sektar, fangelsunar og hóp- meðferðar undir stjóm sálfræðinga. í ljós kom að öll úrræði báru ein- hvern árangur en meðferðin lang- bestan. Af þeim sem fóru í meðferð féllu 33% á tólf mánaða tímabili, en 75% þeirra sem sættu annars konar úrræði. Þar að auki sýndi sig að þeir sem þó féllu af meðferðar- körlunum beittu mun sjaldnar of- beldi en hinir." Sálfræðimeðferð árangursrík Enn sem komið er eru gerendur ekki dæmdir í meðferð hér á landi. Sumir fara af fúsum og fijálsum vilja í einstaklingsmeðferð, sem að sögn sálfræðinga hefur gefið góða raun. Eftir herferð, sem Karlanefnd Jafnréttisráðs stóð fyrir í fyrra, und- ir yfirskriftinni Karlar gegn ofbeldi, gengu fulltrúar Karlanefndar á fund heilbrigðisráðherra og báðu hann að kanna möguleikana á hópmeðferð sem opinberu úrræði. - í hvetju er hópmeðferð hjá sál- fræðingi eins og tíðkast í Bretlandi fólgin? „í hópmeðferð er athyglinni fyrst og fremst beint að ofbeldisverknaðn- um. Karlarnir þurfa að gera ná- kvæmlega grein fyrir aðdragandan- um; hvaða einkenni, t.d. líkamleg, fóru á undan, hvað gerandinn sagði, hvað þolandinn sagði, þeir þurfa að lýsa hvar þeir slógu, hvernig og hversu oft. Flestir hafa tilhneigingu til að réttlæta sjálfa sig, segja að konan hafi ögrað þeim, þeir hafi verið drukknir og fleira og fleira. Þeim er markvisst og óvægið leitt fyrir sjónir að þeir hafi sér ekkert til málsbóta og beri sjálfir algjörlega ábyrgð á gerðum sínum. í rauninni er körlunum stillt upp við vegg og þeir látnir horfast í augu við sjálfa sig. Síðan eru þeim kennd ýmis ráð til að hafa hemil á sér og lifa eðli- legu heimilislífi. Sameiginlegt mörg- um gerendum er vanhæfni til að lýsa tilfinningum sínum. Þeir nota afar einhæft orðalag, segjast e.t.v. bara hafa verið reiðir þótt síðar komi í ljós að afbrýðisemi og flóknar til- finningar eru undirrótin." Ingólfur tekur ekki undir gagn- rýnisraddir sem heyrst hafa um að að meðferð dugi skammt, því karl- arnir grípi einfaldlega til ýmiss'a andlegra kúgunaraðgerða þegar þeir láti af barsmíðunum. „Ein af áhuga- verðustu niðurstöðum Dobash hjón- anna var einmitt sú að konur þeirra karla sem fóru í meðferð sögðu að raunveruleg breyting hefði orðið á hegðun karlanna. Dregið hafi úr afbrýðisemi, eftirliti og stjórnun og öll samskipti á heimilinu hafí orðið með öðrum blæ. Þetta var mjög áberandi munur miðað við reynslu þeirra kvenna sem áttu karla sem sættu annarri meðferð. Jafnvel þeir sem hættu að beija lögðu ekki niður aðrar kúgunaraðgerðir." Kenningin um endurtekninguna Ingólfur segir að margt fleira hafi komið fram á ráðstefnunni, meðal annars hvaða möguleika lög- regla og dómskerfi hafi til að að- stoða konur sem búa við ofbeldi. Hann vitnaði í erindi, sem Gloria Laycock, yfirmaður lögreglurann- sóknarhóps á vegum breska innan- Morgunblaðið/Ásdís ríkisráðuneytisins, flutti um niður- stöður könnunar sem byggðist á ákveðinni hugmyndafræði. „Laycock sagði að ef öllum glæp- um í Bretlandi væri dreift jafnt á íbúa myndi fjórði hver íbúi landsins á hveiju ári verða fórnarlamb ein- hvers glæps. Hins vegar benti hún á að málum væri ekki þannig háttað í raunveruleikanum, enda væri glæp- um ekki dreift tilviljunarkennt. Þannig sýndu niðurstöður tíu ára rannsókna á innbrotum að 95% urðu aldrei fyrir því að brotist væri inn hjá þeim. Af þeim sem brotist var inn hjá urðu 12% fyrir tveimur inn- brotum og 6% þjóðarinnar lentu í því að brotist væri inn á heimili þeirra þrisvar eða oftar á tólf mánaða tíma- bili. Niðurstaðan, sem er að 18% verði fyrir 35% allra innbrota, styður kenningu innan afbrotafræðinnar um þijár meginforsendur glæpa. I fyrsta lagi „heppilegt" fórnarlamb, í öðru lagi að gerandi hafi hug á verknaðinum og að lokum að gæsla sér ófullnægjandi. Fari þetta þrennt saman gengur kenningin út frá að glæpur verði framinn." - Hvernig er hægt að beita slíkri hugmyndafræði til að fyrirbyggja heimilisofbeldi? „Ýmsar rannsóknir benda til að sumt í umhverfinu auki hættu á of- beldi. Með þá staðreynd að leiðar- ljósi beindust aðgerðir bresku lög- reglunnar að því að hindra endur- tekningu. Ljóst þótti að ef kona hringdi og kærði eiginmann sinn fyrir ofbeldi þá væri um ítrekaðan verknað að ræða. Stjórnkerfi lög- reglustöðvarinnar var endurbætt þannig að á örskömmum tíma gátu lögreglumenn aflað sér upplýsinga um fyrri kærur. Ennfremur fengu þeir minnisblað með ítarlegum upp- lýsingum um völd sín, t.d. hvernig þeir ættu að framfylgja nálgunar- banni, sem Bretar hafa skýra löggjöf um, og hvaða aðstoð stæði þolendum til boða. Aðgerðirnar skiluðu góðum árangri, en konurnar voru þó ánægð- astar með beintengdan öryggis- hnapp, sem lögreglan lét þær hafa.“ Raunveruleg vernd Ingólfur segir að Laycock hafi fjallað um hvernig fyrstu niðurstöð- ur tilraunarinnar hafí valdið von- brigðum. „Þær bentu til að aðgerð- irnar hefðu misheppnast, því í kjöl- farið fjölgaði hringingum til lögreglu vegna heimilisofbeldis. Nánari skoð- un leiddi í ljós hið gagnstæða. Þeim konum snarfækkaði sem hringdu í annað eða þriðja skipti, sem þýddi að ofbeldinu hefði linnt. Hins vegar hringdu mun fleiri í fyrsta skipti vegna þess að spurst hafði út að lögreglan væri farin að veita raun- verulega vernd. Markmið tilraunar- innar, sem fólst í að sannreyna kenn- ingu afbrotafræðinnar um þtjár meginforsendur glæpa, reyndist gefa góða raun. Fórnarlambið var ekki lengur jafn heppilegt og áður því það var vel upplýst um réttindi sín og hvaða möguleika það hefði til að fá aðstoð. Gerandinn var ekki lengur jafn áhugasamur því hann vissi af öryggishnappnum, sem jók líkurnar á að hann næðist og loks virtist hvatning lögreglunnar til ná- granna og vina um að láta vita, ef sást til karlanna í grennd við heim- ili kvennanna, styðja kenninguna um að aukin gæsla komi að miklu leyti í veg fyrir glæpi.“ Nálgunarbann og ofbeldlsvarnarráð - Hafa íslendingar lög, t.d. um nálgunarbann, eða önnur raunhæf úrræði til verndar þolendum? „Kvennaathvörf, lögregla og heil- sugæsla aðstoða konurnar eins og kostur er. í umræðunni hérlendis hafa komið fram hugmyndir um að stofna nokkurs konar ofbeldisvarn- arráð til að þeir sem koma að þess- um málum með einhveijum hætti geti samhæft störf sín. Þessi upp- hlaup hér og þar, sem einkenna nokkuð vinnuna hér, eru ekki vænleg til árangurs. Menn þurfa að skil- greina vandann, setja skýr markmið og meta stöðugt árangur þess sem gert er. Ég efast ekki um viljann, en lög- reglan hefur takmörkuð völd og er ef til vill ekki nægilega upplýst um valdsvið sitt. Lög um nálgunarbann eru ekki til hér, en verið er að kanna möguleika á slíku úrræði hjá dóms- málaráðuneytinu. Framkvæmdin getur verið flókin því hún stangast á við ákvæði um eignarrétt. Miklu skiptir að ráðstafanir til að fram- fylgja nálgunarbanni séu fullnægj- andi. Núna neyðist þolandinn oft til að yfirgefa heimili sitt, þótt eðlileg- ast væri að gerandinn væri skikkað- ur til að fara í burtu.“ Ingólfur nefndi dæmi um að víða erlendis hefðu verið reynd ýmis úr- ræði, sem gæfu misgóða raun. Sums staðar í Bandaríkjunum og Kanada yrði heimilisofbeldi oft að opinberu máli án þess að konan bæri fram kæru. „Þá er sá hængur á að oft neitar konan að bera vitni og er þá dæmd fyrir óvirðingu við réttinn. Þótt víða gangi illa að fá yfirvöld til að viðurkenna að heimilisofbeldi sé ekkert einkamál, ber lögreglunni í Kaliforníu, sem kölluð er á heim- ili, skylda til að handtaka þann aðil- ann sem ekki sér á.“ Hópsálfræðimeðferð fyrir gerend- ur, lög um nálgunarbann, stofnun ofbeldisvarnarráðs og beintengdur öryggishnappur handa þolendum segir Ingólfur að séu meðal úrræða sem dregið geti úr ofbeldi á heimil- um. „Mikilvægast er að ræða um vandann á opinberum vettvangi, menn sameinist um fordæmingu og hver og einn leggi sitt af mörkum til að draga úr ofbeldi og ofbeldis- dýrkun. Einnig er skaðlaust að hafa í liuga að rannsóknir sýna tengsl milli félagslegs misréttis kynja og ofbeldis. Þeim mun færri konur sem sitja í áhrifastöðum í samfélaginu því líklegra er að karlar beiti konur lík- amlegu ofbeldi," segir Ingólfur. ■ SAGA GUÐMUIMDAR Lærð hegðun en ekki stjórnleysi EFTIR 23ja ára kynni og 19 ára hjónaband keyrði um þverbak fyrir tveimur og hálfu ári. Rifr- ildi hjónanna, sem venjulega endaði með öskrum, ógnunum, pústrum, löðrungum og hrind- ingum af hálfu eiginmannsins, varð heiftarlegra en nokkru sinni fyrr. Konan og börnin þrjú flúðu í Kvennaathvarfið. Eigin- maðurinn, sem réttlætti ætíð barsmíðarnar með því að hann missti bara stjórn á sér, iðraðist ... að vísu eins og jafnan áður þegar honum varð laus höndin. „í þetta skipti rann þó upp fyrir mér að sjálfur yrði ég að leita mér hjálpar. Þrátt fyrir allt sem á undan var gengið var fjölskyld- an mér afar kær.“ Hér verður hann kallaður Guðmundur, en hann hefur einn fárra íslenskra karla leitað sér sálfræðimeðferðar til að losna úr viðjum þess vana að beita ofbeldi. Hann er enn í með- ferð hjá Gabríelu Sigurðar- dóttur, sálfræðingi, og seg- ist ekki hafa beitt eigin- konu sína eða aðra ofbeldi frá því meðferðin hófst. Guðmundur er fús til að segja Daglegu lífi undan og ofan af lífshlaupi sínu; uppvaxtarárunum, hjóna- bandinu og meðferðinni. „Eg er næstelstur fjög- urra systkina og ólst upp, ásamt þeim, hjá báðum for- eldrum þar til þeir skildu þegar ég var tíu ára. Við bjuggum fyrir norðan, fað- ir minn var sjómaður og oft í burtu. Þótt hann væri mikill drykkjumaður, var ég pabbastrákur og þoldi hvorki hvernig mamma tal- aði við hann né um hann við okkur systkinin. Hún hataði hann, kallaði hann fyllibyttu og ræfil, en hann lagði mér vitanlega aldrei illt orð til hennar. Ég skildi þetta ekki því mér þótti pabbi góður og hlakk- aði alltaf til þegar hann kom í land. Einkum man ég að mér sárnaði þegar mamma sagði að ég væri sami auminginn og pabbi.“ Mamma lamdi mig eins og harðfisk Þótt á ýmsu hafi gengið í sam- skiptum foreldranna man Guð- mundur ekki eftir að faðir hans hafi beitt hann ofbeldi. Hins veg- ar segir hann að móðir sín hafi oft lúbarið sig eins og harðfisk ef henni mislíkaði. „Eg man fyrst eftir að hún lamdi mig þegar ég var sex ára. Barsmíðunum linnti ekki fyrr en ég var svona tólf til þrettán ára og var farinn að geta tekið á móti. Mér fannst mamma afskaplega vond kona. Núna veit ég að hún hefur alla tíð átt við geðrænan vanda að stríða líkt og svo margir í fjöl- skyldu minni. Innst inni er hún góð manneskja og vitaskuld fannst mér hún stundum góð í gamla daga, þótt slæmu minn- ingarnar séu fyrirferðarmeiri.“ Af ýmsum frásögnum og minningabrotum móðursystkina sinna segir Guðmundur að smám saman hafi sér orðið Ijóst að móðir hans hafi sætt ofbeldi af hendi föður síns í æsku. „Við vorum bláfátæk, en mamma var hörkudugleg, vann í verksmiðju og þáði aldrei neitt af neinum. Hún var og er afar bitur kona. Ég hef lítið samband við hana núna, en finn ekki lengur fyrir reiði í hennar garð.“ Ofbeldið á heimilinu einskorð- aðist þó ekki við að móðirin gengi í skrokk á elsta syninum. Elsti sonurinn, þ.e. Guðmundur, lamdi systkini sín óspart. Hann segir að aldrei hafi hvarflað að sér að hann væri að gera eitt- hvað rangt. „Með þessu móti gat ég stjórnað þeim, þau voru hrædd við mig og hlýddu." Fannst ég aldrel geta lamið nóg Þrátt fyrir ógnina, sem yngri systur Guðmundar stóð af bróð- ur sínum, leitaði hún eitt sinn liðsinnis hans eftir að strákur í skólanum hafði ítrekað veist að henni með látum. „Eg sat fyrir strák og greip hann glóðvolgan. Ég man að ég lamdi og lamdi og kýldi og kýldi. Heiftin var þvílík að mér fannst ég aldrei geta lamið hann nóg. Ég gat ekki hætt. Mér er atvikið i fersku minni, því þegar ég beitti konuna mína ofbeldi síðast greip mig nákvæmlega sama tilfinning.“ Guðmundur segir að samband þeirra systkina hafi byggst á ást og hatri í senn. „Ég var upp- reisnarseggurinn, kjaftfor, lenti oft í áflogum, slunginn að finna upp á orðum til að særa aðra og mér var oftast refsað. Mamma batt miklar vonir og væntingar við elstu systur mína, sem átti að verða allt sem mamma varð ekki. Yngri systir mín var, eins og stundum er sagt, týnda barnið, sem synti í gegn- um lífið, sagði fátt og virtist kæra sig kollótta um ástandið á heimilinu. Litli bróðir minn var hins vegar dálætið og „krúttið'* í fjölskyldunni." Að sögn Guð- mundar hefur systkinum hans ekki gengið margt í haginn í líf- inu. Hann segir samband þeirra innbyrðis ekki náið, þau séu til- finningalega bæld og erfitt að komast að þeim. Fimmtán ára fluttist Guð- mundur suður og leigði til að byrja með hjá föður sínum, sem ineð drykkjuskap var á góðri leið með að leggja líf sitt, í rúst. Heimilisaðstæður voru fjarri því að vera til fyrirmyndar; drykkjufélagar föður hans tíðir gestir og oft upphófust slagsmál og læti. „Ég þurfti oft að skakka leikinn, en verst þótti mér þegar ég neyddist til að láta svipta föður minn sjálfræði. Hann lést úr dæmigerðum áfengissjúk- dómi aðeins 49 ára, einn og yfir- gefinn, í fátæklegri herbergisky- tru. Hann náði aldrei tökum á áfengissýkinni, þótt hann hefði oft farið á Bláa bandið og þreif- að fyrir sér innan AA-samtak- anna. Hann var „Iúser“. Guðmundur segist hafa orðið mjög undrandi þegar hann kom fyrst til Reykjavíkur og sá allar „mellurnar". „Ég hafði ýmsar ranghugmyndir frá móður minni. Hún sagði mér að allar konur, sem væru farðaðar, með lakkaðar neglur og þess háttar, væru mellur. Ég trúði henni en þorði ekki að spyrja neinn. Ég held að þetta sé lýsandi dæmi um biturð mömmu út í allt og alla.“ Hröð sigling í brennlvínið Til að byija með vegnaði Guðmundi bærilega í höfuð- borginni. Hann fór á sjóinn, síðan í sveit, lærði prentiðn, var sölumaður í þrjú ár og lausamaður í blaðamennsku í nokkur ár. Þegar hann kynntist eiginkonu sinni segist hann hafa skemmt sér mikið og verið á hraðri siglingu í brennivínið. „Afengi var mín lausn á ótta og kvíða, lélegu sjálfs- mati og feimni. Ég vissi að ég var ágætum gáfum gæddur, gæti lært og gert ýmislegt betur en ég gerði. Ég lærði bara aldrei neitt og gerði fátt af viti. Eftir að við giftum okkur, bæði rúm- lega tvítug, vildi konan að við hættum að skemmta okkur og lifðum rólegu heimilislífi. Slíkt fannst mér fráleitt. Á þessum árum vann ég mikið, drakk mik- ið, stofnaði fyrirtæki 1976, sem ég missti vegna óreglu fjórum árum síðar. Ári eftir að við giftum okkur var ég farinn að beita konuna ofbeldi, en passaði mig alltaf á að ekki sæi á henni. Ég var aðal- lega í því að taka lauslega muni og grýta þeim út um allt. Þegar elsta dóttir okkar var nokkurra mánaða, rústaði ég íbúðina al- gjörlega, en eyðilagði þó ekki hluti sem mér voru kærastir eins og hljómflutningstækin og fleira." Sjálfsvorkunn Þótt eiginkona Guðmundar liaf i sætt barsmíðum annað slagið um tæplega tveggja áratuga skeið varð framangreindur atburður til þess í annað skipti af tveimur að hún yfirgaf heim- ili þeirra. „Hún flúði með barnið til móður sinnar, en ég lá heima, vorkenndi sjálfum mér og vældi í henni að koma aftur heim.“ Áberandi einkenni þeirra sem beita ofbeldi segir Guðmundur einmitt vera sjálfsvorkunn, t.d. telja þeir sig ekki hafa fengið sömu tækifæri í lífinu og aðrir og fleira þessháttar.^ Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.