Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Lærð hegðun... Ennfremur hafi þeir tilhneig’ingu til að gera aðra ábyrga fyrir hegðun sinni. Framangreindri uppákomu segir Guðmundar að hafi loks lyktað með því að kon- an kom heim og tók íbúðina í gegn. Arin liðu, Guðmundur jók drykkjuna og áður en hann fór í áfengismeðferð var hann búinn að vera dagdrykkjumaður í 3-4 ár. „Lífið snerist bara um að vinna, drekka og sofa. Eg drakk í vinnunni en sjálfsvirðing mín fólst í að mæta alltaf í vinnuna. Yfirleitt var ég drukkinn þegar ég beitti ofbeldi. Dæmigert ferli var á þá leið að á fyrsta stigi var smá úlfúð milli okkar hjóna, á öðru stigi rifumst við og á þriðja stigi varð uppgjör, sem endaði með barsmíðum.“ Þótt Guðmundur segist ekki geta talað fyrir munn konu sinn- ar er hann viss um að hún hafi alltaf vitað að rifrildin enduðu með ofbeldi og líklega hafi henni verið farið að finnast sem þá væri málið afgreitt. „Ég túlk- aði viðbrögðin hins vegar þann- ig að sennilega vildi hún Iáta beija sig.“ Éftir áfengismeðferðina virt- ist ýmislegt færast í betra horf. Líkamlegu ofbeldi linnti um stundarsakir, en þó kveðst Guð- mundur hafa haldið áfram að vera ógnandi í framkomu ef eitt- hvað í fari eða hegðun eiginkon- unnar var honum ekki að skapi. „í meðferðinni fékk ég andlega vakningu, mér leið miklu betur og sótti síðan AA fundi reglu- lega. Þótt ég væri edrú fór smám saman að halla undan fæti og 1987 átti ég við alvarlegt þung- lyndi að stríða, sem varði í fimm ár með smáglennum á milli. Þá reyndi ég að gera eitthvað sem gaf pening, en það dugði ekki til og árið 1992 varð ég gjald- þrota. Ég var hjá geðlækni, sem prófaði hvert þunglyndislyfið af öðru án árangurs. Ekki fór að rofa til fyrr en ég var sendur í raflostsmeðferð á Borgarspíta- lanum. Á þessum tíma hóf ég aftur að láta hendur skipta þeg- ar upp úr sauð milli okkar hjóna, en ekki þó eins oft og áður.“ Áfengl ekkl lengur sökudólgurlnn Guðmundur telur raflosts- meðferðina hafa bjargað lífi sínu. Varðandi ofbeldið segist hann hafa verið kominn út í horn. Konan hafði farið í Alanon og lært sitthvað til að bregðast við aðstæðum og sjálfur hafði hann ekki áfengið sem sökudólg fyrir hegðun sinni. „Þegar allt fór úr böndunum síðast var ég algjörlega örvinglaður. Mér fannst illa komið fyrir mér en hafði litla samúð með konunni. Sektarkenndin var yfirþyrm- andi, en samt hugsaði ég bara um sjálfan mig.“ Guðmundur segist alltaf hafa elskað eiginkonu sína, en gagn- kvæm virðing hefði vitaskuld ekki ríkt í hjónabandinu. Að- dragandann að því að konan flúði í Kvennaathvarfið segir hann hafa verið Iítilíjörlegan ágreining í fyrstu. „Rifrildið magnaðist í nokkra daga þar til dætur okkar fóru líka að rífast og snerust gegn mér. Þá fannst mér mælirinn fullur, ég henti þeim út og hóf barsmíðar á kon- unni. Ólýsanleg heift greip mig, ég kýldi hana hvað eftir annað í magann, á höfuðið og þeytti henni og hrinti um íbúðina. Ég hef stundum velt fyrir mér hvað hefði gerst ef eitthvert vopn hefði verið við höndina." Eiginkonan og tvö barnanna voru sjö vikur í kvennaathvarf- inu. Skilnaður virtist óumflýjan- legur og Guðmundi var ljóst að konunni var fullkomin alvara. Þar sem hann hafði farið í áfengismeðferð datt honum í hug að kanna hvort ekki byðist meðferð fyrir karla, sem ættu við sams konar vanda að stríða og hann. „Ég spurðist víða fyr- ir, en enginn kannaðist við slíkt úrræði. Til að gera langa sögu stutta þá leiddu fyrirspurnir mínar mig loks á fund Gabríelu, sem samþykkti að taka mig í einstaklingsmeðferð." Þaulhugsaður verknaður Guðmundur telur meðferðina eitt sitt mesta gæfuspor í lífinu, því Gabríela hafi leitt sér eitt og annað fyrir sjónir, sem honum var framandi. „Eitt hið fyrsta sem hún upplýsti mig um var að ofbeldi mitt væri lærð hegðun en ekki stjómleysi. I fyrstu brást ég illa við þegar hún fullyrti að ofbeldi væriþaulhugsaður verknaður. Ég svaraði að bragði að ég hefði oft rifist við konuna mína án þess að beija hana. Garbríela sagði að vitaskuld hefði ég gert það, því ég hefði bara lamið hana þegar ég ætlaði mér það. Þar fór afsökunin um að missa stjórn á sér fyrir bí líkt og áfengið forðum." Að sögn Guðmundar var Gabríela ekki ýkja spennt fyrir að taka hann í meðferð. Þegar hún lét undan þrábeiðni hans tók hún skýrt fram að hann yrði bara tilraunadýr. „Fyrstu fjóra mánuðina ræddum við saman í tvo og hálfan tíma einu sinni í viku. Við fórum yfir ferl- ið og stöðuna sem upp var kom- in. Smám saman tókst henni að þoka sektarkennd minni til hlið- ar, bijóta niður vamarmúrana og höfða til skynseminnar.“ Þótt vantrúuð væri lét eigin- konan tilleiðast að gefa manni sínum enn eitt tækifærið og hefja sambúð að nýju. Hún vissi af meðferðinni en var hvorki sátt við hana né tilbúin að taka þátt í henni. „Við hjónin getum enn ekki rætt um það sem á undan er gengið. Þótt mót- sagnakennt sé þá vorum við föst í einkennilegu mynstri sem fólst í að okkur fór í rauninni ekki að líða vel fyrr en okkur fór að líða illa. Ég held að nokkuð sé til í því sem stundum er sagt að sá sem elst upp í ótta líður illa þegar honum er sýnd ást.“ Ekki hægt aö gleyma hegðun sem særir slöferöisvitundina í meðferðinni lærði Guðmund- ur m.a. að tileinka sér ákveðna hegðun til að vekja ekki ótta. í stað þess að alhæfa var honum bent á að segja fremur hvað sér fyndist. Einnig fékk hann ýmis ráð til að bregðast við áþekkum aðstæðum og áreiti, sem árum saman leiddu til þess að hann beitti hnúum og hnefum. „Ég hef þurft að horfast óvæg- inn í augu við sjálfan mig. Slík sjálfskoðun er afar erfið, en vel þess virði. Þótt ýmsir agnúar séu enn á hjónabandinu er ég von- góður um að tíminn vinni með okkur hjónum. Verst þykir mér að konan mín virðist halda að hægt sé að gleyma því liðna. Ég held að lausnin sé ekki fólgin í afneitun. Þrátt fyrir einlægan vilja gleymir maður aldrei því slæma eða óeðlilega sem gerst hefur í fortíðinni og særir sið- ferðisvitundina. Mín reynsla er sú að beri maður sig eftir hjálp er alls staðar hjálp að fá hversu ógnvænlegur og illviðráðanlegur sem vandinn virðist,“ segir Guð- mundur og bætir við að með við- talinu vilji hann miðla öðrum af reynslu sinni og hvetja þá, sem standi í svipuðum sporum og hann> gerði, til að leita sér aðstoðar. ■ Hagleikskona sem glæðir gamla hluti lífi í heimsókn á frumlegu og litríku heimili Rutar Bergsteinsdóttur, sem sagði Hrönn Marinós- dóttur að hún nýtti flest og fleygði nánast engu. flestir væru vafa- laust fyrir löngu búnir að henda á öskuhaugana. „Ég er mjög hirðusöm og reyni að endurnýta alla skapaða hluti. Tilgangur- Á HEIMILI hagleikskonunnar Rutar Bergsteinsdóttur ræður útsjónar- semi ríkjum ásamt einstakri sköp- unargleði. „Hér er líf í tuskunum“, segir Rut um leið og hún bendir blaðamanni á gluggatjöldin í stof- unni sem hún saumaði úr alls konar efnisbútum meðal annars brúðarkjól móður sinnar og gömlum grænum síðkjól sem hún átti sjálf. „Þráðurinn er það eina sem ég keypti en gardínurnar eru útskriftarverk- efni mitt úr handmenntadeild Kenn- araháskóla íslands 1993.“ Rut á heimili vestur í bæ ásamt éig- inmanni sínum Kristjáni Kristjáns- syni og börnunum, Rán níu ára, Steinunni tveggja ára og Andrési Lars eins árs. Greinilegt er af öllum innan- stokksmunum að húsmóðirin hefur einstakt lag á að gera fallegt í kring- um sig. Það sem einkennir heimilið er mikið af munum sem hún hefur sjálf hannað eða gefið nýtt hlutverk. Þannig endurnýtir hún meðal annars slitnar flíkur til að sauma dúka, teppi og púða en auk þess gerir hún upp gömul hús- gögn sem MYND af Þórunni sóða og fleirum úr fjölskyldunni. SAUMAVÉLIN sem varð að sjónvarps- borði. Hér til hliðar er lit- ríkur púði hannaður af Rut. inn er í raun tvíþættur, annars veg- ar sparnaður sem kemur til af illri nauðsyn en hins vegar fæ ég útrás fyrir ímyndunaraflið. Mér fínnst gaman þegar gömul hræ fá uppreisn æru. Fjölskyldan flutti fyrir um tveimur árum og með hjálp frænda Rutar, Baldvins Baldvinssonar, innanhúss- arkitekts tókst þeim að gerbreyta íbúðinni með litlum tilkostnaði. '.Veggirnir voru allir með hraunáferð en við pússuðum það burt, rifum niður skága og settum parkett á stofuna." íbúðin var síðan máluð í sterkum djúpum litum, grænum, gulum og vínrauðum en ekkert her- bergjanna er í sama lit. „Á baðher- bergið notuðum við afganginn af málningunni úr stofunni sem við þynntum út með vatni og þvoðum síðan veggina með svampi uppúr málningunni. Baðskáparnir eru mál- aðir í gylltum tónum með svokall- aðri „Croquelure" aðferð, þá eru notaðir tveir litir þar sem neðra lag- ið er látið skína í gegnum það efra.“ Á baðinu eru gamlar myndir úr Kolaportinu og ljósakróna sem ein- hver gestkomandi uppnefndi metn- aðarfullu ljósakrónuna. Helst hefði ég viljað rífa allt niður á baðinu og eldhúsinu en það verður að bíða betri tíma. “ Húsgögn úr ruslageymslum Hjónakornin hafa gert lítið af því upp á síðkastið að kaupa húsgögn í búið. „Vinir og vandamenn færa mér oft gamla hluti sem nýtast þeim ekki. Af víðavangi og úr rusla- geymslum fjölbýlishúsa hef ég einn- ig hirt ýmislegt svo sem stóla borð og skápa sem hafa komið að góðum notum eftir smávegis lagfæringar Hlutirnir okkar eiga sér því flestir langa og litríka sögu.“ Máli sínu til stuðnings bendir Rut á ýmsa muni. „Þennan stól fann ég út á götu“ segir hún og sýnir mér fallegan borðstofustól sem hún ætlar bráðlega að klæða með gömlum hlé- barðabuxum frá skvísutímabili sínu. „Þessi skápur" segir Rut „er ekki kinverskur þó hann líti út fyrir að vera það heldur venjulegur íslenskur fataskápur. Enginn kærði sig um hann svo ég málaði hann bara svona fallega. Ég er ekki að sækjast eftir eldgömlu antiki en mér finnst mun skemmtilegra ef hlutirnir eiga sér einhverja fortíð." „Sjónvarpsborðið, eldhússkápinn og náttborðið okkar fann ég fyrir mörg- um árum í landi Vatnsenda en þar lék ég mér gjarnan í gamla daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.