Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA rgwttlilaíi í 1996 M FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST FIMLEIKA- ÞJÁLFARAR Oskum eftir reyndum þjálfurum í gróskumikið starf. Góð laun í boði. Allar upplýsingar veittar í síma 567 1742 á kvöldin Fimleikadeild Fylkis BLAÐ OLYMPIUHOPUR ISLANDS I ATLANTA Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsta opinbera móttakan FORSETI íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson bauð ólympíullðl íslands að Bessastöðum í gær og var þetta fyrsta opinbera móttaka forsetans. Hann þakkaði íþróttafólklnu góðan árangur en á myndinnl ræðir hann vlð tugþrautarmanninn Jón Arnar Magnússon. Hulda Inglbjörg Skúladóttlr, unnusta Jóns Arnars, er á mllll þelrra. KR-ingar eiga góða möguleika KR-INGAR eiga góða mögu- leika á að komast áfram í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu eftir að hafa gert 2:2 jafntefii við MPCC Mozyr í Mozyr í Hvíta-Rúss- landi í fyrri leik liðanna í gærkvöldi. Heimamenn, sem eru í öðru sæti í 1. deild, þóttu mun sigurstranglegri en jafntefli og tvö mörk á útivelli geta reynst KR-ing- um dýrmæt, þegar liðin mæt- ast aftur á Laugardals velli 21. ágúst. Hvorki náðist samband við KR-inga né aðra sem gætu veitt upplýsingar um leikinn en samkvæmt Reuter-frétta- stofunni var markalaust í hálfleik og áhorfendur 7.000. GOLF/PGA Veðrið setti strik í reikninginn að var sannarlega viðburðaríkur dagur á Valhalla-golfvellinum í Louisville í Bandaríkjunum í gær, á fyrsta degi PGA mótisns. Hætta þurfti keppni þá hún hæst stóð vegna veðurs, tveir kylfingar fóru holu í höggi og tveir kylfusveinar voru reknir úr stuttbuxunum og í viðeigandi klæðnað. Veðr- ið setti strik í reikninginn því þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í þtjú að staðartíma (18.45 að íslenskum tíma) var keppendum og áhorfendum skipað að yfirgefa völlinn vegna yfirvofandi eldinga og úrhellis. Margir keppendur höfðu lokið leik og var meistarinn frá því í fyrra, Steve Elkington frá Ástralíu með forystu, lék á 67 höggum, fimm undir pari vallarins. Mark Brooks var höggi á eft- ir, einu höggi á undan Nick Faldo, David Edwards og John Cook. Faldo stefnir ótrauð- ur að sigri enda ætlar hann sér að sigra á öllum „stóru“ mótunum. Elkington lék jafnt og vel í gær, fékk sex fugla og aðeins einn skolla. Faldo fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum og hélt sér þar með alveg við toppinn. „Þetta var skemmtilegur hringur. Flatirnar héldu vel og galdurinn er að halda sig frá „röffinu" því það er erfitt,“ sagði Faldo, en „röffið“ er gríðarlega erfitt og þungt. Brooks fannst hins vegar ekkert erfitt að leika fyrri níu holurnar. „Ég lenti reyndar í því að fá skolla á báðar par fimm holurnar, enda upphafshöggin léleg hjá mér á þeim. En síðan hrukku járnin í gang og þá var þetta komið,“ sagði Brooks. Tveir kylfingar fóru holu í höggi í gær, báðir á þriðju holu sem er 185 metra löng. Steve Lowery notaði járnkylfu númer fimm til verksins og George Bowman endurtók leik- inn skömmu síðar. Atli frá Leiftri til Bandaríkjanna ATLI Knútsson, markvörður Leifturs, fer til Bandaríkjanna á sunnudag þar sem hann kem- ur til með að leika með liði Duke háskólans í Durham í Norður- Karólínuríki. Hann hyggur á nám í læknis- fræði við skólann en byrjar í liffræði og fékk fullan styrk til námsins frá skólanum. Til stóð að hann færi síðar í mánuðinum með há- skólakeppnina i huga. Það breyttist fyrir tveimur vikum þegar Atli fótbrotnaði á æf- ingu o g var þá óskað eftir því að hann kæmi strax svo hann fengi bestu mögulega meðhöndlun, en læknaskólinn þykir einn sá besti sinnar tegundar í Bandaríkj- unum. Kjartan á förum frá Breiðabliki KJARTAN Antonsson, varnarmaður hjá Breiðabliki, missir af síðustu leikjum liðsins í 1. deildinni og svo getur farið að útileikurinn gegn ÍBV á sunnudag verði síðasti leikur hans á tímabilinu. Kjartan fékk styrk til að læra hagfræði við James Madison háskólann í Was- hington í Bandaríkjunum auk þess sem hann kemur til með að leika með knattspyrnuliði skólans en það fer í æfingabúðir 15. ágúst og var hann beðinn að vera kominn fyrir þann tíma. Kjartan sagði við Morgunblaðið í gær að ekki væri frágengið hvenær hann færi í næstu viku og sá möguleiki væri fyrir hendi að hann næði að spila á móti KR um aðra helgi en einn- ig væri verið að kanna hvort hann gæti komið heim í leik Breiðabliks á móti Skagamönnum um inánaðamótin. Kylfusveinar reknir í síðbuxur í GÆR gófst PGA-golfmótið í miklum Iiita og raka í Louisville í Bandaríkjunum. Kylfusveinar Tom Lehmans, meistara á Opna breska meist- aramótinu, og Steve Jones, meistara á Opna bandaríska mótinu, mættu til leiks í stuttbuxum en þegar á annarri holu skipuðu starfsmenn þeim að fara í síðbuxur. Þeir voru greinilega viðbúnir og skiptu um buxur á staðnum fyrir framan 50 áhorfendur. Nick Faldo var ræstur út með fyrrnefndum kylfingum og dró Fanny Sunesson kylfupokann fyrir hann á stuttbuxum. Það var látið átölulaust enda mega konur vera þannig klæddar samkvæmt reglum en karlar verða að vera í síðbuxum. KIMATTSPYRIMA: VALUR OG BREIÐABLIK í BIKARÚRSLIT KVENIMA / C2, C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.