Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRIMA FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 C 3 Morgunblaðið/Ásdís idanúrslitum bikarkeppninnar og óttur og Heiðu Sigurbergsdóttur. nefstir uráKA arsson ætlaði að senda til markvarðar síns en ekki tókst betur til en svo að hann skoraði sjálfsmark. Á 54. mínútu gerði svo Steinar Guðgeirsson út um leikinn þegar hann skaut góðu skoti rétt utan teigs, knötturinn fór í varnar- mann KA, breytti um stefnu og Egg- ert í marki KA kom engum vörnum við. Eftir markið dofnaði yfir leiknum og fátt um góð færi en þau sem sköpuð- ust féllu í skaut KA. Leikurinn var fjörlegur í fyrri hálf- leik og bauð uppá mörg færi. Sóknir liðanna voru nokkuð beittar, en vam- irnar voru á hinn bóginn slakar og oft á tíðum galopnar. Eins og áður sagði var sigur Fram í stærra lagi miðað við gang leiksins en verður þó að teljast sanngjarn, gestirnir nýttu betur færin sín og það skóp sigur þeirra. illhættu renndi boltanum framhjá títt nefndum Guðmundi í marki Breiðhyltinga. Næstu tuttugu mínúturnar voru tíð- indalitlar, en FH-ingar voru líklegri að bæta við heldur en Leiknismenn að jafna leikinn. Það gekk að lokum eftir, en Guðlaugur Baldursson sendi boltann fyrir mark Leiknis og þar var Guð- mundur V. Sigurðsson mættur og skor- aði með viðstöðulausu skoti. Leiknismenn hresstust við eftir ann- að mark FH-inga og minnkuðu muninn þegar fjórar mínútur voru eftir af leikn- um. Vignir Þór Sverrisson skoraði mark Leiknis með góðu langskoti í hægra markhornið. Breiðhyltingar gerðu sig líklega til að jafna leikinn, en tíminn var einfaldlega of naumur og lauk leiknum því með sigri FH. Valur í úrslit eftir framlengingu Hve langur tími? BIKARLEIK kvennaliða Stjörnunnar og Vals í Garðabænum í gærkvöldi varð að framlengja þar sem úrslit réðust ekki á niutíu minútum. Að þeim mínútum Uðnum varð rekistefna þar sem hvorki dómari, aðstoðardómarar né eftirUtsdómari voru með á hreinu hvort framlenging skyldi vera 2x10 eða 2x15 mínútur. Eftir spjall við áhorfendur og knattspymuspekinga urðu menn sáttir um að spila skyldi 2x15 minútur. Leikurinn hófstá ný en þegar talsvert var liðið á framlenginguna fannst plagg sem sagði að leiknar skyldu 2x10 mínútur. Fyrri hluti framlengingar lauk þegar vallarklukka sýndi 12 mínútur og 43 sekúndur en sá síðari 11 minútur og 11 sekúndur. Tekið skal fram að tafir voru ekki miklar á þessum tíma. BORIST var á banaspjótum í Garðabænum í gærkvöldi þeg- ar Stjörnustúlkur fengu stöllur sínar úr Val í heimsókn í undan- úrslitum bikarkeppninnar. Bar- áttan var í fyrirrúmi í oft skemmtilega spiluðum leik en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslitin og þar hafði Valur beturmeð 1:0sigri. Leikurinn bar frá upphafi keim af bikarkeppni þar sem boðið var uppá baráttu, oft skemmtilegt spil og fjölda mis- Stefan taka. Gestirnir byij- Stefánsson uðu með látum og sknfar fengu nokkur ágæt færi en voru of lengi að gaufa með boltann fyrir framan markið og það sem rataði á markið varði Hanna Kjartansdóttir. En heimastúlkur náðu fljótlega áttum og áttu sín færi. Það besta í leiknum þegar Elfa Björk Erlingsdóttir, íjór- tán ára efnileg stúlka, skaut að marki og Birna María Björnsdóttir markvörður hélt ekki boltanum, sem rann fyrir markið en Lovísa Sigur- jónsdóttir skaut yfir þegar auðveld- ara hefði verið að skora en ekki. Eftir hlé fór atgangurinn úr fyrri hálfleik að taka sinn toll og þreyta færðist yfir flesta leikmenn. Ungu stúlkurnar úr Garðabænum virtust eiga meira eftir og þyngdist sókn þeirra þegar á leið en færin létu á sér standa og framlengja varð leik- inn. Á sjöundu mínútu framlenging- ar átti Kristbjörg H. Ingadóttir úr Val góðan sprett og skoraði með góðu skoti. Leikmenn gáfu allt sem þeir áttu en úrslit voru ráðin. Stjörnustúlkurnar voru ungar og sprækar. „Ég er sátt við okkar leik, sem var einn sá besti í sumar. Við lögðum allt í leikinn en þetta var orðið erfitt í framlengingunni,“ sagði Auður Skúladóttir varnaijaxl og fyrirliði Stjörnunnar eftir leikinn en hún átti góðan leik ásamt Hönnu í markinu, Rósu Dögg Jónsdóttur, Guðnýju Guðnadóttur og Lovísu. Valsstúlkur fór að skorta þrek þegar á leið en liðið er reynslumik- ið og það telur dijúgt í bikarleik. „Við börðumst og spiluðum vel enda er Valur bikarlið og nú stefnum við alla leið. Ég bjóst við fá Breiðablik í úrslitum og við komum bijálaðar til úrslitaleiksins," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir, sem átti mjög góðan leik. Guðrún Sæmundsdóttir, Soffía Ámundadóttir, Ásgerður H. Ingi- bergsdóttir og Bergþóra Laxdal voru einnig góðar. „Við erum heitir“ Ifið erum heitir og ætlum að ■■ halda okkur í toppbarátt- unni,“ sagði Olafur Jóhannesson, þjálfari Skaliagríms, sigri hrósandi eftir öruggan sigur Skallagríms á bitlausum Víking- Eyjólfur T. ™ í gærkvöldi. Geirsson Fyrri hálfleikur skrifar frá var mjög daufur og Borgarnesi þau þ^ £ærj gem litu dagsins ljós voru öll heima- manna en Stefán Arnarson, mark- vörður Víkings, kom í veg fyrir að heimamenn næðu forystunni. Jafnræði var með liðunum í byrjun síðari hálfleiks en smám saman náðu heimamenn undirtök- unum. Á 73. mínútu var Kristján Georgsson felldur innan vítateigs og Valdimar Sigurðsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Skömmu síðar átti Hilmar Hákon- arson góða fyrirgjöf að marki Vík- inga, Sigurður Már Harðarson átti skot í stöng, fékk boltann aftur og negldi knettinum í netið af stuttu færi. Fjórum mínútum síðar lék Valdimar á nokkra Víkinga innan þeirra eigin vítateigs og renndi knettinum í markið og skoraði þar með sitt annað mark í leiknum. Stefán Arnarson var yfirburða- maður hjá Víkingum, sem áttu varla eitt einasta færi í leiknum, og bjargaði þeim frá enn stærra tapi en ljóst er að þeirra bíður erfitt verkefni á næstunni að forð- ast fall í 3. deild. Skallagrímsmenn voru seinir í gang en voru öryggið uppmálað eftir að þeir skoruðu fyrsta markið. Vörnin var sterk í þessum leik eins og jafnan áður en hefur liðið aðeins fengið á sig sjö mörk eftir ellefu umferðir. Golfklúbburinn Flúðir Opna Límtrésmótið Flúðum Sunnudaginn 11. ágúst 18 holu höggleikur með og án forgjafar karlar/konur ATH. Sér kvennafiokkur Aukaverðlaun: Fyrir næst holu á ÖLLUM PAR 3 BRAUTUM O.FL. Rástímar: g.oo til ii.oo og 13.00 til 15.00 Skráning ÍTP486 6509. OfeflO/ BYKO w MEIJSTARASAMBAND HUSASMIÐA verður haldið á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, sunnudaginn 11. ágúst. Vegleg verðlaun, bæði með og án forgjafar, auk annarra verðlauna. Skráning á Kiðjabergi í síma 486 4495 kl. 16-20 fimmtudag og föstudag og frá kl. 10-20 á laugardag. Komið og spilið á hinum stórglæsilega Kiðjabergsvelli. Allir kylfingar velkomnir. BYKO - MÓTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.