Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 ÞAÐ rignir. Ekki mikið, en þó nægilega til að unga sumarfólkið hjá Kirkju- görðum Reykjavíkur er lengi að tygja sig í gallann eftir morgunkaffið, enda um að gera að dúða sig vel. Ekki er heldur úr vegi að stytta tímann fram að mat og reyna að láta hann líða sem hraðast. Á rigningardögum má sjá ung- mennin dragast eins og segulnagla að kaffistofunni skömmu áður en eiginlegur kaffi- eða matartími hefst, enda eru flokksstjóramir skilningsríkir þegar þannig stendur á. Á sólríkum degi er allt öðru vísi umhorfs. Þá er löngunin til að borða innanhúss ekki eins mikil því menn vilja njóta veðurblíðunnar og þá má sjá starfsmenn sitjandi í hópum eða fiatmagandi í sólinni. í felulitunum Það fer líka eftir veðri hversu mikið menn verða varir við starfs- menn kirkjugarðanna á sumrin. Þegar blaðamaður ráfaði um Foss- vogsgarðinn í síðustu viku virtist í fljótu bragði ekki vera nokkurn mann að finna, en þegar betur var að gáð mátti sjá ólífugræna galla á milli tijánna, sem nánast samlög- uðust gróðrinum vegna litarins. „Á svona dögum bíður maður bara eft- ir kaffi- og matartímum," sögðu þær Unnur Þóra Högnadóttir 17 ára sem er að vinna hjá Kirkjugörð- unum í fyrsta sinn og Unnur Dóra Einarsdóttir tvítugur flokksstjóri. Þær sögðu dagana þó yfirleitt vera fijóta að líða og væri maður klædd- ur eftir veðri kæmi rigningin svo sem ekki að sök. Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa alla tíð verið eftirsóttur vinnustaður sumarfólks. Á árum áður voru það launin sem löðuðu að en hvað skyldi það vera nú? Af hveiju sóttu þær nöfnur um starf þama? „Ég veit það ekki,“ svaraði Unnur Dóra. „Ætli það hafi ekki verið vegna þess góða orðspors sem hefur alltaf farið af vinnustaðnum, þ.e. að launin væru góð og „mórallinn" líka.“ „Jú, ég hugsa að það hafi líka verið svoleiðis hjá mér,“ sagði Unnur Þóra og bætir við að hún hafí ekki verið ráðin í gegnum klíku, en slíkt hefur um áratugi verið orðað við Kirkjugarðana. Þórsteinn Ragnarsson, sem tók við starfí forstjóra um áramótin 1994-95, segir að eftirspum í sum- arvinnu sé gífurlega mikil. Sér þyki ekki ólíklegt að þeim sem er hafnað finnist að aðrir hafi fengið vinnu í gegnum klíkuskap. „160 sumar- menn vinna hér og af þeim fjölda var aðeins um að ræða 40 nýja starfsmenn að þessu sinni. Hinir höfðu allir unnið hér áður. Umsókn- imar voru rúmlega fimm hundruð." Góð laun eða léleg? Þegar fleiri starfsmenn voru spurðir hvers vegna Kirkjugarðarnir urðu fyrir valinu vom svörin flest á sama veg; vegna launanna. „Ég hélt þó að launin væm miklu betri en þau em,“ sagði samt einn von- svikinn. „Við fáum 50 krónum meira á tímann en krakkarnir í bæjarvinn- unni. Það er nú allt og surnt," bætti annar við. „Það er líka fínt að vinna úti, en ' EDDA Guðrún Valdemarsdóttir: Fuglalífið er fjölbreytt í garðinum. LÍFIÐ í KIRKJU- GÖRÐUNUM Oft er sagt um íslendinga að þeir séu þungír í skapi og telja margir að það megi rekja til veðráttunnar. Hildur Friðriksdóttir komst að því rígningardag nokkum í júlí að unga fólkið sem starfar í Kirkjugörðum Reykj avíkurprófastsdæma býr yfir björtu brosi og mikilli glaðværð. ÞAÐ er eins gott að dúða sig vel þegar rignir og ... jafnvel vera lengi að koma sér af stað! að vísu ekki í svona veðri," sagði sá þriðji. „Og svo er mórallinn góður héma,“ sagði einhver og það gátu þau þó flest verið sammála um. Morgunblaðsmenn náðu að draga þijú ungmenni úr kaffipásu og fyrir vikið gátu þau setið örlítið lengur innivið en hinir. Þetta er fyrsta sum- ar Freys Karlssonar 17 ára hjá Kirkjugörðunum en áður vann hann í unglinga- og bæjarvinnu. María Norðdahl 19 ára hefur meiri reynslu því þetta er fjórða sumar hennar en þegar hún hóf störf var aldurstak- markið 15 ára. Edda Guðrún Valde- marsdóttir, sem er tæplega 18 ára, vann einnig hér í fyrrasumar. „Það er bara gott að vinna hér og andinn er góður,“ sögðu þau og Freyr bætti við að aðstaðan væri betri en í bæjar- vinnunni. Þau tóku einnig fram að þægilegt væri að vinna nálægt heimilinu og bera það saman við unglingavinnuna þar sem oft þurfti að fara í vinnu á milli hverfa. „Aginn er líka meiri og ef við vinnum vel fáum við pásu. Það er ekki síst gott í lok dagsins," bættu þau við. ÖÐRU máli gegnir þegar gott er veður, þá eru menn til í að sprella og gantast. Tveir nýir kirkju- g-arðar í undirbúningi FJÓRIR kirkjugarðar eru í umsjá Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma (KGRP), þ.e. í Fossvogi, Graf- arvogi, við Suðurgötu og í Viðey. Samtals spanna svæðin öll um 63 hektara, sem 160 sumarstarfsmenn sjá um auk 26 fastra starfsmanna. Þegar mest var voru rúmlega 200 sumarmenn starfandi við Kirkju- garða Reykjavíkur og hefur þeim því fækkað allnokkuð. „Nauðsynlegt hefur reynst að draga úr kostnaði og ráðningum, þrátt fyrir að garð- amir séu sífellt að stækka, þar sem tekjur garðanna hafa rýrnað um tæplega 50% á síðastliðnum sjö árum. Þar vegur þyngst 20% lækkun kirkjugarðsgjalds og afnám gamla aðstöðugjaldsins,“ sagði Þórsteinn Ragnarsson forstjóri í samtali við Morgunblaðið. Kirkjugarðsgjaldi er ætlað að standa undir launum starfs- fólks, umhirðu garðanna auk skipu- lagningar og hönnunar nýrra kirkju- garða. „Vandséð er hvernig hægt verður að sinna lögbundnum verk- efnum í görðunum á komandi árum,“ sagði Þórsteinn og kvað hina miklu tekjuskerðingu valda kirkjugarða- stjórnum um allt land miklum áhyggjum. Tveir nýir kirkjugarðar á höfuð- borgarsvæðinu eru á teikniborðinu; 12 ha garður í Leirdal í Kópavogi, sem reiknað er með að tekinn verði í notkun í árið 2000-2001 og 19 ha garður í Stekkjarbrekkum við Vest- urlandsveg skammt frá Korpu. Gert er ráð fyrir að byijað verði að jarð- setja í hann í kringum 2010-2015. Duftgarðar verða í báðum görðun- um. Engar breytingar Þórsteinn segir að reglur um frá- gang leiða og stærð þeirra hafi ekki breyst í áratugi og engar slíkar breytingar standi fyrir dyrum. Hins vegar setur hver kirkjugarður fyrir sig eigin reglur varðandi stærð leg- steina og þvíumlíkt. Þórsteinn hefur ekki áhyggjur af því að kirkjugarðar séu að teygja um of úr sér í umhverfinu og telur að umfang hvers leiðis hér á landi sé svipað og á hinum Norðurlöndun- um. „Það má kannski segja að okkar garðar séu umfangsmeiri mið- að við mannfjölda því líkbrennsla hér er að- eins 10,2% en til dæmis í Danmörku og Svíþjóð 65-70%, í Noregi 30% og Finnlandi 19%. í Þýskalandi er lík- brennsla 36% en í Frakklandi er samsvar- andi tala 11%, en mun minna er um líkbrennslu í kaþólskum löndum. í Japan er líkbrennsla hvað algengust eða 99% á móti 1% greftrunar." Hann bætir við að til fróðleiks megi segja frá því að í 1 ha í duft- garði komist 8.616 duftker og sé kostnaður 1.764 kr. á hvert ker. í 1 ha hefð- bundins grafreits kom- ist 1.220 grafir og sé heildarkostnaður á hveija gröf 16.184 kr. eða sjöfalt meira. Hann tekur hins vegar fram að kostnaður aðstand- enda sé hinn sami hvort sem um bálför eða útför sé að ræða. Áftur á móti sé það hagræðing fyrir kirkjugarðana og sveitarfélögin að lík- brennsla aukist, því sveitarfélögum beri að skila kirkjugörðum í réttri hæð og með ákveðnu moldarlagi. Síðan taka kirkjugarðar við og teikna og hanna garðinn, sjá um stígagerð, gróður- setningu, bílastæði og fleira. Vökumenn garðanna Þess má geta að þeir sem fyrstir Þórsteinn Ragnarsson I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.