Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 B 3 Morgunblaðið/Þorkell FREYR Karlsson: Aðstaðan er betri hér en í unglingavinnunni. MARÍA Norðdahl (t.h.): Mórallinn er góður hérna. Með henni á myndinni er Þóra Kristín Bjarnadóttir. Þau tóku þó fram að vinnudagur- inn væri mun skemmtilegri þegar veðrið væri gott. „Skapið er mun betra í sól, en maður verður kannski svolítið latari og spjallar meira,“ sagði María og leit sposk til hinna. - Er aginn þá kannski ekki svo mikill þegar allt kemur til alls? „Jú, jú, en manni er umbunað þegar maður hefur unnið vel,“ sögðu þau og voru nú fljót til svars. - Er eitthvað öðru vísi að vinna í kirkjugarði en í almenningsgarði? „Nei, örugglega ekki, þetta eru bara hreinsunarstörf." „Það fer um suma þegar maður segist vera að vinna í kirkjugarði, en það er ekkert skrítið að vinna innan um leiði," sagði María. „Það er í raun gott að vinna hér, því lognið er yfirleitt mikið, og fugla- lífið fjölbreytt," sagði Edda Guðrún. I nálægð dauðans Þau segjast þó ekkert leiða hug- ann að dauðanum þó vinna þeirra felist að miklu leyti í að hlú að leið- um. „Við förum einu sinni á sumri í útfararstofnunina. Þar fáum við að sjá kirkjuna, kapelluna og einnig lík og líbrennsluofninn,“ sagði Mar- ía, sem kvaðst ekki hafa viljað horfa á lík fyrstu tvö sumurin. Aðspurð hvernig þeim varð við að sjá látna manneskju sögðu þau það ekki hafa verið slæma reynslu. „Það var alls ekkert óhuggulegt," undirstrikaði Edda Guðrún og að þeim töluðu orð- um kvaddi blaðamaður og hélt út í rigninguna. í GÓÐU veðri er gott að vinna í hópum. eru lagðir til hinstu hvílu í hverjum kirkjugarði eru kallaðir vökumenn. Var trú manna að líkami þeirra rotn- aði ekki og að hlutverk þeirra væri að fylgjast með eða vaka yfir öllum þeim sem á eftir kæmu. Vökumaður í kirkjugarðinum við Suðurgötu er Guðrún Oddsdóttir, sem lést 1838. Hún var kona Þórðar Sveinbjörns- sonar háyfirdómara. Suðurgötu- garðurinn er fullgrafinn að undanskildum frá- teknum leiðum. Hins veg- ar segir Þórsteinn að allt- af sé hægt að koma því við að bæta við duftkerj- um í fjölskyldugrafreit- ——— um óski fólk þess. Fossvogskirkju- garður er á sama hátt fullgrafinn en þar er vökumaður Gunnar Hin- riksson vefari, sem lést 1932 og í Gufuneskirkjugarði er Friðfinnur Ólafsson forstjóri vökumaður, en hann lést árið 1980. Hefur Gufunes- kirkjugarður alfarið tekið við sem kirkjugarður fyrir nýja grafreiti. Tekjur hafa rýrnað um tæplega 50% á sl. sjö árum EHSNAMIÐLONIN ).f Áhyrf! þjóuusla í árnluai Sími 588 9090 - Fax 588 9095 Síðumúli 21. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. OPIÐ HÚS Fallegt einbýlishús á tveimur hæðum u.þ.b. 145 fm auk 32 fm btlskúrs. Parket og góðar inn- réttingar. Góð staðsetning. Jón og Kristín ætla að hella upp á og vera með léttar kaffiveitingar og sýningu á húsinu á milli kl. 9 og 13 í dag sunnudag.6231. Þórsteinn segir að margir njóti þess að að ganga um kirkjugarða sér til ánægju, enda sé þar mikið samspil gróðurs og dýralífs. Hann nefnir sérstaklega kirkjugarðinn við Suðurgötu og hefur eftir Birni Th. Björnssyni í bókinni Minningamörk í Hólavallagarði, að sá garður sé nánast listaverkasafn. Hann tekur einnig fram að gatnamálastjóri --------- hafi látið útbúa nýjan göngustíg fyrir neðan Fossvogskirkj ugarð vegna óánægju með þann fyrri, sem lagður var í gegnum sjálfan garðinn. A nýja göngu- stígnum er ætlast til að hjólreiða- menn og þeir sem eru með hunda í bandi fari um. „En það er alls ekki amast við gangandi fólki um garðinn," sagði hann og benti á að langflestir gerðu sér grein fyrir að kirkjugarður væri helgur reitur þar sem bæri að fara um með virð- ingu og ró. FULLBUNAR IBUÐIR á frábæru verði Eigum nú þegar tilbúnar til afhendingar nokkrar full- búnar 2ja og 3ja herbergja íbúðir á besta stað í Hafnarfirði, v/Suðurbæjarlaugina. Sumar þessar íbúðir henta sérlega vel fyrir eldri borgara. Lóð og aðkoma fullfrágengin. Sjón er sögu ríkari. Frábært verð og greiðslukjör. Allar frekari upplýsingar í simum 565 5261, 565 0644, 896 8333 og fax 555 4559. Sigurður & Júlíus ehf. • Reykjavíkurvegi 60 • Hafnarfirði Námið er 260 kennslustunda skipulagt starfsnám og er sérhannað með þarfir atvinnulífsins í huga. Nemendur útskrifast sem tölvu- og rekstrartæknar að námi loknu. Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun, bókhaldi, tölvubókhaldi og rekstri. Námið hentar þeim sem vilja : | Styrkja stoðu sína á vinnumarkaðinum Q Annast bókhald fyrirtækja e Öðlast hagnýta tölvuþekkingu O Auka sérþekkingu sína e Starfa sjálfstætt Umsagnir nemenda um námið: „ Var byrjandi á tölvur, vinn nú í tölvuumhverfi“ „Frábært nám og frábær kennsla“ „ Tölvu- og rekstrarnámid gerði mér kleift að skipta um starf“ „Ég sýndi lokaverkefnið mitt í viðtalinu og fékk vinnuna“ „Sé um bókhald í fyrirtækinu, gat það ekki áður“ Boðið er upp á morgun- og kvöldtíma. Sveigjanleg greiðslukjör. Upplýsingar og innritun eru hjá: Rafiðnaðarskúlinn VIOSKIPIASKÓUNN Sími 568 5010 Sími 562 4162

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.