Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 B 13 ATVIN N MMAUGL YSINGA R Skrifstofustarf Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi óskar eftir að ráða starfsmann til þess að annast endur- skoðun einstaklingsframtala. Nánari upplýsingar veittar í síma 565 3588. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist til Skattstofu Reykjanesumdæmis, Suðurgötu 14, 220 Hafnarfirði, fyrir 26. ágúst nk. ALÞI N G I Tölvunarfræðingur Óskað er eftir starfsmanni í fullt starf í tölvu deild skrifstofu Alþingis. Verksvið er umsjón með tölvum og tölvu- neti: Uppsetning og rekstur vélbúnaðar og stýrikerfa, samskiptakerfa og hugbúnaðar- pakka, afritstökur o.fl. sem fylgir daglegri umsjón. Haefniskröfur eru tölvunarfræðimenntun frá TVÍ, HÍ eða sambærilegt nám og reynsla við tölvunetrekstur. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri tölvu- deildar í síma 563 0651. Umsóknir skulu berast skrifstofu Alþingis, Austurstræti 14, 150 Reykjavík, fyrir 17. ágúst nk. VEGAGERÐIN REKSTRARSTIÓRI STRANDASÝSLA Staða rekstrarstjóra þjónustusvæðis Vegagerðarinnar í Strandasýslu með aðsetur á Hólmavik er laus til umsóknar. Starfssvið • Veitir áhaldahúsi forstöðu og rekstrarlega ábyrgð. Umsjón með starfsmönnum og verkefnum sem þar eru unnin. • Áætlanagerð og stjórnun viðhaldsverkefna, snjómoksturs o.fl. sem tilheyrir þjónustusvæðinu. • Samskipti og samningagerð við verktaka. • Upplýsingaþjónusta um færð á vegum o.fl. Menntunar- og hæfniskröfur • Iðnmenntun, stúdentspróf eða sambærileg menntun eða mikil reynsla af sambærilegum störfum. • Tölvukunnátta. • Stjórnunarreynsla og samskiptahæfni. Nánari upplýsingar veitir Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar: “Vegagerðin - Strandasýsla”fyrir 16. ágúst nk. Ath. Hægt er að fá send umsóknareyðublöð. RÁÐGARÐURhf SITÓRNUNARCXSREKSIRARRÁEXGjCf Furugarðl S 108 Rayk|a«ik Siml 533 1800 F«» 833 1808 Natlangi rgmldlunOtraknat.il Halmaafðat http://www.traktiat.la/radaardur aojmcmía Sölumaður lagermaður Ellingsen óskar að ráða áhugasaman og dríf- andi sölumann til framtíðarstarfa í verslun. Einnig vantar hörkuduglegan lagermann. Æskilegt að væntaniegir starfsmenn séu kunnugir útgerðarvörum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Guðna Jónssonar og skal umsóknum skilað á sama stað fyrir 17. ágúst. GUÐNljQNSSON RÁDGJÖF & RÁDNINGARMÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 ísafjarðarbær Staða forstöðumanns Hlífar er laus til um- sóknar. Hlíf er ein af fjórum öldrunarstofnun- um ísafjarðarbæjar. Á Hlíf eru 72 íbúðir. Þar er einnig starfrækt þjónustudeild, dagdeild, vinnustofa auk margvíslegrar þjónustu fyrir aldraða. Hér er um að ræða áhugavert og krefjandi starf. Leitað er eftir umsóknum frá einstakl- ingum sem hafa áhuga. á öldrunarþjónustu, metnað í starfi og eru tilbúnir til að takast á við krefjandi störf. Umsækjendur skulu hafa menntun á sviði heilbrigðis- eða félagsmála. Reynsla í stjórn- un og rekstri nauðsynleg svo og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 2. september nk. Umsóknir sendist undirrituðum á Bæjarskrif- stofu ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 ísafjörður. Upplýsingar um starfið veitir formaður fé- lagsmálanefndar, Karitas Pálsdóttir, í síma 456 3190 og Jón Tynes, félagsmálastjóri, í síma 456 3722. Félagsmálastjórinn í ísafjarðarbæ. Grunnskóli Siglufjarðar Kennara vantar í almenna kennslu, sér- kennslu og samfélagsfræði. í flestum árgöngum skólans eru tvær bekkj- ardeildir af þægilegri stærð. Mikil áhersla er lögð á stuðningskennslu. Stefnt er að eflingu skólastarfs á næstu árum og gangi áform um yfirtöku bæjarins á rekstri hans eftir, ætlar skólanefnd að hafa náið samráð við kennara við mótun skólastarfs. Unnið er að endurbyggingu skólahúsnæðis. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 467 1184 og bæjarstjóri í síma 467 1700. Umsóknir skulu berast Bæjarskrifstofu Siglu- fjarðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði, bréfsími 467 1589. Tölvupóstfang: Siglufjordur@centrum.is. Siglufjörður er f fallegu umhverfi og samgöngur við bæinn góð- ar. Tómstundastarf og félagslíf eru fjölbreytt þ.á m. margskon- ar klúbbastarfsemi, mikið tónlistarlíf, nýtt iþróttahús, sundlaug, eitt af betri skíðasvæðum landsins, fjölbreytt iþróttalíf og falleg- ar gönguleiðir. Fjöldi ferðamanna heimsækir bæinn á sumrum. í bænum er nýr leikskóli, góður tónskóli, öflug heilsugæsla og svo mætti lengi telja. Verið velkomin til Siglufjarðar! íþróttakennari óskast til starfa við grunnskólann á Hólmavík Laus er staða íþróttakennara sem jafnframt gæti kennt almenna kennslu í 1. bekk. Auk kennslustarfa er hugsanlegt að viðkomandi aðila bjóðist þjálfun fyrir Geislann, íþróttafélag- ið á staðnum. Hólmavík er stærsti þéttbýlisstaður í Strandasýslu og stendur við Stein- grimsfjörð u.þ.b. 320 km frá Reykjavík. Samgöngur við höfuðborgarsvæð- ið eru yfirleitt greiðar. I grunnskólanum, sem er einsetinn, heildstæður skóli með 1.-10. bekk, verða um 110 nemendur næsta skólaár í 9 bekkj- ardeildum. Að jafnaði eru um 10-15 nemendur í hverri bekkjardeild. Nýr íþróttasalur var tekinn í notkun fyrir fáum árum sem gjörbreytti allri iþróttaaðstöðu á staðnum. Hólmavíkurhreppur greiðir fiutningskostnað kennara og greiðir kennurum uppbót á föst laun. Húsnæði fæst á hag- stæðu verði. Hafið samband við okkur og fáið frekari upplýsingar um hugsanlega kennslu, staðinn o.fl. Frekari upplýsingar gefa: Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri, hs. 451 3123 og Victor Örn Victorsson, aðstoðarskólastjóri, hs. 451 3262. Auk þess gefur formaður Geislans, Þórunn Ein- arsdóttir, hs. 451 3145, allar upplýsingar er varða hugsanleg störf fyrir Geislann. Umsóknir skulu sendar til skólastjóra fyrir 15. ágúst nk. Kópavogsbær auglýsir Lausar stöður við leikskóla Lausar eru stöður leikskólakennara við eftir- talda leikskóla í Kópavogi. Heilar stöður og eftir hádegi: Marbakka v/Marbakkabraut, sími: 564 1112 Smárahvamm v/Lækjarsmára, sími: 564 4300 Efstahjalla v/Efstahjalla, sími: 554 6150 Álfaheiði v/Álfaheiði, Sími: 564 2520 Stöður eftir hádegi. Fögrubrekku v/Fögrubrekku, sími: 554 2560 Furugrund v/Furugrund, sími: 554 1124 Kópahvol v/Bjarnhólastíg, sími: 554 0120 Leikskólakennarar, komið og kynnið ykkur faglega starfið í Kópavogi! Upplýsingar gefa leikskólastjórar viðkomandi leikskóla og leikskólafulltrúi í síma: 554 1988. Starfsmannastjóri. í SEPTEMBER VERÐUR HfEFILEIKfi- KEPPNI Hótel ísland auglýsir eftir: • Söngvurum, söngkonum, sönghópum, kórum og hljóðfæraleikurum, (allar tegundir tónlistar!) • Grínurum, eftirhermum, sjónhverfinga- mönnum, eldgleypum og sirkusatriðum. • Dönsurum, (allar tegundir dansa). Gæsileg verðlaun eru í boði handa sigurvegurum. Gunnar Þóióarson tekur ó móti fólki í pnifur á Hótel Islandi og gefur nánari upplýsingar, > sunnudaginn 11., mánu- daginn 12. og þriðjudagirm 13. ágúst næstkomandi, írá klukkan 15 til 18. HQTEk»D Sími 568-7111 'Fax 568-5018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.