Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 1
GAGNSTÆTT mynd inni sem bandaríski rithöfundurinn John Grisham dregur upp af Caymaneyjum í bókinni Fyrirtækið eru eyjarnar einkar friðsælar. Fimm- vörðuháls VINSÆLASTA gönguleið á íslandi er efalítið leiðin yfir Fimmvörðuháls. Hún er sögð varhugaverð öðrum en þraut- þjálfuðum fjallamönnum. Sé veðurspá góð ættu kyrrsetumenn þó ekki að láta slíkt aftra sér, því vel útbúnir með ná- kvæmar leiðarlýsingar og upplýsingar af öllutagiuppávasannerferðin ^ heilmikið ævintýri. 2 IMtfjgtiiiMfittfe SUNNUDAGURH.ÁGÚST1996 BLAÐC »• DANMODK Ódýrir bílaiei gubílar fyrir íslendinga. Vikugjald, lágmarksleiga Opel Corsa dkr. 1.795 Opel Astra dkr. 1.995 Opel Astra, st. dkr. 2.195 Opel Vectra dkr. 2.495 2ja vikna gjald Opel Corsa dkr. 2.995 Opel Astra dkr. 3.590 Opel Astra, st. dkr. 3.990 Opel Vectra dkr. 4.390 í Innif. ótakmarkaöur akstur, i tryggingar, vsk. Fáiö nánari verðtilboð International Car Rental ApS. Uppl. á íslandi, sfmi 456 3745. I Allt að tíu þúsund erlendir ferðamenn koma hingað órlega vegna íslenska hestsins Hestaferðir ein vinsælasta af þreyingin MIKIL uppsveifla hefur verið í hesta- ferðum og ferðamannaiðnaði tengd- um hestamennsku á þessu ári. Það segir sína sögu að árið 1993 voru um 50 hestaleigur skráðar hérlendis en í dag eru þær komnar yfir 120. Allt að tíu þúsund manns koma hingað árlega vegna íslenska hests- ins, að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra Ferðamálaráðs. Þús- undir ferðamanna koma hingað til að fara á hestamannamót - og einnig koma fjölmargir í skipulegar hestaferðir eða til að kaupa hesta. „Hestaferðir eru að verða ein vinsælasta af- ^™""""" þreyingin," segir Magnús. „Margir hafa skipulagt hestaferðirnar áður en þeir koma til landsins, en einnig ákveða margir að fara í stuttar dags- ferðir á meðan þeir eru staddir hér- lendis, t.d. á ráðstefnum. Eftirspurn- Meira en 120 hestaleigur eru skráðar. in er orðin svo mikil að önnur lönd eru farin að bjóða upp á það sama. Ég sá nýlega boðið upp á hestaferðir í fmnskum ferðabæklingi og með- fylgjandi var mynd af stúlku í ís- lenskum fötum á íslenskum hesti." „Það hefur verið stanslaus stíg- andi si'ðan við hófum starfsemi árið 1982, en í sumar hefur orðið algjör sprenging," segir Einar Bollason hjá Ishestum. „Aukningin á milli ára ------ virðist ætla að verða 40% eða mesta aukning síðan við byrjuðum. Mér fmnst athyglisvert að Þjóðverj- um hefur fjölgað hjá okk- -—¦— ur þr^ fyrir að færri kæmu til landsins en áður. Það sýn- ir að eftir því sem snjóboltinn stækk- ar þeim mun hraðar fer hann." Einar þakkar þennan árangur meðal annars því að ferðirnar hafí gengið vel, veðrið verið gott í fyrra- Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Á FERÐ um Austurdal í Skagafirði. sumar og markaðssetning hafi verið stóraukin, sérstaklega í Evrópu. „Þrátt fyrir það- kom þetta okkur ánægjulega á óvart," segir hann og bætir við: „En við erum ekkert að kvarta fyrst okkur tókst að anna þessu." Fleiri íslendingar í ferðunum Það er alltaf að verða meira um að íslendingar fari í hestaferðir, að sögn Einars, en þeirra þáttur í löng- um hálendisferðum er þó mjög lítill. „Þar eru íslendingar um eitt og hálft til tvö prósent," segir Einar. „Þátt- taka þeirra hefur hins vegar aukist mjög í styttri ferðum, dagsferðum, helgarferðum inn í Þórsmðrk og fjög- urra daga ferðum á Snæfellsnes. Þar eru íslendingar í meirihluta." íshestar eru stærsta hestaleiga landsins. Þeir eru með stöðvar út um allt land og reiknast Einari til að hestar í ferðum íshesta séu á bilinu 1.200 til 1.300. „í sumar erum við með 71 hóp í ferðum út um allt land. Ekki veitir af öllum hestunum vegna þess að í eina tuttugu manna ferð yfir Kjöl notum við til dæmis um 70 hesta." GOLF SAMVINNUFERÐIR/Landsýn bjóða upp á fimm golfferðir í haust og vetur. LA MANGA ?TVEGGJA vikna ferð til La Manga á Spáni. Flogið 23. septem- ber. Verð er 49.710 kr. á mann miðað við fjóra í íbúð með tveimur svefnherbergjum. MALLORCA ?STUTT ferð þar sem dvalið verður á suðausturhorni Mallorca frá 28. september til 3. október. Verð á mann er 19.690 kr. miðað við fjóra í íbúð með tveimur svefn- herbergjum eða 24.915 kr. í íbúð með einu svefnherbergi. FLÓRÍDA ? BOÐIÐ er upp á tvær golf ferðir til Flórída, 13. október - 4. nóv- ember og 10.-25. nóvember. Verð er 72-75 þús. kr. á mann miðað við fjóra í íbúð með tveimur svefn- herbergjum. I báðum ferðum verður dvalið í 5 daga á Island Cove við Orlando, síðar á Shore- walk við Mexíkóflóann. THAILAND ?f JANÚAR verður farin þriggja vikna golfferð til Thailands. Ferð með gistingu og morgunverði er á tæpar 150 þús. kr. á mann mið- að við staðgreiðslu. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.