Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ BILAR SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 D 3 Raddskynj- ari í stað takka HÖNNUÐIR hjá Mercedes-Benz og Daimler-Benz Aerospace vinna nú að þróun nýs búnaðar, svokallaðs raddskynjara, sem mun í framtíðinni gera stóran hluta af stjórnrofum í bílum óþarfan. Farsímum verður t.a.m. í framtíðinni stjórnað með radd- skynjara fremur en rofum sem þrýst er á með höndum. Mercedes-Benz segir að þessi nýja tækni muni ekki einvörð- ungu auka þægindi bílstjórans heldur einnig, og umfram allt, auka öryggi hans. Að velja síma- númer með því að gefa munnlega skipun hefur það í för með sér að ekki er nauðsynlegt að taka hendur af stýri eða beina sjónum frá veginum. Á myndinni sést að við glugga- skyggni er hljóðnemi sem tekur við munnlegum skipunum og við stýrið er hnappur sem þrýst er á þegar talað er í síma. ■ LYKLA DISIN PÓSTHÓLF488 fejlŒYKJAfík Kippan Lykla Dís FLESTIR hafa lent í því að týna lyklunum sínum og þekkja það óhagræði sem hlýst af því. Nú er komin á markað svonefnd Lykla Dís sem er lyklakippa sem ætti að koma aftur í leitirnar. Á fram- hlið kippunnar er nafnið Lykla Dís ásamt heimilisfangi og póstnúmeri en á bakhliðinni standa skilaboð til finnanda Iyklakippunnar að leggja hana í næsta póstkassa eða lögreglustöð, ásamt númeri sem eigandi lyklakippunnar er skráður eftir. Hlutverk Lykla Dísarinnar er að koma kippunni aftur í hendur eiganda ekki seinna en daginn eftir að hún finnst. Þörfin fyrir slíka Iyklakippu er brýn, ekki síst þegar haft er í huga að bíllyklar verða dýrmætari með hveiju ári með áhangandi fjarstýringum og rafrænum búnaði sem kostar mörg þúsund krónur að end- urnýja. Fyrirtæki hafa keypt öryggis- lyklakippur af þessari gerð fyrir starfsmenn sína því jafnframt því að hafa yfirlit yfir hvaða númer hver starfsmaður hefur og hvaða lyklar eru úti eru góðar líkur á því að týndur lykill skili sér til baka til fyrirtækisins. Lykla Dísin kostar 850 kr. og er seld hjá flestum bílaumboðum. Fjallahjól með gasdempurum BMW er þekktur framleiðandi gæðabíla en færri vita kannski að fyrirtækið framleiðir einnig reið- hjól. Nýlega setti BMW á markað byltingarkennd fjallahjól með fjöðrunarbúnaði sem hefur sannað ágæti sitt í vélhjólum fyrirtækis- ins. Tæknina kallar BMW Telever framhjólastýringu. í fremri hjóla- gaffli hjólanna er gashöggdeyfir sem hægt er að stilla á átta mis- munandi vegu með tilliti til yfír- borðsins þar sem á að hjóla eða þunga knapans. Búnaðurinn kem- ur einnig í veg fyrir að hjólið of- rísi að aftan þegar hemlað er. Búnaðurinn eykur stýringu á þess- ari nýju kynslóð hjóla og þar með öryggi og þægindi í notkun. Hightech og Super-tech Hjólin eru fáanleg í tveimur gerðum, þ.e. Hightech og Super- tech útfærslum. Þau eru bæði ætluð þeim sem stunda reiðhjóla- mennsku af ástríðu en munurinn er sá að meira er vandað til hráefn- is í Super-tech hjólunum. Bæði eru þau smíðuð úr áli sem eykur stöð- ugleika þeirra og dregur úr þyngd. Við hönnun hjólanna voru þau prófuð í sérstökum hristibúnaði eins og vélhjól BMW eru prófuð í. Þau reyndust afar stíf og losn- aði ekkert um festingar eða bún- að. Hjólin vega tólf kílógrömm og hægt er að fella þau saman og flytja þau í farangursrými bíla. ■ BÍLAR Nærri 30 Musso jepp ar seldir MUSSO jeppinn frá Ssangyong bílaverksmiðjunum í Suður-Kóreu sem Bílabúð Benna hóf nýlega að flytja til landsins hefur þegar náð nokkurri fótfestu hérlendis en hátt í þijátíu bílar hafa þegar verið seld- ir. „Þetta eru mjög góðar viðtökur og bíllinn hefur staðið alveg undir væntingum okkar og kaupenda," sagði Benedikt Eyjólfsson í samtali við Morgunblaðið. Musso er búinn vélum frá Merce- des Benz, drifbúnaði frá bandarísku fyrirtækjunum Borg-Warner og Dana Spice og er bíllinn hannaður af Bretum. Benedikt Eyjólfsson kvaðst hafa farið varlega í pantan- ir í fyrstunni en vegna mun meiri eftirspurnar en hann ráðgerði tókst að útvega nokkra bíla frá Þýska- landi til að stytta afgreiðslufrestinn. „Ennþá fáum við ekki nógu marga bíla frá verksmiðjunum en hugsan- lega getum við fengið nokkra bíla til viðbótar frá Þýskalandi," sagði Benedikt ennfremur. ■ Sidanefnd FÉLAG löggiltra bifreiðasala hefur komið á fót siðanefnd sem starfar eftir siðareglum félagsins. Sam- kvæmt 14. grein getur hver sá sem telur að bifreiðasali hafi brotið á sér kært ætlað brot til Siðanefndar Félags löggiltra bifreiðasala innan tveggja mánaða frá meintu broti enda sé málið ekki rekið fyrir al- mennum dómstólum á sama tíma. Kæran skal vera skrifleg og berast í ábyrgðarpósti eða á annan sann- anlegan hátt. Eftirtaldar bílasölur eru aðilar að Félagi löggiltra bifreiðasala: Allt gott hf., Aðalbílasalan, Borgarbíla- salan, Bílabankinn-Bílasel, Bíla- batteríið, Bílasala Selfoss, Bílasala Suðurlands, Bílasala Vesturlands, Bílasalan Borg, Bílasalurinn, Honda, Bílasalan Hraun, Nýja-bíla- höllin, Bílatorg og Litla bílasalan. Félag löggiltra bifreiðasala er með símatíma á miðvikudögum milli kl. 17 og 19. Síminn er 5888566. ■ Reyna að hasla sér völl í Bandaríkjunum um fengið mann í Los Angeles sem framleiðir hágæðavöru fyrir Audi úr trefjagleri til þess að framleiða okkar vöru. Hann getur framleitt um 25 sett á mánuði. Fjórir manns vinna við framleiðsluna. Aukist eftirspurnin er fljótlegt að auka framleiðsluna upp í 50 stk á mán- uði,“ segir Hákon. Hann segir að hugsanlegt sé að þeir félagar hanni vindskeiðar á bíl af gerðinni Acura sem er nokkuð algengur í Bandaríkjunum. „Þá færum við utan aftur og keyptum Acura og keyrðum aftur þessar vegalengdir til þess að kynna dreif- ingaraðilum yöruna." Að taka af skarið Fjórir Honda Civic á höfuðborg- arsvæðinu eru nú með vindskeiðar frá Impetus. Hákon sér um hönn- una og Guðlaugur Búi einbeitir sér meira að sölu og markaðsmálum. „Það er erfitt að kynna vöru af þessu tagi ef hún er ekkert sérstök. Maður þarf að vera mjög ferskur. Ég er reyndar dálítið hræddur um að eyða mínum bestu hugmyndum á einhvern bíl sem ég hef engar sérstakar mætur á. Bíll er alltaf svipaður í laginu og býður upp á vissa möguleika í hönnun á vind- skeiðum. Fái ég góða hugmynd vil ég gjarnan geyma hana fyrir bíl sem ég hef dálæti á. Mér finnst ég reyndar þegar hafa gert of mikið tengt Civic,“ sagði Hákon. Hákon stundaði nám í Myndlista- skóla Reykjavíkur og var mest gef- inn fyrir nákvæmnisteikningu með tæknilegu ívafi. „Ég reyni að vera frumlegur en samt verð ég að vita hvert straumurinn liggur og helst taka aðeins af skarið. Nú er BMW kominn með nýjan þrist sem er með svipaðar línur og ég hef verið að hanna. Ætli mönnum detti ekki fyrst í hug að ég sé að herma eftir þeim. Ég hafði hins vegar ekki séð bílinn þegar mín hugmynd varð til. Ég stórefa að BMW hafí fengið hugmyndina frá mér en það er gaman að sjá að þeir skuli hafa gert eitthvað sem er svipað minni vinnu,“ sagði Hákon. ■ HONDA Civic sem Hákon ók á um Bandaríkin til þess að kynna vindskeiðar frá Impetus. FYRIRTÆKIÐ Impetus, sem rekið er af Guðlaugi Búa Þórðarsyni og Hákoni Halldórssyni, er nú að hasla sér völl á Bandaríkjamarkaði með vindskeiðar á Honda Civic bíla. Fjallað var um fyrirtækið á heilsíðu í Sport Compact Car, einu útbreidd- asta bílablaði Bandaríkjanna á síð- asta ári og ráðgerð er svipuð um- fjöllun í tölublaðinu í október. Há- kon segir að svörun hafi komið við þessari umfíöllun frá Bandaríkjun- um og Asíu. Hákon segir að hlaðbaksútfærsla af Civic sé algengast í Evrópu en stallbakurinn í Bandaríkjunum. Því þurfi að smíða mismunandi vind- skeiðar fyrir þessar heimsálfur. Vindskeið á Evrópubílinn sé án stuðara en samkvæmt bandarískum lögum verður að vera stuðari á öll- um bílum. 25 dreifingaraðilar „Við náðum að fjármagna þetta dæmi og fórum utan. Þar keyptum við notaðan bíl og settum á hann vindskeið. Nú er kominn stuðari á settið svo við eigum þau orðið til bæði á bandarísku útfærsluna og þá evrópsku. Ég ók bílnum milli dreifingaraðilanna sem við höfum valið úr en þeir eru 25 talsins, vítt og breitt um Bandaríkin. Við höf- HEILSÍÐUGREIN um vindskeiðar frá íslenska fyrirtækinu Imp- etus í Sport Compact Car. Vinur Hákons, Snorri Örn Árnason, stendur við hlaðbaksútfærslu af Honda. Morgunblaðið/Júlíus AND Icclaod is 1K>( cxtKlly Unmgítl <.) * M.i . a !or ,04t*> (nilnHinii. ob. Mtd vti!»am>io}ii*iH íu»v <jet ,i kitk <>nt »>( Uhi wteano* .vut íilber >*<xi4llctU»öl mttvity. þiil «• crri tni»\ fee) a llltlc shnrl- t'tuur.H'd Or «lli tl«-y? C(uninjj t» «i« from Ihr Iriven nnr|ti i« »|ú* uniipir •v'ro dyii-imic k't l*»r rurienl-gcucroUíiii H<nkU CivUh Hi- ruitn- uf ll«- rnin- paiiv 1« fm|K*tiia, 4wt Hh- kii is itir br.tui.lui.) ut Iwo m*‘H, llakoa II-il!cK.r#»»M>. v>bo Krwí.ltv Kon). atn! Mh p.irtiict <iud\auv;iu Boo had h *en dvaiuning » Futrarl Dmo Uni) kH for V W Rm-llrs vrben Iuf Imfrírnded Koni. Whliv Ri»i< was aitendins? cuHcgr. hc wae approachtrd hv anollter j.Iik(«,iiI w)u> w*m«l hiin to pcrtorm smnv .•<»«- <mvlM- siirvsery on lin Umula Ctviiv Hc ■uin"! and i hIWumí Ihr hclpnf lii» nvw Itfptui ntc two 8W«t tH-jian a íurnj .tiui e»|M,nVvr inuiufy ln>o huiMui^ l!ii' (iist linp*U*n kit Om- V-nl kilrr. n-tli DiV v<«>|>«.RÍ‘rt1 <4 * ■ Vk.uI Mornlu deairrdtip íi ml Ú'Vic vv.uv kumid to Ihc tv»o nrw JjuMnws púrlHftn Tlvry n«»»uit«*l t!v<- kil »u«l 1vm> Urtys lalef. lh«: cat ww w»ld Koim l'h»f ji'.'Kidcnl of Hwdi rd l«cþuid. *Si» had br>j« inijtortntj; k11> jroin nrmmt) lh<* world •pwiity lw Imd ovoiv |u<rvK>ii*)y. Ilnnl Ijnsine.** d« < ifimrv* rwotunNl, lnnvfvvr. f lu- firyt kll> w«1* foMiu.ii !n flh<<rv.'!;i«N hn| ihln m.itertiii piuwd t>rt< diflkull tu work wiili. InMc&d. liivpvtio* jaintd iorcea wilh Artvanccd Compóslie TcchnoU»Rics tn Huntaville. Al.rtwru.v lo k»rm thc k<!s ítt « p‘ily<Wv4l'.*n»> m.iteriat lh.vl Kv-viu'ifcruninius. AC1"» c<i.ov« ner, Ivad bwu kmkipy ioi nj>pUcaHom i*>r T'Jlc kit iliii’H is inntlr up of lour ijiecf* (fiimi aori hmi ‘nnnpviv am) rockcr pan>:U>. Cvrrvnil)1. ali H»c * atc fyplaco- part*. H<'fns • ,»» a (Actory* t«I nr.ll fimsh. Á xuHHolhsrck-oiuuJ froo) humivi covcr for i|»c t/.S', in.irkfi w»!l .ilíow. tl|«r lnrlmý for mpli hiimjívr !o reiiiaili iis plac e. Th« kii comcw prinn'rcil fr»m th« f.ict(.ry, an<i ou bidi* iigfi! mouftl- ii»B hrockcln nnd » xdriitii ihayram. Tttc Hgi-.u ibt>m«<>ivvK con t>o wlred «<» tli.ii Uk' whltc lliuth lompa wiil lu- iltvimHiatcd witti i|»c hjjjti hcotn*. < vvhiK thc ycUow tmri|>.v ,»<> <«|wirah<d !*)••- :i‘.»nua! kij; t.«ni|v> N.iturohy. thc híjpt t.vmjK c;«<i tm iiHvliltcrt u- mcc! xvlth k>cii! laws F«r morw intuiniatlnu o» thi* uniqua kit. <aH linp<iu,« t. ehim! «t UU-534«ð4-.Cn. Rc:tKHnh«'r )tuv i« lceland >o>« r«' raUuiif. *«» hv prc- parcd lor ti.it i-h&rRv. It you •! rnthci Httvc j huh' h)»>m,> . ymi <.«•> lceland/c entrepreneurs crexe o tmique ,wro kil tor Clvics sr Aitxtnm stn TT Andlits- lyfting á Mondeo FORD hyggst gera útlitsbreyt- ingar á Ford Mondeo og systur- bílnum Ford Contour, sem seld- ur er í Bandaríkjunum. Myndin að ofan er af frumgerð Mondeo árgerð 1997, hlaðbaksútfærsl- unni. Hann er með nýjum fram- lugtum og vatnskassahlífin er mjórri og ávalari. Ný vél í G-jeppa Mercedes-Benz NÝR bíll í G-línu Mercedes-Benz, Gelándewagen jeppalínunni, kem- ur á markað í september nk. Þar er um að ræða G-300 með sex strokka dísilvél með forþjöppu og millikæli. Nýja vélin skilar 177 hestöflum og leysir af hólmi sex strokka túrbódísilvélina sem hefur verið boðin með G-350 fram til þessa. Sú vél var tólf ventla og skilaði 136 hestöflum. Nýja vélin er hins vegar 24 ventla og skilar 30% meira afli og 7,5% hærra togi en í gömlu vélinni. Hámarkstog í nýju vélinni er 330 Nm við 1.600 snúninga á mínútu. Verðið á að haldast óbreytt þrátt fyrir aflmeiri vél. Meira afl - minni eyðsla Þrátt fyrir meira afl segir Mercedes-Benz að nýja G-300 vél- in sé næstum 6% neyslugrennri en G-350 vélin, eða um 13,1 lítri á hvetja 100 km miðað við Evrópu- staðai. Þessum árangri þakkar Mercedes-Benz fíögurra ventla tækninni ásamt rafeindastýrðu innsprautunarkerfí. Auk þess er nýja vélin ólíkt fyrirrennaranum með millikæli sem kælir saman- þjappað loftið sem streymir inn í vélina þannig að meira loftmagn kemst inn í hana og kemur í veg fyrir að strokkarnir ofhitni. Túrbódísll Nýr G-300 er einnig búinn raf- eindastýrðu hreyfílstýrikerfi, þ.á m. rafeindastýrðri endurnýtingu á útblásturslofti. Ný fimm þrepa sjálfskipting er staðalbúnaður í G-300 og einnig rafeindastýrð hleðslustýring á ásum. G-300 túrbódísil verður fáan- legur í þremur útfærslum, sem tveggja dyra bíll með 2.400 mm hjólhafi, sem tveggja dyra lang- bakur með sama hjólhafi eða sem fernra dyra bíll með 2.850 mm hjólhafi. ■ Ný V-12frá Benz MERCEDES-Benz hefur ákveðið að smíða nýja V-12 sem verður spameytnari og hreinni en fyrri V-12. Vélin verður öll úr áli og verður framleidd í vélaverksmiðj- unni í Bad Cannstatt í útjaðri Stuttgart. Nýja V-12 vélin verður fáanleg í næstu kynslóð S-iínu stallbakanna sem eru væntanleg- ir á markað 1998, S-línu tveggja dyra bílinn sem kemur á markað 1999 og SL sportbílinn sem kem- ur á markað 2000. Vélin er sex lítra og 36 ventla en minni og léttari en V-12, 6,0 lítra vélin sem hún leysir af hólmi. Nýr Lexus NÝR Lexus ES 300 er kominn á markað en hann þykir lítið breyttur að utanverðu að því undanskildu að hjólhafið er um 5 sm lengra. Einnig er þakið litlu hærra en áður en hvort tveggja þýðir náttúrulega meira höfuð- og fótarými. Vélin er 3ja lítra, 24 ventla V-6, 200 hestafla og hefur aflið aukist um 12 hestöfl. Nýjungar í bílnum er stillanlegt fjöðrunarkerfi og spólvörn. Bíll- inn er í megindráttum byggður á sömu hönnun og Toyota Camry. Veröbil minnkar ÍESB VERÐBIL á bílum í Evrópusam- bandinu hefur minnkað. Ein ástæða þess er gengishækkun lír- unnar en af 77 bflum sem gerður var verðsamanburður á í aðildar- ríkjunum 1. nóvember 1995 reyndust 30 vera ódýrastir í ítal- íu. Af 78 bflum sem nú var gerð- ur verðsamanburður á reyndist yfir 20% verðmunur á 40 bílum. Á síðasta ári voru 60 bílar með þennan verðmun. Af níu vinsæl- ustu bílunum í þremur stærðar- flokkum reyndist aðeins meiri verðmunur á Ford Fiesta og öðr- um bflum á þessu ári en því síð- asta. Concept II á um 850 þús. VOLKSWAGEN í Bandaríkjun- um hefur hvatt umboðin þar í landi að auka sölu sína ef þeir vilji vera framarlega f röðinni þegar kemur að því að selja nýju Bjölluna, Concept II. Líklegt er að bíllinn komi á markað á fjórða ársfjórðungi næsta árs og verðið í Bandaríkjunum verður nálægt 13 þúsund dollurum, tæpum 850 þús ÍSK. Framleiðslan hefst haustið 1997 í Puebla í Mexfkó og verða smfðaðir 23 þúsund bfl- ar það ár. Líklegt er að um alda- mótin verði smíðaðir 110 þúsund bílar á ári. VW hyggst markaðs- setja Bjölluna andspænis nýjum Chrysler Neon sem þykir njóta ámóta vinsælda í Bandaríkjunum og gamla Bjallan gerði á sínum tíma. ■ Scania húddbíll kynntur í haust SC/^NIA hefur sett á markað í Evrópu nýja gerð húddbíls innan 4-línunnar, svokallaðan T-bíl. Bíll- inn er hannaður af hinni víðfrægu Bertone hönnunarmiðstöð á Ítalíu en allir hlutar í bílnum eru teknir úr 4-vörubílalínunni. T-bíllinn verð- ur frumsýndur á flutningatækni- sýningunni í Hannover í september. Scania er einn evrópskra vöru- bílaframleiðenda um að smíða nú- tímalega útfærslu af húddbíl. Mark- aður fyrir slíka bíla er fremur lítill í Evrópu en þeim mun stærri í Bras- ilíu þar sem T-bíllinn er mest seldi þungi vörubíllinn. Um 90% af allri sölu Scania í Brasilíu er T-bíllinn. í Suður-Ameríku seldust á síðasta ári um 6 þúsund húddbílar af Scan- ia gerð sem gerir fyrirtækinu kleift að halda framleiðslunni áfram og endurbæta hana fyrir alla markaði. 1 haust kynnir Scania einnig nýja gerð ökumannshúss, svokallað CrewCab fyrir fjóra til átta far- þega. Slík ökumannshús eru ætluð fyrir björgunarbíla. Scania kynnir einnig í Hannover í haust nýja línu af sex og átta hjóla bílum með fleiri en einum stýrisöxli. ■ SCANIA kynnir nýja gerð húddbíls í Hannover í haust. Billinn á myndinni er af gerðinni T144 LA4x2NA 530.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.