Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR VENTO er ávalur og nokkuð vel heppnaður í útliti. Morguno.ao.o/jt Ódýrari Volkswagen Vento með nýrri 1,61 vél Vento GL 1600 í hnotskurn Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 101 hestafl. Aflstýri - veltistýri. Framdrifinn - fimm manna. Fimm gíra handskipting. Samlæsingar. Rafdrifnar speglastillingar. Ötvarp. Lesljós í aftursæti. Læsing á aftursætisbaki. Lengd: 4,38 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,42 m. Hjólhaf: 2,47 m. Hjólbarðastærð: 185/60 R 14. Þvermál beygjuhrings: 10,7 m. Þyngd: 1.100 kg. Hámarkshraði: 188 km. Hröðun í 100 km úr kyrr- stöðu: 11,7 sekúndur. Bensíneyðsla: 9,4 1/100 km í þéttbýli, 5,8 á jöfnum 90 km hraða. Staðgreiðsluverð kr.: 1.498.000. Umboð: Hekla hf., Reykja- vík. VENTO frá Volkswagen, gerðin sem tók við af Jettu fyrir fáeinum árum, er nú í boði með nýrri 1,6 lítra vél sem er 101 hestafl og kostar hann með handskiptingu rétt tæpar 1.500 þúsund krónur. Vento er rúmgóður, fimm manna og framdrifinn fjölskyldubíll sem hefur allan nauðsynlegan búnað. Vilji menn eða þurfi að bæta við hann verður að panta það og greiða sérstaklega fyrir. Eftir nokkur ár á markaði hefur Vento náð sér sæmilega á strik enda má segja að verðið í dag sé orð- ið all þokkalegt með þessari nýju vél; hefur lækkað um tæplega eitthundrað þúsund krónu. Vilji menn bílinn sjálfskiptan er það kr. 1.625.000. Við tökum hand- skiptu GL gerðina til kostanna hér í dag. NÝJA vélin er 101 hestafl, gefur þokkalegt viðbragð og er sparneytin. HÆGT er er stækka farangursrými úr 500 lítrum i yfir 800 en það er bæði djúpt og breitt. Hefðbundlnn Vento er vel lagaður, hefur ávalar og kúptar línur hvar sem litið er á hann en segja má að hann sé jafnframt mjög hefð- bundinn í útliti enda kannski fyrst og fremst sérstaklega ætl- aður venjulegu fólki með venju- legar þarfir og hagnýtar. Fram- endinn hallar dálítið niður að ljósunum og neðri gluggalínan og hliðarlistinn rísa örlítið aftur eftir bílnum. Afturendinn er áberandi fyrir hátt skottið og nokkuð voldugar luktir og vind- skeið var á bílnum sem var próf- aður. Þetta lag á afturendanum gerir sitt til að bjóða uppá mik- ið farangursrýmið, 500 lítra rétt eins og fyrirrennarinn hefur einnig státað af. Rúmgott er í öllum sætum í Vento og aðbúnaður að innan er með ágætum bæði fyrir far- þega og ökumann. Mælaborð er dálítið þunglamalegt en vel og skilmerkilega frágengið. Rofar í góðri seilingu, gírstöng vel og nákvæmlega staðsett, nóg af vösum og hólfum og með velti- stýri og hefðbundnum sætastill- ingum geta flestir ökumenn komið sér vel fyrir við aksturinn. Helst er til leiðinda að hægri fótleggurinn leggst ekki nógu þægilega að miðjustokknum og tekur dálítinn tíma að venjast því. Vélin nýja er sem fyrr segir 1,6 lítrar, fjögurra strokka og 101 hestafl. Þetta er hljóðlát og þægileg vél, býður ekki uppá ofursnöggt viðbragð en vinnur vel og er sparneytin. Eyðslan er 9,4 lítrar á 100 km í þéttbýli en á að geta farið niður í 5,8 á jöfn- um 90 km þjóðvegahraða og geta ekki margir bílar af svip- aðri stærð státað af slíkri spar- neytni. Áður var Vento boðinn með 1,8 lítra og 90 hestafla vél sem eyddi örlítið meira bensíni en aðalkostur þessarar 1,6 lítra vélar er að með henni lendir Vento í lægri flokki aðflutnings- gjalda og því lækkaði verðið um nærri 100 þúsund krónur. Gerir það bílinn að góðum kosti Þægllegur Vento er lipur og þægilegur á alla lund í meðförum. Gott grip er að hafa á stýrinu sem er hæfilega létt, bíllinn leggur vel Hljóólótur Verð Framsætin Vióbragó á og útsýni er gott enda getur ökumaður stillt halla á setu auk hinna venjulegu sætastiliinga og aðlagað veltistýrið enn betur að þörfum sínum. í viðbragði sýnir hann engan ofsa en vinnslan er góð á skriðinu og á ferðahraða á þjóðvegi er auðvelt að halda eðliíegum hraða og skjótast snaggaralega framúr þegar á þarf að halda. í þéttbýlinu eða öllu heldur í þrengslum getur tekið nokkurn tíma að ná ítrustu nákvæmni með hægra framhorn þar sem framendinn er það ával- ur að erfitt getur verið að stað- setja stuðarann með mikilli ná- kvæmni. Á þjóðvegi er Vento vel með- færilegur og til viðbótar því sem áður sagði með vinnsluna má bæta við að vélin er hljóðlát og vindhljóð er einnig í minna lagi og vegahljóð sömuleiðis. Far- þegar og ökumaður geta allir látið fara vel um sig í rúmgóðum sætunum og eiga tveir auðvelt með að teygja úr sér til fóta og höfuðs en heldur þrengist til hliðanna við þriðja mann í aftur- sætinu eins og títt er um flesta fjölskyldubíla í venjulegri stærð. En Vento nýtur sín vel til ferða- laga. Hann fer mjúklega yfir malarvegina á góðri gormafjöðr- ununni og liggur sérlega vel. Eyðslan fer líka vel niður á þess- um jafna þjóðvegaakstri, er tæplega 6 lítrar á hundraðið og það er ekki síst verðmætur kost- ur á ferðabíl. Eðlllegt verð Vento GL með 1,6 lítra vélinni og handskiptingu kostar kr. 1.498.000 staðgreiddur og verð- ur það að teljast nokkuð viðun- andi verð. Sé hann tekinn sjálf- skiptur er verðið komið í 1.625.000 kr. Þá er hægt að fá svonefndan Grand II pakka sem samanstendur af álfelgum, vind- skeið að aftan með hemlaljósi, fjarstýrðum samlæsingum og loftneti á þaki en hann kostar kr. 85.000. Þessi pakki hefur verið vinsæll en ekkert af þessu þarf nauðsynlega í fjölskyldubíl- inn og væri trúlega ekki síður skynsamlegt að láta setja drátt- arbeisli og fá rafmagnsrúður að framan fyrir samtals 69 þúsund krónur. Fjarstýrðu samlæsing- arnar myndu kosta 11.900 kr. til viðbótar og eru þær alltaf skemmtilegur kostur. Að öllu samanlögðu er því óhætt að telja Vento kostamikinn fjölskyldubíl, rúmgóðan, lipran með nauðsynlegum búnaði og góðu farangursrými og á verði sem meðalfjölskyldan getur reiknað með að þurfa að greiða fyrir bii með þessum kostum. Segja má að viðtökur bílsins staðfesti það því þegar hefur verið selt jafn mikið af 1997 árgerðinni á fáum vikum og af allri síðustu árgerð. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.