Morgunblaðið - 13.08.1996, Page 1

Morgunblaðið - 13.08.1996, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2N*r0iut(I*fetí> B 1996 ÞRIÐJUDAGUR 13. AGUST BLAD Rioch rekinn FH meist- ari þriðja arið i roð SVEIT FH sigraði þriðja árið í röð í bikarkeppni FRÍ 1. deild sem fram fór um helgina. Félagið hlaut 230 stig en Armenningar hlutu annað sætið með 214 stig. í þriðja sæti varð ÍR með 204 stig. Þar á eftir komu sveitir HSK, UMSS og UMSK en það varð hlutskipti Borgfirðinga og Þin- geyinga að faila í aðra deild. í þeirra stað koma sameiginlegt lið UMSE og UFA og Húnvetningar í 1. deild að ári. Skemmtileg keppni var í flestum greinum og hér að ofan má sjá fremstu menn í 3.000 metra hindr- unarhlaupi á fullri ferð. Fremstur er Daníel Guðmundsson, Ármanni sem sigraði í hlaupinu en á eftir honum koma Sveinn Ernstsson, ÍR, Sveinn Margeirsson, UMSS, Jóhann Ingibergsson FH og Björgvin Frið- riksson UMSK. ■ Mótið / B4,B5 ■ úrslit / B10 Stjórn enska knattspyrnufélags- ins Arsenal ákvað í gær að segja knattspyrnustjóra sínum, Bruce Rioch, upp störfum. „Það er mat stjómar að það þjóni best langtíma hagsmunum félagsins að herra Rioch láti af störfum hjá Arsenal," sagði í tilkynningu félags- ins í gær. Engin viðhlýtandi skýring frá félaginu hefur fengist á þessari fyrirvaralausu uppsögn sem kom flestum á óvart en Rioch hefur ný- lega skrifað undir samning við félag- ið eftir að hafa verið ósamnings- bundinn því frá upphafi. Hann tók við starfi knattspyrnustjóra fyrir þrettán mánuðum eftir að George Graham hafði verið látinn sigla sinn sjó. Ekki var tilkynnt um eftirmann Riochs en við starfmu tók tímabund- ið Stewart Houston aðstoðarknatt- spyrnustjóri og Pat Rice þjálfari, en ljóst er að menn verða að hafa hrað- ar hendur því keppni í úrvalsdeild- inni í Englandi hefst á laugardag. Enginn knattspyrnustjóri hefur staldrað jafnt stutt við hjá Arsenal á síðustu 50 árum. Hugsanleg skýring sem velt hefur verið upp fyrir brottrekstrinum er sú að Rioch hefur ekki keypt neina leikmenn fyrir keppnistímabilið sem hefst um næstu helgi. Rioch á að hafa verið búinn að setja fram óska- lista leikmanna sem hann vildi fá en David Dean, varaformaður stjórn- ar, sem séð hefur um leikmannakaup hjá félaginu hefur ekki lyndað við Rioch og stungið listanum undir stól. Þá er vit-að að hann hefur ekki átt skap saman við ýmsa stjórnarmenn og átt í orðaskaki við Ian Wright, leikmann. Rioch tók við stjórn hjá Arsenal í fyrra og keypti strax Hollendinginn Dennis Bergkamp fyrir metupphæð og í kjölfarið David Platt, en síðan hefur fátt gerst og árangur félagsins ekki eins góður og margir höfðu vonað á síðastliðnum vetri. Orðróm- ur hefur verið uppi þess efnis að stjórnarmönnum hafí þótt of hátt verð greitt fyrir Bergkamp. „Ég er undrandi," sagði Alan Smith fyrrum leikmaður Arsenal í gær. „Hann hafði nýlega skrifað undir samning við félagið og aðeins var beðið eftir staðfestingu stjórnar. Uppsögnin kemur því mönnum í opna skjöldu en það vita fáir hvað gerist bak við tjöldin." „Uppsögnin kemur mér ekki á óvart, það hefur ýmsu verið hvíslað og atburðir hafa hnigið í þessa átt,“ sagði fyrrum knattspyrnustjóri fé- lagsins Terry Neill. „Ég trúi þessu vart,“ sagði Paul Merson leikmaður Arsenal í gær. „Okkur hefur ekki gengið sem best í æfingaleikjum upp síðkastið en á þessu átti ég ekki von því það er svo stuttur tími þar til keppnistíma- bilið hefst og mér finnst ákvörðunin vafasöm með hagsmuni leikmanna og stuðningsmanna í huga.“ KIMATTSPYRNA: KR-INGAR AFTUR KOMNIR Á TOPPINN / B6 f/ÆSm Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1.5 al 5 1 10.582.640 2. pfú> f 184.250 3.4»15 120 10.590 4. 3af5 4.268 690 | Samtals: 4.393 15.535.360 :L»T,T«»l BÓNUSTÖLUR Fjöldi vinninga vinnings upphæö Vinningar 23.260.000 995.660 31.690 232 1.730 801 210 Samtals 1040 48.338.750 Hcíldarvinningsupphæ&: A Istandi: 48.338.750 1.818.750 08 12 08 96 UPPLÝSINGAR ' Fyrsti vinningur i Lotto 5 38 var seldur hja Skeijungi viö Skaqabraut a Akranesi. Bonusvinningarnir voru soldlr i Reykjnvik, Kopavogi og a Flúöum Vertu viobuin(n) vinningi ,\\ mikifs að vlnr>a 1. vinningur er áætlaður 40 milljomr kr,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.