Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fegrunarnefnd HafnarJgarðar Fimmtán garðar og lóðir fá viðurkenningu ÁRLEG viðurkenning Fegrunar- nefndar Hafnarfjarðar fyrir fallega garða, snyrtimennsku og fegrun á vegum bæjarins var veitt í síðustu viku og fengu allmargir einstakling- ar og nokkur fyrirtæki slíka viður- kenningu. Að þessu sinni var ekki valinn fegursti garður bæjarins held- ur valdir úr nokkrir garðar mismun- andi að gerð og uppbyggingu, gaml- ir og nýir og víðsvegar í bænum. Nokkur fyrirtæki og stofnanir fengu einnig viðurkenningar. Eru þau Öldrunarsamtökin Höfn við Sól- vangsveg 3 fyrir fallega og snyrti- lega aðkomu að húsi eldri borgara, þjónustumiðstöð Olís fyrir fallega og vel hirta lóð og Sjávarfiskur og Stjörnugata. Eftirtaldir garðar við íbúðarhús fengu viðurkenningar: Hólsberg 11 sem er í eigu Kristínar Einarsdóttur og Hauks Bachmanns, fyrir glæsi- legan og vel hirtan garð með fjöl- breyttum tijágróðri; Hnotuberg 31 fyrir fallegan garð með gróskumikl- um gróðri sem þau Guðrún Guð- mundsdóttir og Sigurður T. Sigurðs- son eiga; Stekkjarkinn 9 fyrir falleg- an og vel hirtan garð um áraraðir en hann eiga þau Erla Þórðardóttir og Ragnar Sveinsson og sömu viður- kenningu hlaut garðurinnvið Hörðu- velli 1 í eigu Guðrúnar Ólafsdóttur og Guðmundar Vigfússonar. Þá má nefna Fagraberg 44 en Sigurrós Elíasdóttir og Guðmundur H. Ey- jólfsson fá viðurkenningu fyrir fal- legan og snyrtilegan garð með gró- skumiklum gróðri; Sævangur 15 fær viðurkenningu fyrir litskrúðug blóm ræktuð af eigendunum, þeim Soffíu Jónsdóttur og Jóni V. Jónssyni; Hell- isgata 1 fyrir fallegan endurgerðan garð í gömlu hverfi en þar ræður ríkjum Arndís Sigurbjörnsdóttir; Háabarð 16 fyrir failegan og snyrti- legan garð þar sem tekið er tillit til barna en hann eiga Ingigerður Bald- ursdóttir og Sigurður G. Jósafats- son; Þúfubarð 6 sem Bergsveina Gísladóttir og Geir Siguijónsson eiga fær viðurkenningu fyrir snyrtilegan og vel hirtan garð. Þá fá eigendur tvíbýlishússis við Álfaskeið 38, Sól- veig Sveinbjarnardóttir og Birna Loftsdóttir viðurkenningu fyrir snyrtilegan og fallegan garð og íbú- ar í íj'ölbýlishúsinu við Traðarberg 3 og 5 fá viðurkenningu fyrir góða samvinnu við fegrun og snyrti- mennsku. Morgunblaðið/Ámi Sæberg NOKKRIR fulltrúar öldrunarsamtakanna Höfn eru hér utan við Sólvangsgötu 3 sem samtökin fengu viðurkenningu fyrir. Þráinn Hauksson hannaði lóðina en íbúar hafa sjálfir séð um alla fram- kvæmd og umhirðu. HELLISGATA 1 fékk viðurkenningu fyrir fallega endurgerðan garð í grónu hverfi en lóðin liggur að Hellisgerði. Úthlutað í Lindum III í næstu viku ÚTHLUTUN á lóðum í Lindum III í Kópavogi sem vera átti í síðustu viku hefur verið frestað til 22. ágúst en fjöldi umsókna hefur borist bæði frá einstaklingum og byggingameist- urum. Segir Birgir Sigurðsson skipu- lagsstjóri að mikil vinna sé að fara yfir umsóknir og því hafi úthlutun verið frestað um nokkra daga. Lindir I er það hverfi sem lengst er komið og verður trúlega fullbúið næsta vor. Gatnagerð í Lindum II er lokið og þar eru byggingafram- kvæmdir nú í fullum gangi. Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri segir að margar byggingateikningar hafi ver- ið samþykktar fyrir Lindir II síðustu vikurnar og því megi búast við að þar verði byggt af krafti í haust og vetur og fram á næsta ár. Lóðirnar í Lindum III sem er aust- asta hverfið verða byggingarhæfar næsta vor. Birgir segir yfirvöld helst vilja ljúka gatnagerð áður en sjálfar byggingaframkvæmdirnar hefjast enda sé þá auðveldara um vik fyrir alla aðila. Mikil ásókn hefur verið í lóðirnar í Lindum III og hafa borist umsóknir í öll fjölbýlis- og parhúsin og langflest einbýlishúsin. Segir hann alla umsækjendur standa nokk- uð jafnt að vígi hvað varðar fjárhags- stöðu og því verði valið erfitt - allt sé þetta pottþétt fólk. Birgir segir að til þessa hafí að- koman í Lindirnar verið heldur erfið en með nýjum gatnamótunum við Fífuhvammsveg sem á að vera lokið 15. október muni hún lagast mjög. NÝJU hótelíbúðirnar í Reykjavík eru tveggja herbergja, eldhús, stofa og herbergi. Hótelíbúðir opnaðar í Reykjavík ÞITT annað heimili - við Tjörnina í Reykjavík er nafn á vísi að íbúða- hóteli sem opnað hefur verið í Reykjavík. Skýlir ehf. rekur hótel- íbúðirnar og segir Ingibergur Þor- kelsson framkvæmdastjóri húsið við Skálholtsstíg 2a hafa verið i eigu fjölskyldunnar í áratugi og leigt út lengi vel. Ákveðið hafi verið fyrir nokkru að endumýja húsnæðið og koma upp þessum vísi að íbúðahóteli. Til reiðu eru þrjár tveggja her- bergja íbúðir. Í hverri þeirra er eld- hús með nauðsynlegum búnaði, stofa með leðurhúsgögnum og er sófinn útdraganlegur sem rúm, svefnherbergi og baðherbergi með sturtu. Meðal húsbúnaðar má nefna gervihnattasjónvarp með 25 sjón- varpsrásum og 45 útvarpsrásumm, þráðlausum síma, aukasíma í svefn- herbergi, faxtæki og símatengill er fyrir ferðatölvu vegna rafpósts eða alnets. Ingibergur Þorkelsson segir að íbúðirnar séu leigðar út til eins eða fleiri daga og hafi til þessa flestir leigt þær í þrjá til sex daga, bæði íslendingar og útlendingar. Verð fyrir vikuleigu verður kr. 55 þúsund sem þýðir 7.860 kr. á dag. Séu þær leigðar sólarhring í senn er sólar- hringsleigan 8.500. Ingibergur seg- ir að undirtektir hafi verið góðar en reksturinn hófst í júlí. Eins og fyrr segir eru íbúðimar nú þijár en hann segir að húsið bjóði uppá að hafa þær 8 og líklegt megi telja að næsti vetur fari í það að koma fleiri íbúðum í gagnið. Virðingar til brunatrygginga VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út auglýsingu um virðingar til brunatryggingar á húseignum og um gerðardóm, verði ágreining- ur um brunabótamat eða bótafjár- hæð. Þar segir að markmið virðingar sé að finna hið sanna vátryggingar- verðmæti (brunabótamat) húseign- ar á þeim tíma, sem virðing fer fram. Skal virðing gerð samkvæmt matseiningakerfi Fasteignamats ríkisins. Fyrir fyrstu virðingu eftir að húseign hefur verið tekin í notkun skal ekkert matsgjald greitt ef Fasteignamat ríkisins annast hana enda nýtist skoðunin einnig til fast- eignamats. Fyrir endurmat sem Fasteignamat ríkisins framkvæmir og allar virðingar annarra skal greiða sem hér segir: 500.000.000 greiðist þó aðeins 0,01% af þeirri upphæð sem um- fram þá fjárhæð er. Ef einhver virðing er sérstaklega erfið er ráðuneytinu heimilt að ákveða hærra gjald fyrir hana sam- kvæmt umsókn þar að lútandi. Rísi ágreiningur um brunabóta- mat eða bótafjárhæð má skjóta honum til gerðardóms. Fyrir kostn- að vegna gerðardóms skal greiða sem hér segir: a. Sé brunabótamat eða bótafjár- hæð kr. 10.000.000 eða lægra kr. 20.000 b. Sé brunabótamat eða bótafjárhæð kr. 10.000.001 - kr. 20.000.000 kr. 40.000 c. Sé brunabótamat eða bótafjár- hæð kr. 20.000.001 eða hærra kr. 60.000 I undantekningartilfellum er a. Sébrunabótamatkr. 2.000.000 eðalægra................kr. 2.000 b. Sé brunabótamat kr. 2.000.001 - kr. 4.000.000 ......kr. 2.800 c. Sé brunabótamatkr. 4.000.001 - kr. 7.000.000........kr. 3.500 d. Sé brunabótamat kr. 7.000.001 - kr. 10.000.000 .....kr. 4.000 e. Sé brunabótamat kr. 10.000.001 - kr. 14.000.000.....kr. 4.200 f. Sé brunabótamat kr. 14.000.001 ráðuneytinu heimilt að ákveða eða hærra skal greiða 0,03% af hærra gjald fyrir kostnað vegna brunabótamati viðkomandi hús- gerðardóms samkvæmt umsókn eignar. Fari brunabótamat yfir kr. gerðardóms þar að lútandi. Fasteigna- sölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 11 Almenna fasteignas. bls. 16 Ás bls. 22 Ásbyrgi bls. 6 Berg bls. 8 Bifröst bls. 4 Borgareign bls. 13 Borgir bls. 15 Brynjólfur Jónsson bls. 26 Eignamiðlun bls. 6-7 Eignasalan bls. 16 Fasteignamiðlun bls. 27 Fasteignasala Reykjavíkur bis. 12 Fasteignamarkaður bls. 23 Fasteignamiðstöðin bls. 17 Fjárfesting bls. 12 Fold bls. 3 Framtíðin bls. 26 Frón bls. 6 Gimli bls. 21 H-Gæði bls. 25 Hátún bls. 10 Hóll bls. 24 Hraunhamar bls. 9 Húsakaup bls. 8 Húsvangur bls. 5 Kjöreign bls. 18 Kjörbýli bls. 10 Laufás bls. 20 Óðal bls. 11 Stakfell bls. 27 Skeifan bls. 13 Valhöll bls. 19 Þingholt bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.