Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST1996 BLAD Viðtal 3 Rögnvaldur Hann- w esson prófessor I fiskihagfræði Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna Fiskvinnsla 5 Söltun í Smugunni vænlegur kostur Markaðsmál Markaðsmál 6 Miklar sveiflur í framboði og verð- lagningu á surimi TÚNFISKUR í TROLLIÐ Morgunblaðið/Björn Gylfason • SKIPVERJAR á Sólbaki EA, togara Útgerðarfélags Akur- eyringa hf., fengu stærðar túnfisk í trollið, þar sem skipið var á rækjuveiðum á Flæmska hattin- um í byrjun mánaðarins. Túnfisk- urinn mældist 2,65 m að lengd og 330 kg að þyngd. Skipverjarn- ir ætluðu að hirða fiskinn en máttu það ekki samkvæmt reglum sein þarna gilda og tóku eftirlits- menn frá Nýfundnalandi fiskinn í sína vörslu, án þess þó að ein- hverjir eftirmálar verði. Á mynd- inni heldur Svanur Pálsson, há- seti við túnfiskinn. >_ SIF eykur útflutning sinn á saltfiski um 12% 1 4- ^^■■^■■■■■■■■■^■■^■■■■■■il SÍF flutti alls utan um Verðmæti útflutningsins 'JS er 25% meira en í fyrra i)efa árs- ei' 12% " auknmg fra þvi a sama tíma síðasta árs. Verðmæti útflutningsins er 4,4 milljarðar króna, sem er 25% aukning. Helztu breytingar á útflutningum eru þær, að ufsasalan hefur dregizt saman um 1.500 tonn, en aukning á útflutningi á þorski hefur gert meira en að bæta þann samdrátt upp. Útflutningur annarra tegunda og afurðaflokka er svipaður og í fyrra. Gunnar Örn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, segir í samtali við Verið, að auk þessa hafi útflutningur dótturfyrirtækis SÍF í Noregi, Nor Mar AS, nærri tvöfaldazt. Nú hafi það flutt út um 1.800 tonn, en 995 á sama tíma í fyrra. Aukingin í útflutningum, bæði hér heima og frá Noregi, sé fyrst og fremst inn á portúgalska markaðinn. Gunnar Örn segir að aukinn útflutn- ingur á þorski skýrist fyrst og fremst af því að söltunin sé að auka hlutdeild sían á kostnað frystingar. Afkoma í söltun sé betri en í frystingu og því sé meira af þorskinum saltað. Lítur út fyrir ágœtt ár. „Það er tiltölulega bjart framundan. Eftirspurn er í lagi og líkur á því að útflutningurinn haldi áfram að aukast. Kvótinn verður aukinn í haust og afnám línutvöföldunar ræður því að menn byija fyrr en ella að veiða þorskinn og salta til að koma honum á markaðina fyrir jólin. Það lítur því út fyrir ágætt ár,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson. Fréttir Markaðir MjÖl og lýsi fyrir milljarð • SR-Mjöl tók á móti rúm- lega 100.000 tonnum af loðnu til vinnslu í júlímánuði síðastliðnum. Það er mesta magn sem tekið hefur verið á móti á einum mánuði í sögu fyrirtækisins, allt frá stofnun Síldarverksmiðja ríkisins fyrir nokkrum ára- tugum. Verðmæti þeirra af- urða, sem framleiddar hafa verið úr þessum mikla magni, mjöls og lýsis, er rúmlega einn milljarður króna, cif./2 Verð á rækju hefur lækkað • VERÐ Á pillaðri rækju hefur farið lækkandi á þessu ári og lækkað um allt að 30%. Pétur Bjarnason, for- maður Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda, segir að ástæður þessa megi rekja til minnkandi neyslu auk óróa á Bretlandmarkaði sem sé stærsta markaðs- svæði íslenskra rækjufram- leiðenda. Verð á Japans- og suðurækju hefur hinsvegar verið nokkuð stöðugt. Hann telur ekki hættu á að hrá- efnisbirgðir safnist upp hér á landi líkt og gerst hefur í Noregi./2 Bretar kaupa mjölið héðan • ÚTFLUTNIN GUR okkar á fiskirryöli og lýsi til Bret- lands jókst mikið fyrstu fjóra mánuði ársins. Nú í ár nemur mjölsalan héðan til Bretlands um 38.700 tonn, sem er um tvöfalt meira en eftir fjóra mánuði 1995. Innflutningur Breta á þessum afurðum frá Perú dróst hins vegar mikið saman. Hann var nú aðeins 13.400 tonn á móti 37.300 í fyrra. Skýringa á þessu er meðal annars að leita í tíma- bundnu veiðibanni í Perú og mikilli veiði á loðnu hér við land. Norðmenn koma næstir okkur í mjölsölu til Bretlands og eru nú með 26.500 tonn, sem er lítilsháttar aukning frá síðasta ári. Innflutningur á mjöli og lýsi til Bretlands í janúar - apríl 1996 Frá: Tonn: lslandi| Noregi| Perúi Danmörku^ll 4.718 írlandil 3.891 ChíieU 2.138 Öðrum ríkj. 38.748| 13.163 SAMTALS: 102.498 tonn Kallarnir skemmtilegir • KATRÍN Kristjánsdóttir, 23 ára læknisfræðinemi úr Reykjavík lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. I sumar starfaði hún í tvo mánuði sem veiðieftirlits- maður á Flæmskahattinum um borð í Gissuri ÁR frá Þorlákshöfn. Katrín hefur aldrei áður verið til sjós og segist ekki hafa fundið fyrir sjóveiki og fannst starfið skemmtilegt og spennandi. „Eg var líka heppin að lenda um borði í Gissuri því kall- arnir um borð voru mjög skemmtilegir og reyndust mér vel,“ segir hún./7 Of mikil menntun? • MENNTUNARKRÖFUR til vélsljóra til sjós eru of miklar, að mati Sigurðar R. Stefánssonar, vélsljóra og útgerðarstjóra Þormóðs ramma á Siglufirði. Hann segir vélstjórnunarnám of langt og leiða til þess að útskrifaðir vélstjórar vilji síður vinna til sjós./8 Norðmenn selja mikið af þorski Innfluttur þorskur til Bretlands í janúar - apríl 1996 Frá: Tonn: Noregi Færeyjum Rússlandi íslandi Danmörku Öðrum ríkjum SAMTALS: 35.622 tonn • BRETAR hafa aukið inn- flutning sinn á þorski í ár. Fyrstu 4 mánuði ársins nam þessi innflutningur 35.600 tonn en 32.200 í fyrra. Norð- menn eru langstærstir í þessum viðskiptum með 10.000 tonn, en voru með 6.100 í fyrra. Hlutur okkar er 5.500 tonn, sem er 1.000 tonnum minna en í fyrra. Ólík staða þorskstofna við ísland og Noreg ræður mestu um þessar breyting- ar./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.