Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 C 3 Bók Rögnvalds Hannessonar um þorskveiðar og velmegun við Norður-Atlantshaf FISKISTOFNAR í Norður-Atlants- hafi geta ekki staðið undir kröfum um síbatnandi lífskjör og því verða lönd á svæðinu að finna sér og treysta á aðra undirstöðuatvinnu- vegi, segir Rögnvaldur Hannesson, prófessor við Verslunarháskóla Noregs í Bergen, en brátt mun koma út bók eftir Rögnvald þar sem hann fjallar um vanda þeirra landa og héraða við Norður-Atlantshaf sem byggja afkomu sína á sjávarút- vegi. Rögnvaldur segir að vandi hér- aða og þjóðlanda við Norður-Atl- antshaf sé fólginn í því að flestir fískistofnar séu löngu fullnýttir og sumir ofnýttir. Það sé því útilokað að fískveiðar geti staðið undir sí- batnandi lífskjörum í þessum lönd- um og héruðum. „Aukin vinnsla sjávarafurða get- ur það ekki heldur. í fyrsta lagi er það náttúrulega takmarkað hvað hægt er að vinna úr takmörkuðu magni af físki. í öðru lagi er fískur- inn verðmætastur þegar hann er nýkominn upp úr sjó. í þriðja lagi getur fískvinnslan ekki staðið undir sérlega háum launum. Fiskvinnslan keppir við matvæli, þar á meðal físk, sem unnin eru af fólki sem yfírleitt hefur mjög lág laun og það er takmarkað hvað hægt er að auka framleiðni vinnuafls í fisk- vinnslu. Ein ástæða þess að það borgar sig hugsanlega að flytja físk frá Noregi til vinnslu á Islandi er sú að launakostnaður í fískvinnslu á Islandi er verulega miklu lægri en í Noregi. Það liggur í hlutarins eðli að láglaunaiðnaður getur ekki stað- ið undir batnandi lífskjörum," segir Rögnvaldur. Nýfundnaland hefur verið lengst í vanda Rögnvaldur segir að Nýfundna- land hafí lengst staðið frammi fyrir þessum vanda. Fjárfest hafí verið í mörgum og dýrum skipum eftir að 200 mílna landhelgi kom til sög- unnar og margir gert sér vonir um betri tíma. Það hafi ekki gengið eftir, veiði hafi orðið mun minni en reiknað var með, þrátt fýrir nokkuð varkára veiðistjórnun. „Þegar í óefni var komið árið 1990 var lagt til að leyfilegur há- marksafli yrði skorinn verulega nið- ur. Það var ekki gert til að fólk missti ekki atvinnuna í tugþúsunda tali. Þetta kann að hafa valdið end- anlegu hruni stofnsins og þorsk- veiðar bannaðar með öllu 1992.“ Kanadamenn greiddu fólki á Nýfundnalandi atvinnuleysisbætur og Rögnvaldur segir að jafnvel megi kenna þessum greiðslum um það hvemig fór. Á Nýfundnalandi hafi verið um 15.000 sjómenn en framleiðni sjávarútvegsins hafí ver- ið mun minni en á íslandi þar sem sjómenn eru rétt liðlega 6.000. „Þjóðarframleiðsla Nýfundna- lands er ekki nema rúmur helming- ur af því sem er á íslandi. Lífskjör- in era þó sambærileg og mismunur- inn er jafnaður með styrkjum frá Kanada. íbúar Nýfundnalands eru fyrir löngu komnir fram úr þeim fólksfjölda sem hægt er að fram- fleyta með góðum lífskjörum á grundvelli þeirra náttúruauðlinda sem landið hefur úr að spila. Þar hefur ekki tekist að stofna til nýs undirstöðuatvinnuvegar svo teljandi sé þótt Nýfundnaland sé hluti af stærri ríkisheild með þeim mark- aðsmöguleikum sem því fylgja,“ segir Rögnvaldur. Óstjórn í Færeyjum Rögnvaldur segir að óstjórnin í sjávarútvegsmálum Færeyinga eigi sér svipaðar rætur. Sett hafi verið í gang viðurhlutamikið sjóða- og niðurgreiðslukerfi í sjávarút- veginum en útgerðarmenn hafi haft veruleg áhrif á útfærslu þessa kerfis og með tímanum hafi ríkis- sjóður Færeyja orðið eins og al- menningsauðlind, sem útgerðar- menn hafi reynt að tæma eftir Flestir fiskistofnar eru löngii fullnýttir en úr sjávarútvegi. Það er ekki óhugsandi, að svo geti orðið; ferða- mannaþjónusta fer vaxandi, það er verið að byggja nýtt álver, og ýmis iðnaðarframleiðsla hefur vax- ið upp kringum sjávarútveginn. Mér sýnist hins vegar, að það sé alveg óvíst, hvort þetta er nóg til að innleiða nýtt vaxtartímabil á íslandi, ekki síst með tilliti til áframhaldandi fólksfjölgunar.“ Rögnvaldur Hannesson, prófessor við Verslunarháskóla Noregs í Bergen, flutti nýlega hér á landi fyrirlestur sem hann kallar Þorskveiðar og efnahagsleg velmeg- un við Norður-Atlantshaf. Hann segir Helga Mar Amasyni að hann sjái fá góð teikn á lofti í framtíð íslensks sjávarút- vegs. Eigi lífskjör að halda áfram að batna á Islandi verði hagvöxtur að koma annars staðar frá en úr sjávarútvegi. Rögnvaldur Hannesson prófessor megni, rétt eins og fiskimiðin. „Eins má segja að styrkjakerfið í Noregi hafí verið af svipuðum toga meðan það var og hét. Norð- menn höfðu olíuauðinn til að borga brúsann og það má sjá mikla fylgni á milli olíuverðs og stuðnings við sjávarútveginn. Annars er sjávarút- vegsstefna Norðmanna ekki ósvip- uð og í Færeyjum og á Nýfundna- landi, það er að hún er að verulegu leyti byggðastefna. Þetta hefur þó ekki komið jafnharkalega niður á þorskinum í Noregi enda skilyrði frá náttúrannar hendi verið góð og aflatakmarkanir markvissar. Áhugi Norðmanna á friðun físka hefur þó ekki alltaf verið jafn mik- ill. í upphafi níunda áratugarins veiddu þeir jafnmikið umfram kvót- ans, sem þeir höfðu samið um við Sovétmenn í Barentshafí, og íslend- ingar hafa veitt í Smugunni síðustu árin,“ segir Rögnvaldur. Þorskstofnar alls staðar lélegir Rögnvaldur setur í upphafi bók- ar sinnar fram tvær tilgátur. Sú fyrsta er, að 200 mílna landhelgi íslendinga hafi bætt ástand fiski- stofna. Hin er sú, að þær þjóðir, sem eiga mest í húfi, hafi farið best með sín fískimið. „Ef við lítum á ástandið í þorsk- veiðum við Norður-Atlantshaf, er satt að segja ekki auðvelt að finna þessum tilgátum stað. Stofnarnir við Nýfundnaland eru hrandir. Stofninn við Færeyjar hefur aldrei verið minni, og fyrir tveimur áram lögðu fiskifræðingar til, að hann yrði friðaður, sem þó var ekki gert. Stofninn í Barentshafi er í sæmi- legu ásigkomulagi eins og er, en var í lágmarki um 1990, og afli úr honum var mun meiri en nú áður en 200 mílna landhelgin kom til sögunnar. Þorskafli af íslandsmiðum hefur aldrei verið meiri en um miðjan sjötta áratuginn, og síðan hefur hann verið á stöðugri niðurleið. Islendingar kvörtuðu undan rá- nyrkju útlendinga í tveimur þorskastríðum, en hafa sjálfir ekki farið betur með sín fiskimið en svo, að þorskafli þeirra hefur ekki verið meiri síðustu árin en hann var á miðjum sjötta áratugnum, þegar íslendingar tóku einungis helming þorskaflans við ísland. Fram á síðustu ár var oftast leyfð- ur mun meiri afli en fiskifræðingar töldu ráðlegt, og reyndar mátti litlu muna að svo yrði gert eina ferðina enn síðastliðið vor,“ segir Rögn- valdur. Framleiðnin meiri hér Rögnvaldur segir að Islendingar hafi á hinn bóginn borið gæfu til að ná meiri framleiðni í sínum sjáv- arútvegi en Nýfundnalendingar, Færeyingar og Norðmenn. Afla- magn á Islandi sé í grófum dráttum sambærilegt við aflamagnið á Ný- fundnalandi og í Noregi. „Framleiðni í íslenskum sjáv- arútvegi er mun meiri en í Noregi og á Nýfundnalandi, og rannsókn- ir Guðmundar Magnússonar og Tryggva Þórs Herbertssonar gefa til kynna að hún sé einnig mun meiri en í Færeyjum. Þetta á með- al annars rætur að rekja til kvóta- kerfisins, sem án efa hefur komið í veg fyrir óþarfa fjölgun skipa og sjómanna." Stjórnmálamenn hafa brugðist Er þetta til staðfestingar á því, að veiðum við ísland sé betur stjórnað vegna þess að íslendingar eigi meira í húfí en aðrir? Hefur íslendingum tekist að koma í veg fyrir ofijölgun fískiskipa og sjó- manna vegna þess að þeir eiga engan ríkan frænda í Kanada eða annars staðar, sem gæti borgað brúsann og séð til þess að sjómenn hefðu háar tekjur enda þótt fram- leiðnin væri lág? „Ég er alls ekki viss um það. Kannski hafa íslendingar bara ver- ið heppnir. Á Islandi var, með fáum undantekningum, full atvinna allt frá stríðsárunum og fram í byijun þessa áratugar. Það var aldrei nein freisting fyrir hendi á íslandi til að nota sjávarútveginn sem at- vinnubótavinnu og fjölga sjómönn- um úr hófi fram. Kvótakerfinu svonefnda var ekki komið á sem hluta af heildar- stefnu í efnahagsmálum til þess að auka hagvöxt og velmegun á Islandi, heldur var það í upphafi neyðarráðstöfun til eins árs, en síðan hefur það þróast stig af stigi. Alþingi og stjórnmálaflokkarnir hafa að mínum dómi brugðist for- ystuhlutverki sínu í þessu máli, enda eru stjórnmálaflokkarnir flestir ef ekki allir þverklofnir í þessu kannski mesta hagmsuna- máli þjóðarinnar. Stefnumótunin hefur i staðinn verið í höndum sjáv- arútvegsráðherra og hagsmuna- samtaka útgerðarmanna," segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að íslendingar séu nú komnir að þáttaskilum í efnahagsþróun eftirstríðsáranna. Verðbólgan sé úr sögunni, en það sé ekki lengur full atvinna í land- inu í þeim skilningi, sem áður var lagður í það hugtak. „Þeir tímar koma heldur ekki til baka í náinni framtíð. Alvar- legra er að nú hefur tekið við stöðnun í efnahagslífinu. Þjóðar- framleiðslan stóð því sem næst í stað frá 1987 og fram á síðustu ár. Samtímis fjölgaði fólkinu og þjóðarframleiðslan á mann er nú ekki meiri en hún var 1987, fyrir nær tíu árum. Þetta er lengsta stöðnunartímabil, sem hefur komið á íslandi síðan kreppunni lauk,“ segir Rögnvaldur. Fá góð teikn á loftl Hvert verður þá framhaldið? „Ég sé fá góð teikn á lofti. Sá hagvöxtur, sem verið hefur á ís- landi síðustu árin, á að verulegu leyti rætur að rekja til úthafsveiða. Þær smugur, sem enn er ólokað á úthafinu, eru ekki ótæmandi og gætu lokast fyrr en varir. Þær gefa ekki grandvöll fyrir varanleg- um hagvexti á íslandi. Ef hagvöxt- ur á að geta haldið áfram á ís- landi og lífskjörin að batna, verður hann að koma annars staðar frá Margir fengið happ- drættisvmninga En hvað verður þá um sjávarút- veginn á tímum efnahagslegrar stöðnunar og landlægs atvinnu- leysis? Eiga íslendingar eftir að falla fyrir sömu freistingum og Norðmenn, Kanadamenn og Fær- eyingar og koma fólki fyrir í sjáv- arútveginum til að það hafi eitt- hvað að gera? „Reynslan af því, hvernig kvóta- kerfíð hefur verið framkvæmt, gæti bent til þess. Margir þeir, sem hafa fengið stærstu happdrætti- svinningana í kvótakerfinu, era í röðum svonefndra smábátaeig- enda. Þeir hafa lengst af verið meira og minna utan við kerfið og eru ekki komnir endanlega inn í það enn. Smábátar hafa aukið afla- hlutdeild sína í þorskveiðum frá 3% upp í 13% þau árin sem kvóta- kerfið hefur verið í gangi. Smábátamenn höfða til samúðar almennings og þingmenn finna af þeim atkvæðalykt, enda fjölmenna þeir á þingpalla þegar fiskveiði- stefnan er til umræðu. Það verður þó ekki fram hjá þeirri staðreynd komist, að ekki verður meira af físki í sjónum þótt bátunum sé fjölgað, nema síður sé, hvort sem bátarnir eru stórir eða litlir.“ IMáttúran setur takmörk „Ef sá kosturinn verður tekinn að riðla kvótakerfinu og hleypa fleiram inn í sjávarútveginn, verð- ur það vafalaust orðað svo, að það verði að leyfa mönnum að bjarga sér. Fyrir þjóðina í heild gæti það orðið dýrkeypt björgun. Náttúran setur því takmörk hvað hægt er að veiða mikið af fiski, og það skapast engin ný verðmæti við að veiða hann með fleiri bátum og sjómönnum en þörf er fyrir. Of- fjölgun í sjómannastétt kæmi ein- ungis í veg fyrir að menn leituðu nýrra ráða við að bjarga sér og brydduðu upp á nýrri atvinnustarf- semi í landinu. Slík stefna væri öraggasta leiðin til að íslendingar drægjust enn frekar aftur úr öðrum þjóðum, hún hefði sér ekkert annað til ágætis en að fátæktinni yrði kannski skipt jafnt niður. Ef svo illa horfir, að fátt eitt af nýrri starfsemi getur þrifíst í landinu, þá væri það þjóð- inni fyrir bestu að henni fjölgaði ekki meira en orðið er og fólk flytt- ist heldur úr landi eins og gerst hefur í Færeyjum og hefði fyrir löngu átt að gerast á Nýfundna- landi,“ segir Rögnvaldur Hannes- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.