Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 C 7 „Alltaf nýrakaðir“ KATRÍN Kristjáns- dóttir, 23 ára læknis- fræðinemi úr Reykjavík lætur sér ekki allt fyrir bijósti brenna. í sumar starfaði hún í tvo mánuði sem veiðieft- irlitsmaður á Flæmska hattinum um borð í Gissuri ÁR frá Þorlákshöfn. Katrín hefur aldrei verið til sjós og seg- ist ekki hafa fundið fyrir sjóveiki og fannst starfið skemmtilegt og spennandi. „Mig vantaði sumar- vinnu og sótti um og fékk starfið. í kjöl- farið fór ég á undir- búningsnámskeið hjá Hafrannsóknastofnun,“ segir Katrín og segir að það hafi gengið mjög vel. „Eg var líka heppin að lenda um borði í Gissuri því karl- arnir um borð voru mjög skemmti- legir og reyndust mér vel.“ Skipstjórinn betri læknlr Katrín segir starf sitt vera að mestu fólgið í að fylgjast með aukaafla skipsins því hann megi ekki fara yfir 5%. Hún segir auk þess að í starfinu felast ýmsar mælingar og gagnasöfnun fyrir Hafrannsóknastofnun, þar á meðal mælingar á fiski og rækju auk nákvæmrar kyngreiningar á rækju. Hún segist þó ekki hafa þurft að grípa til læknisfræðikunn- áttunnar um borð. „Hún er nú ekki svo mikil ennþá og ég held nú að skipstjór- inn sé betur til þess fallinn í flestum til- vikum.“ Til í að fara aftur Katrín segist al- veg geta hugsað sér að fara aftur í eftir- litsstarfið næsta sumar. „Mér leiddist aldrei á meðan ég var um borð. Þetta er bara eins og önn- ur vinna að öðru leyti en því að maður er svo lengi að heim- an. Það er skemmti- leg reynsla að búa svona lengi með sama fólkinu og spennandi að prófa eitthvað nýtt. Skipveijarnir tóku mér líka mjög vel. Þeir sögðu að það væri nauð- synlegt að hafa kvenmann um borð því þeir voru alltaf nýrakaðir og mjög snyrtilegir,“ segir Katrín. Katrín segir að veiðin hafi geng- ið fremur illa hjá flestum skipunum á Flæmingjagrunni. „Þeir höfðu áhyggjur af því lengi framan af að ég yrði með hærri laun en þeir eftir túrinn,“ segir Katrín. Kári Guðjónsson hjá Fiskistofu segir að þar á bæ séu menn mjög ánægðir með störf Katrínar, hún hafi sinnt sínum störfum með prýði og staðið sig með miklum sóma. FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís KATRÍN Krisljáns- dóttir, veiðieftirlits- maður og læknis- fræðinemi. TIL SÖLU - TOPPEINTAK Mercedes Benz 200E, blágrár, ekinn 50.000 Bók fylgir, Topplúga, ABS, Sjálfskiptur, Central, Hleðslujafnari, Álfelgur, CD-kraftmagnari, Hlífðarpanna og margt fleira. Upplýsingar hjá Toyota, notaðir bílar, í síma 563-4400 Ab læra meira Sunnudagsblaöi Morgunblaðsins, 25. ágúst nk.,fylgir blaðauki sem heitir Að læra meira. í þessu blaði verður m.a. fjallað um fjölbreytta námsmöguleika, hvort sem um er að ræða tómstundaiðju, endurmenntun, símenntun eða starfstengt nám. Rætt verður við ráðgjafa, nemendur og kennara um nám fyrir alla aldurshópa og aðrar leiðir til að auðga andann. I’eiin, sem hafa áhuga á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12 mánudaginn 19. ágúst. Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Arnar Ottesen, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. - kjaroi uiálsim! - kjarni málsins! RADAUGÍ YSINGAR 1. vélstjóra vantar ísfisktogarinn Dala-Rafn VE, óskar eftir 1. vélstjóra á 1500 hestafla vél. Skipið stundar togveiðar og landar í gáma og siglir. Upplýsingar í síma 852 2249. Til sölu • Tyborön botntoghlerar, 7 m, 1800 kg. • FURUNA Color Net Recorder, model CN-22, type CN-2210-40 með höfuðlínu- stykki. • SCANMAR C-604 með aflanema og hleðslutæki. • GPS Navigator (Koden KGP-97). • Migatronic LDE-250 rafsuðuvél (220-380 W). • Baader 44 ásamt hausara. Upplýsingar í síma 897 7957 og 897 0846. Fiskverkunarhús Til sölu eða leigu 750 fm fiskverkunarhús + 100 fm grunnur á Suðurnesjum. Upplýsingar gefur P. Sturluson ehf., sími 588 9550, fax 588 9551. KVtilTABANKINN Til leigu þorskur og karfi Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Fiskiskip Til sölu er Vörðufell GK 205, skrn. 1631, sem er 30 tonna stálbátur, smíðaður í Bátalóni 1982, með nýupptekinni Volvo Penta aðal- vél, árg. 1982, 260 ha. Vörðufell selst með allri aflahlutdeild í þorski, ýsu, ufsa, karfa, kola og Eldeyjarrækju, skv. úthlutun Fiski- stofu fyrir fiskveiðiárið 1996-1997. Skipasalan Bátar og búnaður, Barónsstíg 5, sími 562 2554, fax 552 6726. ATVINNUHÚSNÆÐI Vinnsluhúsnæði með frystingu Framleiðslufyrirtæki á Suðurlandi óskar eftir fiskvinnsluhúsnæði til leigu eða kaups, sam- þykkt af Fiskistofu með aðstöðu til frystingar. Upplýsingar í símum 894 4405 og 483 3491, Árni. Kvóti Höfum úrval af þorskaflahámarki krókaleyfis- báta til afgreiðslu strax, einnig þorsk og fleiri tegundir í aflamarki stærri skipa. Látið skrá kvótann hjá okkur, þar eruð þið í öruggum höndum. Við erum tryggðir og með lögmann á staðnum. Elsta kvótamiðlun landsins. Þekking - reynsla - þjónusta. Skipasala - kvótamarkaður, Bátar og búnaður, Barónsstíg 5, sími 562 2554, fax 552 6726.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.