Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG MIDVIKUDAGUR 14. AGÚST1996 FRAMLEITT FYRIR RÚMAN MILUARÐ • GÓÐUR gangxir hefur verið hjá Fiskimjölsverksmiðju Vinnslu- stöðvarinnar í V estmannae jjum þetta kvótaárið. Alls hefur verið unnið úr um 110.000 tonnum af hráefni og framleitt rajöl og lýsi fyrir meira en milljarð króna. Starfsmenn verksmiðjunnar gerðu sér því glaðan dag í tilefni þessa mikia áfanga. Sigurður Frið- björnsson, verksmiðjusljóri, segir þetta algjört met í sögu fyrirtækis- ins, enda hafi vinnslan gengið mjög vel. „það var góð síldveiði síðasta haust, sem skilaði sér vel til okkar, við tókum á móti 63.000 tonnum af loðnu á vetrarvertíð- inni, sem er met hjá okkur. Þá fengum við 12.000 tonn af síld úr síldarsmugunni f vor og loks erum Morgunblaðið/Sigurgeir við búnir að taka á móti 20.000 tonnum af loðnu f sumar, sem er óvenjulega mikið á þessum árs- tíma. Þá hefur gengið þokkalega vel að selja afurðimar, en verð á lýsi hefur reyndar lækkað töluvert í sumar. Verð á mjöli hefur verið stöðugara svo maður þarf ekki af kvarta yfír ganginum," segir Sig- urður. Of miklar kröfur gerðar til vélsfjóra fiskiskipa? MENNTUNARKRÖFUR „Ásjónumgildaönnurlög íw vegna öryggisástæðna“ j ramma á Siglufirði. Hann segir vélstjórnunarnám of langt og leiða til þess að * útskrifaðir vélstjórar vilji síður vinna til sjós. Sigurður segir að frá og með síðasta .! hausti hafi verið mjög erfitt að fá vél- , stjóra í afleysingatúra. „Skýringin er kannski helst sú að það hefur verið j meira að gera í smiðjunum. Vélstjórar verða ekki vélfræðingar fyrr en þeir I eru búnir að vera ákveðinn tíma í smiðju og taka ákveðinn siglingatíma ; á milli bekkja til að öðlast ákveðin rétt- ' indi. Verklegi þáttur kennslunnar er hins ; vegar nánast enginn og engar kröfur ! eru gerðar til nýrra nemenda í Vélskó- ' lanum aðrar en að nemendur hafi ná 18 ára aldri og klárað skyldunám. Það hefur sýnt sig að eftir námið hefur sjaldnast reynt fyllilega á það hvort ) vélstjórarnir hafa einhvern áhuga á því i yfirhöfuð að vera til sjós,“ segir Sigurð- ur. Mætti aðskilja námið Sigurður segir að breyta mætti námi vélstjóra með því að aðskilja nám sjó- vélstjóra og vélfræðinga. „Til dæmis Imætti hafa sameiginlegt bóklegt nám fyrir báðar brautir þar sem farið er almennt í gegnum skipskerfi, það er < að segja frystibúnað, rafmagnsbúnað | og svo framvegis. Eftir þessi tvö ár eru nemendurnir sendir til sjós og þeir sem gætu hugsað sér að starfa til sjós sem vélstjórar gætu þá haldið áfram í sjóvélstjórnunarnámi. Hinir gætu farið inn á braut sem væri undirbúningur fyrir véltæknifræði eða vélaverkfræði. Með svona skipt- ingu held ég að við fengjum betri sjó- vélstjóra og jafnari fjölda vélstjóra sem útskrifast á ári hveiju. I dag er verið að útskrifa um tíu vélstjóra eftir fimm ára nám og kannski aðeins einn af þeim reiðubúinn að fara til sjós. Ekkl eins miklar kröfur til landvélstjóra Á sama tíma er verið að herða kröf- ur til vélstjóra um borð í skipum og sífellt tekið harðara á undanþágum. Auðvitað þurfa vélstjórar eins og aðrir einhverja vernd á sínu starfi en ég er nú þeirrar skoðunar að lögverndun vélstjóra á skipum hafi að vissu leyti snúist gegn sjálfri sér. Það virðast ekki vera gerðar eins miklar kröfur til manna sem sinna til dæmis vélavörslu í frystihúsum. Þar eru frystiskápar með milljóna verðmætum líkt og í frystitogurum, þrátt fyrir það virðist vera í lagi að taka ómenntaða menn í vélstjórastöður í landi," segir Sigurður. „Það er óþarfi að mínu mati að menntun sjóvélstjóra sé komin upp á háskólastig. Mér finnst námið og lengdin á því orðin allt of mikil. Eins er með námsefnið í skólanum. íslend- ingar eiga stærstu og öflugustu frysti- togara sem til eru. Samanborið við fry- stikerfin, sem eru komin í þessi skip í dag, er kennt á ísskápa í vélskólanum. Yfirferðin á námsefninu er slík að það er tekið á öllu en hvergi farið nógu djúpt í málin til menn öðlist nógu góð- an skilning á viðfangsefninu,“ segir Sigurður. Atvinnuástand að lagast Jóhanna Eyjólfsdóttir, skrifstofu- stjóri Vélstjórafélags íslands, segir það vissulega rétt að miklar menntunar- kröfur séu gerðar til vélstjóra. Vél- stjórafélagið hafi vakið athygli á því með að bera menntun íslenskra vél- stjóra saman við aðrar stéttir hérlendis. „Þetta er fjölmenntað og mjög fjöl- hæft fólk. Atvinnuástand hefur hins- vegar verið að lagast og kannski kann það að vera ástæðan fyrir því að erfið- ara er að manna skipin enda hef ég trú á að það sé ekki langt síðan að á þessu fór að bera. Hvað vélstjóra í landi varðar þá er það algerlega undir vinnu- veitandanum komið hvort að hann ræður menntaðan mann í stöðuna eða ekki. Á sjónum gilda önnur lög vegna öryggisástæðana og það er krafa frá þessum menntuðu mönnum að ekki séu gefnar út undanþágur fyrir ómenntaða vélstjóra," segir Jóhanna. FÓLK Aki Askelsson markaðsstjóri í Slippnum • ÁKI Áskelsson rekstrar- tæknifræðingur hefur verið ráinn markaðsstjóri hjá Slipp- stöðinni hf. á Akureyri. Áki lauk 4. stigi Vélskóla íslands 1978 og sveinsprófi í vélvirkj- un 1979 hjá skipasmíðastöð- inni Skipavík hf. í Stykkis- hólmi. Næstu árin starfaði hann sem vélvirki hjá Skipavík og sem vélstjóri bæði á fiski- bátum og millilandaskipum hjá Sambandi Islenskra Samvinnu- félaga, skipadeild. Síðar fór hann til náms í Odense Teknikum í Danmörku og tók þar BS-próf í rekstrartæknifræði. Að námi loknu hóf hann störf sem verk- efnastjóri hjá Skipavík hf. og síðar sem útgerðarstjóri hjá Skagstrendingi hf. á Skaga- strönd. Síðastliðin ár hefur Áki starfað sjálfstætt og sem kennari við Verkmenntaskól- ann á Akureyri, á viðskipta- og tæknisviði. Sambýliskona hans er Herdís Þorgríms- dóttir kennari. Áki Áskelsson Nýir menn í stjórn Togaraútgerðarinnar • NÝSTJÓRN hefurverið kjörin hjá Togaraútgerð ísa- fjarðar. Á aðalfundi félagisns voru eftirtaldir kosnir í stjórn: Bjarni Bjarnason og Gunnar Birgisson fyrir hönd Olíufé- lagsins hf., Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri á ísafirði, fyrir hönd bæjarsjóðs ísafjarð- ar, Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vest- fjarða, fyrir hönd verkalýðsfé- lagsins Baldurs og Kristján G. Jóhannsson fyrir hönd Gunnvarar hf. Togaraútgerð ísafjarðar hf. var að forminu til stofnuð fyrir 40 árum þó virk starfsemi hafí ekki verið nema frá árinu 1990. Fyrir- tækið gerir út rækjufrystiskip- ið Skutul ÍS og er Örn Stef- ánsson skipstjóri á því. Hlut- hafar í Togaraútgerð ísafjarð- ar hf. eru 62 að tölu og nemur hlutafé rúmum 56,2 milljónum króna. Stærstu hluthafarnir eru Olíufélagið hf., Gunnvör hf., bæjarsjóður ísafjarðar, verkalýðsfélagið Baldur og Magnús Reynir Guðmunds- son, sem einnig er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Rússar koma aftur til Vopnafjarðar •GERT ER ráð fyrir að Rúss- ar haldi áfram að landa ísfiski hjá Tanga hf. á Vopanfirði í haust. Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri, segir að líklega muni rússneski ísfisk- togarinn Makyevka halda áfram að landa ferskum fiski á Vopnafirði í haust en skipið hefur verið í slipp að undan- förnu. Reiknaði Friðrik með að það kæmi með fyrsta farm- inn til Vopnafjarðar nú í lok ágúst. Hann segir ekki ákveð- ið hvort aðeins verði um þetta eina skip að ræða en það geti vel farið svo að annað skip landaði einnig afla sínum á Vopnafirði. Maykevka landaði þrisvar sinnum á Vopnafirði i vor og þótti fiskurinn úrvals hráefni og gekk vinnsla hans vel. Tangi hefur einnig keypt nokkuð af heilfrystum Rús- safiski og segir Friðrik auð- velt að fá frystan fisk í vinnsl- un þar sem nóg framboð sé af honum. Frystihús Tanga hf. er nú lokað vegna sumarleyfa en loðnubræðslan hefur verið í fullum gangi undanfarnar vik- ur. Pönnusteikt smá- lúða með hvítlauks- ristuðum rækjum LUÐAN er afbragðs matfiskur, bæði stór og smá. Smálúðuflök eru til dæmis alveg sérstakt lostæti og gRTPJMMBRBBj má matreiða þau á ýmsan hátt. Hin ■IAá síðari ár hefur matreiðslan stöðugt orðið fjölbreyttari og vinsældir lúðunnar því aukizt. Það er Brynjólfur Sigurðsson, kokkur á Kringlu- kránni, sem leiðbeinir iesendum Versins að þessu sinni við matseldina, en þrátt fyrir breytingar á Borgar- kringlunni er Kringlukráin opin eftir sem áður. í þenn- an rétt, sem Brypjólfur kallar Pönnusteikta smálúðu með hvítlauksristuðum rækjum, og er fyrir fjóra, þarf: 600 til 700 gr smálúðuflök Hveiti Salt Pipar Hvítlauksduft 200 gr rækjur 30 til 40 gr smjörlíki Veltið lúðunni upp úr hveiti. Setjið smjörlíki á pönnu og hitið pönnuna vel. Steikið fiskinn í um það bil eina og hálfa mínútu á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar. Takið fískinn af og seljið rækjurnar á pönnuna og snöggsteikið þær við góðan hita í um það bil eina mínútu og sáldrið hvítlauksduftinu yfir. Meðlæti er eftir smekk, til dæmis ferskt salat með dressingu, soð- in hrísgrjón eða soðnar kartöflur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.