Morgunblaðið - 14.08.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.08.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JltogutiiiIiiMto D 1996 MIOVIKUDAGUR 14.ÁGÚST BLAÐ KNATTSPYRNA Reuter Blindur kylfingur fór holu í höggi KYLFINGURINN Graham Salmon frá Englandi gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í annað sinn á ferlinum nú fyrir skömmu. Það væri e.t.v. ekki í frásögur færandi ef Salmon hefði ekki þjáðst af hvítblæði á undanförnum árum og væri auk þess algjörlega blindur á báðum augum. Salmon missti sjónina tveggja ára að aldri og hefur því aldrei séð golfbrautir, kylfur né kúlur en það hefur þó ekki aftrað honum frá því að stunda þessa skemmtilegu íþrótt af miklum krafti síðustu ár. Golfið er þó ekki eina iþróttin, sem Salmon hefur reynt fyrir sér í því hann er mikill afreks- maður á hlaupabrautinni, prýðisgóður skiðamað- ur og þykir auk þess vel liðtækur bæði í knatt- spyrnu og krikkett. Kappinn undirbýr sig nú af krafti fyrir Opna breska meistaramótið fyrir blinda, sem fram fer á írlandi á næstunni, og mun hann svo halda á heimsmeistaramótið í blindragolfi í Tókýó i september. Þegar Salmon er spurður hvernig hann fari að því að leika golf blindur á báðum augum svarar hann: „Þetta er í rauninni mjög einfalt. Kylfusveinn stillir upp kúlunni, lýsir fyrir mér golfbrautinni, velur fyrir mig kylfu, beinir kylfu- hausnum að kúlunni og svo sé ég bara um af- ganginn." „Draumalið IV“ á heimsmeistaramótið ÞRÁTT fyrir óánægju margra körfuknattleiks- unnenda með að stjörnum bandarísku NBA- deildarinnar skuli vera leyfð þátttaka með lands- liðinu á stórmótum hyggst bandaríska körfu- knattleikssambandið engu að síður halda fast við þá ákvörðun að senda sitt sterkasta lið á heimsmeistaramótið í Aþenu. Margir halda þvi fram að spennan hafi algjör- lega horfið úr íþróttinni með tilkomu „Drauma- liða I, II og ID“ en Craig Miller, talsmaður bandariska körfuknattleikssambandsins, segir það einfaldlega fáránlegt að meina mönnum þátttöku á stórmótum fyrir það eitt að vera of góðir og muni því heimurinn bera augum „Draumalið IV“ í Aþenu. Sex úr 1. deild í bann SEX leikmenn úr 1. deild karla voru úrskurðað- ir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í gær og verða í leikbanni er 13. umferð verður leikin á föstudagskvöldið og á laugardag. Þetta er Ólaf- ur Stígsson, Fylki, Einar Þór Daníelsson, KR, Alexander Högnason, ÍA, Sigurður Grétarsson, Val og Leifursmennimir Baldur Bragason og Slobodan Milisic. Allir eru þeir úrskurðaðir í bann vegna fjögurra gulra spjalda sem þeir hafa fengið í undanförnum leikjum. Newcastle sigraði HANDKNATTLEIKUR Jón Kristjánsson þjálfari Valsmanna ekki hrifinn af því að fara til Úkraínu Nafnið hljómar vel LIÐ um gjörvalla Evrópu leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir komandi keppnistímabil. Þijú af þekktustu ensku liðunum voru í sviðsljósinu í gærkvöldi; New- castle, sem steinlá fyrir Man- chester United á Wembley á sunnudag (0:4)í leik um Góðgerð- arskjöldinn, sigraði Anderlecht í Belgíu, 2:1, með mörkum Faust- ino Asprilla og David Ginola en Man. Utd. tapaði hins vegar á heimavelli sínum, Old Trafford, 0:1 fyrir Inter Milan þar sem Chilebúinn Ivan Zamorano gerði eina markið. Þá tapaði Arsenal fyrir 3. deildarliði Northampton, 1:3 á útivelli. Arsenal rak stjór- ann Bruce Rioch í fyrradag vegna slakrar útkomu í æfinga- leikjum en það virtist ekki fara vel í fyrrum lærisveina hans. A myndinni að ofan er dýrasti knattspyrnumaður heims, Alan Shearer, kominn framhjá Suvad Katana hjá Anderlecht í gær. DREGIÐ var í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik í gær og má segja að tvö íslensku liðanna hafi verið tiltölulega heppin, KA og Stjarnan, en Valur og Haukar heldur óhepp- in. Valur mætir Schachtjor Donetsk frá Úkraínu, Haukar leika við Martve Tbilisi frá Ge- orgíu, Stjarnan við Hirschmann frá Hollandi og KA við Amiticia Zurich frá Sviss. Leikirnir fara fram 12. og 19. október. Eg veit akkúrat ekkert um þetta lið og sá sem sagði mér frá þessu gat ekki einu sinni borið nafn- ið fram,“ sagði Jón Kristjánsson, þjálfari Vals í gær. „Hvað segirðu? Nafnið hljómar vel,“ sagði hann síðan þegar búið var að segja hon- um að Valur ætti að mæta Shacht Donetsk frá Úkraínu. „í alvöru tal- að, þá er þetta enginn draumur, bæði dýrt ferðalag og sjálfsagt erf- iðir andstæðingar," sagði Jón. Þess má geta að Shacht Donetsk komst í úrslit í EHF-keppninni í fyrra, en tapaði fyrir Granolers frá Spáni. KA-menn geta verið nokkuð sátt- ir við að lenda á móti liði frá Sviss. „Þetta er flott, en ég veit ekki al- mennilega hvaða leikmenn eru í lið- inu. Ég veit að þetta verður erfitt og ég tel í fljótu bragði um helm- ings líkur á að komast áfram. Hand- boltinn í Sviss er á uppleið og þetta verður erfitt, það er alveg á hreinu," sagði Alfreð Gíslason þjálfari KA. Stjarnan var trúlega heppnust þegar dregið var í gær. „Ég get ekki verið annað en sáttur við þetta. Kostnaðurinn verður í lágmarki því það er varla hægt að fara rriikið styttra í þessari keppni, en því mið- ur hefur það oft verið höfuðverkur í handboltanum hversu dýrt er að koma sér í þessa leiki í Evrópu- keppninni," sagði Valdimar Gríms- son þjálfari Stjörnunnar í gær. „Þó svo Hollendingar hafi ekki verið með mjög sterkt landslið hafa þeir oft verið með sterk félagslið því það eru margir leikmenn frá gömlu Júgóslavíu sem leika þar. Síðast þegar ég lék gegn hollenska lands- íiðinu voru margir ungir og stórir strákar að koma inn í liðið. Ég veit samt ekki hversu sterkt þetta lið er, en við stefnum ótrauðir á að komast áfram,“ sagði Valdimar. „Er ekki allt í lagi að fara til Georgíu?" spurði Sigurður Gunn- arsson þjálfari Hauka og sagðist alls ekki ósáttur. „Ég held samt að þetta hljóti að vera frekar dýrt ferðalag og ég veit líka að þarna austurfrá eru sterk lið, en ég hef ekki hugmynd um hversu sterkt lið þetta er. Við Haukamenn tökum þessu vel og það vakir að sjálfsögðu fyrir okkur að komast áfram." KIMATTSPYRNA: FIMM MÖRK í SÍÐARIHÁLFLEIK OG ÍSLAND VANN MÖLTU 6:0 / D3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.