Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 183. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR15. ÁGÚST1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Indverjar hindra til- raunabann Genf. Reuter. INDVERJAR hindruðu í gær að drög að sáttmála um bann við kjarnorkutilraunum yrðu sam- þykkt á afvopnunarráðstefnu í Genf. Bandaríski sendiherrann Step- hen Ledogar sagði eftir fund nefndar, sem reyndi að ná sam- komulagi um bannið, að fulltrúi Indlands hefði hafnað því að drög- in yrðu lögð fyrir ráðstefnuna. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins kvaðst þó búast við því að lausn fyndist sem tryggði að hægt yrði undirrita sáttmálann en hann vildi ekki tjá sig um í hvetju sú lausn gæti falist. -----» ♦ ♦--- Yerk- smiðjuskip bönnuð? Seattle. Reuter. ALÞJÓÐLEGU umhverfisverndar- samtökin Greenpeace hefja í dag herferð fyrir banni við veiðum tog- ara sem vinna aflann um borð. Barbara Dudley, framkvæmda- stjóri samtakanna, kynnir her- ferðina í Seattle. „Nú þegar rek- netaveiðarnar hafa verið bannað- ar eru verksmiðjuskipin mesta ógnunin við fiskistofnana,“ sagði talsmaður samtakanna og bætti við að slík skip hentu óhemju magni af fiski sem ekki væri nýtt- ur. Reuter Bob Dole sigurviss BOB Dole kvaðst í gær vera fullviss um að repúblikanar myndu sameinast og bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Ráðgert var að Dole yrði til- nefndur forsetaefni repúblikana á flokksþingi þeirra í San Diego í nótt og Jack Kemp, fyrrver- andi húsnæðismálaráðherra, varaforsetaefni. Á myndinni er Dole á fundi með fyrrverandi hermönnum, sem börðust í síð- ari heimsstyrjöldinni, áður en hann hélt á flokksþingið. ■ Rætt um að bjóða Powell/20 Reuter KÝPUR-Grikki klifrar upp flaggstöng við varðstöð á hlutlausa svæðinu á Kýpur. Skömmu síðar var hann skotinn til bana. Arás á Kýpur- Grikki mótmælt Tyrkneskir hermenn skjóta á gríska Kýpurbúa á hlutlausa svæðinu Dherinia. Reuter. GRÍSKA stjórnin mótmælti í gær skotárás tyrkneskra hermanna í norðurhluta Kýpur á um 250 Kýp- ur-Grikki, sem réðust inn á hlut- laust svæði sem hefur skipt eyj- unni frá innrás Tyrkjahers árið 1974. Einn Grikki beið bana í árás- inni og fimm særðust, þrír Grikkir og tveir breskir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Grikkirnir réðust framhjá grísk- um lögreglumönnum við hlutlausa svæðið eftir útför Grikkja, sem Tyrkir börðu til bana á svæðinu á sunnudag. Sjónarvottar sögðu að einn Grikkjanna hefði orðið fyrir skoti í hálsinn þegar hann reyndi að draga niður tyrkneskan fána við varðstöð á svæðinu. Friðargæslu- liðar báru hann í sjúkrabíl og hann lést skömmu síðar. Maðurinn var frændi Grikkjans sem drepinn var á sunnudag. Þetta eru alvarlegustu átökin milli þjóðarbrotanna tveggja frá 1974. Óttast er að átökin magni enn spennuna milli Grikklands og Tyrklands, sem eiga bæði aðild að Atlantshafsbandalaginu, og tor- veldi tilraunir Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna til að stuðla að samkomulagi um sameiningu Kýp- ur. „Óréttlætanleg" árás „Þetta glæpsamlega athæfi hernámsliðsins á Kýpur er ögrun sem á sér ekki fordæmi,“ sagði Costas Simitis, forsætisráðherra Grikklands. Stjórn Kýpur-Grikkja kallaði öryggisráð sitt saman til skyndifundar og hvatti íbúana til að sýna stillingu. Sendimaður Sameinuðu þjóð- anna á Kýpur fordæmdi skotárás- ina og sagði hana „óréttlætan- lega“. Bresk stjórnvöld tóku í sama streng og bandaríska stjórnin hvatti yfirvöld á Kýpur til að koma í veg fyrir frekari mótmæli á hlut- lausa svæðinu. Enn barist í Grosní þrátt fyrir fréttir um vopnahlé Lebed veitt mj ög víðtækt umboð Moskvu, Grosní. Reuter. Reuter ÍBÚI Grosní gengur yfir rústir byggingar í miðborginni eftir átök rússneskra hersveita og tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, undirritaði í gær tilskipun þar sem hann veitti æðsta öryggisráðgjafa sínum, Alexander Lebed, mjög víð- tækt umboð til að leiða deiluna um Tsjetsjníju til lykta. Rússneskir her- menn og tsjetsjenskir aðskilnaðar- sinnar börðust enn á götum Grosní og tilraunir til að koma á vopnahléi báru ekki árangur. Samkvæmt tilskipun Jeltsíns fær Lebed umboð til að „samhæfa að- gerðir stofnana rússneska fram- kvæmdavaldsins" og nefnd, sem skipuð hafði verið til að leiða deiluna til lykta, var leyst upp. Formaður nefndarinnar var Viktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra. Fregnir hermdu að Anatolí Tsjúbajs, skrif- stofustjóri forsetans, hefði lagst gegn tiiskipuninni þar sem hann teldi að Lebed fengi of mikil völd. Heimildarmaður í rússneska ör- yggisráðinu sagði að Lebed færi til Tsjetsjníju í dag til að ræða við rúss- neska embættismenn og stjórnina í Grosní, sem nýtur stuðnings ráða- manna í Kreml. Lebed sagði í viðtali við CNN- sjónvarpsstöðina að hann vonaðist til að ná friðarsamkomulagi, sem byggt yrði á samningum sem gerðir voru við leiðtoga Tsjetsjena í júní. Hann viðurkenndi þó að friðarum- leitanirnar yrðu mjög erfiðar þar sem öfl í Moskvu vildu af einhveijum ástæðum að stríðið héldi áfram. „Margir hagnast á þessu stríði," sagði hann. „I raun er stríðið háð á tveimur vígstöðvum." Krafa um sjálfstæði hindrar samkomulag Þrátt fyrir misvísandi fréttir um að samkomulag hefði náðst um vopnahlé héldu bardagarnir áfram í gær en þeir voru þó ekki eins harð- ir og dagana áður. Konstantín Púlíkovskí, yfirmaður rússnesku hersveitanna í Tsjetsjníju, neitaði staðhæfíngum aðskilnaðar- sinna um að hann hefði samið um vopnahlé á fundi með Aslan Mask- hadov, formanni herráðs aðskilnað- arsinna, á þriðjudag. Hann kvaðst aðeins hafa samþykkt að gefa her- sveitunum fyrirmæli um að gera ekki árásir á aðskilnaðarsinnana nema á þær yrði ráðist. Púlíkovskí sagði að Maskhhadov hefði haldið til streitu kröfunni um að Tsjetsjníja yrði sjálfstætt ríki og sú afstaða stæði í vegi fyrir friðar- samkomulagi. Alnetið betra en eiginmað- urinn London. The Daily Telegraph. ALNETIÐ getur verið jafn vanabindandi og fíkniefni, áfengi og fjárhættuspil og kon- ur og atvinnulaust fólk er í mestri hættu. Kemur það fram í skýrslu, sem lögð var fram á ársfundi bandarískra sálfræð- inga. Á fundinum var sálfræðing- unum sagt frá konu, sem farið hefði að leika sér á alnetinu og fyrr en varði verið komin í kynni við fjölda fólks. Þessi samskipti ollu því, að henni fór að fínnast hún eftirsótt og aðlaðandi og að lokum var svo komið, að hún var á alnetinu í allt að 12 klukkustundir á dag. Þá var hún að sjálfsögðu hætt að elda og þrífa, svo ekki sé talað um að leika golf með eiginmanninum, sem fannst nú komið nóg. „Það er annaðhvort ég eða tölvan,“ sagði hann við konu sína og nú eru þau skilin. Við rannsóknina voru bornir saman alnetsfíklar og venju- legir notendur og kom þá í ljós, að þeir fyrrnefndu voru á al- netinu í 38,5 klukkustundir á viku til jafnaðar en hinir í 4,9. Rannsóknin gengur gegn þeirri kenningu, að það séu aðallega karlar, sem noti alnet- ið, a.m.k. hvað varðar fíklana en þar voru konur í miklum meirihluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.