Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tilboði Klæðningar í snjóflóðavarnir tekið TILBOÐI Klæðningar hf. hefur verið tekið í snjóflóðavarnir á Flateyri. Framkvæmdir hefjast væntanlega undir lok mánaðarins. íjögur tilboð til viðbótar höfðu borist í verkið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 372,74 milljónir króna. Klæðning hf. átti lægsta tilboðið og bauð 239,5 milljónir króna. Háfell ehf. bauð 286,3 milljónir, Ræktunar- samband Flóa og Skeiða bauð 277 millljónir, Suðurverk hf. bauð 246,8 milljónir og ístak hf. bauð 246,33 milljónir. Framkvæmdasýsla ríkisins bauð verkið út í lokuðu útboði að undan- gengnu forvali og voru tilboð opnuð 1. ágúst sl. Leiðigarðar og þvervirki Varnarvirkin felast í tveimur leiði- görðum. Innri garðurinn ver byggð- ina fyrir snjófljóðum úr Skollahvilft en sá ytri gegn snjófljóðum úr Innra- Bæjargili. Garðarnir tengjast að of- an í um 100 metra hæð yfir sjávar- máli og mynda eins konar fleyg. Að auki er gert ráð fyrir minni þver- garði á milli leiðigarðanna tveggja í um 10 til 15 metra hæð yfir sjávar- máli. Leiðigarðarnir verða 15 til 20 metra háir og 1.250 m langir. Þver- garðurinn verður 10 m hár og 350 m langur. Efni í garðana verður tekið úr aurkeilunum neðan giljanna tveggja. Mest verður tekið úr efri hluta keiln- anna, frá 50 m hæð yfir sjávarmáli upp í 120 metra hæð yfír sjávar- máli. Um leið er landið mótað til þess að leiða snjóflóð frekar frá görðunum. Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Árni Sæberg STARFSMENN unnu við að merkja hlaupaleiðina í gær. 250 erlendir keppendur í Reykjavíkurmaraþoni „ÞETTA er erfiðasta hlaup sem ég hef hlaupið á ævinni. Það var ekki hægt að útfæra hlaupið á neinn hátt, stundum var vindur- inn í fangið, stundum í bakið," sagði Hugh Jones, sigurvegari í Reykjavíkurmaraþoni í fyrra, í samtali við Morgunblaðið i gær. Hann hefur þó ekki látið íslenska rokið og rigninguna buga sig, því hann er mættur aftur til þess að taka þátt i maraþoninu 18. ágúst og sama er að segja um Toby Tanser, annan sigurvegara hálfmaraþonsins í fyrra. Þekktum hlaupurum boðið Ágúst Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Reylgavíkur- maraþons, áætlar að erlendir keppendur verði um 250 þetta árið, þar af er sjö hlaupurum sérstaklega boðið. í þeim hópi eru tveir framúrskarandi ken- ýskir hlauparar, Paul Yego og Bitok. Enn er þó óvíst um hvort þeir komi. Fjöldi islenskra þátt- takenda ræðst ekki fyrr en á síðustu dögunum en Agúst segir að skráningar fram að þessu bendi til að fjöldi í lengri vega- lengdum verði svipaður og í fyrra. Um skemmtiskokkið verð- ur ekki hægt að segja fyrr en á síðustu stundu. Reykjavíkurmaraþon verður með sama sniði og verið hefur. Hlaupið er þriggja kilómetra skemmtiskokk, 10 km hlaup, hálfmaraþon og maraþon. Þátt- tökugjöld eru óbreytt frá þvi í fyrra, nema hvað gjöld fyrir börn, tólf ára og yngri, hafa nokkuð lækkað. Forskráningu lauk í gær, 14. ágúst, en eftir það tvöfölduðust skráningar- gjöldin í öðrum greinum en skemmtiskokkinu. Skráningin í Reykjavík fer fram í íþróttabúð- inni Iþrótt, Skipholti 50D, og í Hinu húsinu við Aðalstræti. Einn- ig er hægt að skrá sig á Akur- eyri, Selfossi, Isafirði, Akranesi og í Keflavík. Hvalfjarðargöng komin 20 metra undir sjávarmál BORAÐIR hafa verið samtals 460 metrar í Hvalfjarðar- göngunum eða um 230 metrar hvoru megin fjarðarins og er botn ganganna 20 metrum und- ir sjávarmáli. Jóhann Kröyer yfirverkfræðingur hjá Foss- virki sem sér um gerð Hval- fjarðarganga, segir að allt gangi samkvæmt áætlun og sennilega verði farið að bora undir sjávarbotni seint í haust. Búið sé að bora um 9% af lengd ganganna. Jóhann segir að byrjað hafi verið á greftrinum á nýjan leik eftir verslunarmannahelgi eftir níu daga hlé vegna sumarleyfa starfsmanna. Bergið sé gott við- ureignar og verkið sé á undan áætlun. Boraðir séu 60-70 metr- ar á viku, en samkvæmt áætlun eigi að bora 62 metra á viku. Jóhann segir að heildarlengd ganganna verði um 5,7 kíló- metrar og lægsti punktur verði 165 metrar undir sjávarmáli. f miðju ganganna, verði þau 40 metra undir sjávarbotni. Hann segir að enn séu tvö ár í það að göngin mætist. Þá verði eftir nokkurra mánaða frágangs- vinna áður en fyrstu bílunum verði hleypt í gegn. Hve oft ferð þú í bíó? 0 10 Einu sinni í viku eða oftar 11,7°4 Tvisvar til þrisvar í mánuði Einu sinni í mánuði 30 40% Á tveggja mánaða fresti 12,9% Sjaldnar j 38,2% í hvaða bíó ferð þú? Háskólabíó Sambíó/Bíóhöllin Sambíó/Bíóborgin Regnboginn Stömubíó Laugarásbíó Sambíó/Sagabíó Önnur bíó Aldrei i 25, ,5% i Oftast Stundum Sjaldan Aldrei fclifel 20,4 13,9: ■—-j---——*p- 1 r ' 50,6 mmt' 57,8 LjjjjjpJjjj. jí ^T. X J 1 I ■—|— -*— 1 68,4 pjjpy.'nri~Ý~ 1 I 1 1 i — 68,4 f 1 ^T" 1 1 I 1 L. . 69,0 iiiwaa 'í —1— 1— 1 I I —I 1 1— 1 1—— 71,6 —, 1 1 ■ 1 78,9 0 10 20 30 40 50% 60 70 80 90 100 NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svörnðu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr.eru allir Islendinaar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu fsl. Hvert prósentustig í könnuninni samsvarar þvi um 1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, sem eru á niðurstöðum [ könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð i mannfjölda. Columbia Ventures einbeitir sér nú að íslandi Stöðugnr efnahagur vegur annað upp KENNETH Peterson, forstjóri Columbia Ventures Corporation, segir að fyrirtækið hafí tilkynnt viðræðuaðilum sínum í Venesúela að það muni nú beina sjón- um sínum einvörðungu að íslandi. Fulltrúar fyrirtækisins eru stadd- ir hér á landi til við- ræðna við Landsvirkjun og íslensk stjómvöld um byggingu 60.000 tonna álvers á Grundar- tanga. Peterson segir að rætt verði m.a. um raforkuverð í heim- sókninni sem stendur út þessa viku. Hann segir að stöðug- ur efnahagur og traust fjármála- kerfí á íslandi njóti mikils álits fjár- festa og það vegi upp á móti öðm sem hér kunni að skorta. Peterson segir að tilgangur heim- sóknarinnar nú sé að halda áfram viðræðum við Landsvirkjun og ís- lensk stjómvöld um álver á Gmnd- artanga, sem hófust fyrst síðastlið- ið haust. Viðræðurnar séu að fara á fulla ferð aftur eftir að hafa leg- ið niðri. Columbia Ventures er fyrirtæki sem varð til eftir skiptingu á eign- um Columbia Aluminum og er Pet- erson einn aðaleigenda þess. í hlut Columbia Ventures féll m.a. álver sem keypt var í Þýskalandi með afkastagetu upp á 60.000 tonn á ári sem er svipuð af- kastageta og stækkun álversins í Straumsvík .hefur í för með sér. Peterson segir að viðræður Columbia Ventures við Venesú- elamenn hafi leitt í ljós að staðsetning álvers þar hefði marga góða kosti í för með sér. ísland er samkeppnisfært „Venesúelamenn geta afhent orku strax á lágu og samkeppnis- færu verði. Þeir vinna báxít og súrál skammt frá hugsanlegri staðsetningu og hafa reynda starfsmenn og lágan launakostnað. Engu að síður hefur ekki fram til þessa tekist að ná sam- an samningi og það hefur valdið okkur vonbrigðum í ljósi þess hve miklum tíma við höfum varið til þess. Efnahagur í Venesúela og uppbygging fíármálakerfisins í land- inu nýtur ekki jafn mikils álits og á íslandi og þess vegna er afar erfítt að laða að nauðsynlega fjárfestingu banka- og lánastofnana. Við teljum, í ljósi athugana sem við höfum gert, að ísland bjóði upp á mun hagstæð- ari kosti á þessu sviði jafnvel þótt aðra kosti kunni að skorta. í heildina tekið ætti ísland því að geta verið samkeppnisfært hvað varðar stað- setningu," sagði Peterson. Hann vildi þó ekki ganga svo langt að segja að Venesúela væri út úr myndinni sem valkostur fyrir álver. Columbia Ventures hefði hins vegar tjáð Venesúelamönnum að fyrirtækið ætlaði nú að einbeita sér að Islandi. Reynt yrði á næstu 60 dögum að ná saman um helstu mál og setja fram heildstæða lausn. „Við þurfum núna að ná heild- stæðri mynd yfir þá ýmsu þætti sem nauðsynlegir eru til þess að hrinda verkefninu af stað. Raforkumál er einn af stærri þáttunum, ásamt byggingarkostnaði og skipulagn- ingu framkvæmdarinnar út frá umhverfissjónarmiðum," sagði Pet- erson. Hann sagði að Columbia Ventur- es kysi það helst að hefja starf- rækslu álversins sem allra fyrst. Venesúela hafi það fram yfir ísland að geta afhent orku strax. „Við höfum þegar fjárfest í ál- veri og erum með eign sem skilar ekki arði. Þess vegna viljum við gjarnan hraða ferlinu eins og hægt er en viðhafa jafnframt ýtrustu for- sjálni. Þáttur í viðræðum okkar núna er að ákvarða hvaða hlutverk ísland getur spilað í þessum efn- um,“ sagði Peterson. Hann sagði að heildarfjárfesting- in vegna álvers á Grundartanga yrði á bilinu 150-175 milljónir doll- ara, um 9,9 til 11,5 milljarðar króna. Starfsmannafjöldi í hinu nýja álveri, yrði það reist á íslandi, yrði 3/fír 100 manns. Peterson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.