Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt leiðakerfi Strætisvagna sem tekur gildi 15. ágúst Laugames KJARTORG. Lœkir Grandar Riníar HLEMMUR-'f’ Laugarás Hamrar lurmyri GREN! InnanlandsfUtg Loftleiðir © • IL Perlan ARTUN 1H0J4J5-1T0-1Í5! Borgqfspítali Ártúnsholt Fossvogm MJÓDD Bakkar FRÉTTIR Nýtt leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur Nýjar skiptistövar o g aukin tíðni ferða Breytingar á leiðakerfí Strætisvagna Reykjavíkur taka gildi í dag, fímmtudaginn 15. ágúst, en leiðakerfíð hefur verið óbreytt frá árinu 1970. Af því tilefni hafa tímatöflur verið endurskoðaðar og leiðum breytt. Þá hefur verið byggð skiptistöð á ----— — -----------------------------—— Artúnshöfða og stöðin við Lækjartorg hefur verið endurgerð. STÆRSTA breytingin er að byggð hefur verið ný skipti- stöð á Ártúnshöfða og skiptistöð á Lækjartorgi hefur ver- ið endurgerð. Til þessa hafa vagn- arnir verið á víð og dreif um miðbæinn, í Hafnarstræti, við torgið, í Lækjargötu og í Vonar- stræti, þannig að fólk hefur átt í erfiðleikum með að átta sig á hvar þeirra vagn stoppar," sagði Lilja Ólafsdóttir, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur. „Þegar ég var lítil var Lækjartorg endastöð SVR og var vögnunum raðað í kringum torgið og þar gat fólk farið á milli vagna. Það sem gerist með breyttu leiðarkerfi er að byggð eru vagna- stæði á mótum Hafnarstrætis og Kalkofnsvegar fyrir allar leiðir sem hafa endastöð á Lækjartorgi. Þar verða þeir hlið við hlið á sama stað.“ Áliersla á miðborgina Allir vagnar sem aka framhjá Lækjartorgi og hafa biðstöð þar á leið í vestur aka niður Hverfisgötu og beygja til vinstri og stansa við torgið en vagnar úr vesturbæ á leið austur aka Hafnarstræti stansa við nýju skiptistöðina en aka síðan upp Hverfisgötu. Allir vagnar munu því í framtíðinni stansa sitt hvoru megin við Hafnarstræti 20. „Þar er biðsalur, sem við ætlum að endurbæta og er meðal annars stefnt að bæta útsýni þaðan yfír vagnana," sagði Lilja. Að sögn Lilju munu allir vagnar í kerfínu eiga leið um Lækjartorg eða Hlemm og koma sumir við á báðum stöðum utan einn vagn sem ekur milli Breiðholts og Grafar- vogs. „Við leggjum mjög mikla áherslu á miðborgina frá Hlemmi og að Ingólfstorgi," sagði hún. Benti hún á að sérstaklega væri séð um alla þjónustukjama eins og Kringluna. Vagnar verða á fímm til tíu mínútna fresti á milli Kringlu og Lækjart- orgs og Kringlu og Hlemms. Tíu mínútur verða á milli vagna frá Ártúns- höfða að Kringlu og frá Mjóddinni niður að Kringlu á anna- tíma. „Þessar tvær skiptistöðvar við Lækjartorg og á Ártúnshöfða eru mjög mikilvægar. Ártúnshöfða- stöðin þjónar Grafarvogs- og Ár- bæjarhverfí og er auk þess í mikl- um tengslum við Breiðholt," sagði Lilja. Leiðum breytt Lilja sagði að ýmsum leiðum yrði breytt með nýja leiðakerfinu. „Þær voru farnar að vera ansi krókóttar og mörgum farið að finnast þeir vera teymdir heim að ákveðnum húsum, sem lengdi leið þeirra,“ sagði hún. „Með nýja leiðakerfinu er leitast við að veita öllum svipaða þjónustu, þar sem allir ganga smá spöl en leið vagnanna liggur meira um helstu aðalgötur." Að sögn Lilju hafa allar tímatöflur verið teknar til endurskoðunar en oft hafi verið talað um að fyrst komi enginn vagn en svo komi allir samtímis. „Nú er ferðunum breytt, sem ger- ir það að verkum að sveigjanleiki verður meiri í kerfinu," sagði hún. „Á fjölfarnari leiðum er boð- Sparnaður að aka með strætó UNNIÐ er að framkvæmdum við skiptistöð við Lækjartorg en hún er mikilvæg í nýja leiðakerfinu. ið upp á aukna tíðni, þannig að hægt er að komast á fimm til tíu mínútna fresti í flestar áttir í fjölf- arnari hluta bæjar- ins. Til dæmis ofan úr Ártúnshöfða og Mjóddinni að Háskól- anum. Hugsunin er að eftir Bústaðavegi, Miklubraut og Suð- urlandsbraut komi vagnarnir mjög þétt.“ Kerfið byggir á ákveðnum punktum, það er skiptistöðvum á Ártúnshöfða, Mjódd, Hlemmi og Lækjartorgi auk Grensás- stöðvar og þar gefast tækifæri til skipta um vagna. í borginni eru rúm 220 strætis- vagnaskýli í notkun og sagði Lilja að þau yrðu færð frá þeim biðstöðvum sem lagð- ar verða niður. „Það er kostnaðarsamt að skipta um skýli og eins og er eru margar út- gáfur í notkun,“ sagði hún. „í borginni eru um 450 biðstöðvar með samtals á annað þúsund viðkomum hjá vögnunum í hverjum hring en margar leiðir deila með sér biðstöðvum. Okkur dreymir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.