Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUÐAGUR 15. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laxastigi við Elliðavatnsstífluna lokaður Engin ný kýlaveikitilfelli LAX úr Elliðaánum kemst ekki upp í Elliðavatn því laxastigi við Elliða- vatnsstífluna er lokaður. Haukur Pálmason, aðstoðarrafmagnsstjóri, segir að fiskiskjúkdómanefnd, hafi tekið ákvörðun um að loka laxa- stiganum eftir að kýlaveiki kom upp í ánum fyrir rétt rúmu ári. Hann segir að tekin verði ákvörðun um hvort stiginn verði opnaður aftur í haust undir lok þessa mán- aðar. Ekki hefur greinst kýlaveiki í fiskum í ánni í sumar. Haukur sagði að býsna mikið væri í ánni vegna lokunarinnar. „Venjulega ganga einhver hundruð upp fyrir stíflu á hveiju ári. Nú sitja væntanlega langflestir fastir þama neðan við stíflu og komast ekki,“ sagði hann. Hann sagði að svæðið fyrir ofan stífluna væri afar mikiivægt hrygningarsvæði fyrir laxinn. „Sérfræðingar, sem hafa verið að rannsaka laxinn í ánum í rétt um áratug samfellt, meta það svo að um 60% af seiðaframleiðslunni á öllu vatnasvæðinu fari fram fyrir ofan stíflu, þ.e. í ánum fyrir ofan Elliðavatn, Hólmsá og Suðurá, en 40% í ánni neðan við stíflu. Frá því sjónarmiði er því afar slæmt að missa hrygningarsvæðin fyrir ofan. Ég býst við að erfitt verði fyrir allan þennan lax að finna sér hrygningarstað í ánni enda var hún alltaf tiltölulega þétt setin hvað hrygningu varðar.“ Haukur sagði að ganga í ánni virtist svipuð og á síðasta ári. Veiðin væri hins vegar betri og munaði þar um 20 til 25%. Andlát FRIÐGEIR OLGEIRSSON FRIÐGEIR Olgeirs- son, fyrrverandi skip- herra hjá Landhelg- isgæzlunni, lést í Pret- oríu í Suður-Afríku föstudaginn 9. ágúst sl., tæplega sextugur að aldri. Friðgeir var fæddur í Reykjavík 3. október 1936, sonur hjónanna Olgeirs Vilhjálmsson- ar frá Dísukoti í Þykkvabæ og Evlalíu Steinunnar Guð- brandsdóttur frá Merkigarði á Eyrar- bakka. Mestan hluta starfsævinnar var Friðgeir til sjós, eða frá 1954 til 1993. Hann lauk prófí frá Stýri- mannaskólanum 1963. Hann hóf störf hjá Landhelg- isgæzlu íslands 1964 og 1969 lauk hann prófi frá varðskipa- deild Stýrimannaskól- ans. Hann starfaði áfram hjá Landhelg- isgæzlunni, með smá- hléum þó, en í janúar 1991 varð hann fastur skipherra, þar til hann lét af störfum vegna veikinda í desember 1993. Friðgeir var þrí- kvæntur og eignaðist fjögur börn. Minningarathöfn um Friðgeir Olgeirsson verður í Dómkirkjunni á morgun, föstudag, en hann verð- ur jarðsunginn í Pretoríu, S-Afr- íku, sama dag. Morgunblaðið/Björn DÓMKIRKJAN að Hólum í Hjaltadal. Hólahátíð á sunnudag HIN árlega Hólahátíð verður haldin nk. sunnudag, 8. ágúst. Hátíðin hefst á guðsþjónustu í Hóladómkirkju kl. 14. Vígslubisk- upinn í Skálholti, séra Sigurður Sig- urðarson, predikar. Fyrir altari þjóna séra Dalla Þórðardóttir á Miklabæ, séra Arnaldur Bárðarson á Raufar- höfn, Bolli Gústavsson vígslubiskup á Hólum og herra Ólafur Skúlason, biskup íslands. Organisti og kór- stjóri er Rögnvaldur Valbergsson og kór Sauðárkrókskirkju syngur. Ein- BJÖRN Bjamason menntamálaráð- herra kynnti á fundi ríkisstjórnar á þriðjudag Norðurlandasamning um aðgang að háskólanámi. Að sögn Björns hefur lengi verið á döfinni að gera samning vegna aðgangs að æðri menntun. Samning- urinn felur í sér að Norðurlöndin gera með sér samkomulag um að með 75% stúdenta, sem stunda nám í öðru Norðurlandaríki, séu greiddar 22 þúsund danskar krónur á ári. íslendingar eru undanþegnir þessu greiðslukerfi, þ.e. þeir hvorki greiða með íslenskum námsmönnum á hin- um Norðurlöndunum, né þiggja greiðslu með þeim norrænu stúdent- um sem hér stunda nám. Samningurinn er gerður til þriggja ára og stefnt er að því að söngvarar verða Jóhann Már Jó- hannsson og Gerður Bolladóttir. Að lokinni messu verður kirkju- gestum boðið upp á kaffi í Bænda- skólanum og síðan hefst hátíðarsam- koma í Dómkirkjunni kl. 16.30. Þar flytur Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, erindi um Jónas Hall- grímsson og trúarviðhorf hans. Matthías og Boili Gústavsson lesa úr ljóðum listaskáldsins, og Jóhann Már Jóhannsson og Gerður Bolla- dóttir syngja lög við ljóð Jónasar. hann verði undirritaður í Kaup- mannahöfn í september nk. Að sögn Björns féllst ríkisstjórnin á að hann skrifaði undir samninginn fyrir ís- lands hönd og jafnframt á þá tillögu hans að á gildistíma samningsins næstu þtjú árin^yrði lagt á það mat hvort þátttöku Islands í samningn- um yrði betur borgið með þátttöku í greiðslukerfinu. Að sögn Björns hafa háskólar Norðurlandanna verið opnir öllum norrænum stúdentum án þess að greiðslur kæmu fyrir, utan skóla- gjalda, þar sem slíkt á við. Nú eru greiðslur teknar upp í fyrsta sinn og verða þær hluti af uppgjöri á milli ríkjanna samkvæmt árlegri fjárhagsáætlun um norrænt sam- starf. Tilefnis- laus árás á menn í bíl RÁÐIST var á tvo menn á gatnamót- um Bústaðavegar og Reykjanes- brautar klukkan hálfeitt í fyrrinótt. Árásarmaðurinn náðist. Árásarmaðurinn var farþegi í bíl sem ekið var austur Bústaðaveg á eftir öðrum bíl, sem í voru feðgar í framsæti, og farþegi í aftursæti. Þegar að gatnamótunum við Reykja- nesbraut var komið fór maðurinn úr bíl sínum og opnaði fremri bílinn farþegamegin og réðst að föðurnum. Sonur hans steig út úr bílnum og fór aftur fyrir hann til að koma föð- ur sínum til hjálpar. Árásarmaðurinn réðst þá að honum einnig. Meiðsl feðganna eru minniháttar. Mennirnir í bíl árásarmannsins fóru af vettvangi en eftir ábendingu vitnis fannst bíllinn fljótlega við skemmtistað. Mennirnir tveir voru þar inni og voru þeir handteknir og færðir í fangamóttöku. Bíll þeirra var færður á lögreglustöð með kranabíl. Samkvæmt upplýsingum lögreglu tók bílstjóri árásarmannsins engan þátt í árásinni. Hinn maðurinn viður- kenndi árásina en gat ekki gefið neinar skýringar á henni aðrar en þær að hann bar fyrir sig mikla ölvun. ----------»-♦■■■4--- Byggt við leikskóla í Grafarvogi BORGARRÁÐ hefur samþykkt að byggt verði við Engjaborg við Reyr- engi og Fífuborg við Fífurima. Áætl- aður byggingakostnaður viðbygg- ingar er um 18 milljónir króna og kostnaður við lagfæringu lóðar um 3 milljónir. Tillagan er lögð fram, þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskóla- plássum í Grafarvogi. Tekið er fram að samkvæmt fjárhagsáætlun er óráðstafað um 13 milljónum á liðn- um ótilgreindir leikskólar. Bent er á að framkvæmdir við leikskóla í Bú- staðahverfi og viðbyggingar við Ár- borg og Grænuborg hafi tafist vegna skipulags- og lóðamála. Því verði áætluðu fjármagni ekki að fuilu ráð- stafað í þessar byggingar á árinu. N or ður landasamn- ingur um háskólanám Útsal la úi tsala Allt að 60% afsláttur í Dæmi um verð fyrír börn Dæmi um verð fyrir fullorðna 1 Nú Áður Nú Áður íþróttagalli 2990 4490 íþróttagalli 3990 5990 Regnjakki 2990 3990 Micro jogginggalli 6990 10900 Regnbuxur 1790 2490 Útivistarjakki 9990 14900 jþróttaskórjeður 990 1990 Jakki m/útöndun 6490 8990 Iþróttaskór, Hlaupaskór uppháir, leður 1590 2990 m/loftpúða verð frá 2990 Markmannshanskar 750 1290 Regngalli verð frá 3990 J L J NÝTT KORTATÍMABIL HAFIÐ Erum nú í Nóatúni 17, sími 511 3555 £ (@)é| »hummelir SPORTBÚÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.