Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 13 FRÉTTIR Forseti Islands heimsækir Vest- urfarasetrið Hofsósi - Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lét ekki hjá líða að heimsækja Vesturfarasetrið á Hofsósi þegar leið hans lá í Skaga- fjörð um síðustu helgi. Forsetinn og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, skoðuðu setrið og sýninguna Annað land, annað líf sem lýsir kjörum íslensku vesturfar- anna og lífsbaráttu íslendinga á seinni hluta nítjándu aldar. Forseta- hjónin fóru lofsamlegum orðum um sýninguna sem þau töldu bera vitni um nýja tíma í framsetningu menn- ingarsögulegs efnis hér á landi. Sýningin í Vesturfarasetrinu er unnin af Byggðasafni Skagfirðinga og Minjasafninu á Akureyri fyrir Snorra Þorfinnsson ehf. sem rekur setrið en auk sagnfræðinga komu að sýningunni allmargir hönnuðir og handverksmenn. Samvinna safn- anna innbyrðis og samvinna þeirra við fyrirtæki í ferðaþjónustu á sér tæplega fordæmi en hefur tekist vel. Sýningin og umgjörð í setrinu hefur vakið verðskuldaða athygli og aðsókn verið góð. Að sögn Val- geirs Þorvaldssonar, framkvæmda- stjóra Snorra Þorfinnssonar ehf. hafa nú heimsótt setrið hátt á fimmta þúsund manns, en rúmlega fimm vikur eru frá opnun Vesturf- arasetursins. Mikið er farið að ber- ast af fyrirspurnum um vesturfara og afkomendur þeirar en upplýs- inga- og þjónustumiðstöð tengd vesturferðum íslendinga verður rekin í setrinu. Bókasafn setursins er einnig í örum vexti en þar er að finna rit á sviði sagnfræði og ættfræði. Nú á dögunum færði frá- farandi forseti, Vigdís Finnboga- dóttir, setrinu höfðinglega gjöf en það voru bækur tengdar landnámi Islendinga í Vesturheimi. Morgunblaðið/Áslaug Jónsdóttir FRA heimsókn forseta íslands í Vesturfarasetrið á Hofsósi. Á myndinni eru forseti íslands og frú, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, auk framkvæmdastjóra Snorra Þorfinnssonar ehf. Valgeirs Þorvaldssonar og eiginkonu hans Guðrúnar Þorvaldsdóttur. Lúpínuslátt- ur á Markar- fljótsaurum Hvolsvelli - Lúpínusláttur á Markarfljótsaurum er nú hafinn og að þessu sinni með nýrri þreskivél sem er í eigu Akra sf. sem er sameignarfélag þrettán bænda í Landeyjum sem stunda kornrækt. Fyrir sex árum hófst samvinna þriggja bænda úr Austur-Land- eyjum, RALA, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar á Mógilsá um uppgræðslu á Markarfljóts- aurum. Ymsar tilraunir hafa verið gerðar á aurunum m.a. með seyru sem er botnfall úr frárennsli í hreinsikeri á Hvolsvelli. Finnbogi Magnússon á Lágafelli sagði að lúpínufræið færi í Gunnarsholt þar sem það væri þurrkað, hreins- að og smitað með bakteríum. Áður en lúpínuræktin hófst á Markarfljótsaurum voru þeir svartir og lífvana en nú er kominn heilmikil grassvörður og á endan- um víkur lúpínan fyrir öðrum gróðri. Töðugjöld við Hellu orðin föst í sessi Hátíð í tilefni endurreisn- ar Skrúðs í Dýrafirði Hellu - Um næstu helgi verða haldin hátíðleg svokölluð töðu- gjöld en þetta er í þriðja sinn sem þau fara fram á Gaddstaðaflöt- um við Hellu og víðar um Rang- árþing. Sjálfseignarfélagið Töðugjöld var stofnað 1994 en aðilar að því eru sveitarfélög, félagasamtök og aðrir hags- munaaðilar í Rangárvallasýslu. Hátíðin hefst eftir hádegi á föstudaginn en meðal atriða má nefna kynningu á sunnlenskum góðhestum, lífrænni ræktun og afurðum, sýningu myndlistar- manna og unglingadansleik um kvöldið. Á laugardag hefst dagskráin með akstri dráttarvélalestar bænda frá Þjórsárbrú, þá setur Hestaævin- týri á Núpi í Fljótshlíð Hvolsvelli - Guðmundur Páll Pét- ursson bóndi og Hrund Logadóttir, bóndi og sérkennari, hafa um nokkurra ára skeið starfrækt sum- arbúðir og reiðskóla fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára sem þau kalla Hestaævintýri á Núpi í Fljóts- hlíð. Guðmundur Páll, sem er annál- aður hestamaður, kennir unga fólkinu að annast og njóta þess að stunda útreiðar. „Það má í raun segja að þetta sé sambland af reið- skóla og styttri fjallaferðum. Fyrstu daga námskeiðsins er farið varlega meðan unga fólkið er að átta sig á hvað hesturinn hefur upp á að bjóða og hvernig hann virkar en þegar lekni er náð er riðið til fjalla og einn daginn er farið í kaupstað þá ríðum við út á Hvolsvöll og förum í sund og þess háttar." Ekki var annað að sjá en að unga fólkið kynni vel að meta þessi hestaævintýri og var óneit- anlega jákvæðara viðfangsefni en ýmislegt sem sumir jafnaldrar þessara krakka höfðust við um verslunarmannahelgina. Nám- skeiðið var það síðasta í sumar en svipuð námskeið verða haldin næsta sumar. fallhlífastökkvari íslands 1996 hátíðina en að því loknu taka við fjölbreytt dagskráratriði s.s. landskeppni í plægingu, afl- raunakeppni, rafmagsgirðinga- stökkkeppni, smalahundasýni og sölusýning hrossaræktunarbúa. Um kvöldið er hægt að sjá atriði úr Njálu ásamt brennu og flug- eldasýningu eða bregða sér á dansleik. Á sunnudaginn verður gengið á Heklu með leiðsögn, útimessa á flötunum, kvartettsöngur og landskeppni fisflugvéla. Töðu- gjöldunum lýkur á sunnudags- kvöld með kammertónleikum á Hvoli, Hvolsvelli, þar sem fram koma Torfuneskvartettinn og Baldvin Kr. Baldvinsson. ENDURREISN garðsins Skrúðs að Núpi í Dýrafirði er nú lokið og er hann einn af elstu skrúðgörðun- um hér á landi, en níutíu ár eru liðin síðan hafnar voru fram- kvæmdir við gerð hans. Árið 1906 hófst séra Sigtryggur Guðlaugsson, prestur og prófastur að Núpi, handa við að ryðja urð í nágrenni Núps og koma þar upp skrúðgarði sem hlaut nafnið Skrúður. Garðurinn varð mjög þekktur með tímanum og hefur án efa haft jákvæð áhrif á ræktun- armenningu á íslandi. Með árun- um varð viðhald á garðinum æ erfiðara og var ákveðið árið 1992 að endurreisa hann. Þá um haust- ið komu nemendur og kennarar Graðyrkjuskóla ríksins vestur og hófu verkið í samvinnu við heima- menn og aðra velunnara garðsins. í tilefni þess að endurreisn Skrúðs er lokið og níutíu ár eru liðin frá fyrstu framkvæmdum við gerð hans, hefur verið ákveðið að halda hátíðlega athöfn 18. ágúst nk. Hátíðin byijar með messu í Núpskirkju kl. 11 og mun séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir messa og minnast guðsmannsins séra Sigtryggs Guðlaugssonar. Hátíð- ardagskrá verður í Skrúð kl. 14 þar sem séra Sigtryggs verður minnst sem ræktunarmanns. Tón- list og söngur verður í garðinum og haldnar ræður. Mun m.a. Björn Bjarnason menntamálaráðherra flytja ávarp. Að lokum verður boð- ið upp á síðdegiskaffi í Núpsskóla, Hótel Eddu. Þar verður haldin sýning á starfsemi Núpsskóla í máli og myndum þar sem skóla- mannsins séra Sigtryggs verður minnst. Einnig verður íbúðarhús séra Sigtryggs og frú Hjaltlínu Guðjónsdóttur í Hlíð til sýnis fyrir hátíðargesti. Blómsveigur verður lagður á leiði hjónanna á Sæbóli á Ingjaldssandi. Margfaldur verðlaunabíll sameinar glœsilegt útlit, óviðjafnanlega aksturseiginleika, ríkulegan staðalbúnað. mikil gœði og einstaka llClgkVCBHHIÍ í rekstri. Verðið stenst allan samanburð 1.734.000,- Honda Accord 1.8i er.búinn 115 hestafla 16 ventla vél með tölvustýröri fjölinnsprautun. Upptak er 11.3 sek. í 100 km/klst. meðan eyöslan við stöðugan 90 km. hraða er aðeins 6,6 lítrar á 100 km. Honda Accord 1.8i er búinn loftpúða í stýri, rafdrifnum rúðuvindum og loftneti, vökva- og veltistýri, þjófavörn, samlæsingum, útvarp/segulbandi og bremsuljósi í afturrúöu. Styrktarbitar eru (hurðum. Lengd: 468,5 cm. Breidd: 172 cm. Hjólhaf: 272 cm. Honda Accord 2.01 LS er búinn 131 hestafla vél, ABS-bremsukerfi, tvöföldum loftpúöa, 4 gíra sjálfskiptingu ásamt fjölmörgum öörum kostum. Verðið er aðeins 2.185.000,- á götuna. Tveggja ára alhliða ábyrgö fylgir öllum nýjum Honda bifreiðum og þriggja ára ábyrgð er á lakki. Tökum aöra bíla uppí sem greiöslu og lánum restina til allt að fimm ára. U VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.