Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 17 NEYTENDUR Krækiber, bláber og aðalbláber Berjaspretta víða góð Ljósmynd/Snorri Snorrason BLÁBER við Mjólká í Arnarfirði MIKLIR berjaunnendur eru þegar farnir að tína krækiber og bláber í skyr en líklega er það ekki fyrr en um næstu helgi sem fólk fer fyrir alvöru að tína ber. Samkvæmt heimildum blaðsins er sprettan góð þetta árið, mun betri en í fyrra. Krökkt af krækiberjum á Þingeyri „Beijaspretta hefur verið mjög góð hér fyrir vestan en þó misjöfn vegna þurrka í vor og sumar“, seg- ir Kristjana Vagnsdóttir á Sveins- eyri rétt fyrir utan Þingeyri. „Yfir- leitt er þá sprettan mest þar sem grösugt er en minnst á berangri. Þetta árið er rosalega mikið af krækibeijum og þegar er hægt að finna rnikið af blábeijum og aðal- blábeijum." Kristjana tínir ber og selur. „Það er hægt að hafa þónokkuð uppúr þessu ef maður nennir að tína og hefur þolinmæði. Við handtínum berin, þannig er hægt að tína stærri og hreinni ber og beijatínurnar skemma lyngið.“ Handtínum bláberin Ásrún Jóhannsdóttir býr á bæn- um Víkingavatni í Kelduhverfí. Hún segir stutt í aðalbláber á Tjörnesi en í landi hennar eru hinsvegar blá- ber. Við erum farin að handtína, það er eiginlega nauðsynlegt því berin þroskast mishratt og einungis um helmingur sem er orðinn blár.“ Ásrún segir að á sínu heimili sé nokkuð mikið borðað af ferskum beijum, hún sultar líka og frystir til vetrar. En á hún þá ekki ein- hveija góða uppskrift að blábeija- sultu fyrir lesendur? Hér kemur hún. Blóberjasulta úr Kelduhverfinu 1 kg bláber 600-700 g sykur Stráið sykri yfir berin og hrærið vel saman. Látið standa yfir nótt. Að morgni er suðan látin koma hægt upp og bláberin soðin í um 10 mínútur. Í lokin eru berin stöpp- uð saman með kartöflustappara. Engum aukaefnum er bætt í þessa sultu en Ásrún segir að galdurinn sé fólginn í að hafa slatta af græn- jöxlum með beijunum. „Það er hleypiefni í jöxlunum. Ef hafður er fímmtungur af grænjöxlum á móti bláum beijum þarf engin hleypi- efni.“ Krukkur eru þvegnar og skolaðar úr sjóðandi heitu vatni og þær eru skoíaðar að innan með rotvarnar- efni. Hellið sultunni sjóðandi heitri í heitar krukkur, setjið plastfílmu þar á og lokið strax. Ekkert mál að frysta bláber Anna Guðrún Sigfúsdóttir býr á Brekku í Mjóafírði. Hún segir að útlitið með beijasprettu sé gott í Mjóafirði. „Við erum farin að tína krækiber, aðalbláber og bláber og óhætt að segja að sprettan sé í meira lagi þetta árið. Hún segir að heima hjá sér sé mikið sultað og búin til saft. „Við frystum líka blá- berin og borðum síðan með sykri og ijóma. - Hvernig frystið þið bláberin? „Yfirleitt eru það aðalbláberin sem við frystum heil í pokum og bætum engum sykri samanvið. Þegar á síð- an að borða berin eru þau tekin úr frysti, sett í sigti og kalt vatn látið renna yfir þau þangað til þau eru farin að verða lin. Þá er þeim skellt í skálar, sykri stráð yfír og þeyttum ijóma bætt efst. Þetta er algjört lostæti." Brynjudalur og Þingvellir Ef fólk á höfuðborgarsvæðinu vill fara í dagsferð í beijatínslu seg- ir Þórunn Þórðardóttir hjá Ferðafé- lagi íslands að leiðin liggi gjarnan í Brynjudal en þá þarf að fá leyfi á Ingunnarstöðum til að tína. Þó- nokkuð er síðan um ber í Grafningn- um og á Þingvöllum. Ekki verður farið í sérstakar beijatínsluferðir hjá Ferðafélagi ís- lands þetta árið. Beijatínsluferðir hjá Útivist Hjá Útivist hefur verið hægt að fara í svokallaðar nytjaferðir í sum- ar og hefur aðsókn verið góð. Að sögn Heiðars Guðjónssonar hjá Úti- vist voru í einni dagsferðinni tínd egg, í þeirri næstu var farið í veiði og nú um helgina stendur fyrir dyrum að fara í sveppatínslu. Beija- tínsluferð er síðan á döfinni 1. sept- ember. Berin lækka brátt í verði Þeir höfuðborgarbúar sem ekki hafa aðstöðu til að tína ber geta keypt ber í skyrið og yfirleitt hefur verslunin Vínberið við Laugaveg verið fyrst til að bjóða viðskiptavin- um upp á íslensk krækiber og blá- ber. „Krækiberin eru komin að vestan og eftir því sem mér skilst er gott útlit í ár með berjasprettu", segir Logi Helgason hjá Vínberinu. „Við eigum von á töluverðu magni af blábeijum og aðalblábeijum líka.“ Íslensk bláber og aðalbláber eru handtínd og kílóverðið núna er um 1.500 krónur en krækiberin eru um þessar mundir á 398 krónur kílóið. Verðið á síðan eftir að lækka á næstu dögum. Fersknr kjriKlinqnr á ýivMvíitvt^í Tandoori kjúklingaleggir 12 ferskir kjúklingaleggir Tandoori marinering: 11/2 dl hrein jógúrt eða AB mjólk 2 msk góð matarolia safi úr 1 sitrónu eða iime 3-5 hvítlauksgeirar, fint hakkaðir 1/2 laukur, fínt hakkaður 3 tsk tandoori kryddblanda eða mauk Kjúklingaleggimir eru grillaðir á heitu grilli og penslað stöðugt með marineringunni á meðan grillað er. Tandoori er indversk kryddblanda mjög rauð á litin. Hún er hefðbundin á kjúklinga og taka þeir lit af kryddinu. Á Indlandi eru þeir steiktir í þar til gerðum ofnum, sem eru mjög heitir. Á Vesturlöndum er venjan að grilla Tandoori kryddaða kjúklinga. Þetta er bragðgóður kryddréttur og kjúklingaleggir gerðir á þennan máta 0 Sjálfsafgreiöslu- afsláttur Nýttu þér 2 kr. sjálfsafgreiðsluafslátt af hverjum eldsneytislítra á eftirtöldum þjónustustöðvum Olís. • Sæbraut við Kleppsveg + 2 kr* • Mjódd í Breiðholti + 2 kr* • Gullinbrú í Grafarvogi • Háaleitisbraut • Klöpp við Skúlagötu • Ánanaustum • Hamraborg, Kópavogi • Reykjanesbraut, Garðabæ • Langatanga, Mosfellsbæ • Vesturgötu, Hafnarfirði • Suðurgötu, Akranesi 'Viðbótarafsláttur vegna framkvæmda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.