Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 23 ERLENT Hillir undir enda- lokin hjá Rauð- um khmerum? Phnom Penh. Reuter. MIKILL klofningur virðist vera kominn upp meðal Rauðra khmera í Kambódíu og telja sumir, að hann geti boðað endalok skæru- liðahreyfingarinnar. Aðrir telja þó of snemmt að afskrifa þessi samtök, sem eru kunnust fyrir að hafa myrt milljónir manna þegar þau réðu ríkjum í landinu í rúm þrjú ár seint á áttunda ára- tugnum. Hun Sen, annar tveggja forsætisráð- herra í Kambódíu, til- kynnti á fimmtudag fyrir viku, að tveir af æðstu yfirmönnum Rauðra khmera hefðu hlaupist undan merkjum ásamt mönnum sínum eft- ir að útvarpsstöð skæruliða hefði sakað annan frammámann í hreyf- ingunni, Ieng Sary, fyrrverandi ut- anríkisráðherra í stjórn Rauðra khmera, um svik og hvatt til, að hann yrði líflátinn. Daginn eftir flutti útvarpið síðan fyrirskipanir um handtöku yfirmannanna tveggja, Sok Peap og Mit Chien. Þessir tveir menn hafa síðan lýst yfir, að þeir hafi ekki hlaupist und- an merkjum en séu hollir Ieng Sary og vilji semja um frið í landinu. Hrakfarir á vígvellinum Flestir fréttaskýrendur segja ljóst, að um sé að ræða mesta klofning meðal Rauðra khmera síðan þeir voru hraktir frá völdum 1979 og haft er eftir evrópskum stjórnarer- indreka, að skæruliðahreyfingin standi nú á krossgötum. David Chandler, höfundur nokkurra bóka um Kambódíu og-sögu landsins, tek- ur dýpra í árinni og segir, að hreyf- ingin sé búin að vera. „Ég sé ekkert, sem bendir til ann- ars. Þeir hafa ekki unnið neina orr- ustu, sem máli skiptir," segir Chandler og bendir á, að Rauðir khmerar eigi nú í erfiðleikum með að ná í nýja liðsmenn og hafi auk þess misst allan stuðning erlendis eins og til dæmis í Kína. Craig Etcheson, fræðimaður við Yales- háskóla, sem rannsak- að hefur grimmdarverk Rauðra khmera og Pol Pot-stjómarinnar, telur samt of snemmt að af- skrifa skæruliðahreyf- inguna, jafnvel þótt hún hafi misst tvær helstu bækistöðvar sín- ar og nokkrar herdeild- ir. Stjórnin í Phnom Penh fullyrðir, að tvær herdeildir Rauðra khmera hafi gengið til liðs við hana, að sú þriðja styðji Ieng Sary og viðræður standi fyrir dyrum við þá fjórðu. Hun Sen sagði um síðustu helgi, að 4.000 liðsmenn Rauðra khmera væru búnir að .fá sig fullsadda á harðlínumönnunum, Pol Pot, Ta Mok, yfirmanni skæruliðahersins í norðurhluta landsins, og Son Sen en hernaðarsérfræðingar telja, að heildarliðsafli khmeranna sé á bilinu fimm til tíu þúsund manns. í útvarpi khmeranna er því stað- fastlega neitað, að klofningur sé kominn upp í röðum þeirra á sama tíma og hvatt er til, að Ieng Sary, Sok Peap og Mit Chien verði hand- teknir. Trjóuhestur skæruliða? Norodom Ranariddh prins og for- sætisráðherra Kambódíu hefur hins vegar varað við yfirlýsingum kollega síns, Hun Sens, og telur hugsan- legt, að ekki sé allt sem sýnist með brotthlaup Ieng Sarys. Segir hann hugsanlegt, að hann eigi að verða nokkurs konar Tijóuhestur innan borgarmúra stjórnarinnar í Phnom Penh. Fréttaskýrandi í Asíu hefur lýst þeirri skoðun sinni, að fyrr verði khmerarnir ekki yfirunnir en komið verði á samstæðri stjórn í Phnom Penh í stað þess ótrygga samstarfs, sem nú er með flokki konungssinna og flokki fyrrverandi stjórnarherra kommúnista. Pol Pot, leiðtogi Rauðra khmera. að byggja? • Viltu breyta? • Parrtu að bæta? tsala 15-50% afsláttur lísar ISxlS 20-50% ' , ||ðgj lensk málning margar stærðir 15-40% •... rngm- á tilboðsverði frá '“'2880 kr. r ryjungi rúmfataefni gluggatjaldaefni i, bútar,afgangar alltað ? W ríttu inn - það hefur ávallt borgað sig! T h™ 6 t' '% Takið málin með það flýtir afgreiðslu! Góð greiðslukjör! Raðgreiðslur til allt Grensásvegi 18. Sími 581 2444. Opið: Mánudaga til föstudaga kl. 10 til 18. að 36 mánaða Laugardaga frá kl. 10 til 17. (Málningardeild) og 10 til 16 (Teppadeild) Siemens heimilistækin eru rómuö fyrir stílhreina hönnun og góða endingu. Það er staðreynd. Smith & Norland býður mikið úrval heimilistækja frá Siemens. Fagleg ráðgjöf og góð þjónusta. Það er staðreynd. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála • Snæfellsbær: Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavík • Búðardalur: Ásubúð • ísafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: Öryggi • Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna É. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt • Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Hella: Gilsá • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði. SMITH & NORLAIMD Nóatúni 4 • Sími 5113000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.