Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Kristján REGINE Berthelsen frá Nuuk á Grænlandi kom til landsins með handverksmuni unna úr hreindýrshornum, hvalatönnum og ýmsum stein- tegnndum. Með henni á myndinni er Thue Christiansen, ráðuneytisstjóri í grænlenska menntamálaráðuneytinu. Á myndinni til hægri eru verk eftir Kristbjörgu Magnadóttur frá Akureyri sem sýnir stofuklukkur og fleira úr tré, svo og bútasaum. Breytt viðhorf og auk- inn áhugi á handverki í DAG, fimmtudag kl. 16 verður opnuð í Hrafnagili í Eyjafirði hin árlega handverkssýning, sem í fyrra laðaði að sér um 8 þúsund manns. Handverkssýningin er nú opnuð í fjórða sinn og sífellt eykst hún að umfangi og má nefna að meðal nýj- unga að þessu sinni er sýning Guð- rúnar Bjarnadóttur, Höddu, er nefn- ist „Að forntíð skal hyggja ef frum- legt skal byggja. Án fræðsiu þess liðna ei hvað er nýtt.“ Þar gefur að líta muni frá minjasafninu og einnig muni sem gerðir hafa verið fram til þessa dags af handverksfólki frá Húsavík, Skagafirði og Eyjafirði. Tilgangurinn er sá að sýna þróun í handverki og hvemig nýta má tækni og þekkingu fyrri tíðar til handverks- gerðar í nútímanum. Hátt í 200 sýna Á handverkssýningunni sýna á annað hundrað íslendingar verk sín og á þriðja tug erlendra gesta frá Norður-Noregi, Færeyjum og Græn- landi. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem þessar þjóðir sýna handverk á samsýningu sem þessari. Efniviðurinn er af margvíslegum toga svo sem ull, gler, steinn, viður og margt fleira.„Hingað kemur fólk ekki eingöngu til að skoða muni held- ur geta sýningargestir tekið þátt í vinnusýningum þar sem meðal ann- ars verður staðið fyrir kennslu í ýmsum þáttum handverks," segir Halla Reynisdóttir, starfsmaður sýn- ingarinnar. „Upphaflega var fólk að reyna að skapa sér atvinnu með handverki, en nú er svo komið að sumir eru komnir út í umfangsmeiri markaðssetningu, þannig að hand- verk er ekki bara stofuvinna," segir Halla. „Þetta eru hagnýtir hlutir eins og föt, skartgripir og smáiðnaður eins og snyrtivörur úr jurtum og þess háttar. Og vissulega er einnig fengist við listmunagerð með hand- verki.“ Eyjafjarðarsveit sér um sýninguna að þessu sinni og segir Halla að handverkssýningin hafí byijað lítil að vöxtum, en hafi undið upp á sig. „Hér gefur einnig að líta vandaðri vörur með hverju ári,“ segir Halla. „Fólk kemur hingað og hittist, sér hvað aðrir eru að gera og lærir hvert af öðru og það verður til þess að hver og einn kappkostar að koma með betri vöru næsta ár.“ Ráðstefna og tízkusýning í gær var haldin ráðstefna í tengsl- um við handverkssýninguna og var þar meðal annars rætt frekara sam- starf í handverki meðal aðildarþjóð- anna. Á handverkssýningunni verður haldin tískusýning þar sem einnig verða sýndir þjóðbúningar og geta þeir sem slíkan fatnað eiga komið með þá og fengið kennslu í knippli. Einnig verður „Hrafnagilsmottan ’96“ ofín að venju og fá allir að prófa nokkrar lykkjur eins og í fyrra. Börn- in fá einnig nokkuð við að vera því þeim verður sérstaklega boðið upp á að búa til þæfða bolta. Guðrún Bjamadóttir, Hadda, sagði í samtali við Morgunblaðið að við- horfsbreytingar gætti í garð hand- verks nú um stundir. „Norður- landabúar virða sitt handverk mikils, en því hefur ekki verið til að dreifa hérlendis. Það er ekki fyrr en á síð- ustu árum sem íslenskt handverk hefur fengið uppreisn æm. Þegar maður nefndi handverk fyrir um fímmtán ámm datt fólki strax í hug eitthvað lélegt og hallærislegt. Það er hinsvegar búið að sýna fram á það að gæði handverksins era á mjög mikil og sýningar á borð við Hrafna- gilssýninguna hafa átt drjúgan þátt í að breyta viðhorfi fólks gagnvart handverki. Almenningur er farinn að skilja hvers virði handverkið er og hversu góðar vömr er um að ræða.“ Handverkssýningin að Hrafnagili verður opin frá 11-21 alla sýningar- dagana, en henni lýkur á sunnudags- kvöld. Hefðbund- innjazz JAZZKVARTETT Árna Heiðars Karlssonar spilar á Óðali í kvöld kl. 21.30. Kvartetinn skipa auk Árna: Haukur Grondal, Tómas R. Einars- son og Harvey Burns. Þetta er í fyrsta sinn sem Harvey spilar á íslandi en hann spilaði á árum áður með Cat Stevens, Ge- orgie Fame, Kenny Weeler o.fl. Kvartettinn mun að eigin sögn leika „hefðbundinn jazz“ eftir m.a. Miles Davis, John Coltrane og Cole Porter. Aðgangur er ókeypis. HAUKUR Grendal, Árni Heiðar Karlsson, Harvey Burns og Tómas R. Einarsson. Söngnámskeið Svanhvítar PRÓFESSOR Svanhvít Egilsdóttir heldur söngnámskeið í húsnæði Tónlistarskólans í Reykjavík, Laugavegi 178, dagana 19.-31. ágúst nk. Svanhvít var prófessor við Tón- listarháskólann í Vínarborg í 23 ár og er þetta 12. söngnámskeiðið sem hún heldur hér á landi. Upplýsingar um námskeiðið eru veittar í Hljóð- færaverslun Leifs H. Magnússonar og hjá Svanhvíti, Hrauntungu 10, Hafnarfírði. Svanhvít Egilsdóttir Magnþrunginn draugadans TONLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar EINSÖNGSTÓNLEIKAR Þórunn Guðmundsdóttir, sópran og Kristinn Örn Kristinsson, píanó, 13. ágúst. TVÆR, einskonar þulur, við tón- list eftir Henry Purcell, vom byijun- arverkefni Þórannar og Kristins. Ljóðin em samhengislaus atriði úr leikjum og goðsögnum. Höfundur Ijóðanna er óþekktur og ljóðin sam- hengislaus og illskiljanleg, en sem fyrr segir vitna þau í goðsagnir og iíkja mætti þeim við texta í óperum Purcels. En hvað um það, textinn gefur tilefni til leikrænnar meðferðar og þeim leikrænu sveiflum í tónlist- inni náði Þórunn sannarlega. Passa skyldi maður þó að ganga ekki of langt, hvorki leikrænt né raddlega í þessari dramatísku túlkun, en þarna' eru mörkin viðkvæm og músíkgáfur hefur Þórann nægar til að ná valdi á þessum stíl. Það sýndi hún einnig í ágætum útsetningum Karls 0. Run- ólfssonar, útsetningum sem heyrast allt of sjaldan. Þar reyndi og tölu- vert á píanóleikarann og stóðst Krist- inn allar þær raunir, stundum þó á mörkunum að verða of sterkur. Gígj- una, eftir Sigfús Einarsson söng Þórunn óvenju hægt. Þar fór Kristinn inn á þá braut að teygja lopann svo að út úr flóði. Ef söngvarinn ætlar að verða tilfinningaheitur um of er það hlutverk píanistans að vinna gegn því en ekki að lyfta undir með of sykraðu spili. Tvö lög eftir Sig- valda Kaldalóns komu næst, Fjallið eina og Heimir. Fjallið eina var að- eins of hratt sungið, þrátt fyrir að öll erindin væru sungin, línan fékk tæplega þá dular-ró sem erindin þarfnast. Forsöguna að Heimi kynnti Þórann áheyrendum og hafí ég heyrt rétt að foreldrar Áslaugar, Sigurður Fáfnisbani og Brynhildur Buðladóttir hafí verið gift, þá stendst það ekki söguna. Eina slæma villu gerði Þór- unn í laginu. Frá höfundarins hendi er orðið fær — seint það tjónið bætt — upptaktur, seint aftur á móti áherslunóta, þessu sneri Þórunn við hafðifær sem áherslunótu og við það brenglaðist nótnagildin í taktinum. Því bendi ég á þetta að því miður heyrir maður nú orðið of oft að svöngvarar taka sér slíkar breytingar í munn af ástæðum sem mér era ókunnar. Það sem upp úr stóð á tón- leikunum voru lög Jóns Leifs og Draugadansinn varð stór og magn- þrunginn í meðferð Þórunnar og Kristins. Þórunn lauk tónleikunum á íjórum lögum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, þijú þeirra úr Pétri Gaut. Þórunn er vel músíkölsk, röddin situr yfirleitt þótt efsta sviðið sé ekki alltaf ör- uggt. Ennþá fínnst mér þó vanta töfrana í röddina, þó getur röddin orðið mjög falleg á neðra sviðinu og mér er spurn hvort Þórunn ætti ekki að leggja rækt við það svið raddar- innar og þaðan er stutt yfír í drama- tískan sópran, ef vill. Ragnar Björnsson EL GRAN Baile hita upp fyrir kvöldið í Loftkastalanum. Argen- tínskur tangó í Loftkasta- lanum í KVÖLD kl. 20 býður Loft- kastalinn áhorfendum sínum upp á tveggja tíma Tangósýn- ingu. Það E1 Gran Baile frá Buenos Aires í Argentínu sem stíga mun á stokk, en hópurinn erskipaður dönsurunum Sus- önu Rojo og Hectori Falcón, sem njóta undirleiks þriggja manna hljómsveitar og söngv- ara. E1 Gran Baile kemur til íslands í kjölfar sýninga í Kaupmannahöfn, sem er menningarborg 1996. „Kaup- mannahöfn bauð einu leikhúsi í hverju Norðurlandanna að fá hópinn í heimsókn og úr varð að Loftkastalinn varð fyrir valinu á íslandi,“ sagði Baltas- ar Kormákur einn leikhús- stjóra Loftkastalans. „Þetta er mikill hvalreki fyir okkur því útilokað hefði verið að standa straum af komu hóps, sem nýtur jafn mikillar hylli á þessu sviði hingað til lands, að öðrum kosti.“ Tangóhópurinn sýnir einnig á miðnætursýningum föstu- dags- og laugardagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.