Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 25 LISTIR Nýr íslenskur söngleikur NYR íslenskur söngleikur verður frumsýndur í Loftkastalanum þann 25. ágúst, sem nefnist Sumar á Sýrlandi. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð, sem einnig er handrits- höfundur. Hljómplata Stuðmanna Sumar á Sýrlandi, sem kom út árið 1975, er uppistaðan í verkinu, en á þriðja tug Stuðmannalaga eru leikin og sungin í sýningunni. 22 ungir ieikarar fara með hlutverk í sýningunni og hafa þeir þegar öðl- ast nokkra reynslu af leik- og sviðs- framkomu. „Þetta er fyrst og fremst skemmtisýning með samfé- lagslegum undirtóni," segir Valgeir Guðjónsson tónlistarstjóri. „Þarna kvikna til lífsins ýmsar persónur úr textum plötunnar Sumars á Sýrlandi, eins og Stína stuð og fleiri.“ Segir Valgeir ennfremur að framsækinn svipur verði á sýning- unni og nefnir sem dæmi þrívíddar- grafík, sem notuð verður. í aðalhlutverkum eru Hrólfur Sæmundsson, Þóranna Kristín Jónsdóttir, Orri Ágústsson, ívar Helgason, Stella Guðný Kristjáns- dóttir og Bjartmar Þórðarsson. Danshöfundar eru Guðný Guðjóns- dóttir og Ýr Jónsdóttir. Um leik- mynd og búninga sér Rebekka A. Ingimundardóttir. Meira úr smiðjuhöf- undar Onnu í Grænuhlíð NÝ sjónvarpsþáttaröð, byggð á sög- um kanadísku skáldkonunnar Lucy Maud Montgomery, verður tekin upp í vetur, og ber hún heitið Emily. Líkt og fyrri sjónvarpsþættir byggðir á sögum Montgomery, Anna í Grænuhlíð og Leiðin til Avonlea, gerist nýja röðin á Prince Edward-eyju við austurströnd Kanada. Þættirnir verða byggðir á þrem bókum sem Montgomery skrifaði um stelpuna Emily, sú fyrsta kom út 1923, og til stendur að reisa skemmtigarð, byggðan á sögunum. Verða þættirnir teknir upp á Prince Edward-eyju, en þættirnir um Leið- ina til Avonlea, voru að mestu tekn- ir upp í og í grennd við Toronto. Montgomery fæddist á Prince Edward-eyju 1874 og lést í Toronto 1942. Hún varð heimsfræg fyrir bækurnar um stelpuna Anne Shir- ley, sem sagði fyrst af í bókinni Anna í Grænuhlíð, sem kom út 1908. Leiðin til Avonlea naut ekki síður vinsælda og voru framleiddar sjö syrpur af sjónvarpsþáttunum, sem byggðir voru á þeim sögum. Síðasta syrpan var sýnd í kanadíska ríkissjónvarpinu í vetur sem leið. -----♦-------- Lesið úr ljóðum Páls Olafssonar SEXTÍU og sex mínútur úr fundn- um ljóðum Páls Ólafssonar heitir ljóðadagskrá sem leikararnir Hjalti Rögnvaldsson og Halldóra Björns- dóttir flytja á Kaffi Austurstræti, Austurstræti 6, Reykjavík, í kvöld, fimmtudagskvöld klukkan 22. Nýjar bækur Ljóðstafir Siguijóns Ara GOTTSKALK Dae Ljósmynd/Arne Hoem r Sigurðarson er leikstjóri uppfærslunnar Líagui á Rocky Horror í Osló en með hlutverk Rocky og Frank N’Furt- er fara Christian Wold og Karl Stavem. • LJÓÐSTAFIR nefnist bók eftir Sigurjón Ara Siguijónsson, fyrsta bók höfundar. Sigurjón Ari hefur áður birt nokkur ljóð í Lesbók Morgunblaðsins. Steinar J. Lúðvíksson sem valdi ljóðin skrifar formála þar sem hann leggur áherslu á gildi ljóða- gerðar fyrir íslenska þjóðmenn- ingu og segir ljóð Siguijóns Ara framlag til hennar: „Siguijón Ari Siguijónsson er einn þeirra manna sem lengi hafa . fengist við ljóðagerð. Hann hefur lítt flíkað kveðskap sínum. Litið á hann sem einkaeign, leið til þess að finna hugsunum sínum farveg og túlka tilfinningar sínar. Eitt og eitt ljóð hefur hann flutt vinum sínum og það, öðru fremur, hefur stuðlað að tilkomu þessarar bók- ar.“ Ljóðstafir eru 129 bls. ogljóðin 81. Offsetfjölritun prentaði og Flatey batt inn. Bókin er til sölu hjá Eymundsson, Máli ogmenn- ingu og Pennanum ogkostar 1.995 kr. Islenskur Rocky Horror í Osló Áhuginn mikill HÓPUR íslendinga stendur að uppfærslu söngleiksins Rocky Horror í Ósló í haust. Leik- stjóm, listræn hönnun og fram- kvæmdastjórn er í höndum ís- lendinganna sem eru hluti af íslensku fyrirtæki á sviði leik- húss og kvikmynda, Kaiser Artworks. Leikstjóri sýningar- innar er Gottskálk Dagur Sig- urðarson, listræna hönnun ann- ast Sigurður Kaiser Guðmunds- son og framkvæmdastjóri er Gísli Orn Garðarsson. Aðrir ís- lendingar sem taka þátt í sýning- unni eru Björn Helgason sem annast brellur, Filippía Elísdótt- ir sem hannaði hluta af búning- unum, en þeir em þeir sömu og notaðir voru í uppfærslu Loft- kastalans á Rocky Horror síðast- liðið sumar, og grafísk hönnun er í höndum Amunda Sigurðs- sonar og Þorláks Lúðvíkssonar. Að sögn Sigurðar Kaisers, forsvarsmanns Kaiser Art- works, fór fyrirtækið upphaf- lega út vegna samstarfs þess við Leikfélag Islands um fyrirhug- aða uppsetningu á Stone Free eftir Jim Cartwright í Ósló á næsta ári. „Við komumst svo í kynni við Gísla Örn, sem hefur verið búsettur hér í tvö ár og er leikhússtjóri í leikhúsinu Chateau Neuf sem sýningin verður sett upp í, og til varð þessi hugmynd um að setja upp Rocky Horror en það hefur ekki verið gert hér í 20 ár. Áhuginn á þessu verki virðist hins vegar vera gríðarlegur hér eins og annars staðar í Evrópu en þess má geta að í haust mun breskur leikhópur ferðast um Evrópu með verkið. Til merkis um áhug- ann á verkinu má einnig nefna að fjölmiðlar hér hafa sýnt okk- ur mikinn áhuga.“ Drag-listamaður sem Frank Að sögn Sigurðar verða norskir leikarar í öllum hlut- verkum. „Aðalhlutverkið, klæð- skiptinginn Frank N’Furter, leikur Karl Stavem en hann hefur starfað sem drag-lista- maður í Noregi og New York í fimm ár. Stavem er ekki mennt- aður leikari en við vildum fá mann sem þekkti hlutverkið og væri auk þess ekta drag-lista- maður eins og persónan í verk- inu. Rocky leikur svo Christian Wold sem er kunn fyrirsæta hér í Noregi." Verkið verður frumsýnt 4. október í Chateau Neuf sem er 1.200 manna leikhús í miðbæ Óslóar. Islensk tón- skáld í Hall- grímskirkju MARTEINN H. Friðriksson dómorg- anisti leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag, fimmtudag kl. 12. Á efnisskránni verða eingöngu org- elverk eftir þijú ís- lensk tónskáld. Mar- teinn mun leika Sálmaforleik eftir Jón Þórarinsson, Chaconne um stef úr Þorlákstíðum eft- ir Pál ísólfsson og Marteinn H. Forleik um sálm Fnðriksson sem aldrei var sung- inn og Tokkötu í minningu Páls ísólfs- sonar, eftir Jón Nordal. „Þetta eru afskaplega falleg verk og aðeins örlítill hluti af því sem til er af fallegri íslenskri orgeltónlist," sagði Marteinn. Aðgangur er ókeypis á tónleikana en þeir standa yfir í hálfa klukkustund. Sparaðii þúsundir - á e/nu gpóffv Teppaafgangar með allt að 70% afslætti stykl Góðir bútar 9§m& TEPPABÚÐIN Taktu málin með V/SA ■ það flýtir fyrir afgreiðslu gœmm radgreioslur TEPPI DREGLAR FLISAR PARKET DÚKAR MOTTUR GÓLFEFNAMARKAÐURINN • SUÐURLANDSBRAUT 26 • SÍMI 568 1950 • Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 10 -16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.