Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 35 ÞURÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR + Þuríður hannsdóttir fæddist í Hafnar- firði 17. desember 1925. Hún lést 8. ágúst siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Tóm- asson, skipstjóri, síðar forstöðu- maður í Hafnar- firði, f. 26.9. 1882 á Hvolsvelli, d. 27.7. 1955 og Mar- grét Jónsdóttir, f. 8.10. 1892 í Hafn- arfirði, d. 18.2. 1974. Þuríður var yngst átta systkina en þau voru: Jón Hjört- ur, f. 1912, látinn; Jóhanna, f. 1913; Eva, f. 1914, látin; Sigfús f. 1915, látinn; Stefán, f. 1917, látinn; Steinunn, f. 1919, látin; Anna f. 1920. Auk þess átti hún eina hálfsystur, Matthildi. Þuríður giftist 11. desember 1948 eftirlifandi eiginmanni sínum, Eyþóri Kr. Jónssyni, fyrrv. baðverði, f. 7.8. 1921. Þau eignuðust tvö börn, 1) Jó- hann Eyþórsson, rennismiður, f. 9.5. 1948, kvæntur Valdísi Þorkelsdóttur kennara, f. 2.6. 1946. Þeirra börn eru Anna lögfræðingur, f. 7. 12. 1968, í sambúð með Jóni Erni Brynjarssyni viðskiptafræðingi, og Eyþór Kristinn verkamaður, f. 23.5. 1972.2) Kristín Þórey Eyþórsdóttir kennari, f. 1.11.1956 gift Gísla Þorlákssyni, stý- rimanni, f. 16.11. 1951. Þeirra böm em Þuríður Gísladóttir, f. 18.4. 1981 og Þor- lákur Gíslason, f. 26.10. 1987. Þuríður starfaði við afgreiðslustörf og síðar í Rafha í Hafnarfirði, en helgaði síðan krafta sina heim- ili og böraum þegar þau Eyþór hófu búskap. Eftir að börain komust á legg hóf hún störf við ræstingar á Heilsugæslustöð Hafnarfjarðar og starfaði við það allt til 1994. Þuríður var lengi virkur félagi í Góðtempl- arareglunni í Hafnarfirði og á síðari hluta ævinnar í kvenfélagi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, en foreldrar hennar voru meðal stofnenda safnaðaríns. Útför Þuríðar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 15. ágúst og hefst athöfnin kl. 15:00. í dag kveðjum við hinsta sinni tengdamóður mína Þuríði Jóhanns- dóttur, eða Lollu eins og hún var kölluð. Ég kynntist fjölskyldunni fyrir tæpum 30 árum þegar ég kom að norðan í Kennaraskólann. Hún og öll fjölskyldan tóku mér strax afskaplega vel og hef ég æ síðan notið umhyggju þeirra og hjálpar. Þegar dóttir okkar, fyrsta bama- barn hennar, fæddist naut hún þess innilega. Hún gætti hennar fyrstu árin á meðan ég var að vinna, þangað til hún komst í leik- skóla. Það var notaleg tilfinning að vita hana í öruggu skjóli afa og ömmu. Einnig eftir að sonur okkar fæddist var hún boðin og búin og færði jafnvel vinnutíma sinn til að geta hjálpað okkur þeg- ar veikindi steðjuðu að. Hún vann við ræstingar á Heilsugæslustöð Hafnarfjarðar þegar ég kynntist henni og hætti þar störfum fyrir einu og hálfu ári. Áður hafði hún unnið bæði við afgreiðslustörf og í Rafha verk- smiðjunni hér í Hafnarfírði. Hún var mikill Hafnfírðingur eða Gafl- ari eins og sagt er um þá inn- fæddu. Hún unni bænum sínum og fylgdist vel með þróun hans. Foreldrar hennar höfðu verið í for- ystu fyrir ýmsum félögum í bænum og hún starfaði í nokkrum þeirra, en Fríkirkjan, sem foreldrar henn- ar voru stofnfélagar í, og safnaðar- starfið þar var henni hjartfólgnast. Fjölskylduböndin voru sterk. Hún var yngst í sínum systkina- hópi og mörgum fannst gott að leita til hennar. Henni var ætíð annt um systkinabörn sín og fylgd- ist grannt með velferð þeirra. Mín fjölskylda kom oft við í Kinninni til að njóta samvista við þau Lollu og Eyþór. Þar var hlýtt og nota- legt andrúmsloft og á tyllidögum nutum við þess að vera öll saman. Nú er þetta minning sem við yljum okkur við. Síðustu 15 mánuðir hafa verið okkur öllum afar erfiðir. Þetta voru veikindi sem engan grunaði í upphafi að yrðu barátta upp á líf og dauða. í maí í fyrra var hún flutt í skyndi á spítala. Gallsteinar og ónýt gallblaðra, sögðu læknarn- ir, en of veik fyrir uppskurð, best að bíða aðeins. En biðin varð að martröð. Sýking breiddist út og eftir langan tíma, að okkur fannst, fór hún í uppskurð. Áfram barðist hún, því hún hafði verið vel á sig komin áður. í öndunarvél var hún á þriðja mánuð og aðeins augnlok- in hreyfðust. Vonin um bata minnkaði með hverri viku. En svo gerðist hið ótrúlega. Hún vaknaði til lífsins aftur. Jólin, hátíð ljóss- ins, lýstu skærar en nokkru sinni í huga okkar því nú hófst nýtt tímabil. Hægt og sígandi kom máttur og kraftur. Og við nutum þess aftur að ná öll saman þó á sjúkrastofnunum væri. í maí á þessu ári komst hún íjór- um sinnum heim „í heimsókn“. Og svo var komið að aðgerðinni sem við höfðum öll bundið svo miklar vonir við að yrði sú síðasta henni til góðs. En nú tveimur mánuðum síðar er hún tekin frá okkur. Við spyijum, hví hún hafi ekki fengið að njóta lengri tíma eftir allt sem á hana hafði verið lagt. En við fáum engin svör. Við leitum hugg- unar í trúnni og minnumst orða Frelsarans: „Ég er upprisan og líf- ið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Og ég veit að systur hennar og bræður og aðrir sem á undan eru famir hafa beðið með opinn faðminn. Því mörgum hafði hún rétt hjálparhönd og stutt í erfiðleikum í gegnum tíðina. Tengdafaðir minn hefur sýnt alveg einstakt þrek og veitti henni mik- inn styrk í öllum þessum veikind- um. Hann hefur setið við sjúkrabeð hennar frá upphafí, hvort sem hægt var að ná sambandi við hana eða ekki, fylgst náið með og ann- ast hana ásamt hjúkrunarfólki og læknum svo eftir var tekið og hann jafnvel varaður við álaginu, svo mikið gaf hann af sér. Ég bið Guð að styrkja tengda- föður minn. Ég veit að tómarúmið verður mikið, en við vonum að tíminn græði sárin. Að lokum flyt ég þakkir fyrir hönd fjölskyldunnar til Tryggva GUNNAR GUÐMUNDSSON + Gunnar Guð- mundsson var fæddur á Hóli á Langanesi 8. mars 1913. Hann lést 5. ágúst siðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Gísla- dóttir og Guðmund- ur Gunnarsson. Systkini Gunnars voru tvö: 1. Gísli Guðmundsson rit- stjóri og alþingis- maður, kvæntur Margréti Árnadótt- ur frá Gunnarsstöð- um í Þistilfirði. Eru þau bæði látin. Dóttir þeirra er Kristín Gísladóttir læknir í Kanada. 2. Oddný Guðmundsdóttir kenn- ari og rithöfundur. Hún lést ógift og barnlaus. Fyrri kona Gunnars var Margit Berg frá Svíþjóð. Sonur þeirra er Páll Kai Gunnarsson, fæddur 6. janúar 1944. Hans kona er Esther Þorgrímsdóttir og þeirra börn María Rósa, Gunnar Karl og Lísa. Eftirlifandi kona Gunnars er Sólveig Kristjáns- dóttir, fædd 21. júní 1923. Hún átti son, Kristján Svein Helgason, fæddur 8. febrúar 1946, dáinn 17. janúar 1975. Faðir hans var Helgi Sveins- son frá Siglufirði. Börn Kristjáns eru Jóhann og Sólveig. Synir Gunnars og Sólveigar eru: Guð- mundur, fæddur 4. júlí 1954. Hans kona er Bjarma Didriksen og þeirra synir Gísli Gunnar og Ingvar Emil; Sig- urður Daníel, fæddur 4. janúar 1958. Kona hans er Anna S. Gunnarsdóttir og þeirra börn Daníel, Sigríður Daney og Fríða Björg; Oddur, fæddur 1. mars 1960. Hans kona er Áslaug Jónsdóttir og þeirra börn Jón Hjörtur, María Björk og Sólveig Erla. Gunnar verður jarðsunginn frá Fossvogskirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Gunnar var þegar orðinn mjög Það var ekki auðvelt að kynnast veikur þegar ég kom inn í fjölskyld- honum. Gunnar heyrði lítið, svo una fyrir u.þ.b. 6 árum. erfítt reyndist að ná sambandi við hann. Ég fór þó ekki í grafgötur um það að ég væri velkomin. Það var greinilegt að hann fylgdist með og hafði áhuga og átti það til að koma manni á óvart með athuga- semdum og jafnvel bröndurum um líðandi stund. Þegar eldri sonur okkar fæddist var afi Gunnar stoltur, það fór ekki framhjá neinum. Við skýrðum hann í höfuðið á þeim bræðrum Gísla og Gunnari. Við komum oft í Nökkvavog til afa og ömmu. Þegar Gísli Gunnar óx úr grasi kynntist hann afa sínum og er hann ríkari eftir. Á sama hátt litli bróðir hans, Ingvar Emil, þegar hann kom. Á sinn sérstaka hátt hafði hann áhrif á umhverfí sitt og strákana mína. Ég er þakk- lát fyrir að drengirnir fengu að kynnast afa sínum. Æðruleysi og kímnigáfu hafði Gunnar til að bera. Á áttræðisaf- mæli Gunnars var hann spurður um líðan sina og svaraði: „Eg er bara með krabbamein og asma, annars líður mér vel.“ Við fréttum lát hans til Færeyja þar sem við dvöldumst í sumarfríi. Mig langar til að kveðja þig, kæri tengdapabbi, með orðum landa míns, færeyska skáldsins Friðriks Petersen. Tíðin rennur sum streymur í á fram í Harrans navni! Lítlum báti eri eg á himnastrond fyrri stavni! Hvíl í friði. Bjarma. Stefánssonar skurðlæknis fyrir hans einstöku umhyggju og hlýju í garð hennar allan tímann. Einnig starfsfólki gjörgæsludeildar, en þar mættum við sérstaklega hlý- legu viðmóti, svo og á skurðdeild B-6 og Grensásdeild. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson). Að lokum kveð ég tengdamóður mína með þakklæti fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Valdís Þorkelsdóttir. í dag kveðjum við hana ömmu mína, Þuríði Jóhannsdóttur, í síð- asta sinn. Hún Lolla amma, eins og við bamabörnin kölluðum hana, var ekki bara góð amma og yndis- leg manneskja. Hún var ótrúlega sterk, bæði líkamlega og andlega. Viljastyrkur hennar kom skýrt fram í þeim miklu veikindum sem hún barðist við frá byrjun sumars 1995. Manni fínnst ótrúlegt, í því mikla tækni- og framfaraþjóðfélagi sem við búum í, að veikindi af því tagi sem hún glímdi við, geti gert læknavísindin ráðþrota. Síðla í fyrrahaust var útlitið dimmt og lít- il von virtist um bata. Við héldum þó í vonina, ekki síst hann Eyþór afi - hann sá björtu hliðamar á öllum breytingum sem urðu til batnaðar og tvíefldist við hvert batamerki sem amma sýndi, jafn- vel þegar hún lá á gjörgæsludeild. Og kraftaverkið gerðist. Hægt og sígandi fór amma að styrkjast og komast til heilsu á ný með allri þeirri hjálp, úrræðum og endurhæf- ingu sem læknavísindin hafa yfir að ráða. En umfram allt var það með ást og styrk afa, sem hafði og hefur verið henni ómetanleg stoð í gegnum þennan erfiða tíma. í vor var svo komið, eftir nokkurra mánaða endurhæfingu á Grensás- deildinni, að hún gat farið að koma heim dagsstund um helgi, gat gengið svolítið með stuðningi og batinn virtist á næsta leiti. En til þess að ná fullum bata þurfti fleiri aðgerðir, meiri spítalavist. Þrekið þraut loks eftir þessi langvarandi veikindi og amma náði ekki að jafna sig aftur. Minningamar um ömmu í Kinninni, bæði sem barn og eftir að ég varð fullorðin, verða mér ávallt dýrmætar. Amma var vilja- sterk og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Við gátum rökrætt um jafnrétti, pólitík og allt milli himins og jarðar og þó við værum ekki alltaf sammála, virtum við skoðanir hvor annarrar. Hún naut þess að hafa okkur bamabörnin í kring um sig allt frá því að við fómm að koma í heiminn. Það var gott að vera hjá ömmu og afa í Kinninni, það er enn í minnum haft hvernig óhemjugangurinn var í mér þegar ég var lítil skotta og átti að koma heim með pabba og mömmu eftir heimsókn í Kinnina. Þá vildi ég verða eftir hjá ömmu og lét stundum öllum illum látum, þegar ég átti að koma heim. Nokk- ur minningarbrot líða um hugann, það er eins og flestar þessar minn- ingar séu tímalausar: Amma úti í sólinni bak við hús í Grænukinn, það er blankalogn og þar skín sólin alltaf heitast í öllum Firðinum. Við dæsum yfir hitanum, stöndum upp öðru hveiju til að kæla okkur en ömmu finnst best að hafa mikla sól og blankalogn. Amma á bolludag, með fullt af kökufötum, öll full af stórum heimabökuðum bollum og við barnabörnin megum borða eins margar og við viljum - alltaf þenn- an dag ársins. Amma að spila við okkur krakk- ana á jólunum og páskunum þegar öll fjölskyldan var samankomin í hátíðarmat. Ég man hvað mér fannst hún vera fljót að leggja sam- an í huganum, enda var hún af kynslóð sem ólst ekki upp við að nota reiknivélar. Elsku amma, þú varst alltaf mjög áhugasöm um andleg efni, trúðir á annan og betri heim og að hægt væri að hafa samband milli þessara heima. Ég veit þess vegna að þó þú verði ekki viðstödd brúðkaup okkar Jóns Arnar nú í haust, verður þú nálægt á einhvern annan hátt þann dag. Ég er þakklát fyrir að við Eyþór bróðir minn höfum fengið tækifæri til að alast upp með ömmu svona nálægt í okkar bernsku. Við höfum séð hversu sterk og mikil baráttu- kona hún amma var. Hjúkrunarlið og læknar reyndust henni vel í þessum miklu raunum og er ekki síst ómetanlegur sá stuðningur og hlýja sem þau veittu afa, sem vart vék frá hennar hlið í þessum veik- indum. Ég bið guð að veita afa styrk í sorg sinni og blessa minn- ingu ömmu. Ég vil ljúka þessari kveðju fyrir hönd okkar bróður míns, með lítilli tilvitnun: „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var- gleði þín. (Kahlil Gibran: Spá- maðurinn)." Anna Jóhannsdóttir. Elsku amma okkar, það fylgdi því mikil sorg að heyra að þú vær- ir dáin. Þú áttir við mikil veikindi að stríða en maður vonaði alltaf að þú myndir stíga upp úr þeim og koma heim. Það var alltaf gott að koma til þín og afa í Grænukinnina. Við systkinin fundum alltaf hvað við vorum velkomin. Maður gat sagt þér frá því er manni leið illa og þú hlustaðir alltaf og mótmæltir aldrei. Ég hugsa að flestu fólki hafi liðið vel í kringum þig, því þú áttir alltaf svo auðvelt með að kynnast fólki og samlagast því. Við vorum örugg í þinni návist og gátum alltaf leitað til þín. Elsku amma okkar, við munum sakna þín sárt, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Ég veit að þér líður vel hjá Guði en það er erfitt að sætta sig við slíkan missi. Ég bið Guð að styrkja okkur öll í þessari miklu sorg okkar og ég vil enda á litlu bænarljóði sem þú söngst oft: Leiddu mina litlu hendi ljúfi Jesú þér ég sendi bæn frá mínu bijósti hijáðu blíði Jesú að mér gáðu. Þuríður og Þorlákur. 50 ára frábær reynsla. i8^Bnar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 » 562 2901 og 562 2900 KitchenAid Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.