Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR + Björg Ásgeirs- dóttir fæddist í Reylqavík 22. febr- úar 1925. Hún lést í Reykjavík 7. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ásgeir Ásgeirsson, annar forseti ís- lenska lýðveldisins, f. 13. maí 1894, d. 15. september 1972, og kona hans Dóra Þórhallsdóttir, f. 23. febrúar 1893, d. 10. september 1964. Björg var yngst þriggja barna Ásgeirs og Dóru. Næstelst er Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen, f. 8. júní 1921, og elstur Þórhallur fyrrum ráðu- neytissljóri, f. 1.1. 1919. Björg giftist 4. janúar 1947 eftirlifandi eiginmanni sínum Páli Ásgeiri Tryggvasyni, f. 19.2. 1922, fv. sendiherra. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Dóra Pálsdóttir, f. 29.6. 1947, sérkennari í tölvufræðum við Starfsþjálfun fatlaðra. Synir hennar með fyrri manni sínum, Davíð Janis, eru: Páll Ásgeir, f. 26.1. 1970, Tryggvi Björn, f. 15.12. 1973, og Davíð Tómas, f. 8.6. 1979. Seinni maður Dóru er Jens Tollefsen, f. 16.11. 1952, forstjóri tölvufyrirtækisins Jet Pro. 2) Tryggvi Pálsson, f. 28.2. 1949, framkvæmdastjóri í Is- Iandsbanka, kona hans er Rann- veig Gunnarsdóttir, f. 18.11. 1949, skrifstofusljóri lyfja- nefndar ríkisins. Börn þeirra æru: Gunnar Páll, f. 9.12. 1977, og Sólveig Lísa, f. 24.3. 1980. 3) Herdís Pálsdóttir, f. 9.8.1950, lektor í sérkennslu í Noregi, maður hennar er Þórhallur Frí- mann Guðmundsson, f. 25.11. 1952, forstjóri tölvufyrirtækis í Noregi. Dætur þeirra eru: Dóra, Þrátt fyrir tækni og allan mátt nútímalækninga, þá er það svo hjá þeim hópi, sem kominn er yfir miðj- an aldur, að þeim stundum fjölgar stöðugt, er ættingjar og vinir kveðja og hverfa sjónum. Þótt þarna séu að verki lögmál, sem allir þekkja og verða að beygja sig fyrir, þá stendur hópurinn eftir hljóður og hnípinn en gott er þá að eiga góðar minningar að ylja sér við. Andlátsfregn Bjargar kom okkur ættmennum og vinum ekki á óvart því að hún hafði ekki gengið heil til skógar um nokkurra mánaða skeið. Fyrir um það bil misseri gekkst hún undir mjög erfiða skurð- aðgerð og síðan fór heilsu hennar ört hrakandi þar til sjúkdómurinn bar hana ofurliði. Björg fæddist 22. febrúar 1925 og voru foreldrar hennar hjónin Dóra Þórhallsdóttir og Ásgeir Ás- f. 4.8. 1973, Björg, f. 16.10. 1974, og Svava Kristín, f. 13.05. 1978. 4) Ás- geir Pálsson, f. 23.10. 1951, fram- kvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn. Hann er kvæntur Áslaugu Gyðu Ormslev, f. 19.6. 1951, flugfreyju. Börn þeirra eru: Björg, f. 14.7. 1975, Margrét f. 10.12. 1981, og Gunnar, f. 28.11. 1984. 5) Sól- veig Pálsdóttir, f. 13.9. 1959, leikkona og bókmenntafræðing- ur. Maður hennar er Torfi Þor- steinn Þorsteinsson, f. 2.2. 1955, vinnslustjóri hjá Granda hf. Börn þeirra eru: Áslaug, f. 28.11. 1982, Björg, f.10.3. 1987, og Páll Ásgeir, f. 27.7. 1990. Björg var húsmóðir í víðtækri merkingu þess orðs, því auk þess að búa börnum sínum og manni gott heimili tók hún virk- an þátt í störfum eiginmanns síns, bæði erlendis sem og hér á landi. Einnig aðstoðaði hún föður sinn sem húsmóðir á Bessastöðum ásamt systur sinni og mágkonu eftir að móðir hennar lést. Björg starfaði í mörgum félagasamtökum svo sem Rauða krossinum og Kven- félaginu Hringnum. Hún var einn af stofnendum alþjóðlegs málfundafélags ITC á Islandi. Heimili Bjargar var Iengstum í Reykjavík en einnig áttu þau hjónin, starfa sinna vegna, heimili í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Sovétríkjunum og Þýskalandi. Utför Bjargar Ásgeirsdóttur verður gerð frá Neskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. geirsson, síðar forseti íslands, sem þá var kennari við Kennaraskólann og alþingismaður. Hún ólst upp í Laufási við Laufásveg með tveim eldri systkinum. í sama húsi bjuggu einnig Anna Klemensdóttir og Tryggvi Þórhallsson, þá ritstjóri, með sex börnum þeirra. Laufás var því æskuheimili stórs barnahóps og á þeim tíma hálfgert sveitabýli í útjaðri ört vaxandi borgar, byggt af afa barnanna, Þórhalli biskupi Bjarnarsyni árið 1896. Frændsystk- inin minnast öll með gleði bernsku og æskuáranna í þessu gamla húsi sem hýsti í góðu sambýli þessar tvær fjölskyldur, sem blönduðust svo vel að mæðurnar þekktu varla sundur hlátur eða grát barnanna og hvor svaraði kalli, sem fyrr heyrði. í minningunum var mikið hlegið og mikið sungið. Spilað var á píanó og samið var heilmikið af léttum barnaljóðum sem óspart voru notuð við ýmis tækifæri og einnig var farið í allskonar leiki sem fjöl- skyldumar hafa jafnvel ennþá gam- an að rifja upp. En eins og við mátti búast dreifð- ist hópurinn fljótt og hver fékk sinn reit á taflborðinu. Björg óx upp og varð óvenju falleg og glæsileg kona. Hún hafði góðar gáfur til að bera, sterka skaphöfn, en var alltaf glöð og hlý í viðmóti. Henni sóttist nám- ið vel og iauk stúdentsprófi 1945. Hún giftist 1947 eftirlifandi eigin- manni sínum, Páli Ásgeiri Tryggva- syni síðar hæstaréttarlögmanni og t Eiginmaður minn, JÓHANN P. JÓNSSON, Kirkjuvegi 37, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 14.00. Sigríður Gísladóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. sendiherra, Ófeigssonar útgerðar- manns. Bjargar biðu því margháttuð ábyrgðarstörf með fullorðinsár- unum, sem eiginkonu og fimm barna móður. í ellefu ár sinnti Björg störfum sendiherrafrúar, í Ósló, Moskvu og Bonn, og hefur án efa fyllt það sæti með prýði. Ásgeir forseti dáði minningu móður sinnar mjög, en hún hét Jens- ína Björg Matthíasdóttir, ættuð úr Vestmannaeyjum, hin merkasta kona. Um hana var sagt, að hún hefði haft læknishendur. Móðir hennar var Sólveig ljósmóðir, dóttir síra Páls skálda Jónssonar. Hennar nafns verður lengi minnst í sögu Vestmannaeyja. Er skemmst frá að segja, að fyrir miðja síðustu öld hetjaði skelfilegur sjúkdómur á ung- börn þar í Eyjum, svo skæður að af hans völdum dóu þijú af hveijum fjórum börnum, sem fæddust þar. Var Sólveig Pálsdóttir send út til náms í ijósmóðurfræðum til Kaup- mannahafnar og barðist hún ásamt dönskum læknum, með öllum til- tækum ráðum, fyrir fæðingarstofn- un í Eyjum. Tókst þeim að afla fjár til þessa brýna verkefnis, sem ekki var auðsótt í hendur danskra stjórn- valda en tókst árið 1847. Svo skjót- ur árangur varð með tilkomu fæð- ingarheimilisins að árið 1849 deyr eitt af hveijum 20 börnum úr sjúk- dómnum, sem smáfjaraði út. Á ofangreindum tíma var fæðing- arheimilið staðsett á heimili Sólveig- ar móðurömmu Ásgeirs forseta, en hún þjónaði sem ljósmóðir í Eyjum í 25 ár áður en hún fluttist til Reykjavíkur og tók við annarri af tveim ljósmæðrastofum þar. Vert er að geta þess, að árið 1863, með- an þessi formóðir Bjargar Ásgeirs- dóttur er ennþá í Eyjum er henni falið með stjómarráðsbréfi að gegna héraðslæknisembætti þar í fjarveru læknis og segir Gylfí Gröndal í ævisögu Ásgeirs Ásgeirssonar að slíkt muni sjaldgæft, að ljósmóður séu falin slík störf og það oftar en einu sinni „og er þetta gott dæmi um það traust sem menn báru til hennar fyrir kunnáttu sakir og mannkosta". Þótt hér sé aðeins stiklað á stóru í merkilegri sögu þá er ljóst að Björg Ásgeirsdóttir, sem að vísu hefur ekki verið orðuð við ljósmóðurstörf eða læknishendur, þá hefur hún tek- ið margt að erfðum frá föðurmóður sinni annað en Bjargar nafnið því að ýmsa eðliskosti úr fari langömmu sinnar, Sólveigar, var auðvelt að finna i skaphöfn Bjargar. I virðingarskyni við þessa merku ættmóður ber ein dóttir Bjargar og Páls nafn hennar. Þessi kveðjuorð eru senn öll. Eiginmanni, systkinum, börnun- um fimm, mökum þeirra og barna- barnahópnum og öllum þeim sem harmur er kveðinn nú þegar Björg frænka er kvödd vottum við hug- heila samúð og þökkum samfylgd- ina. Blessuð sé minning hennar. Agnar Tryggvason. Það sem auðgar líf manns mest er að eiga vináttu og ást góðrar manneskju. Á þessari stundu bærist með mér annars vegar sár söknuður vegna fráfalls Bjargar tengdamóður minnar og hins vegar þakklæti fyrir að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að vera samferða Björgu í þessu lífí í nær tuttugu ár. Fyrir mér stóð hún fyrir mörgu þvi fegursta og besta í mannlegu eðli. Hún var ein- staklega ljúf manneskja, góðviljuð og örlát. Björg var líka vitur kona og oft þegar ég hef staðið frammi fyrir samviskuspurningum hef ég hugsað með mér, hvernig ætli Björg hefði brugðist við?, því oft rak ég mig á að ákvarðanir sem hún tók og voru mér lítt skiljanlegar, reynd- ust hárréttar þegar á reyndi. Öllum sem komu á heimili Bjarg- ar og Páls leið vel, þar var maður alltaf velkominn, og ekki spillti fyr- ir að Björg hafði einstaklega gott auga fyrir því skemmtilega í tilver- unni og gat alltaf komið fólki í gott skap með hnyttnum athugasemd- um. Henni var lagið að laða það besta fram hjá fólki enda var hún ákaflega vinamörg. Hvert sem leið hennar lá í veröldinni eignaðist hún fjölda kunningja, fólk laðaðist að henni og oft leiddu þessi kynni til ævilangrar vináttu. Það kom vel fram í veikindum hennar undan- farna mánuði hversu vinamörg hún var og hve sterkum böndum fólk tengdist henni, enda tryggari vinur vandfundinn. Björg fór aldrei í manngreinarálit, fólk var metið eft- ir orðum og gjörðum, ekki stöðu eða stétt. Að Björgu stóðu sterkir stofn- ar mannkostafólks. Henni var í blóð borinn glæsileiki, fáguð framkoma og smekkvísi, sem vakti ætíð að- dáun mína. Ég er þakklátur fyrir þá góðvild sem tengdamóðir mín sýndi mér alla tíð. Eg var ungur og uppburðar- lítill þegar ég fyrst kom á heimili væntanlegra tengdaforeldra minna en áður en varði leið mér eins og heima hjá mér, ekki síst vegna þess trausts og væntumþykju sem Björg sýndi mér á svo margan hátt. Hún var ættmóðirin sem fylgdist grannt með öllu, stóru sem smáu sem við- kom hveijum og einum og var alltaf að gleðja og hjálpa til á einn eða annan hátt. Hún lagði mikla áherslu á samheldni fjölskyldunnar og not- aði hvert tækifæri til að styrkja ijöl- skylduböndin. Það er óraunverulegt að hugsa sér lífið án Bjargar. Hún tók þátt í gleði og sorgum fjölskyldunnar og það gaf styrk og gleði að vita af ríkri umhyggju hennar fyrir okkur Sólveigu og börnunum okkar. Minningin um hana mun fylgja okkur alla tíð björt og fögur og verða okkur vegvísir í þeim ólgusjó sem lífíð er. Torfi Þ. Þorsteinsson. Látin er í Reykjavík elskuleg tengdamóðir mín, Björg Ásgeirs- dóttir. Þrátt fyrir alvarleg veikindi hennar og að vitað var að hveiju stefndi erum við, sem eftir sitjum, aldrei reiðubúin þegar kallið kemur. Ég kynntist Björgu síðla árs 1992. Hún og eiginmaður hennar, Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra, tóku hlýlega á móti mér á glæsilegu heimili þeirra í Reykjavík og ég fann strax að ég var velkominn þar. Hlýja Bjargar og umhyggja hennar fyrir Dóru og mér átti stóran þátt í því að ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að verða tengdasonur þeirra. Á þeim liðlega þremur árum sem ég átti því láni að fagna að þekkja Björgu sá ég og skildi hvers vegna hún var svo virt og elskuð af fjöl- skyldu sinni og vinum sem raun bar vitni. Allt fas hennar og aðgerðir einkenndust af kærleika og um- hyggju. Hún gaf sér ætíð tíma til að sinna öllum - dyr hennar voru alltaf opnar. Hún fylgdist af um- hyggju með því sem við tókum okk- ur fyrir hendur og hlý orð voru vega- nesti okkar frá henni þegar við fór- um. Hún var elskuleg móðir, tengdamóðir og amma. Björg hafði ríka kímnigáfu og átti auðvelt með að setja sig inn í aðstæður og atburði líðandi stund- ar, og sá ætíð skemmtilegar hliðar mála. Hún var ráðagóð og einlæg í skoðunum sínum, og fann ætíð bestu leiðina úr hverjum vanda. Til hennar var gott að leita. Þegar veikindi Bjargar ágerðust sýndi hún slíkan styrk og festu að með ólíkindum kann að teljast þeim sem ekki þekktu hana, en okkur hinum kom það ekki i óvart. Ást hennar og kærleikur mun lifa í minningunni um elskulega konu sem nú er gengin. Ég kveð tengamóður mína, Björgu Ásgeirsdóttur, með söknuði og virðingu, og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Jens Tollefsen. í barnæsku minni upplifði ég fátt sem vakti hjá mér hryggð eða sökn- uð. Ég ímyndaði mér því stundum að eitthvað slæmt hefði komið fyrir þig þegar ég hafði þörf fyrir að upplifa hlýjar og sorglegar tilfinn- ingar. Mér fannst þetta saklaus leik- ur, enda trúði ég því ekki að eitt- hvað gæti komið fyrir þig. Þú varst jafn sjálfsagður hluti af lífí mínu og það að þurfa vakna upp og fara í skólann. Hluti af óijúfanlegri heild sem var „afí og amma“. Þegar ég eltist og þroskaðist þá eignaðist ég dýpri og innilegri mynd af þér. Ég áttaði mig smám saman á því að þú værir ekki eingöngu amma heldur einnig yndisleg per- sóna. Kona sem gat miðlað mér svo miklu af kímnigáfu sinni, reynslu og hlýju. Örlæti þitt átti sér ekki nein takmörk, hvort sem það varð- aði föt sem þú pijónaðir á mig eða föt sem þú ákvaðst að afi hefði ekkert við að gera, stuðning við mig í námi hversu fáránlegt eða ópraktískt sem það var, eða þá miklu hlýju sem þú hafðir að gefa. Ég fór að sækjast. eftir félagskap þínum, ekki vegna þess að mér bar að gera það sem barnabarn þitt, heldur vegna þess að ég naut þess að vera nærri ykkur afa. Þú varst alltaf svo áhugasöm um allt sem sneri að lífí okkar barnabarnanna og þreyttist aldrei á því að fyigjast með því sem við vorum að gera. Hver önnur en þú hefðir spurt mig á sínum hinsta degi, kvalin af krabbameini, hvort ég hefði ekki skemmt mér vel um verslunar- mannahelgina? Amma, það er mér heiður og for- réttindi að hafa átt með þér svona langan tíma, en græt að við getum ekki átt lengri tíma saman. Það er svo mikið sem vantar þegar þú ert ekki með mér og það er svo margt sem ég hefði viljað gera með þér mér við hlið. Ég hugga mig hinsveg- ar við það að þú kenndir mér svo margt um lífið og átt svo stóran hluta af mér að við getum aldrei orðið aðskilin. Ég mun ávallt sakna þín. Páll Ásgeir Davíðsson. Elsku amma. Þakka þér fyrir þær yndislegu minningar sem þú gafst okkur. Okkur er það svo dýrmætt hvernig þú fylgdist af áhuga með því sem við vorum að gera og gafst þér tíma til að setjast hjá okkur og hlusta á það sem við höfðum að segja. Þú sást alltaf spaugilegu smá- atriðin í lífinu og komst okkur til að hlæja með fyndnum athugasemd- um. Við söknum þín mikið. Elsku afi. Þetta er erfiður tími og sennilega er það erfiðasta fram- undan. Við viljum gera það sem við getum til að gera þér söknuðinn léttbærari. Tryggvi Björn Davíðsson, Davíð Tómas Davíðsson. Elsku amma Björg. I hvert sinn sem ég kom í heim- sókn til þín opnaðir þú dyrnar, sagð- ir velkomin og brostir hlýlega, kysstir mig þannig að ég fann að þér þótti vænt um mig. Þú spurðir mig hvort ég væri svöng, þyrst og svo töluðum við saman. Nú er sá tími liðinn. Ég kem til með að hugsa oft til þín, elsku amma, og allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Mikið vildi ég að ég gæti enn einu sinni haldið í höndina þína og fundið hlýjuna frá þér, hlustað á rödd þína og taktfast hljóð prjón- anna. Það var ekki fyrr en þú kvaddir okkar heim að ég skildi fyllilega mikilvægi þess að njóta þess sem ég á, á meðan ég hef það. Amma, hlýjuna sem þú gafst okkur varðveitum við sem þig þekkt- um svo lengi sem við lifum. Guð geymi þig. Þitt barnabarn í Noregi, Björg Þórhallsdóttir. Björg föðursystir mín lést 7. ág- úst. Hún á tvö eldri systkini, Þór- hall og Völu, sem nú sjá á bak elsku- legri systur. Þau ólust upp á miklu kærleiksheimili í Laufási við Lauf- ásveg. Lengi býr að fyrstu gerð. Uppeld- ið sem þau systkinin hlutu hefur einkennt þau æ síðan. Einn sterk- asti þátturinn, sem er hin mikla samheldni þeirra, hefur verið okkur börnunum þeirra mikill styrkur og fyrirmynd í gegnum árin og á eftir að lifa með okkur um ókomin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.