Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 39 Björg var glæsileg kona, hlý, ljúf og ekki síst glaðvær. Hennar iétta lund smitaði ætíð út frá sér og á ég margar kærar endurminningar allt frá fyrstu tíð á Kvisthaganum, í Noregi og nú síðast á Efstaleiti. Það var oft glatt á hjalla hjá Björgu og Páli. Helstu samverustundimar okkar Bjargar seinni árin voru tengdar sameiginlegu áhugamáli okkar, prjónaskap. Þar naut hún sín vei með smekkvísi og fögm handbragði og lagði hún alúð við að prjóna hlýj- ar ullarpeysur handa bamabömum sínum. Björg og Páll eignuðust fímm mannvænleg börn og eiga fjórtán barnabörn sem nú kveðja elskulega móður og ömmu og Páll sína ást- kæru eiginkonu. Björg hefur lokið góðu ævistarfi. í mínu hjarta varðveiti ég kærar minningar um góða frænku. Ragna Þórhallsdóttir. Elskuleg vinkona mín, Björg, hef- ur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Fyrir rúmlega 60 árum fluttum við tvær 10 ára stelpur í nýtt hverfi, sem byggðist fyrir vest- an Landakot. Við kynntumst fljótt, bjuggum reyndar í sömu götu og urðum óaðskiljanlegar vinkonur. Sú vinátta hefur haldist æ síðan þar til nú, að ég stend í þeim þungu sporum að kveðja Björgu mína. Björg var gæfumanneskja, um hana mætti segja að hún hafí fæðst með silfurskeið í munninum. For- eldrar hennar, Ásgeir og Dóra, vildu allt fyrir börnin sín gera. Þau voru góð og glæsileg hjón sem vildu allra götu greiða, enda var heimili þeirra mjög gestkvæmt. Frændur og vinir komu í þeimsókn og margir úr kjör- dæmi Ásgeirs dvöldu þar í lengri eða skemmri tíma. Þá þótti sjálfsagt að fá að gista heima hjá þingmanni sínum, enda leið öllum vel á því heimili. Björg tileinkaði sér því snemma þann stórhug sem ríkti á æskuheimili hennar þegar gesta- komur voru annarsvegar og var hún ætíð höfðingi heim að sækja. Björg var glaðlynd og kát að eðlis- fari og hafði alla tíð það skemmtileg- asta skopskyn sem ég get hugsað mér. Bjarni Ásgeirsson, æskuvinur Ásgeirs föður hennar, sem seinna varð tengdafaðir minn, sagði mér að Björg væri bæði í sjón og reynd mjög lík föðurömmu sinni, Jensínu Björgu. Hún var iátin þegar við kynntumst, en oft hittum við Ásgeir afa hennar, þann góðlega og vin- gjamlega mann, og það glaðnaði ávallt yfir honum þegar Björg var nærri. Þegar við voram ungar þurfti ekki svo mikið til að skemmta sér. Við fórum í sund, á skíði og skauta, fórum oft í langa göngutúra á sumr- in og gengum á fellin í Mosfells- sveit þegar við dvöldum í sumarbú- stað foreldra minna þar. Björg var glæsileg, falleg og glöð stúlka, svo að margir piltar litu hana hýra auga. Hlutskarpastur þeirra varð Páll Ásgeir Tryggvason, sá góði drengur, en hann var þá við nám í Háskólanum. Þau giftu sig 4. janúar 1947 og var þá haldin mikil brúðkaupsveisla og skemmti- leg. Ég heyrði seinna að það hefðu verið lögð á ráðin um ríkisstjómar- myndun í þeirri veislu. Páll og Björg stofnuðu sitt fyrsta heimili á Hávallagötu 9, svo Björg flutti ekki langt í það skiptið. Seinna byggðu þau sér stórt og rúmgott húsnæði að Kvisthaga 5. Ekki veitti af, því að þau eignuðust fimm börn og er ekki hægt að segja annað en að bamalán þeirra hafí verið mikið. Börn þeirra eru öll vel menntuð, hvert á sínu sviði, og sá Björg vart sólina fyrir þeim. Hún var þessi góða mamma, sem allt gerði fyrir börnin sín, tengdabörn og ekki síst barnabörnin sín. Ég gleymi því ekki þegar elsta barnabarnið hennar, Páll Ásgeir, söng til hennar í 70 ára afmæli Páls „Hún er svo sæt“, - það sýndi hug þeirra til hennar. Björg og Páll áttu falleg heimili víða um heim, en ánægja hennar var mikil þegar hún var búin að koma sér fyrir á síðasta heimili þeirra hér heima, hérna átti að veija ellinni. Björg varð aldrei gömul, hún var glæsileg kona alla tíð og veik- indi sín bar hún með sömu reisn og allt annað. Nú myndast stórt skarð hjá öllum sem unnu henni. Ég og fjölskylda mín sendum Páli, börnunum og fjölskyldum þeirra, ásamt Völu og Þórhalli, inni- legar samúðarkveðjur. Ég vildi óska þess að fá að búa við sömu götu og- Björg þegar ég lýk þessu jarð- lífi. Guð blessi Björgu mína. Margrét Ragnarsdóttir. Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. Hún vakir yfir því sem fram fer á heimili hennar og etur ekki letinnar brauð. (Orðskviðir Salómons, 31.10 og 31.27) Elskuleg mágkona mín, Björg Ásgeirsdóttir, er látin og ég sakna hennar sárt. Hún var gift eina bróð- ur mínum, Páli Ásgeiri, og betri konu hefði hann ekki getað fengið. Eftir fimm mánuði hefðu þau átt gullbrúðkaup. Þau voru samlynd hjón sem virtu hvort annað og elsk- uðu alla tíð. Björg mín var einstök mannkosta- manneskja. Hún var sem slípaður demantur í öllu sínu yfirlætisleysi, dáð fyrir mannkosti en aldrei örlaði á hroka eða yfirlæti í fari hennar. Hún var umfram allt kona mannsins síns og móðir barna sinna og sem dæmi um það hver amma hún var er að í eldhúsi þeirra Páls er fjöldi mynda af barnabörnunum í peysum sem Björg hafði pijónað undanfarin ár. Er stund gafst milli stríða í erf- iðri sjúkdómslegu sat hún m.a. við að pijóna þykka leista á ömmubarn. Hún var að verðleikum í miklum metum hjá tengdaforeldrum sínum og tengdafólki öllu. Hún var prúð- kvendi, velviljuð og gestrisin, mikil matmóðir og þrifin með afbrigðum. Að lögfræðiprófi loknu hóf Páll Ásgeir störf í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu en hvarf síðan til starfa í utanríkisráðuneytinu 1. sept. 1948 og starfaði þar alla tíð, síðast sem sendiherra. Síðustu árin bjuggu þau í Efstaleiti 12 og bjó Vala, systir Bjargar og ekkja Gunnars Thorodd- sen, á sömu hæð. Miklir kærleikar voru með þeim systram og sam- skipti dagleg. Éinstaka gestrisni sýndu þau mér og mínum alla tíð. í mörg ár var okkur boðið til þeirra á Kvisthaga 5 á gamlárskvöld í veislumat og sá Páll um að flugeldabirgðir væru nógar, ungviðinu til mikillar gleði. Ásamt móður minni heimsótti ég þau á heimili þeirra í Charlottenlund og síðar til Stokkhólms. Fyrir þetta og allt annað vil ég þakka. Veri mágkona mín kært kvödd og guði falin. Rannveig Tryggvadóttir. Björg frænka mín er látin eftir harða og hetjulega baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Hún fæddist undir heillastjörnu. Björg var sannarlega hamingjunnar barn. Hún var óvenju- lega heilsteypt kona, góð og gáfuð, hreinlynd, og ákaflega vinföst. Minningarnar, myndir daganna, streyma í huga mér. Ég man hana frá því hún óx úr grasi og varð strax allra yndi. Hún var skírð nafni ömmu okkar, sem var dáð og virt af öllum, sem hana þekktu, og þótti Björg líkjast henni að allri gerð. Fyrir rúmum 70 áram var heimurinn okkar ekki mikið stærri en frá Laufási við Laufásveg og upp á Lokastíg, þar sem amma og afi bjuggu, Ásta fóðursystir og Hjalti með þeirra bömum, en foreldr- ar mínir bjuggu niðri í Gróðrarstöð- inni, neðan Kennaraskólans, sem var skrúðgarður Reykvíkinga á þeim árum. Út fyrir þennan hring fóram við börnin sjaldan. í Laufási bjuggu líka Anna og Tryggvi, móðurbróðir Bjargar, með sín sjö böm. Það var því stór bamahópurinn, sem lék sér á túninu kringum Laufás og í Gróðr- arstöðinni. í þá daga var lítil umferð um Laufásveginn, nema fótgangandi fólk. Stöku sinnum var farið upp á Öskjuhlíð eða á góðviðrisdegi í Naut- hólsvík, alltaf í fylgd foreldra. Snemma kom í ljós óvenjuleg kímnigáfa Bjargar. Hún var eftir- sóttur og skemmtilegur félagi. Ung- ar fengu þær systurnár að fara í sveit á sumrin upp á Hvanneyri, þar sem Svava móðursystir þeirra var skólastjórafrú. Seinna eftir ferm- ingu vann Björg við ýmis sum- arstörf í sveit, alltaf sem matvinn- ungur. Það var mikil tiihlökkun að hitta hana þegar hún kom aftur í bæinn, og hafði hún þá frá mörgu skemmtilegu að segja. Var þá oft hlegið mikið og dátt, því að henni var alla tíð svo eiginlegt að sjá tilver- una á spéspegli. Á árunum í menntaskóianum var Björg á sumrin hjá fólkinu í Hraun- koti í Lóni, og var hún alltaf mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast því sérstæða merkisheimili. Henni þótti afar vænt um þau, Guð- laugu, Sigurlaugu og Skafta og tengdist þeim sterkum tiifinninga- böndum. Nutu börn hennar þess seinna og fengu þau að dvelja þar þegar þau stækkuðu. Björg kynntist ung Páli Ásgeiri Tryggvasyni, þeim góða dreng, sem. þá lagði stund á lögfræði. Hann hafði þá hlotið reynslu og þroska af því að vera til sjós við störf á togurum föður síns. Vora þau bæði því vel undir það búin að takast á við störf og vanda lífsins. Á æsku- heimilum þeirra beggja var mikil áhersla lögð á sparsemi, nýtni og reglusemi af foreldrum, sem höfðu heilbrigt viðhorf til barnauppeldis. Þau giftu sig 4. janúar, 1947 og eignuðust fimm mannvænleg börn. Björg stjórnaði heimili þeirra af miklum myndarbrag, bæði hér heima og í útlöndum, þegar Páll Ásgeir var sendiherra. Glaðværð og gestrisni var alltaf í hávegum höfð og var Björg hvar sem hún kom dáð fyrir sína miklu mannkosti. Hún lifði lífínu sannarlega lifandi, áhugasöm um hverskonar menntun, bæði til munns og handa. Hún stund- aði alla tíð tungumálanám og lagði sig fram um að rækja öll sín störf af kostgæfni. Gleðigjafi var hún alls staðar, þar sem hún kom. Ég veit að saumaklúbburinn okkar, sem nú er að verða hálfrar aldar gamall, verður aldrei samur aftur. Við mun- um sakna hennar mikið og eram innilega þakklátar fyrir allar skemmtilegu samverastundirnar. Skarð hennar verður aldrei fýllt. Þegar ég kom að loknu námi á Akureyri aftur til Reykjavíkur, buðu Dóra og Ásgeir föðurbróðir minn mér að búa hjá þeim á Hávallagöt- unni, og urðum við Björg þá her- bergisfélagar á nokkur ár. Við höfð- um alltaf verið mjög nátengdar frænkur og áttum nú ákaflega skemmtilegan tíma saman. Ég hefi alltaf verið þessu góða frændfólki mínu ákaflega þakklát fyrir árin á hinu frábæra menningarheimili þeirra, sem einkenndist af fordóma- leysi og góðvild. Nú á þessum fögru sumardögum beið Björg æðrulaus síns aldurstila. Hún vissi að hveiju dró, og fram á síðustu stundu gat hún látið ástvini sína brosa gegn um tárin, og má kjarkur hennar vera þeim huggun á erfiðum stundum nú. Dætur henn- ar þijár hjúkruðu móður sinni heima af stakri ást og nærgætni, þar til yfir lauk. Þá naut hún aðstoðar frá heimahjúkrun Krabbameinsfélags- ins, sem vert er að þakka. Nú þegar sumri tekur að halla kveð ég Björgu frænku mína, sem reyndist mér sem besta systir, með hjartans þökkum fyrir allt og allt. Við Önundur sendum Páli, börnun- um og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Eva Ragnarsdóttir. Það er erfitt að hugsa til þess, að eiga ekki eftir að hitta Björgu Ásgeirsdóttur framar, ekki heyra hlátur hennar eða spaugsemi. Og það er undarlegt að segja frá því, að vináttan sem tengdi okkur var í raun eldri en Björg. Hún hófst með kynnum feðra okkar Bjargar og náði allar götur til ársins 1923, er faðir hennar Ásgeir Ásgeirsson, síð- ar forseti íslands, hóf stjórnmálafer- il sinn vestur á fjörðum þar sem foreldrar mínir bjuggu þá. Þau kynni áttu eftir að verða að vináttu, sem entist ævilangt og börnin fengu í arf, og það kom einhvern veginn af sjálfu sér, að þau kynntust, þegar þau höfðu aldur til. Fyrstu kynni voru af Þórhalli bróður Bjargar, sem kom norður til okkar á leið í sumar- vinnu árið 1934 og mörg vor eftir það. Hann var alitaf aufúsugestur og varð mikill vinur eldri bræðra minna. Björgu sá ég fyrst í foreldra- húsum, þegar hún var 11 ára. Ég man vel, hve kát og hláturmild hún var þessi fallega litla telpa, sem hljóp oft í fang pabba síns, þegar hann kom heim í hádegismat. Vala kom norður til okkar yndislegan sumar- tíma þegar við vorum unglingar, Björg kom síðar og var gestur Gunn- hildar systur minnar og alltaf stóð æskuheimili þeirra systkina opið okkur. Oft hefi ég hugleitt það, hve vin- áttubönd sem verða til á unga aldri geta orðið sterk og enst, og þótt leiðir liggi í ýmsar áttir og maður sjáist ekki árum saman og jafnvel lengur, er gamla vináttan til staðar, þegar fundum ber saman á ný. Björg kunni þá list að rækta og viðhalda vináttu og það var henni í raun að nokkru eðlislægt, en auk þess gæti ég trúað að hið óvenjumikla ástríki sem hún ólst upp við í foreldrahúsum hafi mótað hana og vel má vera að sé eitthvert besta veganesti sem unglingi getur hlotnast úr föður- garði. Björg Ásgeirsdóttir var þeirrar gerðar, að það var auðvelt að laðast að henni og láta sér þykja vænt um hana. Hún var falleg kona, ágætiega greind, hlý í viðmóti, spaugsöm og átti smitandi hlátur, sem gott er að minnast. Kímnigáfan var mjög áber- andi í fari hennar og og minnti sá þáttur oft á föður hennar. Við spil- uðum bridge, þegar Björg var í land- inu, hún, Vala systir hennar og Lilly mágkona hennar og var alltaf gam- an, þegar við náðum saman. Björg giftist ung eftirlifandi eiginmanni sínum Páli Ásgeiri Tryggvasyni fyrrverandi sendiherra, og ung varð hún móðir, en þau hjón hafa átt miklu barnaláni að fagna og börnin þeirra fimm öll gott og gjörvulegt fólk eins og þau eiga kyn til. Það var stutt á milli æskuheimilis Bjarg- ar og fyrsta heimilis ungu hjónanna að Hávallagötu 9 í húsi tengdafor- eldra hennar. Vel man ég er ég kom til þeirra nýgiftra og geislandi af hamingju, en lengst af stóð heimili þeirra að Dunhaga 5 eða þar til þau fluttu til útlanda. Vegna starfa Páls í utanríkisþjónustunni og sem sendi- herra í mörgum löndum varð það hlutskipti þeirra að dveljast erlendis fjölda ára. Eftir að þau komu alkom- in heim í árslok 1989 bjuggu þau á glæsilegu heimili sinu i Efstaleiti 12 hér í borg. Björg var mikil heimskona og hafði víða farið með manni sínum og margt séð. Hún hafði yndi af að ferðast og ekki eru margir mán- uðir síðan þær systurnar, Vala og hún, fóru í stutta ferð til útlanda og var hún þó orðin veik. Björg hafði áhuga á tungumálum og var alltaf að læra. Ég gleymi því ekki, hve hún kom mér á óvart eitt sinn, en þá vorum við samtímis á Kanarí- eyjum. Hún hafði lítið gert úr spænskukunnáttu sinni, en þegar við fórum saman í litla verslun tal- aði hún spænskuna fyrirstöðulaust. Þótt Björg hefði gaman af að skoða heiminn var hún mikill Islendingur að eðlisfari og unni landi sínu og þjóð. Hún var ung send að heiman til að vera með öðru fólki og í öðru umhverfi og kannski hjálpa til m.a. á Akranesi þar sem stofnað var til vináttu, er aldrei rofnaði, og í sveit var hún austur í Hraunkoti í Lóni og hélt tryggð við það fólk. Trygg- lyndi, ræktarsemi og gjafmildi var líkiega það, sem einkenndi hana mest að ógleymdri kímnigáfunni. Hún hafði eins og móðir hennar yndi af að gefa og gleðja aðra og hún átti vini víða um lönd, sem hún sendi kveðjur og gjafir, bauð heim og heimsótti. Hún átti ekki langt að sækja þessa eðlisþætti vináttu og örlæti, því að foreldrar hennar voru einstök í vináttu sinni og tryggð og get ég trútt um talað. Eitt sinn er Björg var stödd hér í stuttri heimsókn, meðan þau hjón voru í Moskvu, fór ég með henni í nokkrar verslanir. Þá var ýmislegt smálegt sem ekki fékkst þar austur frá og svo þurfti hún að kaupa gjaf- ir. Við vorum ekkert lengi að ljúka þessu, en þá bætir Björg því við, að hún eigi að vísu eftir að kaupa gjöf handa honum Vladimir, minnir mig hann heita, en hún sagðist alveg vita hvað hann hefði mest gaman af að fá en það væri hálsbindi. Mér skildist að hann væri bílstjóri sendi- ráðsins. Þannig var Björg. Eitt sinn bað hún einhvern sem kom þaðan úr heimsókn fyrir böggul til mín, en það var mikil og falleg babúska til að hafa yfir tekatlinum, hún átti að koma mér til að brosa á hveijum morgni, sagði hún síðar. Þessi gjöf hefir glatt mig oft og mörgum sinn- um en ég finn nú, að það er dauft yfir henni blessaðri og okkur báðum þessa daga og mér sýnist babúskan mín hafa glatað fallega brosinu sínu. Björg Ásgeirsdóttir skilur eftir fallega mynd í hjörtum þeirra, sem kynntust henni, mynd sem gott er að eiga og minningasjóður ástvina hennar er stór og fallegur og mun án efa endast þeim til æviloka. Ég kveð hana með söknuði og einlægri þökk og votta eiginmanni hennar og öllum ástvinum dýpstu samúð okkar Birgis. Guð blessi minningu Bjargar Ásgeirsdóttur. Anna S. Snorradóttir. • Fleiri minningargreinar um Björgit Ásgeirsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. (Hp’” Hótel Harpa Akureyri Gisting við allra hæfi. Þii velur: Fjörið í miðbænum. Friðsældina í Kjarnaskógi eða lága verðið á gistiheimilinu Gulu villunni gegnt sundlauginni. Sími 461 1400. Minnismerki úr steini Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 B|S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.