Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 43 FRÉTTIR STÓRA-Vatnshornskirkja. Stóra-V atnshorns- kirkja 25 ára Fimleika- sýning fyrir eldra fólk FIMLEIKASAMBAND íslands stendur nú öðru sinni fyrir íþróttahá- tíð fyrir eldra fólk með það að mark- miði að fá þennan aldurshóp til að hreyfa sig meira og taka virkari þátt í íþróttum. Hátíðin fer fram í Laugardal 16. til 18. ágúst og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá með vatnaleik- fimi og ratleikjum í Laugardalnum og leikfiminámskeiðum og sýningum í Laugardalshöll. Fólk á öllum aldri tekur þátt í þessari hátíð m.a. akrobatik hópur frá Spáni sem kemur fyrst fram föstudagskvöldið 16. ágúst þegar hátíðin verður opnuð en þá verður einnig kvöldvaka með kántrýdansi og söng. Sýning verður í Laugardalshöll laugardaginn 17. ágúst með öllum þátttakendum mótsins og hefst hún kl. 15. Um kvöldið verður hlöðuball í Laugardalshöll kl. 21-23.30 og er aðgangur öllum opinn. Hátíðinni lýk- ur á sunnudeginum með heimsókn- um í álfabyggðir í Hafnarfirði, Ár- bæjasafn og Fjölskyldugarðinn í Laugardal. HALDIÐ verður upp á 25 ára afmæli Stóra-Vatnshornskirkju í Haukadal sunnudaginn 18. ágúst. Afmælisins verður minnst með almennri guðsþjónustu í kirkj- unni kl. 14 og boðið verður upp á kaffi að henni lokinni í Ár- bliki. Allir eru velkomnir. Þess má geta að í tiiefni afmæl- isins eru gefnir út plattar af kirkjunni sem verða til sölu á sunnudag. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra Námskeið fyrir leiðbeinendur FÉLAG áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) efnir til námskeiðs fyrir þá sem annast kennslu í íþrótt- um aldraðra eða ætla að hefja hana. Sem fyrr fer námskeiðið fram í Árbæjarskólanum í Reykjavík þar sem öll aðstaða er hin ákjósanleg- asta. Kennslu munu annast tveir danskir íþróttakennarar, Vibeke Pil- mark, sem einnig er menntaður sjúkraþjálfari og Kirstine Hjörr- inggaard. Báðar eru þessar konur meðal fremstu kennara Dana á þessu sviði, segir í fréttatilkynningu. Borgarskák- mótið 1996 BORGARSKÁKMÓTIÐ 1996 verður haldið í Ráðhúsi Reykjavík- ur, á 210 ára afmæli borgarinnar sunnudaginn 18. ágúst n.k. Fyrsta Borgarskákmótið var haldið á 200 ára afmæli Reykjavík- urborgar árið 1986 og hefur verið haldið á hverju ári síðan og er þetta því f 11. skipti sem mótið fer fram. Eins og undanfarin ár halda Taflfélag Reykjavíkur og Taflfé- lagið Hellir mótið í sameiningu. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi, umhugsunartími sjö mínútur á skák. Flestir af sterk- ustu skákmönnum þjóðarinnar taka þátt og hefst mótið kl. 15. Borgarstjórinn f Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leikur fyrsta leik mótsins. Áhorfendur eru velkomnir að koma að horfa meistarana að tafli. Afmælissýning BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar í samstarfi við St. Jósepsspítala í Hafnarfirði stendur fyrir sýningu í tilefni af sjötíu ára afmæli spítal- ans. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á sögu spítalans ög starfsem- innar sem þar hefur farið fram í sjötíu ár. Á sýningunni er fjöldi lækningatækja og áhalda er notuð hafa verið á spítalanum í gegnum tiðina auk íjölda ljósmynda. Sýningin verður fimmtudaginn 15. ágúst í Smiðjunni, Strandgötu 50, Hafnarfirði. Námsefnið verður fjölbreytt bæði fræðilegt og verklegt í formi æfinga og leikja. Munu þær nota ýmis smátæki við kennsluna s.s. bolta, teygjubönd, klúta, handklæði, stóla, bekki, dýnur o.fl. M.a. verður sýnt myndband um beinþynningu: Hvernig má fyrirbyggja beinþynn- ingu og hvernig á að þjálfa þá sem þegar þjást af beinþynningu bæði konur og karla. Félagið býður þátttakendum kennslu og fæði á staðnum þeim að kostnaðarlausu. Kennaranám- skeið Kram- hússins KENNARNÁMSKEIÐ Kram- hússins verður haldið 22.-25. ágúst nk. Námskeiðin eru ætluð grunnskóla- og leikskólakennur- um sem tengja vilja námsefni skapandi kennsluaðferðum og kennurum sem vinna með tónlist, hreyfingu, myndlist, spuna, leik- list og dans. Gestakennarar að þessu sinni koma frá Englandi og Danmörku þau Anna Hayns dansari sem byggir sínar kennsluaðferðir á hugmyndum Rudolfs Laban og Sigurd Barrett tónlistarmaður sem byggir sína kennslu á sköpun og spuna út frá tónlist og rytma. Einnig miðla listgreinakennarar Kramhússins af reynslu sinni í kennslu tónlistar, leiklistar, mynd- listar, spuna og dans. Þess má geta að argentínsku tangódansararnir Hector Falcón og Susan Roja, sem sýna í Loft- kastalanum næstkomandi helgi, halda tangónámskeið í Kramhús- inu 17. og 18. ágúst. Jazzá Café Romance JAZZTRÍÓ Óskars Guðmundsson- ar leikur fimmtudagskvöld á veit- ingahúsinu Café Romance. Með Óskari eru þeir Einar Scheving á trommur og Þórður Högna á bassa. Þeir félagar leika frakl. 22 til 1. Þingvallaferð á vegum Hafnar- fjarðarkirkju FARIÐ verður í sumarferð sunnu- daginn 18. ágúst á vegum Hafnar- fjarðarkirkju til Þingvalla. Þegar þangað er komið verður gengið niður Almannagjá sem leið liggur á Lögberg, rústir gömlu þingbúð- anna skoðaðar og saga og náttúra staðarins könnuð. Frá þingsvæðinu verður haldið til Þingvallakirkju þar sem sr. Hanna María Pétursdóttir, Þing- vallaprestur og þjóðgarðsvörður, mun annast guðsþjónustu. Æski- legt er að þeir sem hug hafa á að slást í för hafi með sér nesti en síðdegiskaffi verður drukkið úti eða inni eftir veðri. Leiðsögumaður verður sr. Þór- hallur Heimisson. Lagt verður af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 15, guðsþjónustan hefst kl. 17 og áætluð heimkoma er kl. 19. Vitni vantar VITNI vantar að ákeyrslu á nýjan grænsanseraðan Volkswagen Golf síðdegis þriðjudaginn 13. ágúst. Bíllinn er skemmdur að framan. Bíllinn stóð við Skólavörðustíg, sunnan megin, á móts við Bjarnar- stíg og síðar við Tónabúðina, Óð- insgötu. Eigandi bílsins varð ekki var við að keyrt hafði verið á hann fyrr en hann var kominn heim. Ef einhveijir hafa orðið vitni að ákeyrslunni eru þeir vinsamlegast beðnir um að gefa sig fram við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn brúðguma í brúðkaupstilkynningu í blaðinu í gær um Ónnu Gunnarsdóttur og Björn Þorvaldsson, sem giftu sig 29. júní sl. var rangt farið með föðurnafn Björns og er beðist vel- virðingar á því. Stofnandi Ingólfsapóteks Pétur en ekki Guðni I afmælisgrein um Vigdísi Ferdin- andsdóttur í blaðinu sl. sunnudag var mishermt í greininni að Guðni Olafsson hefði stofnað Ingólfsapó- tek. Hið rétta er að Pétur Larsen Mogensen stofnaði Ingólfsapótek 23. desember 1928. Árið 1948, að Pétri látnum, tók Guðni Ólafsson við rekstri apóteksins. Götumarkaður í Kringlunni GÖTUMARKAÐUR í Kringlunni hefst í dag, fimmtudag, og er hann haldinn i tilefni þess að útsöl- um er að ljúka í verslunum í Kringlunni. Yfir fjörtíu verslanir slá sam- eiginlega botninn í útsölutímabilið með þessum götumarkaði. Götu- markaðurinn verður í dag fimmtudag, á morgun föstudag og á laugardag. Á sunnudaginn verður hluti verslana með opið eftir hádegi og ljúka þar með útsölunum. í Ævintýra-Kringlunni á þriðju hæð í Kringlunni er barnagæsla fyrir viðskiptavini Kringlunnar. Barnagæslan er opin virka daga frá kl. 14-18.30 og laugardaga kl. 10-16. al.vöru**~ V/SA Switchback Fullt verð kr. 36.820 Útsöluverð kr. 22.091 Brúsi, brúsahaldari og stelltaska fylgja meö í kaupum á Switchback. Alta Fullt verð kr. 59.852 Útsöluverð kr. 47.881 20% afsláttur takmarkað magni Hilltopper Fullt verð kr. 46.851 Útsöluverð kr. 37.481 20% afsláttur takmarkað magni Sycamore Fullt verð kr. 39.900 Útsöluverð kr. 31.919 20% afsláttur takmarkað magn! Threshold Fullt verð kr. 29.900 Útsöluverð kr. 20.930 30% afsláttur takmarkað magn! Maneuver Fullt verð kr. 25.556 Útsöluverð kr. 17.889 30% afsláttur takmarkað magn! suimnno GGW,,SHin_ sértilboð a fvlqihlutum 30% afsláttur af öllum fylgihlutum s.s. brettum, dekkjum, hraðamælum, hnökkum, bögglaberum, brúsahöldurum, demparastömmum, táklemmum ofl. GA? RAÐGREiÐSLURl 50% afsláttur af hjálmum Kúji Jago fjallahjólabúdin G.Á.PÉTURSSON ehf Faxafeni 14 • Sími 568 5580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.