Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Dagar Islands Frá Auðuni Braga Sveinssyni: MIG LANGAR til að skrifa nokkur orð um nýútkomna bók, er ber það nafn, sem að ofan greinir. Undirtitill- inn er: Atburðir úr sögu og samtíð alla daga ársins. Höfundurinn er Jónas Ragnarsson, ritstjóri Heil- brigðismála, og bróðir Ólafs Ragn- arssonar, forstjóra Vöku-Helgafells, sem gefur ritið út. Bókin er í snotru broti, 17,4 sinnum 13 sentimetrar. Síðurnar eru 270 og aftast er vönduð nafnaskrá. Þama er um óvenjulega bók að ræða og mér vitanlega hefur slík eigi verið áður út gefin hér á landi. Hver dagur ársins er þama tilgreind- ur og atburðum raðað eftir árum, allt frá fomum tíma til nútímans. Stundum sé ég eftir því að hafa fest kaup á bók, en þarna er um það gott rit að ræða, að ég tel mig hafa gert alveg einstaklega góð bókakaup. Mikil vinna liggur að baki ritverki sem þessu og vitanlega er smekks- atriði oft, hvað taka skal með og hveiju á að hafna. Adrepur Dánardaga rithöfundanna Tóm- asar Guðmundssonar og Þórbergs Þórðarsonar er getið. Þeir létust 14. nóvember 1983 og 12. nóvember 1974. Hér finnst mér að einnig hefði mátt geta dánardaga svipað þekktra Islendinga: Gunnars Gunnarssonar, Páls ísólfssonar og Sigurðar Nor- dals. Að vísu er Gunnars og Sigurð- ar getið í ritinu á öðrum vettvangi, en ekki finnst orð um Pál ísólfsson. Gunnar lést 21. nóvember 1975, Páll 23. nóvember 1974 og Sigurður Nordal 21. september 1974, viku eftir 88 ára afmæli sitt. Þama sést, að á rúmu ári létust þjóðkunnir menn (frá því í september 1974, þar til í nóvember 1975). Er slíkt mannfall allt að því einstakt í sögu okkar. Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar forseta, fæddist í Reykjavík 9. október 1804 og lést í Kaupmannahöfn 16. desember 1879. Hún var þannig fullra 75 ára er hún lést, og það níu dögum síðar en Jón maður hennar, sem varð 68 ára og hálfs. í „Dögum íslands“ er Ingi- björg talin hafa látist 71 árs. Hvað er ég eiginlega að fara? Þrátt fyrir ádrepur þær sem að framan greinir, er hér um afbragðs bók að ræða, sem ég hvet alla fróðleiksfúsa lesendur til að kynna sér. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Ljóska Smáfólk F ramsóknarflokkurinn 0H;WEIL,HE WASN'T MÚCH OF A PITCHER ANVWAV.. Ur 7-/r C 1996 UnHed Feature Syndlcale. Inc. CHARIIE BR0WN 5AY5 HI5 ELBOLI HURT5 50 MUCH HE MAV NEVER BE ABLE T0 PITCM A6AIN.. Kalli Bjarna segir að honum sé svo illt í olnboganum að hann geti ef til vill aldrei kastað bolta framar. O, hann var nú hvort eð er enginn kastari. Sumarferb Sumarferb framsóknarfélaganna í Reykjavík verbur farin laugardaginn 17. ágúst. Lagt verður af staö frá Umferbarmibstööinni stundvíslega kl. 8.00 og verbur ferb- inni haldib ab þessu sinni til Snæfellsness. Áætlab er ab koma til Borgarnes um 9.30 og þar verður höfö stutt vibdvöl. Frá Borgarnesi verbur ekib aö Búbum þar sem Hádegisveröur, sem ferbalangar koma meb sér, verbur snæddur. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Páll Pétursson félagsmálarábherra flytja stutt ávörp. Frá Búbum verður ekib ab Arnarstapa og gefst þar tækifæri til ab fara í stuttar gönguferbir og skoba sig um. Síban verbur ekib fyrir jökul til ab fara í stuttar gönguferbir og skoba sig um. Síðan verbur ekib fyrir jökul um Hellissand, Rif og til Olafsvíkur en þar verður stutt stopp. Frá Ólafsvík veröur ekib til Grundarfjarbar yfir Kerlingarskarb og ekki stoppab fyrr en vib veitingastabinn Þyril í Hvalfirbi. Áætlað er ab koma til Reykjavíkur mili 21.00 og 22.00. Magnús Stefánsson alþingismabur verbur meb í ferbinni. Verb kr. 3.000 og 1.500 fyrir börn. Pantanir verba teknar í síma 562 4480 dagana 12.-16. ágúst. Undirbúningsnefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.