Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 49 tANGO NiSKE.ÐÍKRAMHU5.NU '7 Kenna'sús.n< «».“• Byriendnr "a"'M Innritun og upplýsingar í s. 551 5103 og 552 2661 ...blabið - kjarni málsins! 7&Am HÖS& Platan imn*& með mmm ®zim er komin aftur. Fœst í öllum betri hljómplötuverslunum. FÓLK í FRÉTTUM Bill fer í hergallann BANDARÍSKI leikarinn Bill Puil- man leikur forseta Bandaríkjanna í myndinni Independence Day sem frumsýnd verður í fimm kvik- myndahúsum á íslandi á morgun. Bill, sem er fyrrverandi kennari, hefur verið viðloðandi leiklist í áratug. Hann hefur ver- ið vinsæll auka- leikari og leikið í myndum eins og „Sommers- by“, „Sleepless in Seattle“ og „Spaceballs“. Upp á síðkastið hefur hann ver- ið að sanna sig enn frekar sem leikari í mynd- unurn „Ca- sper“, „While You Were Sle- eping“ „Mr. Wrong“ og nú „Independence Day“. í kjölfar myndarinnar og vin- sælda hennar hafa verið búin til leikföng í líki leikara og leikmuna úr myndinni og dúkkan af Pullman er þrekvaxin, vopnuð M16 árásar- riffli, skammbyssu og loftvarnar- - eldflaug enda ákveður Bill, sem forseti Bandaríkjanna, að fara sjálfur í hergallann og leiða heim- inn í baráttunni við illgjarnar geim- verur sem ráðast á jörðina í mynd- inni. Bandarískt risabarn ZACK Strenkert frá Bandaríkjunum er aðeins 18 mánaða gamall en er orðinn 90 sm langur og vegur 31 kíló. Zack vóg 19 merkur við fæð- ingu, 4,7 kíló, og hefur vaxið mjög ört síðan. Læknar sem fylgjast með vexti drengsins vita fá dæmi um við- líka stærð á svo ungu barni og undr- ast hana mjög. Strenkert sést hér geispandi á myndinni ásamt móður sinni Laurie. Helena hugleiðir lífið ► DANSKA ofurfyrirsætan Helena Christensen, 26 ára, er ein af þeim sjö stærstu í bransanum og hefur unnið sem fyrirsæta síðan hún var 18 ára. „Sá tími kemur í lífi hvers manns að hann spyr sig hvert stefnir, hver hann er og af hverju lífið sé eins og það er. Ég er einmitt á þeim tímapunkti núna,“ segir Helena. Hún er orðin þreytt á fyrir- sætulífinu og öllu sem því fylgir, þrátt fyrir að eiga erfitt með að viðurkenna að seinna skeið ferilsins sé að færast yfir og aukin samkeppni yngri fyrir- sæta sé sífellt meiri ógnun. „Ég þéna mun meira af peningum en þessar stelpur og er það ekki það sem allt snýst um.“ Hún er samt farin að hugsa um lífið eftir fyrirsætuheiminn og þar kemur ýmislegt til greina. Hún hefur til dæmis fengið tilboð um að leika í kvikmyndum og er að vinna að ljósmynda- bók. „Annars hef ég ekki hugmynd um hvað ég geri eftir að ég hætti. Ég ætla að nota sumarið í að ákveða það. Þetta verður eins og að hætta í ástar- sambandi, maður stendur allt í einu einn og það getur vakið manni ugg.“ Helena sást ósjaldan á síðum slúðurblaða á meðan á sambandi hennar og Michael Hutchence söngvara áströlsku rokkhljómsveitarinnar INXS stóð en þau hættu saman í fyrra og Michael tók saman við Paulu Yates fyrrum eiginkonu Bobs Geldofs. Síðan þá hefur hún verið orðuð við marga poppara og það fer verulega í taugarnar á henni. „Michael er eina rokkstjarnan sem ég hef verið með. Ég á að hafa verið með Liam Gallagher úr Oasis, James í Blur, Evan Dando og Prince. Ég var í frábæru sambandi við rokkara í fimm ár og því ætlar pressan að gera úr mér einhverskonar hljómsveitarpíu." Móðir Helenu er dönsk en faðir hennar er frá Perú. Hún á sína bestu og elstu vini í Danmörku sem hún heimsækir þegar tími vinnst til en heimili hennar er sem stendur í Monte Carlo. Cruise fellur frá ákæru ► LEIKARINN Tom Cruise sem höfðaði mál á hendur þýska tímaritinu Bunte, þeg- ar það skáldaði upp hluta af viðtali við hann og sagði hann ekki geta búið til börn, hefur fallið frá ákærunni. Ástæðan er dauði tveggja fram- kvæmdasijóra timarits- ins í flugslysi í síðustu viku. Tímaritið hef- ur fallist á að birta afsökunarbeiðni og mun greiða lögfræði- kostnað Cruises.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.