Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 56
9 <ss> AS/400 er... ...þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi (J?) NYHIRJI • OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HP Vedn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆH 1 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Nýtt leiðakerfi tekur gildi Sáttafundi heimilislækna o g ríkisins var slitið síðdegis í gær . Allt situr fast í læknadeilunni ÞÓRIR Einarsson ríkissáttasemjari sleit sáttafundi sem hann boðaði til í gær með samninganefnd heilsu- gæslulækna og samninganefnd rík- isins (SR) um kl. 18 eftir þriggja tíma fund. Ekkert nýtt kom fram á fundinum í gær frá hvorugum aði- lanum, sem gaf tilefni til að reyna að heQa samningaviðræður að sögn Þóris og situr allt fast í kjaradeil- unni. Ríkissáttasemjari ákvað þó að boða deiluaðila á sinn fund á ný kl. 14 í dag. Deiluaðilar ræddust ekki við í gær en Þórir kvaðst hafa rætt ítarlega við báðar samninganefndir en að samtölum loknum var ekki talinn grundvöllur til að hefla viðræður. „Staðan er óbreytt. Það kom ekk- ert nýtt fram á fundinum,“ sagði Gunnar Björnsson formaður SR. Hann kvaðst vonast til að fá við- brögð frá samninganefnd lækna en af hálfu ríkisins væri línan skýr. Aðspurður um viðbrögð við um- mælum fjármálaráðherra í fjölmiðl- um um gerð samnings til áramóta og að næstu mánuðir verði notaðir til viðræðna um breytingar á launa- kerfi lækna sagði Gunnar Ingi Gunn- arsson, formaður samninganefndar Læknafélags íslands: „Við höfum slæma reynslu af því að bóka ein- hver atriði sem á að leysa síðar. Við höfum dæmi um bókanir frá 1973 sem hefur átt að afgreiða með nokk- urra ára millibili í samningaviðræð- um. Þessar bókanir hafa hrúgast upp og hafa ekkert annað gildi en að frysta óleyst vandamál." ■ Læknadeilan/29 NÝTT leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur tekur gildi í dag og hefur leiðum verið breytt og tímatöflur endurskoðaðar. Mikið álag hefur verið í upplýsinga- deild Strætisvagna Reykjavíkur síðustu daga vegna leiðakerfis- breytingarinnar. Lilja Olafsdóttir, forstjóri SVR, segir að mikið hafi verið hringt undanfarna daga en fyrir- spurnir hafi náð hámarki í gær. Lilja segir fólk hringja til að fá aðstoð við að skilja leiðakortið í símaskránni og upplýsingar um breytingarnar almennt. Hún seg- ir að langflestir sem hringi séu jákvæðir og þeim lítist vel á breytingarnar. Að sögn Lilju verður unnið úr athugasemdum í vetur og leiða- kerfið endurskoðað næsta vor, eins og reyndar hafi verið gert að einhveiju leyti á hveiju ári undanfarin ár. Endurbótum við Hverfisgötu er lokið en í dag tekur gildi tví- stefnuakstur í götunni. Fyrst um sinn verður þó eingöngu strætis- vögnum og leigubifreiðum leyft að aka vestur götuna. Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, segir fara vel á því að gatan sé opnuð samhliða því að nýtt leiðakerfi Strætis- vagna Reykjavíkur er tekið í notkun. Hverfisgata gegni lykil- hlutverki í leiðakerfinu milli stórra skiptistöðva. Sigurður segir að heildarkostn- aður við framkvæmdirnar sé 39 m.kr. Stærsti hlutinn fór I að útbúa torg við Þjóðleikhúsið en einnig hafa verið gerðar ýmsar endurbætur við götunasem miða að því að auka öryggi. A mynd- inni er verið að leggja lokahönd á merkingar við Hverfisgötu. ■ Nýjar skiptistöðvar/4-5 Loðnu- aflinn yf- ir milljón tonna Stefnir í mesta fískafla í sögunni ■a FISKAFLI landsmanna nú í lok fiskveiðiársins er meiri en nokkru sinni fyrr. Frá því fyrsta september 1995 til loka júlí í ár hafa veiðzt um 1,7 milljónir tonna innan landhelg- innar og rúmlega 221.000 tonn utan landhelgi. Síðustu tvö árin var aflinn þegar einn mánuður var eftir af fiskveiðiárinu 1,3 milljónir og 1,5 milljónir tonna. Heildaraflinn þetta fiskveiðiár er því farinn að nálgast tvær milljónir tonna. Mestur afli á einu ári til þessa er 1.752.256 tonn. Fyrstu 7 mánuði ársins er afl- inn innan lögsögu og af úthafs- karfa orðinn rúmlega 1,3 millj- ónir tonna og er það um 300.000 tonnum meira en á sama tíma síðustu þrjú árin. Sé litið á fiskveiðiárið, ræður þar mestu að loðnuaflinn er kominn yfir eina milljón tonna, en svo mikill hefur loðnuafli aldrei orðið á einu ári, hvað þá á ellefu mánaða tímabili. Loðnuafli á sama tíma fisk- veiðiársins í fyrra var 640 þús- und tonn og 862 þúsund tonn árið 1994. Afli utan lögsögu 220 þúsund tonn Afli utan lögsögu fyrstu 7 mánuði ársins er 221.263 tonn. Mest hefur veiðzt af síld, tæp- lega 165.000 tonn og af úthafs- karfa hafa veiðzt 45.500 tonn. Þá er rækjuafli af Flæmska hattinum um 10.500 tonn og 600 tonn af Dohrnbanka. ■ Fiskaflinn stefnir/19 Morgunblaðið/Ásdís Viðræður íslendinga og Dana um lögsögumörk Varanlegrar lausnar leitað á næstunni ÍSLENDINGAR og Danir munu á næstunni leita leiða til að finna var- anlega lausn á ágreiningi sínum um mörk fiskveiðilögsögu íslands og Grænlands og íslands og Færeyja. Þetta varð niðurstaða fundar emb- ættismanna ríkjanna, sem lauk í Reykjavík í gær. Næsti fundur verð- ur haldinn í Kaupmannahöfn í byrj- un september og fram að því munu stjórnvöld landanna athuga þá kosti, sem eru fyrir hendi. í yfirlýsingu, sem utanríkisráðu- neytið sendi frá sér eftir fundinn, kemur fram að báðir aðilar hafí haldið fast við grundvallarréttar- stöðu sína. Þar segir einnig að í ljósi aukinna veiða á svæðinu milli Græn- lands og íslands að undanförnu, sem gera megi ráð fyrir að haldi áfram, telji ríkin að líkur hafi aukizt á árekstrum, sem stjórnvöld í löndun- um geti þurft að hafa afskipti af. „Aðilar telja óvíst hvort það fyrir- komulag á samstarfi, sem hingað til hefur verið við lýði í samskiptum þeirra á þessu sviði, dugi til að bregð- ast við hinum breyttu aðstæðum," segir í tilkynningu ráðuneytisins. Samningaleið eða dómstólaleið Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að vilji menn komast hjá árekstrum til frambúðar, sé annaðhvort að semja um málið eða vísa því til þriðja aðila. „Að mínu mati er skynsamlegra að reyna samningaleiðina en ég útiloka ekki hina leiðina," segir ráðherra. Halldór segir að í viðræðunum í gær hafi staðan skýrzt mikið. ..það er skilningur á milli aðila um það hvað menn voru að gera 1988,“ segir Halldór. Óformlegt samkomulag, sem var niðurstaða samtala íslenzkra og danskra emb- ættismanna í nóvember 1988, hefur nú verið gert opinbert og birtist í Morgunblaðinu í dag. „Ég tel að við höfum verið með rétta túlkun á því allan tímann og að skjalið sem slíkt skýri það,“ segir Halldór. ■ Ein leið/28 Morgunblaðið/Sigrún SUNNUBERG landaði um 200 tonnum af loðnu í gær á Vopnafirði. Sumar- loðna fryst í fyrsta skipti Vopnafjörður. Morgunblaðið. SUMARLOÐNA var fryst hér á landi í fyrsta skipti, á Vopnafirði í gær. Sunnubergið kom með loðn- una og mun hún fara á lágverðs- markað í Rússlandi, en hægt mun vera að frysta mikið magn af þess- ari loðnu. Fulltrúi rússneskra kaupenda, Bretinn Ian Harding, var á Vopna- firði til að meta loðnuna, en það er breska fyrirtækið J. Marr sem sér um milligöngu viðskiptanna. Loðnan er flokkuð og fer sú stærri í frystingu, en annað í mjöl. Ian Harding sagði Rússana reykja loðnuna og setja í dósir. Þegar búið verður að frysta 350 tonn verður siglt með loðnuna beint til hafnar í Riga í Rússlandi, en þangað er um viku sigling. Að sögn Friðriks Guðmundsson- ar, forstjóra Tanga, fæst helmingi hærra verð fyrir frysta loðnu en fyrir mjöl og lýsi, auk þess sem þetta útvegar fólki vinnu í landi, en sumarfrí hefur verið í frystihús- inu síðustu fjórar vikurnar. ■ Tangi frystir/19 ------♦ ♦ ♦---- Beijaspretta víða mikil VÍÐA um land er beijaspretta með eindæmum góð þetta árið og eflaust margir sem eru farnir að tína ber í skyrið sitt. Bæði á Vestfjörðum og austur á landi er orðið krökkt af krækibeijum og margir farnir að tína bláber og aðalbláber en nokkuð er enn um grænjaxla. Fyrir vestan er sprettan best í grösugu landi en minni á berangri. í Kelduhverfi er blábeija- tínslan þegar hafin og í Mjóafirði eru menn farnir að tína ber í sultur og saft. Krækibetja- og blábetja- spretta er þar með mesta móti í ár. í Vestur-Húnavatnssýslu lítur mjög vel út með beijasprettu á frið- uðum svæðum og er hún betri en í meðalári. Frá Kirkjubæjarklaustri fréttist að krækiber væru vel sprott- in og óvenjusnemma á ferðinni. Þar er hins vegar engin bláber að hafa. ■ Berjaspretta/17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.