Morgunblaðið - 15.08.1996, Page 1

Morgunblaðið - 15.08.1996, Page 1
 1996 M FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST BLAÐ ftS Reuter Met í fyrstu tilraun RÚSSNESKA stúlkan Svetlana Ma- sterkova setti heimsmet í míluhlaupi á móti í Zúrich í gærkvöldi. Ma- sterkova komst í sviðsljósið á Ólymp- íuleikunum í Atlanta á dögunum er hún sigraði bæði í 800 og 1.500 metra hlaupi, og methlaup hennar í gærkvöldi er enn merkilegra en eila vegna þess að þetta var í fyrsta skipti sem hún keppir í míluhlaupi! Einnig bar til tíðinda á þessu frá- bæra móti í Zúrich að Ólympíumeist- arinn í 110 m grindahlaupi, Allen Johnson, varð að játa sig sigraðan og einvígi heimsmethafans í 5.000 metra hlaupi, Haile Gebreselassies og Kenýabúans unga, Daniel Komen, var frábært. Komen sigraði á öðrum -besta tíma sögunnar. Á myndinni að ofan er Frank Fred- ericks (t.h.) sem sigraði í 200 m hlaupi og Jeff Williams, sem varð annar. ■ Mótið / B8 Jón Arnar með íTalence JÓN Arnar Magnússon hefur ákveðið að taka boði um að keppa á árlegu tugþrautarmóti í Talence í Frakklandi um miðjan september. Um er að ræða mót sem yfirleitt er það sterkasta á ári hverju og öllum bestu tugþrautarmönnum heims boðið að vera með. Á sama tíma og mótið fer fram í Talence verður I fyrsta skipti haldið sterkt tugþrautar- mót i Kaliforaíu í Bandaríkjunum, sem heima- menn ætla greinilega að setja til höfuð mótinu í Frakklandi því það er sett á sömu helgi. Jóni Arnari hefur einnig borist bréf, þar sem honum er boðin þátttaka þar, en þar er reyndar tekið fram að einungis verði þrír til fimm erlendir keppendurmeð. Höfðaborg sæk- ir um Ólympíu- leikana 2004 HÖFÐABORG í Suður-Afríku hefur sótt um að halda Ólyrnpíuleikana árið 2004, en leikarnir hafa aldrei verið haldnir í Afríku og te(ja menn að það muni vera sterk rök skipuleggjenda f Höfðaborg. Eftir að Höfðaborg sótti formlega um í gær eru borgimar orðnar tíu sem sækjast eftir að halda leikana árið 2004. Auk borgarinnar í Suð- ur-Afríku eru það Buenos Aires í Argentínu, Istanbul í Tyrklandi, Rio de Janeiro í Brasilíu, Róm á Ítalíu, San Juan, Sevilla á Spáni, Stokk- hólmur í Sviþjóð og Pétursborg í Rússlandi. Nefnd á vegum Alþjóða ólympíunefndarinnar mun ve(ja fjórar eða fimm borgir sem hugsanleg- an mótsstað í mars eða apríi á næsta ári og síð- an verður tilkynnt í september hvar leikarnir verða haldnir árið 2004. Baker og Vallejo til IR KÖRFUKNATTLEIKSDEILD ÍR hefur fengið til liðs við sig fyrir komandi keppnistimabil bandaríska framherjann Tito Baker og kana- díska þjálfarann Antonio James Vallejo. Baker, sem er 23 ára gamall og 194 cm á hæð, Iék áður með Faulkner-háskólanum í Bandaríkjtinum og þykir hann mjög öflugur leik- maður. „Þessi strákur er mjög sterkur undir körfunni og tekur jafnan mikið af fráköstum. Hann fiskar einnig mikið af vítum og nýtir þau vel og ætti hann því að verða okkur mikill styrk- ur í vetur,“ sagði Jóhannes Sveinsson, forsvars- maður meistaraflokks ÍR, í samtali við Morgun- blaðið. Vallejo hefur á undanföraum árum þjálfað háskólalið í Toronto auk þess sem hann hefur verið leiðbeinandi í sumaræfíngabúðum NBA-liðs- ins Toronto Raptors, en hann mun sjá um þjálfun meistaraflokks ÍR í vetur og einnig hafa yfirum- sjón með allri þjálfun yngri flokka félagsins. „Nýjar víddir með þeim yngri“ „ÉG var óánægður með fyrri part leiksins því við ætluðum að hefja hann af miklum krafti og menn voru ákafir í pressa og misstu við það sjónar af boltanum og því þurfti lítið til að þeir kæmust í gegnum okkur," sagði Logi Ólafs- son landsþjálfari eftir 2:1 sigur á Möltu í vináttulandsleik á Laugar- dalsvelli í gærkvöldi. „Síðan náðum við að setja undir lekann og ná betri tökum á leiknum um tíma en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn misstum við tökin á ný og með það er ég óánægður. Eftir að við vorum búnir að skora slökuð- um við á og það gengur ekki í al- þjóðlegri knattspyrnu. Síðari hálf- leikur tókst betur. Hann var skemmtilegur með íjölda mark- tækifæra." Logi sagði að þegar hann lítur á leikinn í heild þá sé hann nokkuð ánægður með hann en ljóst sé að ekki verði hægt að leika svona sveifiukendan leika á alþjóðvettvangi leik eins liði sýndi að þessu sinni. En hvað fannst honum um frammistöðu yngri mannana sem komu inn á í síðari hálfleik? „Það komu svolítið aðra víddir í leikinn með þeim. Þeir léku bolt- anum betur en hinir og þá varð leikurinn skemmtilegri. En það má ekki gleyma því heldur að við vor- um búnir að ná góðum tökum á leiknum þegar þeir komu inná. Oft er það líka þannig þegar annað lið- ið er fyrirfram betra en hitt að þá er ekki fyrr en líða tekur á sem hlutirnir fara að gerast fyrir al- vöru.“ Sýnir þessi frammistaða drengj- anna að kynsióðaskipti séu á næstu grösum? „Ja, nýliðinn í leiknum Heimir Guðjónsson er nú orðinn það gam- all að hann getur ekki talist af yngri kynlsóðinni. Það er fullt af yngri strákum að koma upp í liðið og þeir geta tekið við af þeim yngri en við verðum að passa okkur á því að skipta ekki of ört og halda þessari hæfilegu blöndu sem við erum að leita að.“ Fannst þér liðið ná þeim mark- miðum sem þú settir því fyrir leik- inn? „Ég held að sú leikaðferð sem við vorum að beita hafi tekist lengst af. Um tíma voru menn kannski full ákafir aftast en við náðum að laga það. En við verðum líka að líta til þess að við erum með Hlyn í fyrsta skipti í langan tíma, Her- mann er einnig nýliði, Lárus Orri er að leika í fyrsta skipti í miðju varnarinnar. I sókninni ætluðum við að virkja bakverðina í sóknina og við erum með Heimri og Sigurð aftast á miðjunni sem eru ekki mik- ið að fara fram og Rúnar og Hlyn- ur skiluðu sínu. Þá vantaði menn eins og Guðna Bergsson, Þórð Guð- jónsson, Eiða Smára og Arnar Gunnlaugsson þannig að ljóst er að við eigum fullt af góðum leikmönn- um fyrir utan þá sem léku í kvöld.“ ■ Leikurinn / B4 KNATTSPYRNA: DEILDARKEPPNIN AÐ HEFJAST í ENGLANDIOG ÞÝSKALANDI / B2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.