Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST1996 B 3 KNATTSPYRNA Ef öldurn- ar lægir getur að- eins orðið einn sig- urvegari Nú þegar boltinn byijar að rúlla að nýju í Þýskalandi fara margir knattspyrnuunnendur óneitanlega að velta fyrir sér hveijir það verða, sem hampa muni þýska meistaratitlinum í lok tímabilsins og renna flestir hýru auga í því sambandi til núverandi meistara, Borussia Dortmund, og fyrrverandi meistaranna, Bayern Miinchen. „Keisarinn“ Franz Beckenbau- er, sem tók við þjálfun Bayern í lok síðasta keppnistímabils, hefur varað leikmenn sína við því að falla í sömu gryfju og í fyrra þeg- ar allt logaði í illdeilum og rifr- ildi, sérstaklega milli fyrirliða þýska landsliðsins, Júrgen Klins- manns, og hins góðkunna Lothar Mattháus. „Það fagnar enginn meistaratitli þegar samkomulag leikmanna er í ólagi og rifrildið í fyrra kostaði okkur titilinn," sagði Beckenbauer en fullyrti um leið að öldurnar hefði lægt í herbúðum Bayern. Vert er þó að minna á að Bec- kenbauer, sem nú er forseti Bay- ern, þjálfar liðið ekki lengur því Italinn Giovanni Trappatoni, sem þjálfaði félagið fyrir tveimur árum en sagði svo upp störfum, var ráð- inn á ný í sumar. Bayern fékk til liðs við sig fyrir komandi tímabil þýska landsliðs- manninn Mario Basler frá Werder Bremen og ítalann Ruggiero Rizzitelli frá Tórínó en Dortmund krækti sér hins vegar í Portúgal- ann öfluga, Paulo Sousa, og hinn unga og efnilega Rene Schneider. Þessi tvö lið, sem bókstaflega stungu önnur lið af í deildinni í fyrra, ætla sér stóra hluti í vetur og munu án efa verða í hópi efstu liða en helsta samkeppnin gæti komið frá Werder Bremen, Bor- ussia Mönchengladbach og Stuttg- árt. Bayern, með þá Klinsmann, Mattháus og Mehmet Scholl auk Baslers og Rizzitellis fremsta í broddi fylkingar, þykir að vísu sig- urstranglegra en núverandi meist- ararnir því þeir Sousa, Schneider og Steffen Freund hafa allir verið meiddir síðustu vikur en þjálfari Dortmund, Ottmar Hitzfeld, hefur þó engar áhyggjur og segir sína menn hungraða í annan titil. Það er þó ljóst að ætli hið fom- fræga félag Bayern Múnchen sér að fagna þýska meistaratitlinum næsta vor munu leikmenn þess þurfa að jafna ágreining sinn og þáð hið snarasta en takist það verður að teljast líklegt að önnur lið gætu átt eftir að eiga erfitt uppdráttar gegn hinu geysisterka Bayern-liði og eins og Mario Basler sagði þeg- ar hann var ný- genginn til liðs við félagið: „Ef öldurnar lægir í Múnchen getur aðeins orðið einn sigurvegari." ENGLAND Enska úrvalsdeildin hefst um helg- ina með eftirtöldum leikjum. Laugardagur: Arsenal - West Ham Blackburn - Tottenham Coventry - Nottingham Forest Derby County - Leeds United Everton - Newcastle Middlesbrough - Liverpool Sheffield Wednesday - Aston Villa Sunderland - Leicester Wimbledon - Manchester United Sunnudagur: Southampton - Chelsea Mánudagur: Liverpool - Arsenal •Enska sjónvarpsstöðin Sky sýnir síðustu tvo leikina beint. Reuter Klinsmann góður JÍÍRGEN Kllnsmann, fyrirliði Þjóðverja á Evrópukeppninni í sumar, fór á kostum þar, allt þar til hann meiddlst en hefur greinlega náð sér vel af þeim meiðslum. Hann hefur leikið vel með Bayern að undanförnu og mikils er vænst af honum og samherjum hans í vetur - ef öldurnar lægir í herbúðum stórliðsins. Sagt er að búið sé að jafna ágreining hans og Lothars Matthaus, fyrrum landsllðsfyrlrllða. FOLK ■ NICK Barmby leikmaður Midd- lesbrough sagði í gær að hann reiknaði með að leika gegn Li- verpool á laugardaginn þrátt fyrir að vera meiddur í kálfa eftir æf- ingaleik gegn Inter Milan um síð- ustu helgi. ■ HUNDUR er hlaupinn í forráða- menn QPR út í félaga sína hjá Leeds sökum þess að þeir síðar- nefndu eru að bera víurnar í Tre- vor Sinclair. Clive Berlin hjá QPR segir að forráðamönnum Leeds hafi verið gert það ljóst að Sinclair sé ekki á lausu sama hvað í boði sé. Eigi að síður hafa Leeds menn farið með þær fréttir í fjölmiðla að þeir séu áhugasamir um að kaupa leikmanninn. ■ CLIVE Berlin segist hafa skrif- að stjórn Leeds þar sem hann ósk- ar eftir því að þeir láti af tilraunum sínum að nálgast Sinclair í gegnum Ijölmiðla, ef ekki, verði send kvört- un til enska knattspyrnusambands- ins. ■ HOWARD Wilkinson knatt- spyrnustjóri hefur látið hafa eftir sér að hann muni ekki greiða meira en átta milljónir punda fyrir Sincal- ir. Vera kann að hann þurfti að greiða meira fyrir góðan knatt- spyrnumann því vandi hans er mik- ill, m.a. sökum þess að einn helsti markahrókur félagsins, Tony Yeboah er meiddur í hné og leikur ekkert með fyrr en undir lok októ- ber hið fyrsta. ■ ÞÝSKU meistararnir í Dort- mund fjárfestu í þremur leikmönn- um á síðustu dögum; Jouan Kirovski, 20 ára Bandaríkjamanni sem verið hefur í varaliði Manchest- er United, Norðmanninum Steinar Petersen, 21 árs, frá Start 1 Krist- ianstad og Skotanum Paul Lam- bert, 26 ára, frá Motherwell. ■ ST. PAULI keypti í vikunni framheijann Nikolai Pisarew frá Spartak í Moskvu. Hann er 27 ára, skoraði gegn Bayern Múnchen fyrir tveimur árum í Meistaradeild Evr- ópukeppninnar og fyrsti leikur hans með St. Pauli verður gegn Bayern í þýsku deildinni á morgun. ■ HOLLENSKA knattspyrnufé- lagið Ajax hefur fest kaup á portúg- alska landsliðsmanninum Daniel „Dani“ Carvalho frá Sporting Lissabon. Samningur Danis er til fimm ára en kappinn, sem aðeins er 19 ára gamall, var í láni hjá West Ham á Englandi í lok síð- asta keppnistímabils og þótti standa sig mjög vel þar. „Draumalið “ Keegans Kevin Keegan hefur lagt fram að andvirði rúm- lega 6 milljarða íslenskra króna til að búa til „draumalið“ Newcastle. Eftirtaldir leikmenn hafa kostað mest: pund (millj.).... kr. (millj.) Alan Shearer 15,0 ....1.545,00 Faustino Asprilla ....7,50 772,50 Les Ferdinand ....6,00 618’00 Warren Barton 4,00 412,00 David Batty 3,75 386,25 Darren Peacock ....2,70 278 10 Phillipe Albert ...,2’65 272Í95 David Ginola .. 2,50 257,50 Paul Kitson 2,25 231,75 Shaka Hislop .. 1,50 154,50 Peter Beardsley 1,40 144,20 Keith Gillespie 1,00 103,00 Blásið til sóknar Cinnar hafa náð glæstum ár- ■ angri á alþjóða vettvangi í mörgum íþróttagreinum en knatt- spyman hefur ætíð átt undir högg að sækja þó svo heldur hafi rofað til hvað varðar áhuga almennings á íþróttinni á síðustu árum, ekki síst vegna góðrar frammistöðu Finnans Jari Litmanen í Hollandi þar sem hann leikur með Ajax. Landsliðið hefur aðeins fagnað 12 sigrum í undankeppni HM síð- an 1938 en með ráðningu Danans Richard Möller-Nielsens í starf landsliðsþjálfara í liðnum mánuði á að reyna að snúa blaðinu við. Danir tóku sæti Júgóslava í úr- slitakeppni EM 1992 og undir stjóm Möller-Nielsens skutust þeir upp á stjömuhimininn og urðu Evrópumeistarar eftir 2:0 sigur á móti Þjóðveijum í úrslita- leik. Landsliðsþjálfarinn hefur trú á að meira búi í Finnum en þeir hafa sýnt og ætlar að reyna að blása lífi í landsliðið. „Ég held að ég geti komið finnskri knattspyrnu áleiðis," sagði hann eftir að hafa kynnt sér aðstæður hjá félögunum, en hann hafnaði að eigin sögn nokkr- um tilboðum frá hlýrri löndum. En Möller-Nielsen er frægur fyrir að ná því besta út úr hveijum leikmanni og eftir að hafa verið í nokkrar vikur í Finnlandi telur hann sig vera búinn að fínna ein- kenni og skapferði Finna og er sannfærður um að hægt verði að koma Finnum á blað í alþjóðlegri knattspyrnu. Hann segir þjóðar- einkenni Finna vera þor, ákveðni og þijósku og ætlar að reyna að virkja þetta þrennt til að gera knattspyrnulandsliðið sigursælt. „Þetta er furðuleg veröld sem við lifum í og ég hef oft sagt að knattspyrnan er eins og náttúran er í hvetju landi. Heima höfum við hvorki fjöll né kletta, landslag- ið er grænt og mjúkt og á sama hátt eru lifnaðarhættir fólks. Það eru engir erfiðleikar í daglegu lífi. Finnar eru eru einnig n\júkir en undir niðri em þeir eins og klett- ar. Ég hef tröllatrú á því sem þeir kalla sisu eða þor,“ segir Möiler-Nielsen, en fyrsta verk hans er að sannfæra lið, sem er vant að tapa, að það geti sigrað. „Þegar finnska landsliðið geng- ur inn á völlinn eru leikmenn allt of feimnir og það liggur við að þeir taki ofan og biðjist afsökunar á að vera mættir til leiks. Hér er fullt af góðum leikmönnum og við fyrstu sýn virðast þeir í góðri æfmgu og liðin leika skipulega. Það sem vantar er umgjörðin um leikina og leikmennina. Andrúms- loftið er ekki nógu skemmtilegt og Jiví þarf að breyta. Ég hef oft sagt að eina leiðin til árangurs sé mikil vinna og æfmgar. Ég lofa ekki góðum ár- angri en ég lofa að leikmenn þurfa að æfamikið,“ sagði Möller-Niels- en.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.