Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 8
FRJALSIÞROTTIR Frábært 5.000 m einvígi HAILE Gebreselaisse frá Eþíópíu, fylltu leikvanginn, urðu vitni að gífurlega baráttu. Þeir hlupu hlið í greininni frá upphafi. Aðeins heimsmethafi í 5.000 metra stórkostlegu einvígi. við hlið, eins og fætur toguðu, heimsmet Gebreselassies frá því hlaupi, og Kenýabúinn ungi Dani- Komen, sem er aðeins tvítugur síðustu tvo hringina en Komen á sama stað í fyrra er betri - en el Komen háðu mikið einvígi á að aldri og náði öðrum besta tíma var betri á endasprettinum og þá fórhann á 12.44,39. Methafinn þeirri vegalengd á stórmótinu í sögunnar í 3.000 metra hlaupi í kom á undan í markið; hljóp á varð hins vegar að sætta sig við Zurich í gærkvöldi. Heimsmetið Mónakó um síðustu helgi, sigraði 12 mín. 45,09 sekúndum sem er 12.52,70 mín. og silfurverðlaun í féll ekki, en áhorfendur, sem troð- heimsmethafann í gærkvöldi eftir næst besti tími sem náðst hefur gær. Ár Mast- erkovu SVETLANA Masterkova, sem setti heimsmetið í mílu- hlaupi kvenna í gærkvöldi, býr á Spáni þar sem eigin- maður hennar er atvinnu- maður í hjólreiðum. Þessi 28 ára rússneska stúlka hefur heldur betur látið að sér kveða í ár; hlaut tvenn Ólympíugull með því að sigra bæði 1800 og 1.500 metra hlaupi í Atlanta og heims- metið i gær fylgdi í kjölfarið. Vert er að geta þess að hún er nýkomin út á hlaupabraut- ina á ný eftir þriggja ára hlé frá keppni. Um var að ræða barnseignarfrí, en Mast- erkova eignaðist dóttur fyrir 18 mánuðum. Sigur er gulls ígildi FYRIR sigur á svokölluðum gullmótum, sem eru fjögur og haldin í Osló, Zurich, Brussel og Berlín, er hægt að bera mikið úr býtum. Þeir sem sigra í ákveðnum greinum á öllum fjórum mótunum skipta með sér 20 eins kílós gullstöngum. Stangirnar eru alls metnar á tæpar 17 milljónir króna. Nái aðeins einn íþróttamaður því að sigra í grein sinni á öllum mótunum fær hann stangirnar en nái fleiri því markmiði skipt- ast þær á milli viðkomandi. Þau eiga möguleika TVÖ gullmótanna eru að baki, nokkrir íþróttamenn hafa sigr- að í sömu greininni á þeim báðum og eiga því enn mögu- leika á gullstöngunum. Við- komandi keppendur og greinar þeirra eru sem hér segir: Mer- Íene Ottey frá Jamaíka (100 m), Frankie Fredericks frá Namibíu (200 m), Daninn Wil- son Kipkater (800 m), Banda- ríkjamaðurinn Derrick Adkins (400 m grindahlaup), Bretinn Jonathan Edwards (þrístökk), Þjóðveijinn Lars Riedeí (kringlukast) og búlgarska stúlkan Stefka Kostadinova (hástökk). Mótin í Brússel og Berlín eru í þessum mánuði. Riedel yfir 70 metra LARS Riedel frá Þýskalandí, sem varð Ólympíumeistari í kringlukasti í Atlanta, kastaði í fyrsta sinn yfír 70 metra í gær. Sigurkast hans í Zúrich var 71,06 m. Hefði gert það gott GUÐRÚN Arnardóttir hljóp á 54,81 sekúndum í undanúrslit- um 400 metra grindahlaupsins á Ólympíuleikunum í Atlanta á dögunum. Það hefði dugað henni til að ná fjórða sætinu í Zúrich í gærkvöídi. Kim Batt- en, heimsmethafi, varð þriðja í gær á 53,87 en Debbie Parris frá Jamaíka fjórða á 54,84. Reuter JACK Pierce frá Bandaríkjunum (t.v.) vann sætan sigur í Zurich í gær á landa sínum Allen Johnson, sem kallaður var konungur grindanna eftir sigur í 110 m grindahlaupi á Ólympíuleikunum. Pierce var illa fjarri góðu gamni þar. Glæsilegt heimsmet Masterkova bætti metið í míluhlaupi um þrjár sekúndur í fyrstu tilraun SVETLANA Masterkova frá Rússlandi keppti ífyrsta sinn í mílu- hlaupi í gærkvöldi, á stórmóti íZúrich í Sviss, og sér ekki eftir því. Hún gerði sér nefnilega lítið fyrir og setti heimsmet; hljóp á 4 mínútum, 12,56 sekúndum og það var hápunktur kvöldsins á þessu árlega móti. Einnig vakti athygli að kanadíski Ólympíu- meistarinn í 100 m hlaupi, Donovan Bailey, varð að játa sig sigr- aðan eins og fleiri gullverðlaunahafar frá Atlanta og Daninn Wilson Kipketer náði ekki að bæta heimsmetið í 800 m hlaupi, þrátt fyrir að hafa mikla yfirburði. Þá sigraði Merlene Ottey í 100 m hlaupi, eins og hún gerir gjarnan á mótum sem þessu. [argir bestu fq'álsíþróttamenn heimsins voru samankomnir í Ziirich í gærkvöldi. Þeir sem ijarri voru góðu gamni voru meiddir, en allir vilja mæta á staðinn á þetta árlega mót því verðlaunafé er það hæsta sem um getur. Masterkova hlaut 50.000 dollara að launum fyrir heimsmetið - það samsvarar 3,3 milljónum króna, og fyrir metið fékk hún að auki eitt kíló af gulli. Þá er reiknað með að hún hafi fengið 30.000 dollara (ríf- lega 2 milljónir króna) fyrir að mæta á staðinn, þannig að hún þén- aði ágætlega í gær. Gamla metið í míluhlaupi átti Paula Ivan frá Rúmeníu. Það var 4.15,61 mín., sett í Nice í Frakk- landi í júlí 1989. „Fyrir hlaupið átti ég ekki von á því að hlaupa svona hratt,“ sagði Masterkova. „En ég á von á að hægt sé að bæta heimsmetið í 1.500 metra hlaupi. Það er aðeins spurning um réttan tíma og að aðstæður séu fullkomnar," sagði hún. Metið í 1.500 er eitt þeirra sem Kínveijar bættu fyrir þremur árum; Qu Junxia hljóp þá á 3.50,46 mín. sem þótti ótrúlegur tími, en kínverska stúlkan bætti þá 13 ára gamalt met Tatyönu Kazankinu frá Rússlandi um 2 sek- úndur. 100 metra hlaup karla var mjög spennandi. Bandaríkjamaðurinn Dennis Mitchell, sem missti af verð- launum er hann varð fjórði í Atl- anta, sigraði á 10,04 sek. en Bailey varð annar á 10,06 sek. Bretinn Linford Christie var á sama tíma í þriðja sæti. „Eg gerði mörg mistök í úrslita- hlaupinu á Ólympíuleikunum og hér einbeitti ég mér að því að endurtaka þau ekki, með góðum árangri," sagði Mitchell. Marie-Jose Perec frá Frakklandi, gullverðlaunahafi í 200 og 400 m hlaupi í Atlanta, var talsvert frá sínu besta á styttri vegalengdinni í gær- kvöldi; varð fimmta en Mary Onyali frá Nígeríu sigraði á 22,07, sem jafnaði þar með besta tíma ársins sem Perec átti. Ólympíumeistarinn sænski, Lud- mila Engquist frá Svíþjóð, hætti skyndilega í 100 metra grindahlaup- inu eftir að hafa farið yfir sjö grind- ur af tíu og Brigita Bukobec frá Slóveníu sigraði þar örugglega á 12,78 sek. Allen Johnson, sem vann gull í Atlanta, varð að gera sér ann- að sætið að góðu í 110 m grinda- hlaupinu því landi hans Jack Pierce kom fyrstur í mark á 13,21 sek. Athyglivert _er að Pierce þessi var ekki með á Ólympíuleikunum. Hann datt í grindahlaupinu á úrtökumóti Bandaríkjamanna og komst þar með ekki í landsliðið. Síðari hluti hlaups- ins hjá honum í gær var mjög góður og hann stakk sér fram úr Johnson á marklínunni. Heimsmethafinn Colin Jackson frá Bretlandi náði aðeins sjötta sæti; hljóp á 13,40 sek. Oft var vel fagnað í Zúrich í gærkvöldi en aldrei eins og þegar „gamla konan“ Merlene Ottey sigr- aði í 100 metra hlaupinu. Ottey, sem tapaði á sjónarmun í úrslitum grein- arinnar á Ólympíuleikunum fyrir Gaii Devers, náði fram hefndum í gær með því að hlaupa á 10,95 sek. Gwen Torrance, sem fékk brons í Atlanta, varð önnur í gær á 10,96 og Devers þriðja á 11 sek. sléttum. Úrslft / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.