Morgunblaðið - 15.08.1996, Page 1

Morgunblaðið - 15.08.1996, Page 1
VERÐBRÉF Siðvæðing mark- aðarins í nánd /4 TÖLVUR Alnetið bólgnar stöðugt /6 _______tiTCArfl Andrés Önd í vanda staddur /7 VIÐSKIFn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 BLAÐ Leikskóli Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tilmæli frá Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar um að tilboði lægstbjóðanda, Fram- kvæmdar ehf., í byggingu leik- skóla við Hæðargarð verði tek- ið. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 78 milljónir sem er 88,03% af kostnaðaráætlun. Frestað Forráðamenn sýningarinnar Heilsa og sport ’96 hafa frestað henni vegna tímaskorts við und- irbúning. Áætlað er að halda Heilsu og sport ’97 að ári. Und- irbúningur mun hefjast strax eftir áramót. Hlutabréf Hlutabréfaviðskipti á Verð- bréfaþingi hafa aldrei verið meiri í einum mánuði í sögu þingsins en í júlí sl., en heildar- viðskipti mánðarins námu 664 milljónum króna. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði í mánuðin- um og var í júlílok 6% hærri en í lok júnímánaðar. Heildarvið- skipti með verðbréf á Verð- bréfaþingi námu rúmlega 10 milljörðum króna í júlí. SÖLUGENGIDOLLARS ■■ -r' * ^ V' ireyting á stu gengi* VORUSKIPTIN VIÐ ÚTLÖND < Verðmæti vöruútflutnings '\ og innflutnings, ' v' jan.-júní 1995 og 1996 1995 1996 (fob virði í milljónum króna) jan.-júní jan.-júní fc Útflutningur alls (fob) 58.795,3 62.928,8 7,0 Sjávarafurðir 43.132,4 49.188,5 14,0 Ál 6.371,6 6.323,9 -0,7 Kísiljárn 1.420,4 1.474,8 3,8 Skip og flugvélar 2.281,9 188,9 Annað 5.589,0 5.752,7 2,9 Innflutningur alls (fob) 49.788,9 58.258,0 17,0 Sérstakar fjárfestingarvörur 1.239,0 1948,9 Skip 484,8 1.814,2 Flugvélar 727,2 96,5 Landsvirkjun 27,0 38,2 77/ stóriðju 3.730,3 3.436,6 -7,9 íslenska álfélagið 3.334,4 2.983,9 -10,5 íslenska járnblendifélagið 395,9 452,7 14,3 Almennur innflutningur 44.819,6 52.872,5 18,0 Olía 3.380,2 4.451,8 31,7 Alm. innflutningur án olíu 41.439,4 48.421,0 16,8 Matvörur og drykkjarvörur 4.878,9 5.612,9 15,0 Fólksbílar 2.335,4 3.246,1 39,0 Aðrar neysluvörur 9.945,7 10.937,6 10,0 Annað 24.279,4 28.624,4 17,9 Vöruskiptajöfnuður 9.006,4 4.670,8 Án viðskipta íslenska álfélagsins 5.969,2 1.330,8 Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 3.901,8 2.068,7 'Miðað er við meöalgengi á vömviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaideyris 0,2% lægra I janúar-maí 1996 en á sama tima árið áður. Heimild: HAGSTOFAISLANDS Vöruskiptajöfnuður rúmum 4 milljörðum óhagstæðari en í fyrra IiiiiTlutningiiv jókst um 17% VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR fyrstu sex mánuði ársins reyndist hag- stæður um 4,7 milljarða króna, samkvæmt samantekt Hagstofunn- ar. Þetta er nærri helmingi lakari útkoma en varð á vöruskiptajöfn- uðinum á sama tímabili á síðasta ári, er hann var hagstæður um 9 milljarða m.v. við fast gengi. Astæða þessa er gríðarleg aukn- ing innflutnings á fyrri hiuta árs- ins. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings jókst um 17% og nam 58,3 milljörðum króna. 40% aukning í bifreiðainnflutningi Innflutningur sérstakrar fjár- festingarvöru, sem og innflutning- ur vegna stóriðju er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars, en engu að síður jókst al- mennur vöruinnflutningur, að þessum liðum frátöldum, einnig um 17%, að því er segir í frétt frá Hagstofunni. Miklu munar um stóraukinn inn- flutning fólksbíla, en hann hefur aukist um nær 40% frá sama tíma- bili í fyrra. Innflutningur á mat og drykkjarvöru jókst um 15%, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Utflutningur jókst á sama tíma um 7% að verðmæti og voru sjávar- afurðir 78% alls útflutnings á fyrri hluta ársins. Verðmæti þeirra jókst um 14% á milli ára. Nærri 4% aukning varð á útflutningi kísil- járns en hins vegar varð lítils hátt- ar samdráttur í útflutningi áls. Aukningin í innflutningi í júní varð raunar heldur minni en á tímabilinu í heild, eða 5%, en hins vegar tók innflutningurinn aftur töluverðan kipp í júlí, samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Hagnaður Hlutabréfa- sjoðsins 393 milljónir HEILDARHAGNAÐUR af rekstr- arstarfsemi Hlutabréfasjóðsins hf. nam 393 milljónum króna á fyrri helmingi þessa árs, að teknu tilliti til skatta. Þar af nam hagnaður sam- kvæmt rekstrarreikningi 90 milljón- um króna en aukning á óinnleystum gengishagnaði af hlutabréfum í eigu sjóðsins nam 303 milljónum, að því er segir í frétt. Hlutabréf í eigu Hlutabréfasjóðsins hækkuðu á þessu tímabili um 20%, sem jafngildir nærri 40% raunávöxt- un hluthafa í sjóðnum m.v. heilt ár. Heildareignir félagsins voru tæpir 2,4 milljarðar króna og höfðu þær aukist um rúmar 500 milljónir frá áramót- um. Verðmæti hlutabréfa í eigu sjóðs- ins er rúmar 1.500 milljónir króna eða um 64% af heildareignum hans. Hlutabréfaeignin skiptist á 34 hlutafélög en stærstu eignarhlutir félagsins í öðrum félögum eru í Eim- skip, 333 milljónir, íslandsbanka, 167 milljónirog Flugleiðum 164 milljónir að markaðsvirði. 1 3 m LANDSBREF HF. tto, — Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. Til fyrirtœkja ojy rekstrarabila: Hqgkvœm lán til I 25 ára • Vextir 6,75% til 8,25% • Hagkvæm endurfjármögnun styttri og óhagkvæmari lána • Lægri fjármagnskostnaður • Lægri greiðslubyrði áhvílandi lána • Auðveldari fjármögnun nýrra fjárfestinga • Betri veltufjárstaða Lán eru veitt gegn fasteignaveði á höfuðborgarsvæðinu. Vedsetningarhlutfall skal ekki fara yfir 55% af söluverði eignar. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnum í öllum útibúum Landsbanka íslands. 108 REYKJAVIK, S í M I 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598 SUÐURLANDSBRAUT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.